Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. okt. 1947 MORGUTSBL 4 Ð I Ð 9 Afturför í rökfærslu Sovjetrithöfundanna Ný rússnesk bók um RÚSSNESKI rithö/undurinn D. Saslavskij hefur skrifað bók sem heitir „Sovjetlýðræðið“. I blaði frjálslynda flokksins sænska, Dagens Nyheter, birtist grein um þessa bók hins rúss- neska höfundar. Segir þar m.a. „Bók þessi ber vott um aftur för i rökfærslu sovjetrithöfund anna. Trotsky var mikill rit- höfundur, Lenin, Bucharin, Radek o. fl. höfðu mikla hæfi- leika til þess að flytja mál sitt. En þeir, sem nú berjast fyrir stefnumálum Kommúnista hafa sviplausan stíl, innantóm orð. Kemur þetta til af því, hve lengi mennimir hafa verið bundnir við hina einstrengnis- legu skoðanakúgun Kommún- ismans? Fyrri forvigismenn Kommún istanna lögðu áherslu á fram- þróunina. Hjá arftökum þeirra ber lítið á slíku. Fyrir 25 árum yar hinu rússneska stjórnarfari lýst eins og ófullkomnu milli- bilsástandi, sem bráðlega ætti að hverfa. En í staðinn kæmi hin æskilegasta þjóðfjelagsskip un, sem því aðeins gæti þrifist að þvingun frá hendi rikisvalds ins hyrfi úr sögunni. Nú er þessu stjórnarfari, sem áður var sagt, að ekki væri nema til bráðabirgða, lýst eins og hinni sönnu fyrirmynd. „Sovjetlýð- l’æðiði er hið mest alhliða og gagngerða lýðræði í heimin- um“, er nú sagt. Aðferðirnar til þess að komá slíku stjórnarfari á, eru þegar kunnar. Þær voru notaðar í Þýskalandi Nasistanna og í Italíu Fasistanna, algjörlega á sama hátt og í Rússlandi Bolsje vismans. Þegar stjómarvöld Rússlands tala um sína hagi og stjórnar- far, þá er þagað um merkustu staðreyndirnar. Ekki vikið að því einu orði, að öll andstaða gegn stjórnarvöldtmum er bönn uð. Að stjórnin hefir 5 sinni hendi alt það, sem áhrif getur haft á skoðun almennings, syo sem blöð, útvarp o. s. frv. Ekki er það heldur nefnt, að hvers- konar aðfinslur eða gagnrýni, er vart verður víð, getur orðið til þess, að menn em sendir í þrælkunarvinnu eða i opinn dauðann. Jafnvel þarf ekki ann að til, að svo fari fyrir mönnum en að grunur liggi á, að þeir beri kaldan hug til stjómarvald anna. Mikill þáttur í áróðri komm unistanna byggist á fölsun ýmsra hugtaka, sem eru í heiðri höfð. Orðið lýðræði er þar í fremstu röð. Lögð er áhersla á að gefa hugtaki þessu á sem liprastan hátt alt aðra merk- ingu en hina venjulegu. Slíkir orðaleikir vora algengir í munni Göbbels' og Mussolinis og annara fyrirrenna þeirra í mannkynssögunni. í lýðræðis- löndum eru mismunandi stjórn málaflokkar með mísmunandi skoðanir af eðlilegum ástæoum, vegna þess, að þar sem hugsana frelsi ríkir, þar lita menn mis- munandi augum á hlutina. En Saslavskij er alveg frá- hverfur, að slíkt eigi að eiga sjer stað. Aðeins þar sem stjetta „lýðræði u skipting er i þjóðfjelaginu, þar mj ndast flokkar, segir hann. 1 Rússlandi er engin stjettaskipt- ing, og þess vegna getur engin flokkaskipting átt sjer stað. En þessi röksemdaleiðsla er fölsk, vegna þess, að menn geta skipst i flokka um annað en efnalega hluti og fjelagsmál og vegna þess, að mjög eru mis- munandi kjör manna innan hins rússneska þjóðfjelags. Aðal atriðið er þó, að höfundur minn ist ekki einu orði á það, að all ir flokkar eru bannaðir í land- inu nema Kommúnistaflokkur- inn. Því er haldið fram, að harð | stjórn hins rússneska einveldis : sje afleiðing af því, hvernig hið j rússneska þjóðfjelag er, harð- stjórnin sje nauðsyn. En hvers j vegna er þetta ekki sannprófað j með því að leyfa flokka, sem | verði í stjórnarandstöðu? Þá fengist sönnun fyrir því, hvort j rússneska þjóðin gæti ekki lif | að án þeirrar herðstjórnar, sem hún hefur nú. í bók þeirri, sem Lenin skrif aði árið 1917 um byltinguna og ríkið, segir hann. Að þegar kommúnistar sigri, þá skuli þeir koma á fullkomnum efna- hagslegum jöfnuði. Nú er á- standið í Rússlandi þannig, að mismunur á kjörum manna er þar fullt eins mikill eða meiri heldur en í nokkru hinna svo- nefndu auðvaldsríkja. Forstjór- ar fyrirtækja í Rússlandi geta haft upp undir hundrað sinn- um hærri laun, en verkamenn- irnir. Skattarnir jafna þar ekki afkomu manna eins og í Banda rikjunum, i Englandi eða Sví- þjóð. Saslavskij hefur það eftir Stalin í bók sinni, að hin sósial istiska stefna í Sovjetrikjunum viðurkenni engan smáborgara- legan jöfnuð. Sósialisminn fel- ur ekki í sjer neitt almennt jafnrjetti til lífskjara. Hugsun- in, sem liggur á bak við þessi orð, á rót sina að rekja til Marx Marx sagði, að mismunur á tekjum manna stafaði aðallega af því, að fáir menn ættu fram leiðslutækin, en mikill meiri- hluti v’rði að vinna í þjónustu þeirra, sem framleiðslutækin eiga. En stjórnorvöldin í Rússlandi líta svo á, að þegar framleiðslu tækin eru tekin gjörsamlega úr einkaeign, þá falíi burtu aðal- orsökin lil hins efnalega ójafn- aðar. Og það skiptir í þeirra aug um þá ekki lengur máli. þó að einhverjir menn græði hundrað sinnum ineira heldur en al- menningur. Og fulltrúar Komm únista lita svo á, að þessi ójöfn uður i kjörum komi ekki mál- inu við. Sá, sem gerir sjer rellu ut úr því, hann sje flæktur i sm á borga ra lega Hleypidóma. Nasistarnir voru alveg sömu skoðunar. Úr þvi að Kommún- istarnir hafa sigrað innan þjóð ar sinnar, eins og Nasistarnir Kunnur hnefaleikari vill koma til íslands Oiympíumeisiarlnn í þungavig! 1924 gerðu á sinum tíma, þá á sá fá tæki að vera ánægður með lilut skipti sitt, því óánægja bendir þess að rnenn hafi ilt í huga og sjeu gagnbyltingamenn. Að lokiim segir í greininni i Dagens Nyheter. Sje hið litla rit Saslavskijs les ið á rjettan hátt, þá geta Svíar mikið af því lífrt. ekki síst sænskir verkamenn. Menn fá hjer að vita, hvað Kommúnist- arnir meina, er þeir tala um „hið sanna lýðræði“, sem þeir ætla að koma á. Geti þeir kcm ið sjer eins fyrir eins og Stalin i sínu landi, þá verður öli and- staða bönnuð, jafnt Sósíaldemó krata scm annara flokka. Skoð anir þær, sem leyfðar verða, byggjast ekki á neinum rann- sókniim eða sjerþekkingu. Því hinar rjettu, leyfilegu skoðanir verða ekki aðrar en skoðanir þeirra, sem með völdin fara. Hið mikla stjórnfnála- cg fjár- málavald, sem lagt verður í hendur valdhafanna og skrif- stofubákns þess, verður sannur Sósialismi. En þeir, seni voga sjer að óska breytinga, verða stimplaðir sem Fasistar og aft- urhaldsmenn. En þjóðfjelagið fær, eins og hið rússneska, þann heiðursstimpil, að þar riki „al- hliða og gagngert lýðræði“. Bakarar stoina !nn- kaupasanrband VEGNA sívaxandi örðugleika á útvegun hráefna og gjaldeyr- is- og innflutningsleyfum, á- kváðu bakarameistarar úti á landi að stofna með sjer inn- kaupasamband á hráefnum þeim, er þeir nota til framleiðslu sinnar. Stoínfundur var haldinn þ. 15. þ. m. hjer í Reykjavík og gengið frá lögum sambandsins, en eftir- taldir bakarameistarar voru kosnir í stjórn: Formaður: Magnús Eergsson, Vestmannaeyjum. Meðstjórnend ur: Georg Michelsen, Ilvera- gerði og Guðni Kristjánsson, Akranesi. Stjórnin ijicfur falið Ilákoni Jóhannssj’ni, Sölvhóisgötu 14 í Reykjavík að veita innkaupa- sambandinu forstöSu og mun h«nn annast, fyrir hönd sam- bandsins, um innkaup á hráefn- um, tii þæginda fyrir fjelags- menn út á landsbyggðinni. Vonast fjeiagsmenn til að Við skiftanefridin geri sitt til ið greiða fyrir að innkaupasam- Dand þetta.geti oroið tii heiiia og hagsmuna fyrir allá aCiija. Innkaupasamband bakarameistara á íslandi. Skaut þrjá menn ITAMBORG: — Otto Priekefþýsk- ur bifreiðarstjóri, var fyiir nokkr- um dögum dæmdur tll danöa mrð hengingu, fyrir að skjóta þrjá kanadiska flugmenn, sem urðu að nauðienda í Þýskalandi á stríðsár- unum. „JEG VAR svo hrifinn, þegar jeg sá íslensku íþróttamennina á Bislett í gær, að jeg fjekk mikla löngun til þess að koma til Islands og ákvað þegar að athuga möguleika í þá átt.“ Það var kunnasti hnefaleikari, sem uppi hefir verið á Norðurlönd- um, Otto von Porat, sem þannig talaði, er hann kom í heimsókn til íslensku iþróttamannanna í Kjeholmen daginn eftir Oslo- leikina í sumar. Hann kvaðst ekki trúa öðru en að á íslandi væri nóg af ung um mönnum, sem vildu æfa hnefaleika, og sem gætu orðið góðir í þeirri íþrótt Vildi hann koma hingað næsta sumar og kenna hjer á námskeiðum. Afkomandi skylmingakennara Karls XII. Otto von Porat er 44 ára að aldri. Faðir hans var sænskur en móðir hans norsk. í föður- ætt er hann kominn í sjötta lið í beinan karllegg af Diederich von Porat, sem var skylminga- kennari Karls XII. — Porat var mjög góður og tekniskur hnefa leikamaður, sem vann oftast á rothöggi. Hann var mjög vin- sæll bæði í Evrópu og Ameríku. Olympíu-mcistari. Porat flutti með móður sinni til Noregs 1914. Hann fór að æfa hnefaleika 1920, en vakti fyrst verulega athygli 1923, og árið eftir vann hann gullverð- laun Olympíuleikanna í þunga- vigt. Hann varð norskur meist- ari í þeim flokki 1924 og 1926, en vann einnig margar milli- ríkjakeppnir. Atvinnuhnefaleikari. 1926 gerðist Porat atvinnu- hnefaleikari og fór til Ameríku. Þar stóð hann sig vel í mörgum keppnum, þótt honum tækist ekki að fá að keppa um heims- meistaratitilinn, en 1929 vann hann Ástralíumanninn T. Heen ey, sem þá hafði nýlega kepþt um heimsmeistaratitilinn við G. Tunney. 1931 keppti Porat á Bislet í Oslo við Danann Sören Petersen og vann hann með rot höggi í 5. lotu og Svíann Harry Persson vann hann í Stokk- hólmi á rothöggi í 1. lotu. Árið eftir vann hann Þjóðverjann Heinz Muller í Berlín. einnig með rothöggi. Porat fór aftur til Bandaríkj- anna .1934, en þá heppnaðist honum heldur ekki að fá að keppa um heimsmeistaratitil- inn. Ssma ár meiddist hann í keppni við Suður-Ameríku- manninn McGorkindale og varð a5 yfirgefa „hringinn". Fimleikakennari. Þegar Porat hætti að geta keppt í hnefaleikum fór hann J að stunda nám við Fimleika- i skólann í Oslo, og kom síðan Isjálfur á fót fimleikastofnun, jsem notið hefir mikilia vin- sælda. 1936 ritaði hann bók, er hann nefndi „Mine erfaringer fra ringen. Boksningens teknik og trening“, og aðra bók ritaði hann 1942, „Kampár“. Vill til íslands. Og nú vill Otto von Porat heimsækja Island og láta ís- lenska hnefaleikamenn njóta góðs af kunnáttu sinni. Hanrv kveðst myndi hafa mikla ánægju af að dveljast hjer og vonast jafnframt til þess að geta orðið Islendingum að nokkru liði í þessari uppáhalds iþrótt sinni, hnefaleikunum. Það er heldur enginn vafi á því, að áhuginn fyrir hnefaleik- um hjer myndi aukast mjög vi'ð komu Porats hingað og að hann gæti kennt þeim mönnum, sem áhuga hafa á þeirri íþrótt, mik- ið. Mjer finnst a'ð hnefaleika- menn okkar ættu að athuga þennan möguleika. —Þorbjörn. fyrir Sandgerði. SLYSAVARNAFJELAG ís- lands mun n.k. sunnudag af- henda Sandgerðingum nýjan mótorbjörgunarbát til afnota við björgunarstöð fjelagsins þar á staðnum. Bátur þessi, sem kemur í stað- inn íyrir björgunarbátinn „Þor- stein“, sem þar var áður, var smíðaður í skipasmíðastöð Pjet- urs Ottasonar fyrir ári síðan og þá strax útbúinn sem áttróinn brimróðrabátur meðan beðið vac eftir sjerstakri vjel er setja átti í bátir.n, en nokkur töf hafði orðið á afhendingu hennar. Vjel- in er nú komin fyrir nokkru og að undanförnu hefur verið unn- ið að því að setja vjelina niður og hefur það verið gert í drátt- arbrautinni í Keflavík. Vjelin í bátnum er 10 ha. Boi- inder semidieselvjel, aðailega ætluð fyrir björgunarbáta, og á vjelin að geta gengið óhindruð þótt hún sje á kafi í sjó. Þá er vjelin þannig útbúin, að hún eys undir eins burtu öllurn sjó sem kemur 1 bátinn, og á að geta haldið honum þannig þurrum, þó um mikia ágjöf sje að ræða. Vjelin á með sjerstökum skot- um, að gera gangsetninguna ti'ygga undir flestum kringum- stæðum. Þetta er fyrsta vjelin af þessari gerð, sem tekin hefui' verið í notkun hjer á landi. í reynsluferð, sem farin var á bátnum, reyndist bæði bátur og vjel hið besta, og náði bát- urinn góðum ganghraða. Björg- unarsveitin í Sandgerði mun sækja bátinn til Keflavíkur og sigla honum til Sandgerðis. VerS á fatnaði hækkar. LONDON: — Það hefur verið op- inberlega tilkynt hjer í London, að verð á öllum klæðnaði, einkum þó ullarklæðnaði, muni hækka allveru- lega innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.