Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 6. febrúar 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgfSarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ám. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. __ Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlandá. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. LEIÐ ÆSKUNNAR Á UNDANFÖRNUM árúm hafa samtök ungra Sjálfstæðis- manna um alt land eflst mjög. Hundruð og þúsundir af ungu íólki, konum og körlum hefur fylkt sjer undir merki Sjálf- stæðisstefnunnar innan þeirra samtaka, sem fyrir henni herjast. öflugustu fjelagssamtök Sjálfstæðisæskunnar er fjelagið Heimdallur í Reykjavík. — 1 því eru nú á þriðja þúsund í jelagar og gengu 400 þeirra í fjelagið á s.l. ári. Hefur vöxtur íjelagsins aldrei verið jafn ör á einu ári, sem kosningar hafa ekki farið fram á. Er Heimdallur nú orðinn lang fjölmenn- asta stjómmálafjelag íandsins. Hvemig stendur á þessum öra vexti fjelagsins og hinni miklu sókn unga fólksins í samtök ungra Sjálfstæðismanna yfirleitt? 'M ^ * r\ -■ ■ • *- Ungt fólk er yfirleitt frjálslynt í skoðunum. Hverskonar kúgun og klíkuskapur er því ógeðfeldur. Það trúir á frelsið. Frelsi til þess að tala, rita og hugsa eins og því sýnist. Frelsi til þess að menta sig, skemta sjer, velja sjer lífsstarf. Unga fólkið er þeirrar skoðunar að allar umbætur eigi og hljóti að miða að því að skapa því sem einstaklingum og heild aukið frelsi, andlega og efnalega. Þessvegna er það umbótasinnað og er á móti kyrrstöðu og afturhaldi. 1 þessu viðhorfi til frelsismálanna felst frjálslyndi ungs fólks á Islandi og flestum öðmm lýðræðislöndum. Af því leiðir hinsvegar það að æskan hallast að þeim fje- iagasamtökum, sem berjast fyrir auknu frelsi á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þetta er skýringin á hinum öra vexti samtaka Sjálfstæðis- æskunnar. Það er af þessum ástæðum, sem unga fólkið í Reykjavík hefur gert Heimdall að fjölmennasta stjórnmálafjelagi lands- ins. Þessvegna fyllir skólafólk og hin vinnandi æska höfuð- borgarinnar stærstu fundarsali bæjarins þegar Heimdallur boðar til útbreiðslufundar eins og á mánudaginn var. Fólkið veit að þessi fjelagssamtök hafa barist fyrir og komið fram málum æskunnar svo sem lækkun kosningaaldursins, bætt- um mentunarskilyrðum, byggingu íþróttamannvirkja, sköp- un nýrra og betri skilyrða fyrir fjelagslíf unga fólksins til sjávar og sveita, svo fátt eitt sje talið. Þetta er það frjálslyndi, sem íslensk æska ann og finnur að miðar að því að gera hana frjálsari. En svo er til annað ,,frjálslyndi“, sem nokkrir kyndugir náungar segja að sje miklu betra og hið eina sanna. Það er alt öðru vísi. Það byggist á því, að ekki aðeins ungu fólki, heldur fólki á öllum aldri er bannað að tala og rita nema í samræmi við vilja hinna æðstu stjórnarvalda. Bók, sem að ungur maður vill gefa út er bönnuð ef valdhöfunum líkar hún ekki, ef hinn rjetti „andi“ er ekki í henni. Listmálari má ekki heldur sýna málverk sín nema að „andinn“ sje á ljereftinu. Ef hann er þar ekki þá er listin „úrkynjuð" eða hættuleg „öryggi ríkisins". Við þetta getur ungt fólk síst af öllu felt sig. Það fæst ekki til þess að trúa því að leiðin til að skapa hið fullkomna frelsi einstaklings og heildar sje að afnema alt frelsi og kæfa alla gagnrýni. Það er þessvegna skoðun yfirgnæfandi meiri- hluta þess að þessi viðhorf til frelsisins byggist ekki á frjáls- lyndri lífsskoðun heldur rammasta afturhaldi, fjandsam- iegu raunhæfum umbótum og heilbrigðri þróun. Ar þessum ástæðum fást ekki nema örfáir æskumenn í Reykjavík til þess að- sitja á „sellufundum" upp á Þórsgötu þegar hundruð af ungu fólki fer á fundi æskulýðssamtaka Sjálfstæðisflokksins. „Gromyko“-leshringurinn rennur út í sandinn, „Molotoff-bræðurnir" týna tölunni og „Semenov- systurnar" segjast aldrei hafa verið til hvað þá stundað nám í „frjálslyndi" á Skólavörðustíg eða Þórsgötu. Leið æskunnar liggur ekki þangað. Hún liggur í þveröfuga átt til þeirra fjelagssamtaka, sem heyja baráttuna fyrir betra og rjettlátara þjóðfjelagi á grundvelli þeirrar skoðunar að frelsi fólksins sje frumskilyrði fyrir fx'amförum og umbótum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Óstundvísin á öllum sviðum. ÓSTUNDVÍSIN á öllum svið um í okkar þjóðfjelagi er orð- in mikil plága og hinn versti löstur. Það er sama hvar það er. Ekki kemur það fyrir að fundir hefjist á auglýstum tíma, af þeirri einföldu ástæðu, að áheyrendur láta ekki sjá sig og stundum kemur það fyrir að bað vantar sjálfa ræðumenn ina, sem áttu að hefja umræður á fundinum, sem þá láta ekki sjá sig fyr en eftir dúk og disk. I kvikmyndahúsum og leik- sýningum eru menn að tínast inn í salinn löngu eftir að sýn- ing hófst. Hafi menn lofað að hittast á ákveðnum tíma kem- ur varla fyrir, að báðir haldi það loforð. Hjer er ekki aðeins um leið- an löst að ræða heldur sóun á verðmætum í stórum stíl, því tíminn er peningar. • Virðingarleysi. ÞEIR, SEM ÓSTUNDVÍSIR eru, sýna samborgurum sínum virðingarleysi og dónaskap, sem engin ástæða er til að þola frekar en aðra ókurteisi. Stund vísa fólkið, sem jafnan er í minni hluta, mætir á tilsettum tíma og verður svo að hanga og bíða. Það er hrein undantekning ef fundir hefjast fyr en hálfri klukkustund eftir auglýstan tíma, og stundum er það klukkustund. Hjer þarf að verða breyting á til batnaðar og það er hægt með því, að forstöðumenn mannamóta taki sig saman um að byrja þau á mínútunni. Þá munu fundarmenn smátt og smátb læra að koma á rjettum tíma er þeir sjá, að ekki er beð ið eftir þeim. Innheimta rafmagns- reikninga. FLESTIR ERU nú blessunar- lega lausir við innheimtumenn ina. Þessa vinsælu stjett manna, sem svo oft var boðið uppá að koma aftur. Þó eru enn til innheimtu- menn, t. d. rafmagnsinnheimtu menn, sem koma mánaðarlega í heimsókn. Það er með þá, eins og sagt var um kreppuna hjer á árunum, að engin veit hve- nær þeir koma, eða hvert þeir fara. ■ Þessvegna kemur það oft fyr.ir, að þeir, sem greiða eiga rafmagnsreikninginn eru ekki viðstaddir þegar hann kemur. En nú hefir verið skýrt frá því, að rafmagnsreikningar verði ekki sýndir nema einu sinni og er það útaf fyrir sig regla, sem það útaf fyrir sig regla, sem ekki er hægt að hafa mikið á móti. • Betra fyrirkomulag. EN ÞAÐ væri hægt að hafa betra fyrirkomulag á inn- heimtu rafmagnsreikninga og það er að láta rafmagnsnot- endur rölta sjálfa með gjaldið í skrifstofuna. Þá aðferð hefir síminn og virðist hún gefast vel. Síminn og Rafmagnsveit- an hafa líka aðstöðu til að fá greiðslu fyrir þjónustu sina, því ef ekki er greitt, þá er hægt að loka. Rafmagnsveitan ætti að hafa þá aðferð, að senda mönnum mánaðarreikning í pósti og segja þeim að greiða fyrir á- kveðinn tíma. Með þv* fyrirkomulagi væri fyrirbygt, að rafmagnsnotend- ur segðust ekki hafa sjeð reikn inginn, því litlu sneplarn-ir, sem rafmagnsrukkararnir skilja eftir sig, vilja oft tínast og sá sem greiða á sjer þá aldrei. Það mætti að minsta koáti byrja á þessu við fólk, sem ósk- aði eftir þessu fyrirkomulagi sjer staklega og jeg veit, að það verða margir. Innheimtumenn hverfa. ÞAÐ VAR HREINT ekki svo lítill hópur manna, sem;vann að innheimtustörfum hjer áður fyr, áður en lánsverslun var að mestu lögð niður og kostnaðúr kaupsýslumanna við innheimt- una var mikill. Nú er lánsverslunin að hverfa að mestu og allir mega vera ánægðir og eru það vafalaust. Matmálstíminn. SEINT GENGUR að ákveða hvort leggja skuli niður mat- málstímann um hádegið eða ekki. Um það eru skiftar skoð- anir, eins og kunnugt er. Á sumum vinnustöðvum hefir það verið samþykt með. nærri öll- um greiddum atkvæðum, að stytta beri hádegishljeið til þess að hægt sje að hætta vinnu fyr á kvöldin. En á öðrum vinnu- stöðvum og í sumum fjelögum hefir verið sterk andúð gegn því að breyta matmálstíman- um. En á meðan þetta er að ger- ast hafa margir tekið upp þann sið, að stytta matartímann um hádegið og væri fróðlegt að fá um bað skýrslur, áður en end- anlega er gengið frá þessum málum. Hvað margar atvinnu- greinar hafa tekið upp breyt- inguna? —■ Þær eru hreint ekki svo fáar. MEÐÁLÁNNARA ORÐATr. . • ~ * - | Eftir G. J. A. |-“ “ " 1 ■■■“■’ ■■ ■ ■ " """" “ '• Líf okkar grundvallast að langmestu leyti á fiskinum, sem sjómenn- irnir veiða við strendur landsins. ENGINN íslendingur mun treysta sjer til að mótmæla því, að bjóðarbúskapurinn íslenski grundvallast að langmestu leyti á fiskveiðunum og sölu sjávar- afurða. Enginn einstaklingur er uppi á íslandi, sem ekki á fram'ý’5 sína alla undir fiskin- um við strendur landsins, og það skiftir hjer engu máli, hvort viðkomandi býr til sjáv- ar eða sveita. Hjer á eyjúnni okkar er fisk urinn konungur. Án fiskimið- anna ríku væri hjer eflaust litl ar sem engar framkvæmdir, vissulega sáralítil menning, ef til vill engin bygð. ísland væri eyðilegur útkjálki, ekki ólíkur því sem ýmsir útlendingar nú gera sjer i hugarlund. • • GRUNDVÖLLURINN. Allt líf okkar, frá því við fyrst lítum dagsins Ijós, snýst því um þenpan fjársjóð — fiskimiðin, sem telja má þau auðugustu í allrí veröldinni. LÞtu í kringum þig og at- hugaðu þetta. Allir hlutir í kringum þig, allar framkvæmd ir, hversu litlar sem þær kunna Alveldi fiskjarins að vera, eiga, hvað okkur við- víkur, að miklu leyti rót sína að rekja til sildarinnar oé þorsksiris. Fötin, sem þú gengur í, eru keypt fyrir peninga, sem þú og þjóðin hefir eignast fyrir vinnu sjómannanna á Halanum eða uppi í Hvalfirði. Sama máli gegnir um húsið, sem þú býrð í, stólinn, sem þú situr á, mat- inn, sem þú borðar, kvikmynd- ina, sem þú horfir á, götuna, sem þú gengur á, bílinn, sem þú átt eða leigir. NÆSTUM ÓSKILJANLEGT. Þetta er svo furðuleg stað- reynd, að við liggur að hún verði manni ofviða, þegar mað- ur reynir að skapa sjer heild- armynd yfir alveldi fiskjarins hjer á landi. Maðuf lítur út um gluggann heima hjá sjer eða á vinnustaðnum, horfir á prúðbúið fólkið á götunni, sjer fallegar bifreiðar þjóta framhjá og varninginn speglast i gljá- fægðum verslunargluggunum .... og svo reynir maður að skilja það og læra að meta það til fulls, áð allar líkur eru -fyr- ir því, að ekkert af þessu væri þarna —‘ jáfnvel ekki fólkið sjálft — ef ísland hefði ekki hrenpt þessi fengsælu fiskimið í faeðingargjöf. • • NAUÐSYN. I bresku blaði, sem jeg sá nýlega, er íslenska fiskiðnað- inum líkt við kolaiðnaðinn breska. Höfundurinn, Stephen Simmons, komst þarna að þéirri niðurstöðu, að íslendingum sje jafn nauðsynlegt að efla og treyrfa fiskveiðar sínar og Bretum er það -lífsnauðsyn að vinna úr jörðu meiri kol og stöðugt meiri kol. ísland stend ur nú andspænis sama vánda- málinu og Bretland, segir hann, það verður „að flytja út eða deyja út“. KONUNGURINN. Jeg held að íslendingar yfir- leitt hefðu gott af því að taka undir orð Stephens Simmons og haga sjer í samræmi við þau. Að minsta kosti ættu þeir, sem allra fyrst að læra að viður- kenna þá staðreynd, að fiskur- inn er konungur hjer á landi. Ogþ>etta er ekki þannig gerður konungur, að hægt sje að við- hafa um hann orð þejrra út- lenskp —r „Konungurinn er dauður; lengi lifi konungur- inn“ — ef hann einu sinni fell- ur. frá. Því þessi íslenski al- valdur á engan arftaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.