Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. okt. 1947 MORGUISBL 4 ÐIÐ 11 AF SJÚNARHÚLI SVEITAMANNS FYRIR nokkrum misserum Ijet búnaðarblaðið „Freyr“ fara fram atkvæðagreiðslu um það meðal lesenda sinna, hver hefði gert íslenskum landbúnaði mest gagn í fortíð og nútíð. Ekki man jeg annað um úrslit bess- arar atkvæðagreiðslu en það, að þar munaði aðeins einu at- kvæði á Njáli heitnum á Berg- þórshvoli og Páli Zophonías- syni. Þetta er Páli til mikils sóma og þá Framsóknarflokkn- um líka, sem mjög hefur beitt Páli fyrir sig í landbúnaðar- málu.m og almennt í pólitík. — Þótt undarlegt megi virðast, hefur Tíminn haldið þessum frama flokks síns lítt á lofti og ekki var þessa getið í lof- grein mikilli um Pál sextugan, sem birtist um líkt leyti og Páll hlaut sess hið næsta spekingn- um á Bergþórshvoli. Samt haggar það ekki þeirri stað- reynd, að Framsókn hefur inn- an sinna vjebanda þennan visku snjalla landbúnaðarfrömuð og ætti því að búa yfir meira viti og betri úrræðum í þjóðmálum en aðrir flokkar í Iandinu. k NU* ber þjóðinni mikinn vanda að höndum í fjárhags- m og atvinnumálum. Er slíkt ekk- ert einstakt fyrir okkar þjóð, því að sömu sögu er að segja úr öllum löndum álfunnar, hvort heldur þau hafa lent í styrjöldinni eða borið gæfu til að standa utan við hana. En við ættum að standa að því leyti betur að vígi en aðrar þjóðir, að á þessum viðsjárverðu tímum, hefur sá flokkur all- mikil völd í landinu, sem hefur yfir að ráða gnótt þeirrar visku og vegsagnar, sem nauðsynleg er á vandrötuðum leiðum. — Undarlega hefur þessa þó lítið gætt enn sem komið er. Fram- sóknarflokkurinn er nú. búinn að sitja eina 9 mánuði í ríkis- stjórn og samt hefur ekki enn að neinu leyti orðið vart þeirra umbóta og úrræða, sem hann þóttist vera að berjast fyrir meðan hann var í stjórnarand- stöðu,. Og um blaðamennsku þessa flokks er það að segja, að fæst af skrifum Tímans eru vel fallin til þess að telja í þjóð- ina kjark og vekja hjá henni vilja til að komast yfir þá örð- ugleika, sem að steðja í bili. Þar er næstum því hver grein, stjórnmálalegs eðlis, til þess skrifuð, að mála ástandið sem svartast. Reynt er að telja les- endunum trú um, að hverjum eyri hafi undanfarin ár verið eytt í sukk og óþarfa, hjer hafi blómgast fjárglæfrar, svindl og svartur markaður, og að örfáir fjárplógsmenn hafi rakað til sín öllum stríðsgróðanum, en almennings bíði ekki annað en atvinnuleysi og fátækt. Slíkur málflutningur getur ekki verk- að uppörfandi fyrir þjóðina. Og sem betur fer er hann ekki bygður á neinum staðreyndum. Hann á enga stoð í veruleikan- um. Hann er einungis hafður í frammi til að rjettlæta ósann- gjarna og illvíga stjórnarand- stöðu Framsóknar í tíð fyrver- andi stjórnar og var dæmalaus þá, enda þótt ekki kæmist hún í hálfkvisti við þá æðisgengnu lyga- og rógsherferð, sem kom- 18. okt. múnistar hafa nú hafið á hend- ur núverandi ríkisstjórn og væntanlegri umbótaviðleitni hennar í fjárhags og atvinnu- málum. -k ÞAÐ ER máske ekki oft, sem Tíminn beitir beinhörðum ]yg- um í málftuningi sínum, eins og t. d. ,,Þjóðviljinn“. En hann segir oft bara hálfan sannleik- ann, fer með blekkingar, fel- ur staðreyndir o. s. frv. Það er þetta, sem hefur fengið nafnið „Tírnasannleikur“ og er orðið þekkt í íslenskri pólitík. Gott dæmi um þennan Tímasann- leika er klausg úr grein eftir sjer til húðar genginn Fram- sóknarframbjóðanda í Tíman- um nýlega, þar sem svo er að orði komist, að arfurftm frá fyrverandi stjórn sje aðallega „látnir sjóðir, mikil loforð og afvegaleidd þjóð með nokkra nýja fiskibáta,- sem engan veg- inn geta borið sig“. Blaðið vill innprenta þjóðinni ,að þannig sje hún á vegi stödd eftir að stríðsgróðanum hefur verið eytt og hún þarf að lifa einungis á því, sem hún framleiðir. Þetta er Tímasannleikur. ★ En sannleikurinn sjálfur, hreinn og undandráttarlaus, er sem betur fer allt annar. Hann er sá, að nú stendur þjóðin bet- ur að vígi í lífsbaráttunni en nokkru sinni áður, fyrst og fremst vegna þess, að langmest um liluta stríðsgróðans var af fyrv. stjórn varið til kaupa á gagnlcgum og fullkomnum atvinnutækjum, til að borga er- lendar skuldir, til að auka raf- orku landsins, til að bæta sam- göngurnar, til góðra og varan- legra bygginga o. s. frv. Nökkr- ar tölur sanna þetta mjög greini lega. Keyptir þafa verið eða smíðaðir innanlends um 100 vjelbátar stærri og fulkomnari en þeir, sem fyrir voru. Koma munu 37 togarar — kaupskipa- flotinn mun fjórfaldast — síld- arverksmiðjurnar hafa aukið af köst sín um 35 þúsund mál, á sólarhring — fluttar voru inn á síðastliðinu ári 324 dráttar- vjelar, 1640 heyvinnuvjelar, •— 600 jeppar. — Kostnaður við raforkuframkvæmdir á árun- um 1946 og 1947 munu nema um 70 milj. kr. — Kostnaður við byggingar var á árinu, sem leið um 113 milj. kr. og þannig mætti lengi telja. Þessar tölur hafa að vísu oft sjest áður, en þjóðin verður ekki of oft á það minnt, að svart sýni og vonleysi er ástæðulaus, og hún hefur aldrei verið betur búin til að komast yfir örðug- leika og kreppu, en einmitt nú. Það getur að vísu verið gott að gera sjer ljóst það sem miður hefur farið og læra af þeirri reynslu, en ráðstafanir fyrir framtíðina getum við byggt á þeim góðu og varanlegum gögn um og gæðum, sem þjóðin hef- ur aflað sjer á undanförnum veltiárum. ★ ÞÓTT þingið hafi nú setið í hálfan mánuð, hefur þar ekki enn tekið til meðferðar neinar tillögur í dýrtíðarmálunum. — Þetta hafa orðið þeim nokkur vonbrigði, sem góðs hafa vænt af samstarfi borgaraflokkanna eftir svik kommúnista og flótta þeirra frá vandamálunum. Nú er að vísu þörf djarfra og snarpra átaka í fjárhagsmál- um en þau hljóta að eiga nokk- urn aðdraganda, þar sem urn er að ræða samstarf þriggja flókka meo næsta ólíkar skoð- anir á mörgum aðkallandi vandamálum. Þá hlýtur þyí að greina nokkuð á um leiðir og það tekur talsverðan tíma að bræða sig saman. En hin heifc- rækna og heimskuíega stjórnar andstaða kommúnista mun þoba þeim saman og sannfæra þá um að mikið liggur nú við að öll borgaraleg viðreisnaröfl í landinu leggist á eitt um fjár- hagslega viðreisn framleiðsl- unnar. Að þeirri viðreisn verð- ur hver borgari í landinu að vinna eftir bestu getu. Sambyktir Farmanna og liski- mannasambandsins um iýrtíðarmá JON 0LAFSS0N mmnm MARGIR kannast við — og að góðu einu, — gamla bónd- ann i Einarslóni. Mjer finnst því vel til fallið að minnast hans í sambandi við 83 ára afmælj hans, sem var 29. sept. s.l. Jón Ólafsson var fæddur að Ökrum við Hellna á Snæ- fellsnesi. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson og Guð- björg Eiríksdóttir, sem bjuggu á Ökrum. A fyrsta aldursári missti hann föður sinn og flutt ist þá út í Einarslón, í sama hreppi, til Gísla Guðmunds- sonar og Ingveldar Jónsdóttur og dvaldi hjá þeim til 19 ára aldurs. Tvítugur að aidri byrjaði hann búskap í Einarslóni með núlifandi konu sinni Asgerði Vigfúsdóttur, sem varð 84 ára 12. júlí s.l. Þar hafa þau búið lengst af æfi sinnar eða sam- fleytt um 60 ár. Þau eignuðust 8 börn, en af þeim eru á lífi aðeins 2 synir og I dóttir, auk þes hafa þau alið upp dóttur- dóttur sína. Tvo ‘syni sína mistu þau á m.k. Valtý frá Reykjavík, hina mestu efnis- menn. Jón er einn af þeim mönn- HJER fara á eítir nokkrar samþykktir, sem hið nýafsíaðna Farmanna- og fiskimannaþing gerði: Verðlækkun nauðsynleg. 11. þing F.F.S.Í ie'iur verð- lækkun nauðsynlega til að tryggja atvinnuvegina og til þess að fyrirbyggja atvinnu- leysi í landinu, og álítur að all- ar aðferðir gegn verðbólgunni verði að miðast við lækkun vísitölunnar, og að hætt verði niðurgreiðslu á innlendum af- urðum. Andvígt gengislækkun. 11. þing F.F.S.Í skorar á alþingi og ríkisstjórn til skjótra að- gerða í þessum efnum. Þingið mótmælir frekari gengislækk- un en orðið er og telur gengis- lækkun hið fráleitasta úrræði til lagfæringar á ástandinu og uppgjöf þeirrar viðleitni að ráða bót' á örðugleikunum með manndómi. Seinlæti á vinnustöðum. 11. þing F.F.S.Í fordæmir hið ríkjandi seinlæti og stjórnleysi á mörgum vinnustöðvum, og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að sporna við því með )aga- setningu að verktakar geti tak- markalaust tekið hundraðshluta ágóða af greiddum vinnulaun- um og þannig beinlínis hagnast á óstjórn og seinlæti. En þetta mun vera einn þyngsti bagginn sem íslenskir framleiðendur eiga við að stríða. Anægt með skömtun. 11. þing F.F.S.Í lýsir ánægju sinni yfir því að skömmtun hef ir verið tekin upp, svo fremi að hun verði látin ganga rjetti- lega yfir, og byggt verði fyrir allan svartan markað og hamst ur í hvaða mynd sem er. Þá telur sambandsþingið sjálfsagt að afnema nú þegar alla skömmtun á vörum unnum úr íslenskrf ull. Einnig að kaffi og sykur- skammtur sjómanna verði auk- inn um 50%. Vegna núverandi gjaldeyris- ist við það ár. sem launin eru tekin og greiðist mánaðarlega með hlutfallslegum greiðslum. Lækkun vísitölunnar. Sambandsþingið ályktar að með samvinnu allra framieiðslu stjettanna muní reynast kleift að færa verðalg og vísitölu nið- ur svo að um munar, enda sje^ um leið tryggt að kaupgeta. launastjettanna verði ekkert skert frá því sem nú er. Lækkun skulda. Lækkun vísitölunnar leiðir óhjákvæmilega til þess að lækka verður hlutfallslega skuldir lo.unþega þeirra, er ráð- ist í þarfar en dýrar fram- kvæmdir á verðbólgutímabil- inu, þarf í þessu sambandi að gjöra einhverjar þær ráðstaf- anir, er að gagm megi koma. Samstarf. Til þess að tryggja fram- kvæmdir ofangreindra tillagna þá ályktar 11. þing F.F.S.Í. að leita beri samstarfs við aðrar f r amleiðslust j ettir og sarntök þeirra. Felur sambandsþingið stjórn F.F.S.Í, að beita sjer fyrir því nú þegar. er , sambandsþingið harðlega framkomnu frumvarpi um aukna bensínsölu með hærra um er láta lítið vfir sjer, en ' örðugleika þjóðarinnar mótmæl er mikið í varið. Hann hefur unnið öll sín störf sem heim- ilisfaðir af hinni mestu prýði, enda átt því láni að fagna að j verði, þar sem það mundi, ef búa með góðri og göfugri konu! yrði að lögum, skapa margvís- í ástriku hjónabandi. Hefur lega gjaldeyriseyðslu misrjetti heimili þeirra ávalt verið vin- ' og óreglu. Lítur sambandsþing- sælt og rómað fyrir gestrisni, ið svo á að Alþmgi sje ekki þó að efnin væru af skornum 1 sæmandi að samþykkja slíkt skamti. frumvarp eins og nú er ástatt Jón er jafnan hægur og stilt- ( og telur að Alþingi beri frem- ur hvað sem á móti blæs, enda , ur nauðsyn til að samþykkja vel greindur og prýðilega hag- lög og reglur, sem til sparnað- mæltur. Það er ánægjulegt að ar mættu leiða, til dæmis að komast í ljóðasafn hans, íinst öllum almennum skemmtisam- þar mörg falleg staka. Er mjor komum verði slitið kl. 24. óhætt að segja að Jón sje virtm>j o gelskaður af öllum sem úl Útsvör og skattar. hans þekkja. J 11. þing F.F.S.Í. skorar á Al- Vinir hans og vandamenn þingi og ríkisstjóro að hlutast óska að ævikvöld þeirra hjóna til um að lögunum um útsvör megi verða bjart og fagurt. j og skattgreiðslur verði breytt B. J. þannig að útsvör og skattar mið KveiiskáfaSjeiagi minnist 15 ára afmælis síns MIÐVIKUDAGINN 15. oktð- ber síðastliðinn, mintist Kven- skátafjelag Reykjavíkur 25 ára afmælis síns með hófi að Skáta- heimilinu við Hringbraut. Frú Hrefna . Tynes, fjelagsforingi, flutti ávarpsorð og bauð gesti velkomna. Undir borðum voru margar ræður fluttar. Skáta- foringinn dr. Helgi Tómasson flutti fjelaginu árnaðaróskir og gstf fjelaginu göngufána. Einnig veitti hann frú Hrefnu Tynes þórsmerkið í viðurkenningar- skyni fyrir mikið og gott starf í þágu skátamála. Frú Áslaug Friðriksdóttir rakti sögu fje- lagsins umliðin 25 ár. Frú Guð- rún Jóhannsdóttir frá Brautar- holti flutti kvæði, sem hún gaf fjelaginu í tilefni afmælisins. —- Fyrsti f jelagsforingi Kvenskáta- fjelags Reyiíjavíkur Jakobína Magnúsdóttir, yfirhjúkrunar- kona, var kjörin heiðursfjelagi. Fjelaginu barst fjöldi góðra gjafa og skeyta. Eftir að borð- um hafði verið rutt, hófst varð- eldur. Þar skemtu skátastúlkur með sögum, l'ljóðfæraleik, smá- leikþáttum og söng. Hófið sótti á fjórða hundrað manns. -Stjórn fjeiagsins er þannig skipuð: — Fjelagsforingi: Frú Hrefna Tynrs. Aðstoðarfjelags- fcringi: Sigriður Guðmundsdótt ir. Ritari: Málfríður Bjarnadótt- ir. Gjaldkeri: Erna Guðmunds- dóttir. Spjaldskrárritari: Esthcr Sigurðardótíir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.