Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 1
wámá 35. árgangur 31. tbl. — Föstudagur 6. febrúar 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f* Nor5ur!öndin verða u!an við sasisfevjur slórvaldanna Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. fAD ER alment álitið að aðalumræðuefni forsætisráðherranna hjer á mánudagirin verði um myndun sambands milli Norður- iandanna sem ekki tæki þátt í ráðagerðum Bevins utanríkismála- ráðherra Breta um sameiginlega blokk vesturríkjanna. Heíur ut- anríkismálaráðherra Svíþjóðar þegar skýrt þinginu frá því að Sviþjóð muni hvorki taka þátt í austur- eða vestur evrópisku bandalagi. Kommúnistar ásaka Norðurlöndin Hingað til hefur öllum tilraun um skandinavisku landanna um meira samstarf og jafnvel tolla- samband verið tekið mjög illa af-Rússum og hafa þeir jafnan ásakað Norðurlöndin fyrir að vera að stofna samband gegn sjer. Norðurlöndin ekki þátttakendur í samsteypum stórveldanna Hans Hedtoft, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði í dág að það væri ekki hagstætt fyrir Danmörku eða Norðurlöndin í heild að taka þátt í neinum sam- böndum sem ykju á ósamkomu- lag það, sem þegar er milli Vest- ur- og Austur-Evrópu, og myndi Danmörk ekki taka þátt í neinu slíku. Hafnarsfjórn Á FUNDI bæjarstjórnar í gær fór fram kosning þriggja bæjar- fulltrúa í hafnarstjórn og tveggja manna utan bæjarstjórn ar. Jafn margir voru kosnir til vara. Aðalmenn voru kosnir: Frið- rik V. Ólafsson, Hallgrímur Benediktsson og Jón Axel Pjet- ursson, þeir eru fulltrúar bæj- arins. Utan bæjarstjórnar voru kosnir: Hafsteinn Bergþórsson og Sigurður Jóhannsson. Varafulltrúar bæjarins eru: Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein og Pálmi Hannesson. —• Utan bæjarstjórnar: Þórður Ólafsson og Hannes Stephensen. Rússar undirbúa samelningu Ausur- Þýskalands og Rúss- lands STANLEY Woodburn Kirby hershöfðingi, fyrverandi yfir- maður hernámssvæðis Breta í Þýskalandi, sagði í dag að auka bæri baráttuna gegn kommúnist um í Þýskalandi og Vestur- Evrópu. Kvað hann Rússa hafa svo undirbúið aðstöðu sína á hernamssvæði sínu að þeir væru tilbúnir að sameina það Rúss- landi sjálfu. — Reuter. ----------» ? »---------- Flutningadeildir hers og flota sameinaðar WASHINGTON: — Forestall flotamálaráðh. Bandaríkjanna hefur skipað að loftflutninga- deildir hersins og flotans skuli sameinaðar. Bæjarsfjórnarfund- ur í all@ nóff SÍÐARI umræðu um fjárhags- áætlunina fyrir Reykjavíkurbæ 1948, var ekki lokið er blaðið fór í prentun í nótt Borgarstjóri hafði þá flutt framsöguræðu og er hennar getið á 2. síðu blaðs- ins, ásamt tillögum bæjarráðs og ályktunartillögum 'Sjálfstæðis- manna. Fundarhlje var gefið kl. 8— 9,30, en þá hófst fundur að nýju. Hjelt þá Sigfús Sigurhjartarson þá áfram ræðu sinni og talaði í tvær klukkustundir, aðallega um hve stefnumál Sjálfstæðismanna væru góð. Reyndi hann eftir megni að að varpa rýrð á þær framkvæmdir, sem unnar hafa verið. Steinþór Guðmundsson kvað stefnu Sjálfstæðismanna í húsnæðismálunum byltinga- sinnaða, svo rættæk væru fram- kvæmdaáform þeirra. Borgarstjóri svaraði ræðum kommúnista lið fyrir lið, og verð ur ræðu hans getið í blaðinu á morgun. samein- ast Helsingfors í gærkvöldi. FINNSKI kommúnistaflokkur- inn hefur sameinast kominform, alþjóðabandalagi kommúnista. Aðrir meðlimir bandalagsins eru Frakkland, Tjekkoslovakía, ítal ía, Rúmenía, Ungverjaland, Pól land og svo auðvitað Rússland. — Reuter. Heimsframleiðsla og úfflufningur minnka London í gærkvöldi. í SKÝRSLUM matvæla og land- búnaðarráðs um f ramleiðslu seg ir að útflutningur hafi minkað um 7% í framleiðslulöndunum þrátt fyrir það að fólkinu hefur f jölgað um rúmlega 200 miljón- ir. Er ástæðan fyrir því talin að neysla framleiðslunnar í lönd- unum sjálfum hafi aukist. —¦ Reuter. Sendiráð neitar WASHINGTON: — Kínverska sendiráðið hjer hefur neitað þeim orðrómi að helmingur skotfæra þeirra er stjórnarherjunum sjeu send sjeu seld kommúnistum. Bandalag V. Evrópu rætt í Brussels Öllum lýðræðisþjéðum heimil þáttlaka „Raröi kéniirisinn" Briissel í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HECTOR MCNEIL, innanríkismálaráðherra Bretlands, sem í gær ílaug hingað til viðræðna við Henry Spaak, forsætis- og utan- ríkismálaráðherra Hollands, sagði blaðamönnum í dag að þeir hefðu rætt tillögur Ernest Bevins um bandalag vestur Evrópu þjóðanna. Þegar hann var spurður hvort nokkur ákvörðun hefði verið tekin í þeim málum sagði hann nei. Sagði hann að Spaak hefði beðið sig að skýra nánar frá tillögum Bevins. Kvað hann för sína hafa verið ákveðna fyrir mánuðum síðan og ekkert lægi á bak við hana sem ekki mætti koma í ljós. Bandalag gegn LAZAR KAGANOVITJ, hinn nýi formaður ráðherranefndar Sovjetríkjanna var á sinum tíma kallaður „Rauði krónprinsinn", er talið var að hann myndi verða eftirmaður Stalins. En 1942 var hann lækkaður í tign oar fjekk heldur ómerkilegt embætti. Hann er mág-ur Stalins, 57 ára. Bræður hans þrír eru allir háttsettir embættismenn í Rússlandi. Iitnfluningsáætlifn- in 316,4 mll). kr. ÁÆTLUN Fjárhagsráðs og Við skiftanefndar um innflutning á þessu ári, sem getið var í mið vikudagsblaðinu er 310,4 milj. króna. Þess er getið hjer til að fyrir- byggja misskilning vegna fyr- irsagnar greinarinnar, en þar voru duldu greiðslurnar, sem eru áætlaðar 79,2 milj. króna reiknaðar með vöruinnflutn- ingnum. Rjettara hefði verið að segja, að gjaldeyrisnotkun væri áætl- uð 389 mirjónir á árinu, en þar af er vöruinnflutningur ekki nema fyrir 310,4 milj., eins og fyr getur. Hershöfðingl ræður sjerbana London í gær. FREGNIR frá Niirnberg herma að Blaskovich hershöfðingi sem gafst upp fyrir Kanadamönnum í Hollandi 1945 hafi framið sjálfsmorð er leiða átti hann í rjettarsalinn, sem er á efstu hæð byggingarinnar. Þegar fanga- verðirnir höfðu leitt hershöfð- ingjann upp stigana braust hann frá þeim og kastaði sjer fram af handriðinu. Var fSllið allhátt og er komið var að hon- um var hann að dauða kominn. Hann ljest eftir nokkrar klukku stundir. Þetta eru síðustu rjett- arhöldin, sem fram eiga að fara yfir hcrforingjum í Núrnberg. — Reuter. Rifistjéri kommún- istablaSsins L'Hu- manltc sekfaður París í gærkvöldi. MARCEL CACHIN ritstjóri franska kommúnistablaðsins L'- Humanite hefur verið dæmdur í 10 þúsund franka sekt fyrir ósvífin ummæli í blaði sínu um Frederik Dupond leiðtoga hægri flokksmanna. Fjekk Dupond 250 þús. franka í skaðabætur fyrir ummælin í hans garð. — Reuter. ? ? » Flugvjelin Tlger Sfar enn ófundin Miami, Florida í gærkvöldi. ÚTVARPSSTÖÐVAR í Banda- ríkjunum reyndu í dag og í kvöld að hlusta eftir merkjum ,frá flugvjelinni Tiger Star sem hvarf milli Azoreyja og Ber- muda með 29 manns. — Engin merki hafa heyrst í dag og enn hefur engin hugmynd um hvar vjelin er niðurkomin. — Reuter. Truman ræðir dýr- tíðina Washington í gær. TRUMAN, Bandaríkjaforseti, hjelt'ræðu í dag, þar sem hann ræddi hættu þá er þjóðinni myndi stafa af því, ef þingið neitaði honum um vald til þess að hindra verðhækkun. Sagði hann, að ef ekki yrði gripið til skjótra ráðstafana til þess að hefta hina sívaxandi dýrtíð, þá hlyti alt að enda með skelfingu. — Reuter. Rússum bannað að iltas! yflatidinguni London í gær. ÆÐSTA ráð Sovjetríkjanna hef ur nú staðfest lög, sem banna öllum borgurum Rússlands að giftast útlendingum. — Reuter. einræði og ágengni. Hann sagði, að bandalag þetta væri einungis varnar- bandalag gegn einræðisríkjum og yf rigangssemi þeirra og væri öllum . þjóðum velkomið að gan_ga í það, sem tryðu á jafn- rjetti og lýðveldi. Bandalagið brýtur ekki á neinn hátt í bág við stofnun Sameinuðu þjóð- anna og ætlar sjer heldur ekki að gera það. Ræðir við stjórnmálaleiðtoga. Mc Neil kvaðst mundu ræða við stjórnmálaleiðtoga, sem væru um þessar mundir stadd- ir í Brússel og kvaðst mundu komast fyrir um skoðanir þeirra á fyiirhuguðu bandalagi. Aætl.qnir Bevins og stjórnar- innar eru mjög augljósar og þýða í rauninni ekki annað en að Vestur Evrópu þjóðirnar verða að hafa meira samstarf í framtíðinni og ekki leyfa nein um öðrum þjóðum að koma í veg fyrir þetta samstarf. ? » ? Sexfán falla í Palesfínu Jerúsalem í gærkvöldi. TIL bardaga kom í dag milli breskra hermanna og Araba í i, Norður-Palestínu. Rjeðust Arab ar á bygðalög Gyðinga þar. Eft- ir þriggja klukkutíma bardaga flýðu Arabar yfir landamærin. Tólf Arabar f jellu, margir særð- ust og sex voru teknir til fanga. í Jerúsalem fórust fjórir Ar- abar þegar Gyðingar köstuðu sprengju á aðalgötuna í Araba- hlutanum. Voru Gyðingarnir í brynvarðri bifreið og komust undan á flótta. —¦ Reuter. Ekki fleiri seðlar kallaðir inn í Frakklandi París í gærkvöldi. RENE MAYER fjármálaráð- herra Frakklands sagði í ræðu í dag að franska þjóðin skyldi ekki leggja neinn trúnað á þann orðróm sem gengur um að seðl- ar lægri en 5000 franka yrðu kallaðir inn. Kvað hann þjóð- ina geta verið örugga um spari- fje sitt og eignir því að engar breytingar í frönskum fjármál- um væru fyrirsjáanlegar. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.