Morgunblaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUTSBLÁÐIÐ MÁNADALUR Sl áÍdóaffa eptir ^acL cJiondon 120. dagur Þau hjeldu þá áfram ferð- irrn.i niður veginn og yfir grundirnar. Skömmu seinna beygðu þau inn á hliðarbraut, sem var þakin kalkdufti. Það var vegurinn, sem leirnum úr námu Chav-ons var ekið eftir. Nokkuð fram undan þyrlaðist rykið upp af veginum undan vagni og tveimur hestum. ,,Þarna koma hestarnir þín- ir“, sagði Saxon. ,,Er þetta ekki einkennilegt, af því að þú hef- ir unnið með höfðinu þá get- urðu grætt peninga um leið og þú ert á skemtiferð með mjer“. „Já, mjer dámar það ekki stundum þegar jeg hugsa um það hvað jeg græði mikið á klárunum“, sagði hann. Þau ætluðu nú að víkja út af veginum en ökumaður yeifaði og kallaði til þeirra. Þau biðu eftir honum. „Stóri Rauður fældist“, sagði ökumaður. ,,Hann varð brjál- aður, sleit af sjer aktýgin eins og bgu hefði verið úr pappír, beit og sló. Hann beit stórt stykki úr húðinni á Báldy, og. svo endáði hann með því að fótbrjóta sig: Jeg hefi aldrei komist-í verra en að fást við hann“. , „Ertu viss um að hann sje fótbrotinn?“ spurði Billy. „Já, jeg er alveg viss um það“. „Þegar þú hefir losað vagn- inn skatlu aka til hinnar -hlöð unnar og hitta Ben„ Hann er þar. Segðu Mathews, að hann skuli-fara gætilega. Og svo er að ná í byssu. Hann Sammy á byssu. Jeg má ekki vera að því að snúast í þessu núna. Hvernig stóð á því að Mat- hews fór ekki með þjer? Þá hefði hann getað náð í Ben. Það hefði verið fljótlegra“. »,Hann bíður eftir mjer“, sagði ökumaður. „Hapn sagði að- jeg gæti náð í Ben“. „Hann er ekki að hugsa um tímatöfina. Haltu nú áfram og flýttu þjer“. „Þetta eru þeirra ær og kýr“, mælti Billy gremjulega þegar þau voru laus við mann inn. . „Þeir hugsa ekki. Nú heldur Mathews að sjer hönd- um á meðan hinn tefur sig á því að gera það, sem hann átti að gera. Þetta er sá stóri ókost ur á mönnym, sem vinna fyrir tvéggja dollara kaupi á dag“. „Geturðu vænst þess að þeir menn, sem vinna fyrir tveim- ur dollurum á dag hugsi nokk uð?“. sagði Saxon. „Nei, þú segir alveg satt“, sagði Billy. „Ef þeir kynni að hugsa þá mundu þeir ekki vera hjer. Þeir mundu vera í borginni, eins og annað gott fólk. En þetta góða fólk er nú heimskingjar líka. Það hefir ekki hugmynd um hvílík auðsuppspretta er í sveitun- um, annars mundu allir ryðj - ast þangað“. Þau voru nú komin að hlið- iiui á landi Hilyards. Billy £ór af bakj og lyfti upp þeim þremur slám, sem voru í hlið- inu. Þegar þau voru komin í gegn setti hann slárnar aftur á 'sinn stað. „Þegar jeg hefi eignast þetta land, þá skal jeg setja grind í hliðið“, sagði hann. ,,Hún mun bcfrga sig á nokkr um vikum. Það eru svona smá munir, sem um munar þegar til lengdar lætur. Jeg hafði aldrei hugsað um þetta í Oak- land. En eftir það að við fór- um þ>aðan hefi jeg verið að íhuga þetta. Jeg held að Por- tugalarnir í San Keandro hafi opnað augu mín fyrir því. Frani að þeim tíma hafði jeg verið hugsunarlaus eins og skynlaus skepna“. Þau riðu með fram ökrun- um, sem ekki höfðu verið slegnir. Á einum stað var skarð í girðinguna og hafði verið tjaslað í það, en þar fyr- ir innan var korpið troðið niður. Kýr höfðu komist þar inn. Billy benti Saxon á þetta og sagði: „Það er annað eins og þetta, j sem jeg átti við. Gamli trassa- : skapurinn. Og sjáðu nú hvað ■ akurinn hefir verið illa plægð- | ur og hvað kornið er vesaldar- ; legt. Hjer eru úrkynjaðar kýr, ljelegt útsæði, trassabúskapur. Chavon hefir pínt jörðina hjer í átta ár og aldrci látið hana fá neina hvíld, og aldrei hugs- að um neinn áburð á hana, nema hvað hann hefir beitt : kúnum á hana undir eins og juppskeru er lokið“. Skömmu seinna riðu þau fram hjá hóp af nautgrjpum. „Líttu á nautið þarna, Sax- on“, sagði Billy. „Það er úr- þvætti. Það ættu .að vera til lög, sem banna að ala upp slík- ar skepnur. Það er ekki furða, þótt Chavon sje í beyglum, þegar hann rekur búskapinn þannig, enda fer hver einasti eyr.ig, sem hann fær fyrir leir- nárnuna, til þess að greiða vexti af skuldum. Hann kann ekki að fara með jörðina. Hann kann ekki að láta hana gefa arð. Tökum til dæmis þessar hundrað og fjörutíu leiguekrur. Hver maður með sæmilegu viti gæti rakað ije upp úr þeim. Jeg skal sýna þjer að mjer tekst það og jeg skal sýna hon- um hvað hann hefir farið aula- lega að ráði sínu“. Nú var stóra hlaðan fram- und.an. „Ef menn hefði haft vit á því að gera við þakið á hlöðunni þeirri arna nógu snemma, þá hefði sparast hundruð dollara í viðhaldskostnað“, sagði Billy. „En sú er bót í máli að jeg þarf ekki að borga þær viðgerðir, þegar jeg kaupi. Og nú skal jeg segja þjer leyndarmál. Hjer er gnægð af vatni. Ef þeir vérða einhvern tíma vatnslaus ir í Glen Ellen vegria þurka, þá verða þeir að koma til rriín og kaupa vatn af mjer“. Billy var orðinn kunnugur þarna svo að hann fór beint af augum og þræddi kúagötur um skóginn. Skyndilega greip hann í taumana og stöðvaði hestinn. Rjett fyrir framan þau stóð mórauður tófuhvolpur, hálfvaxinn. Hann horfði á þau tiridrandi augum um stund og snuggaði í áttina til þeirra. Svo hentist hann eins og örskot inn á milli trjánna. „Og þar hljóp skollj“, sagði Biljy. • Skapit frá Wild Water komu þau á _ grassljettu, mjóa og langa. Á henni miðri var djúp tjörn. „Þarna hefi jeg sjálfgerðan vatnsgeymi, þegár þeir í Glen Ellen fai'a að kaupa vatn af mjer“, sagði Billy. „Það er hægt að setja stíflugarð þarna neðst og leggja þangað pípur. Vatn verður gulls ígildi hjerna í dalnum áður en langt um líð- ur. En menn eru svo heimskir að þeir sjá ekki hver framtíð bíðúr hj.er. Það sjest best á því, að þessir grasbítar, sem kalla sig búnaðarráðunauta, leggja til' að rafknújn járnbraut verði lögð. eftir endilöngum dalnum, alla leið frá Saussolito og með hliðarbraut upp Napa dalinn“. íbúð óskast Málari óskar eftir 2ja herbergja ibúð strax- Má vera í rishæð eða kjallara. Tilboð, merkt: „Ödýr málara- #vinna“, sendist fyrir fimmtudagskvöld. ATVIIMIM A f 2 vana matsveina vantar á .Keflavíkurflugvöll. Uppl. i skrifstofu flugvallastjóra ríksins. Hdlu^ ua ííaó tjóri Uíliói lómó VörubilstjórafjelagiS Þróttur heldur framhaldsaðalfund í'Nýju Mjólkurstöðinni i kvöld kl. 8,30. , Vörubílstfóraf jelagiö Þrótlur Þriðjudagur 3. febrúar 1948. ------ - , —i OSKABRUNNURINN Eftir Ida Moore. Jón gamli hlnstaöi þögull á sögu Stebba Þetta voru nú meiri vonbrigðin! Þetta hafði þá alt verið draumur! Hann stakk höndinni úndir koddann. En það var engin skel þar! Hann settist upp í rúminu og hvíslaði: „Skyldi það hafa verið draumur, eftir alt saman!“ IV. KAFLI Jón gamli sat fyrir utan kofann sinn og bljes reykjar- hringjum út í loftið. Stebbi kom labbandi niður hæðina í áttina til hans, með hendur í vösum. Gamli maðurinn sá að hann var ekki með föturnar sínar, nje heldur söng hann eða blístraði, svo að eitthvað hræðilegt hlaut að hafa komið fyrir. „Jæja, hvað amar að?“ spurði hann, þegar Stebbi var sestur við hlið hans. Stebbi sagði honum upp alla söguna af draumnum, Berg- máli, Gulfót og geitunum og litlu skelinni, sem hafði hbrfið undan kodda hans. Gamli maðurinn hlustaði þögull á hann. y'Svo tók hann pípuna út úr sjer, klappaði Stebba á öxlina og sagði: „Þetta %/mi! Við viljum gjarnan fá eina skó, ★ — Jeg rífst einu sinni í viku við mannin minn, en þú? — Npi, maðurinn -minn fær laun sín borguð mánaðarlega. ★ ' I Móðirin: — Aðan voru tvær kökur frammi í búri, en nú er bara eini eftir. Kalli, veistu nokkuð hvernig á því stend- ur? Kalli: — Það hlýtur að vera af því, að það er svo dimmt þan.jeg hefi ekki sjeð nema aðra. ★ — Fyrirgefið, forstjóri, en mjer er ómÖgulegt að lifa kvæntur á þessum launum, sem jeg hefi hjer. — Hvað viljið þjef að jeg geri, hjálpi yður að fá- skiln- að. — En hvað maðurinn þinn hefir gefið þjer fallegan ref á kápuna þína. •— Já, hann komst ekki hjá því. Jeg sá hann kyssa vinnu- konuna. — Er það satt. Þú hefir lík— lega sagt henrii upp á stund- inni? — Nei, jeg þarf líka að fá nýjan kjól. ★ — Hugsaðu þjer, presturinn, sem gaf okkur saman, hefir verið myrtur. — Vertu róleg, jeg hefi ekkí gert það. ★ — Jeg hefi heyrt, að óvitlaus maðut loki augunum, þegay hann sjer fallega stúlku. — Nú, en ef hann lokar öðru auganu, er hann þá hálfvit- laus. i ★ — Þú ert hreinasti asni, tengdasonur sæll. Þig vantar ekkert nema hornin. — En asnar hafa engin horn. —•’ Þarna sjerðu, munurinn er alls enginn. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstarjettarlögrnenn Oddfellowhúsið. — Sími 1171« Allskonar lögfræðistörf. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.