Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 10
-10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 6. febrúar 1948 Ný skemtileg framhaldssaga: III-----.¦ — •£* KENJA KONA Ora> ÚJ$en —Afmee lA/liii, uimó ih n» n'i ,i*g* 1. dagur Carruthers liðsforingi. I. Aðeins sjö menn, en engin kona, kyntust Jenny Hager, um ævina, eins og hún var. Og sá fyrsti af þessum sjö var Yin- cent Carruthers sjóliðsforingi á freigátunni Endymion. Hann, var laglegur maður, 23 ára að aldri, hár og grannvaxinn, með arnarnef og rjóður í kinnum. Ekki var honum s'prottin grön, en það vottaði fyrir dálitlnm börtum niður með eyrunum. Nefið gerði hann fyrirmann- legan ásýndum þegar hann byrsti sig. En a<5 öðru leyti var hann líkari feimnum og falleg- um ungling heldur en foringja í sjóhernum. Og margri ungri stúlkunni hafði orðið hált á þessu. Hann hafði gerst sjálfboða- liði í sjóhernum árið 1804, þá aðeiris þrettán ára. Móðir hans var þá látin, og faðir hans gamþykti þessa ráðabreytni fús lega, því að hann hjelt að drengurinn væri heilsulaus, og hugsaði sem svo, að annað- hvort mundi sjómenskan drepa hann eða gera mann úr hon- um. Vincent var ' fyrst mið- skipsmaður, síðan foringja- sveinn og var svo gerður að liðsforingja árið 1810, þegar flotinn var í Eystrasalti. Þrem- ur árum seinna var hann settur á Endymion, þegar það skip, ásamt fleirum yar sent til Am- eríku. Meðan skipið dvaldist í Hali- faxhöfn varð honum eigi síður gott til kvenna heldur en þeim, sem hærra voru settir. Engum kom það á óvart. Það var langt síðan að fjelagar hans höfðu öfundað. hann af þeirri kven- hylli, sem hann naut. En fyrst hafði hann orðið frægur fyrir þetta meðan hann var miðskips maður á Implacable, þá sextán ára að aldri, og Hunter skip- herra hafði komið að honum í syefnherbergi, þar sem hanri sjálfur þóttist hafa einkarjett á að yera. Þá hefði nú getað far- ið illa, því að skipherrann varð bálreiður. En Carruthers benti honum þá á, að það væri best að þetta bærist ekki út, því að skipherrann mundi sjálfur verða að athlægi ef það frjett- ist, einkum vegna þess að öll- um 'hafði verið það kunnugt lengi, að hann hafði haldið við þessa konu. Sagan barst því ekki út og enginn fjekk neitt að vita um þetta fyr en Car- ruthers var kominn á annað skip_Þá barst sagan út. Upp frá því var Carruthers í miklu útliti. Dagana 3. og 4. september 1814 dvaldist hann í Bangor og þar komst hann í kynni við jenny. Hann komst fljótt að því að hún var ólík öllum öðr- um og þó minti hún hann á einhverja, en hann gat ekki komið því fyrir sig hver það V£r. Rússneska konan, sem skip herrann á Implacable þóttist eiga, var með dökt hár og sló á það gulleitum bjarma, alveg eins og á Jenny. En úr hárinu á Jenny var einhver angan, sem minti hann á enska konu, flotaforingjafrú, sem hann hafði átt margar sælar kvöld- stundir með á eynni Malta. í Neapel hafði hann kynst greifa dóttur, sem hafði jafn fagran hörundslit og Jenny. Og einu sinni hafði saklaus sveitastúlka kyst hann í Portsmouth og var- irnár á henni voru rakar, al- veg eins og á Jenny. Þannig rifjuðust margar endurminn- ingar upp fyrir honum, þegar hann sat undir Jenny, og á ein- hvern hátt minti hún "hann á allar þær stúlkur, sem hann hafði kynst., Það var eins og sameinað væri í henni alt hið fegursta frá þeim öllum. Honum fanst líka að í mjúkri rödd hennar væri sá undirtónn grimdar, sem hann hafði orðið var við hjá þeim öllum. Hann hafði komist að því, að konur ljetu stundum blíðu sína í tje, ekki sf ást, ekki af greiðvikni, heldur eingöngu til þess að særa eða svíkja einhvern ann- an mann. Þær nutu þess í sínu svikula hjarta að hugsa til þess hverhig þessum öðrum mundi líða, ef hann mætti sjá til sín núna. Og brennandi kossar þeirra og ástaratlot voru ekki ann.Qe5 en hugsaðar pyndingar á þennan annan. Honum fanst Jenny vera með þessu mark- inu brend. Það var undarlegt hve mikil áhrif Jenny hafði á hann, þeg- ar þess er gætt, að hún var að- eins fjögurra ára gömul. II. Herskipið Endymion, sem Carruthers var liðsforingi á, var í þeim breska skipaflota, sem sigldi inn á höfnina í Cas- tine að morgni hins 1. septem- ber og krafðist þess að borgin gæfist upp. í víginu voru 28 menn til varnar og fyrir þeim Lewis liðsforingi. Auk þess voru þarna 90 heimavarna- menn frá Bucksport, undir for- ystu Little liðsforingja og höfð- ust þeir við í þinghúsiriu. Um leið og þeir sáu til ferða Breta flýttu þeir sjer á burt og heim til Bucksport. En Lewis liðsfor- ingi og hermenn hans biðu þangað til Bretar fóru að setja lið á land. Þá sprengdu þeir skotfærabirgðir vígisins í loft upp, og lögðu á stað á eftir hin- um. Bretar fögnuðu auðunnum sigri og gengu á lagið. Gosselin hershöfðingi fór til að hertaka Belfast og koma í veg fyrir að heimavarnarlið frá Lincoln- ville eða öðrum þorpum fyrir vestan kæmi þeim í opna skjöldu. En nokkur grunnskreið skip voru send upp eftir ánni til þess að eyðileggja amerísku hersnekkjuna Adams, sem lá í Hampden til viðgerðar. Þess- um flota stýrði Dragon og hafði undir sjer fimm hundruð her- menn og álíka marga sjómenn og sjóliða. Áttu þeir einriig að herja á örinur amerísk, sem kynnj að vera á Penobscot- ánni. í þessari herferð hafði Car- ruthers liðsforingi yfirstjórn nokkurra báta frá Endymion. Dáðist hann mjög að náttúru- fegurðinni þarna, því ttð þegar upp í ána kom, voru háir furu- og greniskógar eins og veggir til beggja handa rjett á árbökk unum. Á stöku stað höfðu ver- ið höggvin rjóður til þess að rækta landið og sumsstaðar sá- ust afskekt bændabýli. Þar sem kðnur og börn störðu forvitnis- lega á flotann, sem framhjá sigldi. Tvisvar eða þrisvar sá Carruther bregða fyrir ríðandi manni, sem þeysti upp með ánni, sjálfsagt til að bera njósn ir um framsókn, Breta. Fyrstu nóttina lágu skipin fyrir festum í March Bay, og seint að kvöldi annars~septem- ber lögðu þau að landi hjá Bald Hill Cove. Um nóttina var ill- viðri og leið mönnum illa. En með birtu var lagt á stað í fylk ingu til þess að ráðast á her- liðið, sem átti að verja Adams. I annan stað fór Carruthers með báta sína upp. ána, sam- hliða hermönnunum, þangað til þeir urðu fyrir fyrstu fallbyssu skotunum frá Adams. Höfðu sumar fallbyssurnar verið flutt ar á land og settar niður hjá skipabryggjunum í Hampden. Carruthers stöðvaði þá bátana og hjelt kyrru fyrir um stund. Skotfærið var of langt svo að fallbyssurnar drógu ekki. Það var þó enn skotið nokkrum sinnum, en svo lagði varnar- liðið hala á bak sjer og flýði. Morris skipherra á Adams sá þá sitt óvænna. Hann ljet reka nagla í kveikigöt fallbyssanna og kveikja síðan í skipinu. Flýði hann svo ásamt mönnum sínum á áttina til Bangor. Carruthers geirddi þá atróð- ur og komu bátarnir að landi um leið og hermennirnir komu inn í þorpið. og vegna þess að hermermirnir höfðu ekki feng- ið að reyna sig í orustu, skutu þeri nú af byssum sínum á hús- in í þorpinu og á mörg svín, sem voru að flækjast þar á göt unum. Sum skotin hittu og brátt voru hermennirnir farnir að steikja flesk á byssustingj- um sínum, en sumir höfðu náð í potta og voru farnir að sjóða. Ekki höfðu þeir fyrir því að ná í brenn,i, sem nóg var af í skemmum og skúrum, heldur ruddust þeir inn í húsin og báru út húsgögn og annað laus legt og brutu niður í eldinn. Brátt angaði alt þorpið af steik arlykt og reyk. Hinn auðunni sigur hafði ekki gert hermenn- ina blóðþyrsta heldur galgopa- lega. Og þegar þeir höfðu neytt matar og drykkjar svo að þeir voru vel á sig komnir, fanst þeim ástæða til að gera eitt- hvað af skömmum sínum. Nokkrir þeirra fóru með dún- sængur til Crosby myllunnar til þess að reyna hvort ekki væri hægt að mala hveiti úr fiðrj og dúni. Myllan þyrlaði upp.. svo miklum fjaðramökk umhvefris sig, að það var engu líkara en þar væri skæðadrífa. Aðrir söfnuðu saman bókum, rifu þær sundur og hlóðu úr þeirn köst á háum palli. Kveiktu þeir svo í öllu saman til þess að fagna unnum sigri. mrnuémm. ÓS ABRUNNURINN Eftir Ida Moore. . u 14. „Jeg vildi óska, að það væri mitt starf að svara heimsku- legum spurningum mannanna," sagði Gulfótur. „Jeg myndi svara þeim svo eftirminnilega að þeir myndu aldrei framar kalla í bergmálið." Nú kom frændi Gulfótar inn í hellinn. Hann hjelt á bakka, sem á var eitthvert snarl handa föngunum. Hann setti bakk- ann niður með fyirlitningarsvip, og hristi um leið höfuðið til þess að hringlaði í lyklunum, sem hann Var vanur að bera í bandi um hálsinn. En hvað var þetta! Ekkert hljóð heyrð- ist — það hringlaði ekki í neinum lyklum! Þeir voru horfnir! Þetta var hræðilegt! Frændinn hoppaði um allan hellinn í örvæntingu og leitaði að þeim. En hann sá ekki Gulfót, sem skældi sig allan í framan á bak við hann. Gulfótur hafði nefnilega fundið lyklana og fleygt þeim út um hellisopið, nið- ur á klettana f yrir neðan. Þegar frændi hans var loks farinn, neri Bergmál saman höndunum í örvæntingu. „Nú hefurðu alveg komið í veg fyrir að við fáum frelsi okkar aftur. Það verður enginn í vafa um, hver hafi stolið lyklunum, þegar það frjettist að þeir hafi týnst í hellinum". „Jeg þarf þó að minsta kosti ekki að hlusta á neinn annan hringla lyklunum mínum. Og ef leitað verður á mjer, hef jeg« þá ekki. Jeg hef engar áhyggjur." „En hvernig ætlar þú að f|nna þá aftur?" spurði Bergmál kvíðinn. „Það verður auðvelt. Þegar jeg losna hjeðan, þarf jeg ekki annað en labba niður í klettana og sækja þá." „Þú gleymir því víst, að þegar flæðir þá nær vatnið nærri því upp að hellismunninum h-jer.." Gulfótur varð óttasleginn á svip. „Ja hjerna, jeg steingleymdi því! Næst, þegar flæðir, þá týnast lyklarnir mínir — og jeg finn þá aldrei framar." Hann fór að snökta. En hann vissi ekki, að einmitt á þessu andartaki var lítill drengur að leita að skeljum í klettunum fyrir neðan. Ef til víll vonaði hann, að föturnar hans myndu á ný verða fyltar af gull- og silfurskeljum. Stebbi varð brátt þreyttur á að leita að skeljum og var í þann veginn að halda heim á leið, þegar hann kom auga 3. einhvern skæran hlut uppi á einni klettabrúninni. Hann klif r- véZ? 0f — Pjetur litli hefir margs að gæta. * Dómarinn: ¦— Hvernig gat þjer dottið í hug að stela hjól- hesti í kirkjugarðinum? — Jeg hjelt að eigandinn væri dáinn. • Prófessorinn situr við vinnu sína, þegar konan hans kemur hlaupandi inn og hrópar: — Barnið er búið að drekka allt blekið úr blekbyttunni. Hvað eigum við að gera? Prófessorinn: — Skrifa með blýanti. • Konan: — Geturðu ímyndað þjer hvílík raun það er fyrir mig, vel upp alda og mentaða stúlku að eiga svona drykkju- ræfil eins og þig fyrir mann. Eiginmaðurinn: — Vel upp alda, segir þú. Heldurðu að nokkur vel upp alin stúlka ríf- ist við drukkinn mann um há- nótt. * — Svo þú fjellst aftur við prófið. — Já, hugsaðu þjer bara, hve óheppinn jeg var. Þeir spurðu mig að nákvæmlega því sama. og í fyrra. • — Hvað segirðu, heldurðu að m^aðurinn þinn myndi sálast, ef þú værir honum ótrú? — Já, áreiðanlega. — Jú, kanske er þetta satt, mjer hefir fundist hann hálf vesældarlegur síðustu vikurn- ar. — Það er sagt, að Gvendi þyki gott í staupinu. — Ja, jeg vildi að minsta kosti ekki vera einn með hon- um, ef jeg væri viskí-flaska. • — Þú segist giftast af ást —- og hún á 200.000 krónur. — Það er satt. Jeg elska pen inga. mniHÍHIÍflMHIIII*Mi*«*l»»<i*HMHHI(IHÍIIIIHIIHl«ItItm« [ Köld borð og heilur f veislumafur i = : sendur út um allan bæ. I I Síld og Fiskur \ fiunnniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiinininifiiuat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.