Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1947, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITÍÐ: Faxaflói; SUÐAUSTAN gola eSa kaldi, — sums staðar dálitil rigning cða súld. Afturför í rökfærslu Sovjct- rithöfundanna. Sjá bls. 9. 245. tbl. — Þriðjudagur 28. október 1947 Oivarpsumræ cr í kvöid í KVÖLD fara fram útvarps- umræður úr neðri deild Al- ►títgis. Umræðurnar hefjast kl. 8.30. Til umræðu -yf frumvarp til ttíga um breyting á lögum um Fjárhagsráð, innflutningsversl- Wf-r-og' verðlagseftirlif. Flutn- i»:*gí?maður er- Sigfús Sigurhjart arson. Umræður þessara fara fram að ósk kommúnista á Al- |w»gi. Fyrstur tekur til máls flutn- •Mgstnaður... Þá talsmaðuc Fram- eóknarf lokksins, Skúli Guð- mmméf>s®rr. Þá- Jóhanr. Þ. Jósefs son f jármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. — Einnig *«in Ingólfur Jónsson frá Hellu ta-la af hálfu Sjálfstseðisflokks- é»$.-Af hálfu Alþýðuflokksins Bnm--tala Emii Jónsson, við- skif tamálaráðherra. Tvær umferðir verða við um- rœðurnar. Við fyrri umferð feefUf hvef ræðumanna til um- réða- 25 mínútur, en við síðari 20 mínútur. Glæsilegt anddyri áfá RÓÐRAR hafa nokkuð verið stundaðir á Fáskrúðsfirði í Íi-aust- og hefur bæði verið veitt fneð línu og dragnót. Afli hefur verið sæmilegur og góður stund- tnn. Stunda þar nú 5 þilfarsbátar veiðar auk opinna vjelbáta og fer mest af afla þeirra í skip til útflutnings, ísvarið. í gær var afli upp í 16 skpd. á bát og bár- ust á land nær 40 smál. alls. — Vsr þá lokið við að fullhlaða vs. Goðaborg frá Neskaupstað, sem tók um 80 smál. af fiski. Vs. Hólmaborg frá Eskifirði er nú komið til Fáskrúðsfjarð- ar til fisktöku. (Frá Fiskifjeiaginu). Vlshínskytillaga teld Lake Success, N. Y. í gærkvöldi. STJÓRNMÁLANEFND Sam- cinuðu þjóðanna feldi í dag með miklum atkvæðamun, ályktun Rússa, þar sem Bandaríkin, Tyrkland og Grikkland, eru sökuð um stríðsæsingar. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram, hafði Vishinský, full- trúi Rússa, tjáð sig reiðubúinn til að fella úr ályktuninni þann lið hennar, þar sem talað er beint um styrjaldaráróður. Héctor McNeíl, breski full- trúinn, hafði það að segja um þetta tillag Vishinskys, -að gott værj. að vísu að sjá, að rúss- neski fulltrúinn gæti faliist á íikoðanir annara fulltrúa, en æskilegast væri þó, að hann tæki tillögu sína alla. aftur. Þetta neitaði Vishinsky að gera, og voru aljir fjórir liðir ályktunar hans þá felldir með fniklum meirihluta. —Reuter, Hollenskt olíuskip strandar á Snæfells Þegar gengið er inn í andyri Austurbæjarbíós, er til vinstri handar málverkið Landsýn, eftir Gunnlaug Seheving. (Ljósm. Mbl.: Ól. Magn.) Margra ára matvæla- skortur framundan Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. DENNIS FITZGERALD, aðalritari alþjóða matvælastofnunar þeirrar, sem 36 þjóðir standa að, sagði í ræðu á fundi stofnunar- innar í dag, að enn þyrfti að herða baráttuna gegn matvælaskort- inum. Taldi hann ástandið síst betra nú en það var fyrir ári síðan. Fóðurskortur Fitzgerald skýrði frá því í ræðu sinni, að matvælaútflutn- ingur framleiðslulanda yrði að aukast um 20% frá því sem var s.l. ár, ef takast ætti að við- haldi núverandi matvælaskamti innflutningslandanna. Þá yrði og ekki hjá því komist, að mikið af kvikfjenaði í Evrópu yrði slátrað, þar sem fóðurskortur væri geysimikill í álfunni. Fitzgerald iauk ræðu sinni með því að skýra frá því, að búast mætti við, að skortur yrði á matvælum í heiminum í all- mörg ár ennþá. Sfjórn Óðins endur- AÐALFUNDUR Málfunda- fjela^sins Óðinn var haldinn á sunnudaginn. Áður en gengið var til stjórn arkosningar, gerði formaður grein fyrir störfum fjelagsins á liðnu starfsári, en gjaldkeri fyr ir reikningum og er fjárhagur fjelagsins góður. Við kosningu stjórnar hlutu aliir meðlimir hennar endur- kosningu, e nhana sþipa: Alfreð Guðmundsson og er hann for- maður, varaformaður er Gísli Guðnason, ritai'i Meyvant Sig- urðssont Ásmundur Guðmunds- son gjaldkeri og fjármálaritari Angantýr Guðjónsson. Ennfrem ur eiga sæti í varastjórn þeir Hákon Þorkelsson og Páll Magn ússon. Málfundafjelagið Óðinn teíur nú um 400 meðlimi. Safnaðariundur Haligrlmssóknar SAFNAÐARFUNDUR Hall- grímskirkjusóknar, var haldinn á sunnudaginn var, í Austurbæj- arskóla. Þessir voru kosnir i sókn- arnefnd: Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður og Stefán Sandholt bakarameistari, er voru endur- kosnir, en með þeim hafði verið í sóknarnefndinni Felix Guð- mundsson. Hann er nú fiuttur úr Hall- grímssókn og var kosinn í hans stað Frímann Ólafsson forstjóri. Safnaðarfulltrúi var endurkos- inn Guðmundur Ásbjörnsson for seti bæjarstjórnar. Frú Unnur Ólafsdóttir og Óli ísaksson, hafa gefið Haligríms- kirkju fagran hökul, er frúin hefur gert. Eru saumuð í hök- ulinn upphafsorð Passíusálm- anna, svo og ýmsar Biblíumynd- ir. Sigurbjörn Þorkelsson for- maður sóknarnefndar, þakkaði hina veglegu gjöf. Varamenn í sóknarnefnd voru kosnir Hróbjartur Árnas. bursta gerðarmaður og Unnsteinn Bech fulKrúi. Munáðarlaus börn í heimsókn WASHINGTON: — .Tvö munað- arlaus börn frá Evrópu, Irena Gut man frá Tjekkóslóvakíu, átta ára, og Charles Karo, 7 ára, frá Pól- landi, eru nú í heimsókn í Banda- ríkjunum sem gestir húsmæðrafje- lags í New York. Þau hafa heim- sótt Truman í Hvíta húsinu. nesi Fimm mönnum af áhöfninni bjargað á siðusfu slundn í SVARTA MYRKRI um klukkan 6 í morgun strandaði hollenska olíuskipið Mildred undan stað sem Járnbarð heitir milli Di itvíkur og Hóla á Snæfellsnesi. Brim var mikið er skipið strandaði og björguðust sjö skipverja í báti, en fimm var bjargað úr landi af skeri er þeir höfðu komist út i. Skipverjar eru allir Hollendingar, að einum undanskildum, sem er Islendingur, Snæbjörn Stefáns- son hafnsögumaður. Olíuskip þetta hefur undan- farna þrjá mánuði, verið í olíu- flutningum út um land á vegum Olíuverslunar íslands. Er það strandaði var það á leið hingað til Reykjavíkur frá Akureyri. Frásögn björgunarmanns 1 gærkvöldi átti Morgunblaðið tal við Benedikt Benediktsson á Sandi, en hann var meðal þeirra er fóru á strandstað skipbrots- mönnum til hjálpar. Benedikt sagði svo frá, að er boð hefðu komið um að skipið væri strandað, hefði verið álitið að strandstaðurinn væri að norð anverðu við Bervík. Klukkan um 11 í gormorgun var lagt af stað með öll nauðsynleg björg- unartæki á tveim vörubílum og þrem jeppum. Þegar komið var út í Bervík var ekkert skip sjá- anlegt. Leituðu þeir lengi vel en fundu ekkert skip. Bárust þeim nú fregnir um að skipið myndi hafa strandað við Dritvík. Þang- að var nú haldið og komið á strandstað um kl. 4. — Sáu nú björgunarmenn, að þangað voru komnir menn frá Stapa og unnu þeir að björgun íimm manna, 6r voru á skeri um það bil 10 faðma frá landi, en rjett við það braut á skipsflakinu. Björgun mannanna á skerinu gekk vel. Stapamenn höfðu skot- ið línu út til þeirra og voru þeir dregnir í land í björgunarstól. Þegar þeir komu í land var þeim hjúkrað eftir bestu getu björg- unarmanna. — Meðal þessara manna var Snæbjörn Stefánsson hafnsögum., skipstjórinn, Schu- ifing, báðir stýrimennirnir og bátsmaður. Urðu a& flýja úl á skerið Þegar skipbrotsmenn voru komnir í land, skýrðu þeir svo frá, að skipið hefði. strandað kl. 6 í gærmorgun. Skömmu eftir, að skipið tók niðri, fóru sjö skip verja í bát. En ekki víssu þeir hvert þeir hefðu farið. Skip- brotsmenn skýrðu og frá því, að strax hafi sjór. byrjað að ganga yfir skipið og lá það und- ir stöðugum áföllum til klukkan 2. Þá hafði það brotnað í tvent og liðaðist nú sem óðast í sund- ur. En nokkru síðar sökk það. Á einhvern hátt tókst þeim að komast út í skerið, og gátu hald- ið sjer þar. Öldur gengu yfir það enda var byrjað að falla að. Sagði Benedikt, að ekki hefði björgunin mátt berast miklu síð ar, þeir hefðu þá allir drukknað. Koma í land við Ondverðarnes Þegar björgunarmenn frá Sandi eru á heimleið sjá þeir hvar maðúr kemur í veg fyrir bílana. Sá reyndist vera einn af mönnum þeim, er farið höfðu i bátnum. Sagði maður þessi, að þeim f jelögum hefði tekist aö ná landi við Öndverðarnes. Hinir sex f jelagar hans væru við bát- inn. Sagði hann þá mjög illa haldna. Skólausa, fatalitla og gegn vota, því allir hefðu farið í sjóinn er báturinn tók land og þá hafði sjór gengið yfir bátinn. Maður þessi fór með leiðangurs- mönnum. — Um kl. 6.30 í gær- kvöldi voru bílar og hópur manna lagður af stað til hjálpar » skipbrotsmönnum og munu l::ið- angursmenn hafa komið skip- brotsmönnum til hjálpar milli kl. 8—9 1 gærkvöldi. Úskiljanlegt strand Benedikt sagði, að eftir því sem hann vissi best væri strand skipsins alveg óskiljanlegt. — Skipverjar hefðu sjeð Malarrifs- vita, en hvernig skipið strandaði er mönnum hjer hin mesta ráð- gáta. í siðustu ferð Þessi ferð, em skipið var að koma úr, átti að verða síðasta ferð þess hjer á vegum Olíu- verslunarinnar og átti það að leggja af stað til Hollands í dag. Mildrid var um 700 smál. að stærð. 44 farasf í llugslysi SÆNSK ,skymaster‘-flugvjel hrapaði í gærkvöidi til jarðar skamt frá Aþenu, og ljetu þeir 44, sem í henni voru, Hfið. —< Vjelin var á leiðinni frá Ist.-n- bul til Stokkhólms. Einn af talsmönnum fJugfje- lags þess, sem vjelin tilheyrði, hefur tjáð frjettamönnum, að það eina, sem heyrst hafi fra henni, hafði verið hin venju- lega tilkynning um að hún væri að nálgast flugvöllinn við' Aþenu. Flugvjelin var um hálfa klukkustund yfir grísku höfuðborginni, áður en slysið varð. —Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.