Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. okt. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristínsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Sjóðir og sjálfstæði Háskólans í RÆÐU þeirri, sem rektor Háskólans flutti á Háskóla- iiátíðinni s.l. laugardag, gaf hann m. a. yfirlit um sjóði stofnunarinnar. Af því sjest, að flestir eru þessir sjóðir litlir og lítils megandi. Sáttmálasjóðurinn einn, sem nú er 2,6 miljónir króna, heíur bolmagn til þess að halda uppi myndarlegri starfsemi. Sjóðir Háskólans þurfa að eflast að miklum mun. Þeir þurfa að verða færir um að styðja öfluglega hverskonar vísindi, þjóðlega fræðastarfsemi, náttúrurannsóknir og margskonar tilraunastarfsemi í þágu hins starfandi þjóð- ijelags. En til þess að þetta verði hægt, þarf að örfa einstak- linga og fjelagasamtök til þess að efla þessa sjóði. Það er hægt að gera það á ýmsa lund. Ein leiðin er sú, að gjafir sem gefnar eru Háskólanum og sjóðum hans, verði und- anþegnar sköttum og öðrum opinberum gjöldum. Mundi það áreiöanlega stuðla að því, að sjóðirnir yrðu fengsælli. Hefur sú leið áður verið farin gagnvart annari stofnun, sem vinnur þjóðnýtt starf og þótt gefast vel. En það er þó ekki nóg að efla sjóði Háskólans. Það verður að gera hann að sjálfstæðari stofnun en hann er nú. Hann verður að fá aukið áhrifavald um val starfs- manna sinna. Það er þýðingarlaust að hafa í lögum hans og reglugerðum ákvæði, sem eiga að tryggja hónum slíkt áhrifavald, ef veitingavaldið getur hvenær, sem því þýður við að horfa, traðkað á þeim rjetti eins og raun hefur á orðið undanfarin ár, eins og sýnt var fram á fyrir skömmu hjer í blaðinu. Þeir atburðir mega ekki endurtaka sig. Löggjafarvaldið verður að tryggja aðstöðu Háskólans í þessum efnum. — Háskólinn verður sjálfur að taka það mál upp og að óreyndu verður því ekki trúað, að honum verði illa til Jiðs í því máli á Alþingi. Stjettasamtök og lands- stjórn FYRIR skömmu var hjer í blaðinu minnst á samtal, sem forseti norska verkalýðssambandsins átti við blað í heimalandi hans. I þessu samtali bendir hinn reyndi verkalýsleiðtogi á það, að það sje alls ekki hlutverk verkalýðssamtaka, að \ era nokkurskonar yfirríkisstjórn. í í lýðræðislandi hljóti landstjórnin óskoruð að vera á valdi löggjafarsamkom- unnar og ríkisstjórnarinnar. í þessum ummælum felst að vísu ekki annað en sjálf- sagður og viðurkenndur sannleikur. En það er samt sem áður ástæða til þess að gera þau að umtalsefni hjer á íslandi nú. Hjer eru mjög öflug verkalýðssamtök, og það mega þau gjarnan vera. í þessu landi ríkir, sem betur fer fullkomið fjelagafrelsi. En reynslan hefir sýnt, a. m. k. síðustu árin, að því valdi, sem verkalýðssamtökin hafa yfir að ráða, hefur verið beitt eins og þau teldu sig vera nokkurskonar ■ vfirríkisstjórn. Er þess skemmst að minnast, er fyrirskip- að var allsherjarverkfall vegna þess, að Alþingi hafði sam þykt ákveðinn milliríkjasamning. Ýmislegt bendir til þess, að kommúnistar, sem nú ráða Alþýðusambandinu, ætli sjer að ganga lengra í þessu efni. Þeir hafa hafið viðbúnað til þess að koma í veg fyrir að Alþingi og ríkisstjórn ráðist með virkum aðgerðum gegn verðbólgunni í landinu. Þessvegna hafa þeir kallað Al- þýðusambandsþing saman í næsta mánuði. Verkamenn verða að gjalda varhug við þessum ráða- gerðum kommúnista. Þeir verða að minnast þess að þeir búa í lýðræðislandi, þar sem löggjafarvald og ríkisstjórn st^ndur ofar samtökum allra stjetta. ÚR DAGLEGA LÍFINU Fyrsti mánudagur í vetri. FYRSTI MÁNUDAGUR í vetri er að því leyti frábrugð- inn öðrum mánudagsmorgnum hjer í höfuðstaðnum, að menn fara yfirleitt óvart fyr á fætur. Það gerir seinkun klukkunnar og að það birtir fyr á morgn- ana þarafleiðandi. I gærmorgun mátti sjá all- marga borgara á labbi niður við höfnina rjett áður en skrif- stofutími hófst, en þar var ekki neitt um að vera, nema veður- blíðan. Það er lítil sigling þessa dagana, enda ekki mikið að flytja inn. Höfnin var nærri tóm. Laxfoss var að koma frá Akranesj, eða Borgarnesi og sá annars svo hversdagslegur at- burður vakti athygli manna. Laxfoss sigldi inn höfnina, eins og stærðar hafskip. Það er ekki oft, sem hann er „skip dags- ins“. Helgafell og heyskip. EINN AF NÝJU TOGURUN- UM, Helgafell, lá í höfninni, drekkhlaðinn fiski. Það var verið að undirbúa skipið undir Englandsferð. ,,Karlarnir“ voru að taka vörpuna í land til þess að hægt væri að dytta að henni á meðan skipið er í Englands- ferðinni, en allmargir árrisuíir bæjarbúar stóðu á bakkanum og horfðu á vinnubrögðin. Menn voru sammála um að nýju togararnir reyndust vel. „Það var þá gott, að minsta kosti eitthvað er í lagi og mis- takalaust", var einum að orði. í króknum fyrir neðan Eim- skipafjelagspakkhúsin, var lít- ið skip með heyfarm. Það hlýt- ur að hafa komið að norðan. Lukkunnar pamfílus sá, sem fær þessa tuggu. Ekki þarf hann að drepa allar beljurnar sínar, eins og sumir aðrir bænd ur hjer sunnanlands. * Kyrð yfir Slippnum. ÞAD VAFv KYRÐ yfir Slippn um, vjelaverkstæðum og járn- smiðjum vestur í höfninni, þar sem venjulega er líf og fjör„ hamarshögg og logsuðu glamp- ar. Járnsmiðir cru í verkfalli. Við bátabryggjurnar láu Sví þjóðarbátar og bíða þess, að frekari síldarfregnir berist sf sundunum. Það var yfirleitt kyrð og ró yfir höfninni á bess um fvrsta mánudagsmorgni í vetri á því herrans ári 1947. En það er eitthvað óeðlilegt við lcyrð í stórri höfn. Þar á alt að vera á iði og vinnu, ef vel er. Nýtt ,,saladfat“. ,,SALADFAT“ kalla strák- arnir lögreglubílana. Þessi saladföt vekja oft athygli veg- farenda, einkum þegar þau eru í notkun. En í gærmorgun var það spánýtt saladfat, sem vakti athygli fyrir framan lögreglu- stöðina. Það var gljábónað og fínt og ungir piltar í verka- mannafötum, sem augsýnilega hjeldu til við höfnina, en höfðu ekkert að gera þessa stundina, hópuðust kringum ,,fatið“. „Sá er nú í'ínn þessi“, sögðu þeir, „og það er meira að segja einn kominn í hann“. En þessi eini var lögregluþjónn, óein- kennisbúinn, sem var að at- huga þetta nýja veiðitæki, sem honum og fjelögum hans var ætlað. Og þess vegna var það ekkert spennandi. Það er fátt, sem er eins lítið spennandi og lögregluþjónn í lögreglubíl, óeinkennisbúinn. Og er hjer var komið var kominn skrifstofutími, sam- kvæmt seinu klukkunni og það sást m. a. af því, að virðulegir forstjórar voru farnir að stinga sjer inn á Borg og önnur veit- ingahús í miðbænum til að fá sjer kafíisopa. • Engin jólatrje í ár? ÞAÐ VAR FULLÝRT í gær- morgun að Viðskiftanefndin bef'ði neitað í'irma, sem flutt hefir inn jólatrje undanfarin 20 ár um leyfi fj'rir að flytja inn jólatrje fyrir næstu jól. Sje þetta rjett verður því jólatrjelaust ár í ár og dregur það úr jólagleðinni, einkum hjá börnunum. Illa er komið okkar hag, ef við getum nú ekki leng ur veitt börnunum þá ánægju að kveikja fyrir þau á jólatrjei á hátíðinni miklu. Jafnvel öll stríðsárin tókst einhvernveginn að fá inn jólatrje. • Ríkissjóður tapar. EF VID hefðum munað eftir jólatrjánum þegar við vorum að eyða gjaldeyrinum okkar, þá hefði verið hægt að leggja til hliðar fyrir einni sendingu, sem nægt hefði yfir næstu jól, með því að spara innflutning á einum fínum bíl. Það kostar sem sagt ekki nema um 20.000 krónur danskar, að kaupa jóla- trje, sem nægir alt að því eftir- spurninni. Og ríkissjóðurinn tapar á þessu, því tollur á jóla- trjám er svo hár, að ríkið fær upp undir 70.000 krónur í toll af slíkum innflutningi. , Já, það er hætt við að okkur komi til að vanta margt á jól- unum, ef við höfum ekki ráð á því að gleðja börnin með því að setja upp jólatrje í ár. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . •j Eftir G. J. Á. —"•— Hvort scm þjer líkar betur eða ver, hafa hjónabandsauglýsing- arnar haldið innreið sína í Island. EITT af því, sem virðist hafa orðið eins eðlilegur árangur styrjaldarinnar og dýrtíðin og bílafjöldinn, eru hjónabands- auglýsingarnar. Þær stungu að vísu upp kollinum stöku sinn- um fyrir stríð, en það var svo sjaldgæft, að það vakti umtal og gaf tilefni til kaffiboða í öll- um hverfum bæjarins. Nú er öldin önnur. Auglýs- ingar þessar erú orðnar æði tíðar, og þær eru hættar að vekja neina sjerstaka athygli, nema þá ef vera skyldi á mark aðnum, sem þeim er beint að. Hjónabandsauglýsingarnar hafa haldið innreið sína, og hjer taka þær sjer sjálfsagt ból- festu, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Jeg hefi af gamni mínu fylgst örlítið með þessum málum að undanförnu. Jeg hefi safnað þessum auglýsingum. Og jeg hefi komist að þeirri niður- stöðu, að í flestum tilfellum sjeu auglýsendurnir ágætis fólk, sem af ýmsum ástæðum ekki hefir haft aðstæður til að mæta og kynnast samborgurum sínum. Ósjaldan eru þetta utanbæj- armenn. Frá Danmörku. Hjónabandsauglýsingarnar | hafa líklega borist hingað frá Danmörku. Þar eru þær eins tíðar og óánægðir skattgreið- endur hjer á landi, eru orðnar fastur liður í Kaupmannahafn- arblöðunum. En þær eru samt að ýmsu leyti ólíkar þeim ís- lensku, og óneitanlega finst mjer blaðabiðlarnir okkar vera lítillátari en kollegar þeirra hinir dönsku. Danski au.glýsandinn lýsir sjer oft og tíðum sem „háum, velvöxnum manni“ eða „lag- legri, dökkhærðri stúlku“. Sá íslenski lætur venjulega lík- amskosti sína liggja á milli hluta, en gerir á hinn veginn ýmsar kröfur til makans til- vonandi. „Jeg vil kynnast stúlku, sem er myndarleg og húsleg og vildi eignast gctt Ekki alíar hjónabandsauglýs- ingar bera jafn góðan árangur. heimili“, auglýsir einn fyrir nokkrum mánuðum síðan. • • Skammdegið. Líkt og annað ólofað fólk, verða blaðabiðlarnir,hvað róm- antískastir þegar skammdegið fer í hönd. Þá er þeim gjarnt að byrja úlfaköll sín með ýmis- konar upphrópunum, en þar er símaávarpið „Halló! Halló!“ hvað vinsælast. Allar stjettir þjóðfjelagsins taka þátt í leiknum. Verslunar- mennirnir hafa hjer sína full- trúa,' og eins sjómennirnir og verkamennirnir og stúlkurnar „um þrítugt“. Roskinn handverksmaður aug lýsir um áramótin síðastliðin. Hann vill „komast í samband við stúlku eða ekkju, sem rek- ur verslun eða iðnað“. Auglýs- ingin er vel stíluð og virðuleg í alla staði, og ef til vill alls ekki ástæða til að geta hennar hjer frekar en annara af slíkri tegund, nema þá af því að inni- hald hennar gæti átt eitthvað skylt við þann hóp blaðabiðla, sem ef til vill eru hvað tákn- rænastir fyrir tímana, sem við lifum á. Er þetta ást? Þetta eru húsnæðislausu biðl arnir. Þeir koma að vísu ekki oft fram á opinberum vett- (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.