Morgunblaðið - 26.02.1948, Side 2

Morgunblaðið - 26.02.1948, Side 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ ummtudagur 26- febrúar 194H MÁLEFNAHNUPL KOMMÚNISTA (^ementóueróL umn: UMRÆÐURNAR á Alþingi um frumvarp til laga um sements- verksmiðju, sem lagt heíur ver- ið fram af ríkisstjórninni, hafa enn á ný sýnt hjákátlega hlið á kommúnistum í afskiftum af op- inberum málum. Sementsverksmiðjan mundi vissulega kosta mikið fje, senni- lega ekki minna en um 15 milj. kr., sem útvega þarf, eða trygg- ingar fyrir því að það fáist, áður en framkvæmdir hefjast fyrir al-^ vöru. Allir vita það, að nú horfir á alt annan veg með öflun láns- fjár en gerði fýrir nokkrum ár- um, t. d. í tíð fyrverandi ríkis- stjórnar. Vinnubrögð Áka. A Alþingi heldur Aki Jakobs- son því fram núna, að gera eigi ríkisstjórninni skylt aSk’ byggjá verksmiðjuna strax og skeytir hann ekkert í því efni um það hvort nokkuð fje fáist lánað til þeirra hluta, en hvert barn veit að ekki er hægt að taka kostnað- inn af slíku stór fyrirtæki inn á , rekstur ríkisins. Hann hafði þann hátt sjálfur, þegar hann var við völd að efna til framkvæmda, senda menn út í lönd, festa kaup á vjelum o fl., til ýmissa fyrir- tækja, má þar ti) nefna lýsis- hersluverksmiðju, tunnuverk- smiðju, niðursuðuverksmiðju og þessháttar, en skeytti ekkert um það, hvort nokkur peningur væri trygður til framkvæmdanna. Afleiðingin varð svo sú, að þegar Aki fór frá völdum, þá voru þessi fyrirtæki öll komin í það ástand, að búið var að efna til útgjalda, búið að gera samn- inga um kaup á einhverjum hluta arf vjelum, búið að hafa menn úti um öll lönd með stórum tilkostn- aði, en hvergi sjeð fyrir fje, eins og Alþingi hafði til ætlast. — Kíkissjóður varð svo að greiða þessar skuldir, serr: til hafði ver- ið stofnað, af rekstrarfje ríkis- ins. En til allra þessara fyrir- tækja hafði Aki Jakobsson haft heimild Aiþingis til að útvega sjerstök lán, sem áttu að standa jrndir kostnaðfíium, en honum þótti víst ekki taka því, að vera að hirða um slíka smámuni, og því fór sem fór. Þjóðviljinn hefur haldið uppi látlaUsum árásum á núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa ekkí kippt öllu því í lag, sem Aki Jakobsson var búinn að koma út í ófæru. Sementsverksmiðjuna á að byggja strax, segir Aki Jakobs- son. Aftur ó móti er Einari Ol- geirssyni allmikið drumbs um þetta mál, og talar annað veifið um að fresta beri aígreiðslu frum varpsins. I einu eru þeir alger- lega sammála, en það er að halda uppi löngum og þarflausum útúr- dúraræðum um mál, sem allur þingheimur vill að nái fram að ganga á skynsamlegan hátt. Kangfærslur komma. I Þjóðviljanum er því haldið fram í urntali um þessi mál, að það sje Aki einn, sem eigi allan heiðurinn af undirbúningi sem- entsverksmiðjunnar tilvonandi. Það er ekki ný bóla, að Þjóð- viljinn hnupli frá öðrum heiðr- inum af málum, setr eru að verða vinsæl meö þjóðinni. Það er ekki Aki Jakobsson, sem á neinn heið- ur skilið í þessu efni, ef endi- lega þarf að fara að rífast um það, hver eigi hann. Sements- verksmiðjumálið var tekið upp af Skipulagsnefnd atvinnumála, er starfaði á árunum 1934—’35. Má lesa í skýrslu þeirrar nefnd- ar, að rannsókn var framkvæmd einhig af dönskum verkfræðing- um. Rannsóknarráð ríkisins hafði undir forustu Steinþórs heitins Sigurðssonar, magisters, fram- haldsrannsókn á þessu máli með höndum. Jóhannes Askelsson jarðfræðingur vann mikið að und irbúningi málsins með rannsókn- um vestra einkuro í Önundar- firði, bæði 1939 og 1941. Loks 'var enn ýtt við málinu ó Alþingi 1945, með þál.till. Bjarna Bene- Afkáraleg framkoma þeirra í sementsverk- smiðjumálinu diktssonar um rannsókn inn- lendra byggingareina. Sá maður, sem núna hefir haít á hendi þær rannsóknir, sem frv. m. a. er að mestu bygt á, er Haraldur Ás- geirsson. Hann stundaði nám í Ameríku með sertientsframleiðslu sem sjergréin og hlaut til þess styrk, fyrst frá þjóðstjórninni, svokölluðu, og síðar frá Mennta- mólaráði. Þegar hann kom heim 1945, hafði Nýbyggingarráð þessi .og önnur framfaramál í atvinnu- háttum landsmanna til umræðu. Haraldur Asgeirsson kom því að vörmu spori a fund Nýbyggingar ráðs, og voru þar haldnir með honum nokkrir fundir til að ræða málið, og var það allt í samráði við Steinþór heit. Sigurðsson, mag., sem sat að minsta kosti einn slíkan fund* og studdi að öðru leyti viðleitni Nýbyggingarráðs-J í þessu efni á allan hátt. Að loknum þessum umræðu- fundum í Nýbyggingarráði, var það talið heppilegt að Haraldur Asgeirsson fengi aðstöðu til að beita sjer fyrir ýtarlegri og ef unt væri, fullnaðarrannsókn á málinu. Það kom fram þegar í þessum umræðum, að best skilyrði mundu vera til vinslunnar í On- undarfirði, enda var Rannsókn- arráð ríkisins þá þegar búið að athuga þá hlið málsins. Að þessu öllu loknu eða í Iok jan. 1946 rit- aði Nýbyggingarráð síðan þáver- andi atvinnumálaráðherra, Áka Jakobssyni og fór fram á að hann beitti sjer fyrir því, að Haraldur Asgeirsson fengi aðstöðu til að starfa við Atvinnudeild Háskól- ans að því sjerstaka verkefni, er greinir hjer að framan. Ráðherr- ann varð við þessari ósk og Har- aldur hefur síðan síarfað við At • vinnudeildina að þessum rann- sóknum. Tillögur Nýbyggingarráðs. I brjefi Nýbyggingarráðs var farið fram á, að rannsóknum Har aldar Asgeirssonar yrði beint að því, ^ 1. að rannsaka þau jarðefni, sem fyrir hendi eru hjer á landi til vinnslunnar, 2. að athuga hvar heppilegast væri að öllu athuguðu að stað- setja væntanlega verksmiðju fyr ir sementsframleiðslu, hæfilega stóra fyrir þarfir landsmanna, 3. að undirbúa verkfræðilega hið væntanlega fyrirtæki og gera áætlanir um stofnkostnaðinn, 4. að gera áætlanir um árleg- an reksturskostnað. slíkrar verk- smiðju og afkomu fyrirtækisins, enda sje honum falið að hafa samvinnu við Nýbyggingarráð um allt, er lítur að athugun á möguleikum fyrir sementsverk- smiðjuna og áætlanir þær„ sem áður greinir. I brjefi Nýbyggingarráðs til ráðherra, segir svo varðandi þá málaleitan, að H. A. væri látinn starfa að rannsóknunum: „Framanrituð ályktun er gerð, eftir að Nýbyggingarráð hefur kynt sjer nokkuð þær athuganir á sementsverksmiðjumálinu, sem gerðar hafa verið hjerlendis og ennfremur þær kostnaðaráætlan- ir, sem á fyrri stigu.m þessa máls hafa verið gerðar“. Síðan þetta gerðist, hefur Har aldur Asgeirsson, eins og kunn- ugt er, unnið mikið og merkílegt starf til frekari undirbúnings se- mentsverksmiðj umá Isins. Þáttur Aka Jakobssonar hefir verið sá einn að reyna að eigna sjer þetta mál, sem, eins og sýnt hefur ver- ið fram á hjer að frainan, hann hefir sama og ekkert nærri kom- ið. 1 þessu skyni ljet hann at- vinnumálaráðuneytið gefa út nokkurskonar bráðabirgða- skýrslu um rannsókn Haraldar Asgeirssonar löngu áður en þeim var lokið, en sneiddi fram hjá Nýbyggingarráði, þar sem hann hefir þá þegar haft í huga að hnupla máxinu í sínar hendur. Núverandi ríkisstjórn hefur svo tekið þetta mál upp á þann veg, Sem kunnugt er, og ber það fram á Alþingi. Þá bregðast kommún- istar við því, eins og segir í upp- hafi þessa máls, þannig að það er sýnt, að fyrir þeim vakir ekki að fylgja málinu fram af skyn- semi, heldur einungis að reyna að láta það verða að pólitísku á- róðursmáli og til að punta upp á Aka Jakobsson með lánsfjöðr- um. — Ekki mun af veita. 16664 farþegar til og frá úfíöndum s. I. ár SAMKVÆMT upplýsingum frá Útlendingaeftirlitihu komu hingað til lands alls 8232 far- þegar frá útlöndum á s. 1. ári, en 8432 fóru hjeðan utan. Far- þegar til og frá útlöndum hafa því alls verið 16684. Af þeim^ sem komu hingað voru 3851- íslendingur, en 4378 útlendinga»frá 20 þjóðum. Dan ir voru fjölmennastir, eða 1706, Bandaríkjamenn 1491, Norð- menn 399, Englendingar 390 og Svíar 167, en frá öðrum þjóð- um hafa komið færri en 50. Með flugvjelum ferðuðust 4698, en 3531 með skipum. Af þeim sem fóru hjeðan voru 3969 íslendingar, en 4462 út- léndingar. 2013 þeirra voru Danir, 1200 Bandaríkjamenn, 473 Englendingai, 387 Norð- menn og 200 Svíar. Menn frá öðrum þjóðum voru innan við 40. 4770 þessara manna fóru með flugvjelum, en 2661 með skipum. Árið 1936 komu alls hingað til lands 7042 farþegar, en 6441 fór hjeðan. Rússar verSa meS í HoNnenkoflen FIMMTÁN rússneskir skíða- menn og tvær konur, sem taka þátt í Holmenkollen-mótinu í Noregi, komu til Oslo s.l. laug- ardag ásamt sex manna farar- stjórn. Konurnar taka þátt í svig- kepppni. Karlmennirnir taka 8 þátt í göngu, 4 í svigi og 3 í stökki. Um getu rússnesku skíða- mannanna er lítið vitað, en sennilegt er að þeir sjeu vel samkeppnisfærir við skíðamenn annara landa. Bendir „SpOrts- manden“ á í því sambandi, að Rússar sjeu ekki vanir að taka þátt í öðrum íþróttagreinum en þeim, sem þeir hafa möguleika á að vera framarlega í. 15 dæmdir í hegningarvinnu CAPETOWN, Suður-Afríku: — Fimmtán Indverjar voru nýlega dæmdir í 4 mánaða hegningar- vinnu fyrir að fara yfir landa- mæri Natal frá Transvaal án þess að hafa nauðsynleg leyfi. „Tíminn44 reynir enn að verja 8.1.8. með blekkingum Tvær spumingar, sem „Tíminn" ætti að svara TÍMINN heldui enn áfram í gær að ræða cementsverðið. Öll greinin er samfeldur vef- ur af blekkingum og ætla jeg ekki áð viðhafa mörg orð, en kem beint að efninu. Jeg ætla hjer að benda á fjórar megin- villur, sem koma fram í þess- ari einu grein og sýna berlega hvernig Tíminn flytur mál sitt: Fyrsta villan: Rússneskt ce- ment, en ekki danskt. Tíminn segir að jeg hafi selt cement á kr. 322.35 hverja smá- lest og sje það danskt cement, en S.Í.S. hafi selt samskonar cement á 5.95 ódýrara úr ,,Hvassafelli“. Verslun okkar seldi rússn- eskt cement (ekki danskt) á kr. 320.00 smálestina þar til um miðjan október s. 1. en S.I.S. seldi rússneskt cement á kr. 329.00 hverja smálest eða kr. 9.00 dýrara en verslun okkar. Þetta hvortveggja hefur verið tekið skýrt fram áður. Tíminn segir að cementið, sem selt er samkv. þeim nótum sem blaðið birtir, sje danskt því það sje sjáanlegt að það sjeu fjórir sekkir í tunnunni. Þarna hleypur Tíminn enn á sig því mjög mikið af rússnesku ce- menti var selt í fjórðungspok- um þar eð umbúðirnar utan um rússneska cementið voru svo ljelegar að það þurfti að skifta um mikið af umbúðum og settum við þá ceirientið úr ónýtu umbúðunum í þessa fjórðungs- sekki. Einnig var mikið af ce- menti (umbúðalaust í lestum skipanna. Önnur villa: Tíminn ber ekki saman það sem saman á. Tíminn ber saman verð S.Í.S. á dönsku cementi við verð okk- ar á rússnesku cementi en slíkt er ekki sambærilegt og gerir blaðið þetta vísvitandi í blekk- ingarskyni. Þeir sölureikningar frá verslun okkar sem Tíminn birtir eru fyrir rússnesku ce- menti, sem var 9 kr. ódýrara hver smálest hjá okkur en hjá S.Í.S., og hefði Tíminn alger- lega getað sparað sjer að birta þessa reikninga. Þriðja villan: Tíminn reiknar skakkt. í þriðja sinn hleypur Tíminn á sig, er hann reiknar nóturnar út og fær þá niðurstöðu að smá- lestin af rússneska cementinu hafi kostað 322,35 hjá okkur í stað kr. 320.00, eins og við höf- um ætíð haldið fram. Þetta staf- ar af því að Tíminn reiknar með nettoþyngd, en á að vera brutto- þyngd. Eins og jeg hef tekið fram áður eru allar tölur, sem jeg hef birt um verðlag versl- unar okkar miðaðar við brutto- þyngd og er það því sýnilega gert í blekkingarskyni að reikna þetta á þennan hátt, því verð- lagningin á cementinu er mið- uð við brúttóþyngd. Fjórða villa: Fyrri ósannindt endurtekin, „Tíminn“ segir að verslun okk ar hafi selt danskt cement á mis munandi tímum á mismunandi verði. Á því tímabili, sem grein- ar mínar og ,,Tímans“ ná yfir, hefur verðið á dönsku cementi hjá verslun okkar ætíð verið hiðj sama, en „Tíminn" hverfur hjer til fyrstu villunnar, sem talin er hjer að framan og telur það cement danskt, sem er rúss- neskt. Tíminn talar enn um að S.Í.S. selji nú cement á Akureyri ó- dýrara en kaupmenn, en forð- ast að minnast á það sem jég upplýsti í fyrradag að S.Í.S. seldi á s. 1. sumri cement þar nyðra, sem var kr. 32.75 dýr- ara smálestin en cement frá verslun okkar sem um líkt leyti var selt þar á staðnum. Tvær spurningar. En loks má beina tveiríl spurningum til Tímans: Fyrsta spuming: Hvers vegna minnist TímiruK aldrei á það að S.Í.S. fjekk á s. 1. ári 2240 smálestir af rússn- esku cementi, sem selt var hje» á 9 kr. hærra verði en sams- konar cement var selt fyrir hjá verslun okkar? Önnur spuming; Hversvegna svarar Tíminn engu íil um það, sem jeg hefi upplýst, að sumum viðskifta- mönnuin okkar var fyrirskfpacS að kaupa rússneskt cement hjá S.Í.S. þrátt fyrir það þótt þeiní bvðist betri vara á lægra verði hjá verslun okkar. Það gæti virst svo, sem þess- ar staðreyndir sjeu of örðugar, til þess að Tíminn treysti sjeí til umræðna um þær og má þð merkilegt -heita því TímanM flökrar ekki við að rangfærs aðrar staðreyndir, sem eru al- veg jafn skýrar. En jeg er reiðií búinn til umræðna um þessl atriði hvenæg sem er. Hallgrímur Benediktsson. •“—*' —-^ ...... Nýr rúsmeskur sendi- herra í Kína Skanghi í gærkveldi. SAGT var hjer í Shanghai { dag, að kínverska stjórnin hefðf fallist á að veita Nikolai Vassil- ievich hérshöfðingja móttöku, en Rússar hafa tilnefnt hanrj næsta sendiherra sinn í Kína,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.