Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIfí Þriðjudagur 28. okt. 1947 FYRIR röskum 42 árum kom sá, sem þetta ritar, í fyrsta sinn til Reykjavíkur, þeirra erinda að ganga undir inntökupróf í hinn almenna Menntaskóla. Var mjer komið fyrir til húsa hjá ágætri konu og elskulegri, frú Ingunni Blöndal. — Er sú stutta dvöl í „Hæstarjetti-“, en svo var húsið nefnt stundum, mjer harla minnisstæö, bæði fyrir þá sök, að þangað sótti á kvöldin hópur ungra glaðværra og upprennandi menntamanna, sem hjeldu uppi umræöum um fiest þau stórmál og nýmæli, er þá voru efst á baugi, og engu síður vegna þess, að því nær sem dró hinum mikla dómsdegi, þvarr mjer kjarkurinn jaínt og þjett og örvænti jeg fu'lkomlega um minn hag. Jeg hlýt að hafa látið þetta hugarangur á sjá, því jeg man, að frú Blöndal ráðgaðist um við frændkonu sína, unga, hvort ekki myndi rjett að fá Einar til að hjálpa mjer. Stuttu síðar um kvöldið var mjer svo sagt, að Einar væri kominn, og var jeg þá leiddur fyrir pilt á rnínu reki. Hafði sá formála í styttra lagi, sagöist eiga að fara í Mennta- skólann, eins og jeg og spurði, hvað mig vanhagaði um sjer- staklega. Frá þessu bjarta júní- kvöldi 1905 stafa kynni mín af þessum látna vini mínum og frænda, sem síðan hjeldust alla tíð til ómetanlegs gagns og blessunar fyrir mig. Einar Jónsson var fæddur að Skerðingsstöðum í Reykhóla- sveit hinn 27. maí 1890 og voru foreldrar hans Jón Einar Jóns- son prófasts Jónssonar í Stein- nesi og konu hans Elínar Ein- arsdóttur úr Skógum undir Eyjaf jöllum, og Herdís skáld úr Flatey á Breiðafirði. -— Voru hennar foreldrar Andrjes And- rjesson Björnssonar ráðsmanns síra Ólafs Sivertsens í Flatey og kona hans Séssélja Jónsdótt- ir. Voru þeir Andrjes móðurafi Einars og Matthías skáld Joch- umsson systrasynir, og er þessi ætt, eða var, íjölmenn um Breiðafjarðareyjar enar nyrðri, svo og Múla- og Reykhóiasveit- ir. Þeim hjónum Jóni Emari og frú Ilerdísi varð 7 barna auðið, en af þeim komust þrjú ein á legg: Elín, gefin Jóni Thoraren- sen úr Stórholti, móðir síra Jóns Thorarensen prests til Nessókn- ar í Reykjavík, Jón Ólafur, mál- arameistari á ísafirði, látinn fyrir nokkrum árum og Einar, er var yngstur sysíkinanna. Einar missti föður sinn ung- ur, og var hann upp frá því í fóstri hjá móðursystur sinni Guðrúnu, til fermingaraldurs. Fluttist þá til Reykjavíkur 1904 og átti þar heimili síðan, að undanteknum námsárum sínum í Kaupmannahöfn og tæpri árs- dvöl á Akureyri. Hann settist í 1. bekk hins almenna Mennta- skóla haustið 1905 og útskrifað- ist með mjög góðum vitnisburði vorið 1911 og sigldi þá samsum- ars til háskólanáms við Kaup- mannahafnar-háskóla. Einar var frábærilega vel gef- inn maður, sjóðnæmur og minn- ugur í besta máta á allt, er hann hafði numið. Skólafögin öll Ijeku honum í lyndi og að því leyti hygg jeg, að hann hefði um Einar Jónsson magisler þykkholda. Hann var í eðli sínu frekar dulur og gat komið ó- kunnugum svo fyrir, sem væri hann nokkuð þur á manninn, sem svo var kallað. En allt slíkt hvarf fljótlega við nái\ari kynni. i Hann var manna gamansamast-' ur í kunningjahópi, hafði jafnan svör á hraðbergi og Ijet, ef svo bar við, f júka í kvæðlingum því hann var skáldmæltur vel, eins og hann átti kyn iil, en allt var þetta græskulaust og til þess gert að skemmta en ekki særa. Ilann var afburðasnjall á ís- lenkst mál, og hefðu lífskjörin verið önnur, hefði hann getað orðið einn hinn snjallasti rit- höfundur þjóðarinnar. En barátt an fyrir daglegu brauöi veitti honum altof fáar næðistundir til ritstarfa, og því liggur minna eftir hann prentað en öll efni stóðu til. Auk blaðagreina nokk- urra ritaði hann Minningarrit Stýrimannaskólans, vandað að málfari og efni. Þá var hann og náinn samstarfsmaður Jóns heit ins vfirkennara óíeigssonar og veitti honum drjúga aðstoð við samningu orðabókar hans, og við fleiri slík verk mun hann hafa ljeð aðstoð sína, þótt mjer sje það ei gerla kunnugt. Hann átti og sæti í nefnd þeirri, er kenslumálaráðuneytiö skipaði á sínum tíma til undirbúnings reglum þeim er nú gilda um ís- lenska stafsetningu. Þrátt fyrir mikið annríki við kenslu og vísindastörf, fórnaði Einar Jónsson miklum tíma til fjelagsstarfsemi. Hann var fje- lagi Oddfellowreglunnar og vann þeim fjelagsskap mikið og þarft Einar Jónsson mag. art. getað kosið sjer að sjérmenntun eða lífsstarfi hverja fræðigrein, sem var; hann hefði skilað fullu dagsverki hvar helst hann hefði borið niður. En sjálfur mun hann þó mest hafa hneygst til málanáms og bókmennta, enda varð það úr, því hann hóf þegar nám í þýsku og þýskum bókmenntum og tók meistara- próf í þeim greinum nær miðj- um vetri árið 1913, og hjelt þá þegar heimleiðis. > Þegar heim kom tók hann þegar til óspiltra málanna við kennslu, sem hann síðan hafði að æfistarfi. Hann gerðist fastur stundakennari um nokkura ára skeið við Vjelstjóraskóla ís- lands og Stýrimannaskólann, að undanteknum vetrinum 1928— ’29, er hann, að tilmælum kennslumálaráðuneytisins, þjón- aði kennaraembætti við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Kom hann þá aftur til Reykjavíkur sem lengi verður minst og tók upp sín fyrri kennslu- störf, bæði í einkatímum og við Sjómannaskólann og var loks skipaöur fastur kennari við þann skóla 1932, og gengdi því embætti til dauðadags. Er tungu málakennsla hófst við Ríkisút- varpið gerðist hann útvarps- kennari í þýsku, og rækti það starf með hinni mestu alúð og samviskusemi, sem og öll önnur störf sín. Það er ollum kunnugt, að á landi voru hefur kennarastaðan, þangað til ef til vill hin seinustu ár, ekki verið það staríið, sem færði iðkendum sínum gull og gersemar á stuttum tíma eða fyrirhafnarlaust. — Það hefur lengstum verið verst launað allra starfa. Einar Jónsson fór því heldur ekki varhluta af því frekar en aðrir stjettarbræður hans.' Starfsdagurinn varð því oft langur og stundum lögð nótt með degi, og kom sjer þá vel að hann var gæddur skapfestu og einbeittum vilja. Einar var kvæntur Önnu Sig- urðardóttur Jónssonar frá Gröf í Skagafirði, er lifir mann sinn, og áttu þau eina dóttur, frú Rósu Einarsdóttur, konu Brands skólastjóra Jónssonar prófasts í Kollafjarðarnesi. Frú Anna var manni sínum hin ágætasta kona og var heim- ili þeirra til fyrirmyndar. Þang- að var gott að koma, og eiga vinir þeirra hjóna margar ljúfar endurminningar frá þeim stund- um. Einar Jónsson var maúur í meðallagi hár, þrekvaxinn og með þakklæti. Einar Jónsson mun ekki hafa verið það, sem kallað er heilsu- hraustur maður, en við sæmilega heilsu framan af æfinni. Fyrir nokkrum árum kendi hann sjúk- dóms nokkurs, er ekki varð lækn aður nema með uppskurði. Var það mikil aðgerð og tvísýn, en hepnaðist vonum framar. Komst hann á fætur og tók upp störf sín sem fyrr, en mun þó vart hafa verið samur maður, þótt lítt hjeldi hann því á lofti nje ljeti á nokkru bera. Gekk svo nokkur ár, en á síðastliðnu vori þurfti hann að ganga undir upp- skurð að nýju, jafn tvísýnan og hið fyrra skiftið. Þessi aðgerð heppnaðist vel, og komst hann aftur á fætur. Hugðurn við vin- ir hans, að nú myndi lokið þess- ari þrautatíð fyrir honum, og með hæfilegri hvíld myndi hann ná sinni fyrri heilsu og við fá að njóta hans um langt skeið enn. Svo átti þó ekki að verða. Þegar kensla hófst í skólum bæj arins í haust, gekk Einar Jóns- son til starfs síns eins og venju- lega. Hinn 20. þessa mánaðar mætti hann að venju til kenslu í Sjómannaskóla.num snemma um morguninn. Klukkustund síð ar var hann látinn. e 9 Það er að sjalfsögðu ofætlun hverjum manni að segja til um hugrenningar og óskir deyjandi manns, en einhvern veginn finst mjer, að þetta fráfall vinar míns eins og það bar að, hafi verið honum að skapi. Hann f jekk að fara í miðju starfinu, því starfi, sem hann hafði helgað krafta (Framhald á bls. 12) Sýndi stérkostleg! gáleysi I GÆR var kveðinn upp í Hæstarjetti dómur í málinu! Rjettvísin og valdstjórnin gegn ' Sigurði Guðna Gíslasyni, Hval- eyri, Hafnarfirði. 0 Fyrir Hæstrjetti var Sigurð- ur G. Gíslason sviftur leyfi til að aka bifreið æfilangt, og lát- inn sæta 6 mánaða varðvaldi. Þá var honum gert að greiða allar. kostnað sakarinnar, bæði í hjeraði og fyrir Hæstarjetti. Málavextir eru þeir, að þ. 23. nóv. 1944 urðu tveir drengir, er voru á skíðasleða fyrir bíl Sigurðar á Sljettuvegi. Annar drengjanna, Guðmundur Jón Jóhannsson, 8 ára, frá Fögru- hlí við Sljettuveg, beið sam- stundis bana af. í forsendum dóms Hæsta- rjettar segir m. a.: Flughálka var á vegi þeim, er slysið varð á, og var ákærða um það kunnugt, þar sem harm hafði ekið þar um skömmu áð- ur. Hann sá til drengjanna á sleða um 100 metra fram und- an sjer, en þeir voru 7 og 8 ára að aldri, og mátti hann því gera ráð fyrir barnalegum við- brigðum af þeirra hendi. Þrátt fyrir þetta ók hann með 30— 40 km hraða niður töluverðan halla, án þess að hafa keðjur á hjólum bifreiðarinnar og dróg ekkert úr hraðanum, er hann ætlaði að aka fram úr drengjunum vinstra megin við þá, enda gat harm ekki stöðv- að bifreiðina á skemmra færi en 29 metrum eftir að árekstur hafði orðið milli hennar og sleðanna. Akærði hefur því með stórkostlegu gáleysi við akstur orðið valdur að dauða drengsins Guðmundar Jón Jó- hannssonar, og varðar brot hans við 26. og 27. sbr. 385 gr. bifreiðalaga nr. 23, 1941, 2. og 4., sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24, 1941 og 215. gr. hegningar- laga nr. 19, 1940. Þykir. refsing hans hæfilega ákveðin 6 mán- aða varðhald. Sarnkvæmt, 39. gr. bifreiðalaganna ber og að svifta ákærða leyfi til að aka bifreið æfilangt“. Minningarorð um Guðrúnu Brynjéifs Guðrún Brynjólfsdó ’r í DAG verour til moldar borín hjer í bænum, frú Guðrún Bryn- jólfsdóttir, er varð bráðkvödd að heimili sínu Baldursgötu 29 hinn 16. þ. m. i Guðrún var fædd á Kaldbak í Hrunamannahreppi 6. ágúst , 1878. Voru æskuár hennar erf- . ið, vegna fátæktar, þar eð hún ^ var ein af 16 barna hópi í föður- , húsum. | Árið 1902 fluítist hún til I Reykjavíkur og f jórum árum síðar giftist hún eftirlífandi | manni sínum Birni Jónssyni frá I Iðu í Biskupstungum. Reistu þau bú hjer í höfuðstaðnum en fluttu til Hafnarfjarðar nokkru síðar, en þaðan fluttust þau aftur til ( Reykjavíkur og hafa báið hjer síðan. j Þau Guðrún og Björn eignuð- ( ust 9 mannvænleg börn og eru 8 af þeim á lífi. Eitt barnabarn áðífetna áljsjéða :uf ■ r RLB r a I New Delhi í gær. FYRSTA ráðstefnan, sem Al- þjóðaverkalýðssambandið held- ur í Asíu, var sett hjer í New Delhi í dag. Flutti Nehru ræðu við það ækifæri, og komst með- al annars svo að orði, að Banda- ríkin væru í dag voidugasta þjóð veraldarinnar, og að það væri þeirra hagur, að sem mest velmegun væri í heiminum. Nehru kvaðst líta svo á, að sá tími nálgaðist nú óðum, að allar tegundir nýlendustefnunn- ar hyrfu í Asíu. -— Reuter. sitt hafa þau alið upp, en öll eru barnabörn þeirra 24. Guðrún var mesta dugnaðar- og myndarkona, enda kom það sjer vel, því oft var eríitt með svo stói'an barnahóp. Er með fráfalli hennar sár harmur kveðinn að eiginmanni, börnum og öðrum ættingjum. Blessuð sje minning Guðrúnar Brynjólfsdóttur. Cera ffflöassr ( Gesíapomaður Iiandtekinn IBERLIN: — Þýskur gestaponiað- ur, sem mikið hefur verið leitað, j hefur nýlega fundist á hernáms- I tvæði Rússa. Ilefur hann nú verið | fluttur til Rússlands, þar sem hann mun verða dreginn fyrir I stríðsglæpadómstól. ALMENNUR fundur vefnað arvöruiðnrekanda i Fjelagi is- lenskra iðnrekenda hinn 25. þ. m. samþykkti svohljóðandi á- ljúkun: „Fundur haldinn i fatnaðar iðnrekendadeild Fjelags ísl. iðn rekenda beinir þeirri kröfu til Fjárhagsráðs: 1. Að ef nauðsyn teljist að skammta fatnaðarvöru skuli ekki skömmtuð innlenda vinnan og skömmtunarseðl- ar aðeins aíhentir fyrir þeirri upphæð, sem samsvar ar erlenda efninu. 2. Að ef takmarka þarf inn- flutning á vefnaðar- og klæðavöru, þá sitji iðnaður- inn í fyrirrúmi með inn- flutning áður en öðrum að- ilum sje veittur innflutning ur á fatnaðarvörum. 3. Að ekki sje skömmtuð fatn- aðarvara, sem að 70% eða meira er gerð úr íslenskri ull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.