Morgunblaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. febrúar 1948. Utft.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jönsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árr-. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Fjárhagur ríkisins RÆÐA sú, sem Jóhann Þ. .Jósefsson fjármálaráðherra flutti í gær við fyrstu umræðu hins nýja fjárlagafrumvarps fól í sjer merkar upplýsingar um f járhag ríkissjóðs. Skuldlausar eignir ríkissjóðs voru í árslok 1946 165 milj. króna. Á sama tíma voru erlendar skuldir ríkissjóðs aðeins rúmar 6 miljónir króna. I árslok 1939 var skuldlaus eign ríkissjóðs 23 milj. króna, en erlendar skuldir voru um 53 miljónir króna. Að þessu leyti hefur þannig orðið mikil og góð breyting á fjárhag ríkissjóðs. Hinar erlendu skuldir, sem hvíldu með verulegum þunga á þjóðinni hafa nær alveg verið greiddar upp og skuldlausar eignir ríkissjóðs hafa meira en sjöfaldast á tímabilinu frá 1939—1946. Afkoma ríkissjóðs á árinu 1947 hefur verið mjög góð. Tekjurnar hafa orðið 232 miljónir króna en gjöldin sam- kvæmt f járlögum um 214 miljónir króna eftir því, sem næst verður komist á þessu stigi málsins. Samkvæmt þessu ætti rekstrarhagnaður að hafa orðið um 18 miljónir króna. Þessu er þó ekki þannig varið. Vegna löggjafar þeirrar, sem Alþingi setti haustið 1946 um ábyrgð ríkissjóðs á verði útfluttra sjávarafurða mun ríkissjóður þurfa að greiða nokkuð yfir 20 miljónir króna. Ráð fyrir þeirri greiðslu var hinsvegar ekki gert á fjárlögum ársins 1947. Rekstrarhagnaður þess árs mun þessvegna ekki gera meira en hrökkva fyrir þeim útgjöldum og þarf þó meira til að ábyrgðinni verði fullnægt. Ráðherrann gaf einnig yfirlit um lánaþörf ríkissjóðs vegna ýmiskonar löggjafar, sem Alþingi hefur sett á undanförnum árum. Var niðurstaða hans sá að ríkið þarfnaðist 170 milj. kröna til þess að fullnægt væri ákvæðum þessarar löggjafar, þar af 71 miljón króna óhjákvæmilega á þessu ári. Ábyrgðir þær, sem ríkissjóður hefur gengið í fyrir bæjar- og sveitarfjelög, ýmsar stofnanir og f jelög einstakra manna nema nú tæpum 284 miljónum króna. Þessar tölur sína að enda þótt rekstrarreikningur ríkis- sjóðsins hafi undanfarin ár sýnt góða afkomu, þá eru þó þau ummæli fjármálaráðherra, að Alþingi hafi í fjármálastjórn sinni undanfarin ár teflt á tæpasta vaðið, bersýnilega rjett- mæt. Hinar víðtæku lánsheimildir og háu ríkisábyrgðir bera það greiriilega með sjer. En enda þótt segja megi að þingið hafi verið full greið- vikið á þessar samþyktir er þó á það að líta að ásóknin frá þjóðinni á hendur því hefur verið mikil. Þörfin fyrir láns- heimildir og ríkisábyrgðir hefur verið brýn. Fjölmargar nauðsynlegar framkvæmdir hafa kallað að og þjóðinni fanst 3ð hún gæti ráðist í þær allar í einu loksins þegar hún hafði nokkur fjárráð. Þetta er gjörsamlega kjarni málsins í fjár- málum okkar undanfarin ár. En framvegis verður þingið að skoða hug sinn betur í þessum efnum. Það er óhjákvæmilegt. Hið nýja f járlagafrumvarp .er það hæsta, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að gjöld- in verði 216,5 miljónir króna og rekstrarhalli rúmar 600 þús A sjóðsyfirliti er hinsvegar gert ráð fyrir að greiðslujöfnuð- ur verði óhagstæður um 26,9 miljónir króna. Það er þessvegna auðsætt að Alþingi getur ekki hækkað útgjöldin án þess að sjá ríkissjóði jafnframt fyrir nýjum tekjustofnum. Það hefur oft verið haft á orði undanfarið að hin miklu útgjöld ríkissjóðs stófuðu af verulegu leyti af auknum fram lögum til sjálfs ríkisrekstursins. Fjármálaráðherra gaf um þetta athyglisverðar upplýsingar. Árið 1939 var kostnaður- inn við hina „administrativu" stjórn ríkisins 16 af hundraði af heildarútgjöidum þess. Árið 1946 var kostnaðurínn við sömu starfrækslu hinsvegar aðeins 12 af hundraði af útgjöld unum en hafði þó sjöfaldast að krónutölu. Á þessu tímabili hefur þó t. d. kostnaðurinn við utanríkisþjónustuna eðhlega stóraukist. ' Það er þannig ekki fyrst og frerríst rekstur ríkisins sjálfs, sem hækkað hefur fjárlögin hröðum skrefum heldur fyrst og fremst lögbundnar fjárveitingar, dýrtiðarráðstafanir, ábyrgðargreiðslur og verklegar framkvæmdir. íhverii áknfar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fræknastir í heimi. BLÖÐIN SKÝRA FRÁ þeim gleðilegu tíðindum, að erlend- ur maður hafi látið svo um- mælt, að íslenskir flugmenn sjeu jafngóðir og erlendir flug- menn. Það er ekki ónýtt að vita það og satt hlýtur það að vera úr því að erlendur maður segir það. En ef betur er að gáð, þá eru þetta ekki svo miklar rosa- frjettir. Hvers vegna skyldu ís- lenskir flugmenn ekki vera eins færir í sínu starfi og er- lendir starfsbræður þeirra. ís- lensk æska býr við betri upp- eldis- og þroskaskilyrði erí flest ar nágrannaþjóðirnar, þar sem hungur og skortur ríkir. íslensk æska hefir eins góð skilyrði, ef ekki betri, til mentunar. Það er því ekkert undarlegt við það þótt íslendingar standi sig eins vel í ýmsum atvinnugreinum og jafnaldrar þeirra í örðum lönduxn. • Tökum hólinu með gát. HÓLIÐ ER GOTT og það er víst gaman að því að heyra út- lendinga segja okkur, að hvergi sjeu fegurri stúlkur en á ís- landi. Við eigum duglegustu sjómenn í heimi, færustu flug- menn og þar fram eftir götun- um. En best er að taka hólinu með gát og láta það ekki stíga sjer um of til höfuðs. íslend- ingar eru ábyggilega samkeþn- isfærir í flestum greinum, ef þeir leggja sig fram. Hitt stappar svo nærri minni máttarkend, að vera sífelt að sækjast eftir lofsyrðum erlend- is frá og prenta þau með fe;t- asta letri, sem við eigum í prentsmiðj unum. • Meðferð happdrætt- isvinninga. ÞAÐ HEFIR ÞÓTT óbrigðult ráð til efhngar fjelagssjóðum hjer á landi undanfarin ár, að stofna til bifreiðahappdrætta og hefir enda verið notað ó- spart og það svo, að oft hefir ekki verið hægt að þverfóta fyrir happdrættisbílum á aðal- götum borgarinnar með tilheyr andi jass-músik til að vekja at- hygli á gripnum. Og hver einasti maður. sem miða kaupir gerir það í þeirri von, að lánið sje með honum. Og áður en dregið er í viðkom- andi bílhappdrætti telja miða- eigendur nærri víst, að þeir eignist bílinn og sje illa með hann farið á einhvern hátt finst þeim að verið sje að snuða sig. Fyrir nokkrum dögum kom einn af þessum happdrættisbíl- um til Keflavíkur, óhreinn sem eðlilegt er eftir ferðina suður. Þetta mun hafa verið söluferð, en földi manns hefir hnevkslast á þvi, að hinn fíni bíll skuh hafa verið notaður á þenna hátt, áður en dregið var í happdrættinu. Þetta er sagt hjer til þess, að vara þá við, sem hafa happ- drættisbíla undir höndum, að fara illa með þá. Verðlaunasjóður Hallgríms skólastjóra. í FYRRA STOFNAÐI Hall- grímur Jónsson fyrrum skóla- stjóri Miðbæjarbarnaskólans, verðlaunasjóð með 10 þúsund k'róna framlagi. Skal veita fullnaðarprófsbörnum við barnaskólana verðlaun fyrir bestu ritgerðir í íslensku og voru verðlaun fyrst veitt í fyrravor. Nú er kominn út bæklingur með verðlaunaritgjörðunum og nokkrum orðum frá Hallgrími sjálfum. Bæklingurinn heitir ,,Þrjár verðlaunaritgerðir úr barnaskólum Reykjavíkur vor- ið 1947". Útgefandi er Jens Guðbjarnarson. Það munu ábyggilega margir háf>."faman af að eignast þenna bæH.ing og lesa verðlaunarit- gerðirnar. Hallgrímur skóla-• stjóri er áhugamaður um móð- urmílskenslu og móðurmáls- meðferð og gaf- f je í sjóðinn til að örfa barnaskólanemendur til ísienskunáms. Verði einhver hagnaður af út^áfu bessa bæklings rennur hann til verðlaunasjóðsins og ætti það ekki að spilla fyrir sölu hans. Btirt með braggaruslið. ÞAÐ ÆTLAR að ganga seint að hreinsa til í braggahverf- unum, bæði hjer í bænum og úti um land. Víða blasir ósóm- inn við er farið er um þ'jóðvegi landsins. Hálfhrundir og illa útlítpndi braggar, járnarusl og spítnabrak í haugum. Það er óþarfi að nefna staðina. Þeir eru farnir að þekkjast. Mánuðum saman hefir verið nuddað í að hreinsa til í þess- um ^ömlu herskálahverfum, en það færst engin áheyrn og það er eins og enginn vilji kannast við, að þetta komi sjer. við. Það er ill nauðsyn að hafa herskálahverfin hjer í bænum, en við því verður ekki gert eins og er á meðan húsnæðisvand- ræðin eru eins mik,il, og raun ber vitni. • Ómenning og sóða- skapur. ÞAÐ ER BÆÐI ómenning og sóðaskapur að þessum hálf- hrundu herskálahverfum. Það má vera að það kosti eitthvað fje, að hre.insa ruslið, en það verður að gerast og hið opin- bera hefir ábyggilega hagnast svo á sölu setuliðseigna, að það geti leyft sjer þá sjálfsögðu hreinlætisráðstöfun, að jafna brp^ahverfin v,ið jörðu hið fyrsta. "i----iiu----iiii-----iiii-----iiii-— iiii- lll ¦¦ II r n i^ ? MEÐAL ANNARA ORÐA ,'.". -| EftirG.J.Á. Er æ$km að fara í hmkml NEI, og aldeilis ekki, það er svo langt frá því, að æskan sje að fara í hundana. Jeg get nefnt óteljandi dæmi því til sönnunar. Jeg get bent á stráka og stelpur — fjöldann allan af strákum og stelpum — sem ættu að eiga jafn glæsilega framtíð og jafnvel undraverð- ustu undrabörnin í kvikmynd- unum. Auðvitað á jeg hjer ekki við það, að strákarnir e.igi allir eftir að verða miljónamæring- ar eða flugmenn (það er það eina, sem þeir virðast kæra sig um þessa dagana) eða stelp- urnar kvikmyndastjörnur (ditto). Jeg á við, að þessir á- gætu unglingar eigi eftir að verða ágætir borgarar, velvak- andi og duglegir borgarar og um fram alt bjartsýnir. • • NÓG AF PENINGUM. Vissulega eru þetta svolítið frekir krakkar og þeir eru jafn vel örlítið „upp á kant" við til- veruna. Fáir munu heldur halda því fram, að þeim væri ekki flestum hollara- að hafa nokkuð minna af peningum til að hringla í yösunum. En pen- ingarjiir éru komnir þarna fyr- ir þe'irra eigin virinu og hug- vitsemi, svo hvern fjárann geta þeir fullorðnu eiginlega gert? • • ÓBRIGÐULT RÁÐ. Jeg hefi rekið mig á það, að þegar rætt er um æskuna nú á dögum (og sjer í lagi Við þá, sem télja að hún sje að fara í Snata og Snotru), er það næst- um óbrigðult ráð, að spyrja viðkomandi að því, hvernig hann teldi að daglegu lífi okk- ar yrði komið, ef sum börnin blessuð gerðu ekkert annað til sextán ára aldurs en ganga í skóla. Þeir, sem að þessu eru spurðir. verða venjule?a ósköp ánæíðir á svipinn, þenja sig alla út og steypa sjer út í ræðu, sem. á að sanna það, að það gerði svo sem ekkert til^ bótt krakkarnir Ijetu allt annað en skólnna ei?a" sig. En ræðan verður veniulega örstutt •— eft ir tvær mínútur byrja beir að stama, á þriðju mínútunni verða þeir eldrauðir í andliti og eftir 'fjórðu mínútuna eru þeir komnir í slík rökþrot. að jafn- Vel satan sjálfur mundi áumkVa þá.' ¦«¦ •' ; MEGUM F.KKI MISSA ÞA. Sáfinleikurinn er sá, áð í 'at- vinnulífinu getum við ekki ver ið án þessara litlu borgara. Án starfskrafta þeirra yrði lífið hábölvað og óþolandi að mestu leyti, og jeg þori að fullyrða, að ekkert yrði eftir af hag- fræðikerfunum nema ef til vill hagfræðingarnir — það er að segja gráir og guggnir og meira og minna „demoralíseraðir" hai^ræðingar. EINTOMIR MILJONA- MÆRINGAR. Nei, æskan er langt frá því að vera að fara í hundana. Maður þarf ekki annað en líta á krakkana, sem sendast dag- ! langt fyrir skrifstofur og versl anir, stelpurnar, sem enn eru óhræddar við að taka að sjer jafnvel skítugustu verkin í verksmiðjunum, og strákana, sem varla mega vera að því að þvo síldarhreistrið af gúmmí- stígvjelunum sínum, til að sann færast um, að næsta kynslóð. ttiun háfa á: áð skipa einhverj- um iÆeg áí miljónamæringum og flugmönnum og kvikmynda- stjöfhum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.