Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. febrúar 1948, Minning Guðrúnar Jóhannesdúttur Frumvarpið um semenbverksmiðju komið ti! Ed. Minningarcrð um j Jén Sirgurðsson, Stokkseyri ' HÚN VAR há, þrekin, sviphrein, brosmild og höfðingleg. Þannig kom hún mjer fyrir sjónir, hún frú Guðrún Jóhannesdottir og það sem meira er: Hún var höfð ingi í raun og sannleika. Frú Guðrún ijest að heimili sínu Skógabráut 25 Akranesi, eft- ir langa vanheilsu, þann 21. þ. m. Hún var fædd að Laxnesi í Mos- fellssveit, þann 5. mars 1888 og vantaði því aðeins örfáa daga til þess að ná sextugsaldri, En það er hjer sem fyrr. Enginn má sköpum renna. Hún var dóttir hjónanna Jóhannesar Þorláksson- ar og Steinunnar Þórðardóttur. Guðrún fluttist ung að aldri með foreidrum sínum að Ytri-Tungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi og dvaldi þar til fullorðinsára, eða þar til hún giftisl, árið 1913, eftir lifandi manni sínum, Jóni Sig- urðssyni. Þau byrjuðu bú að Fossi í Stað arsveit á Snæfellsnesi og bjuggu þar í 17 ár, eða þar til þau flutt- ust að Öndverðarnesi í sömu sýslu, í fardögum 1921. — Þar bjuggu þau miklu rausnarbúi þar til þau fluttust til Akraness, 1935. Á Öndverðarpesi gerði frú Guðrún garðinn frægan, með rausn sinni og höfðingslund. Þeim Guðrúnu og Jóni varð 7 barna auðið, sem öll eru á lífi og hið mesta efnisfólk. Guðrún eign aðist áður en hún giftist, tvo eyni, sem báðir eru þekktir menn. Um skapgerð Guðrúnar er það að segja, að hún var hæg í lund, en föst fyrir, gerði hverjum manni gott og stuðlaði oft að því að fátæk og umkomulaus börn næðu nokkrum þroska umfram það sem samtíðin hafði fyrir þeim búið. Hún flutti æfinlega með sjer, hvar sem hún fór, geðþekkan, hressandi, en um leið Ijúfan blæ höfðingslundar og skörungsskap- ar hinnar sístarfandi dugnaðar- konu. Hún var hispurslaus án alls orðagjálfnrs, og trúði líka á guð í sjálfri sjer. Hún var einörð við hvern sem hún átti tal 'eða við- skipti við. Hún var kunn fyrir sína látlausu hreinskilni, en þó var ekkert fjær skapi þessarar stórbrotnu konu en hroki og stærilæti. Jeg sem þessar línur rita, var búinn að þekkja Guðrúnu frá því jeg var barn að aldri og um tíma áttum við talsvert . saman að sælda. í þeim viðskiptum sýndi hún hvað inni bjó, góðgjörn vín- átta, hreinskiftin og traust til samborgaranna, samfara stór- brotnum kröfum til sjálfrar sín um að sýna rjettsýni og dreng- skap, hverjum sem í hiut átti. Þótt hún væri fyrir alllöngu flutt frá Öndverðarnesi, þá hjelt hún altaf tryggð við þe-tta um- hverfi, sem í svo mörgu líktist svo mjög hennar eigin tiikomu- mikla persónuleika. Jeg á margar góðar minningaf um þessa konu er birtust mjer sem kærkominn ylgeisli í mótbyr lífsins, sem koma mier fyrir sjón- ir sem mynd af sterkri konu, vini, móður og . húsfreyju. Mjer koma ósjálfrátt í huga orð skálds ins frá Fagraskógi, þar sem hann segir á þessa leið: „Þó að margt hafi breyst, síðan byggð var reist, geta börnin þó treyst sinni ís- lensku móður, hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð, er íslenskra dyggða helgasti gróður“ o. s. frv. ,Það er engin tilviijun að þessi orð vakna í huga mínum, er jeg minnist Guðrúnar. Frá því jeg var barn er margs að minnast og þar til nú í hinni þungu og síð- 'Ustu legu, er leiddi hana til dauða Allár sinar reynslu og sáru þján ingar bar hún sem alt annað með sinni kunnu stillingu og hugarró. Gullið prófast í deiglunni, en mað urinn í raununum. Þessi spöku orð þykja mjer svo einkarvel eiga við þessa háttprúðu og hjarta- hlýju konu, sem tók öllu sem að höndum bar í einlægri trú á drottinn og gekk loks í dauðann með fullkominni ró. í dag verða jarðneskar leifar hennar bornar til hinstu hvíldar. Kristján Þorsteinsson. Spfóm'uhljómsveit- in heldur Mozarf ténielha S YMFÓNÍ UFIL J ÖMS VEIT Reykjavíkur efnir til nýrra hljómleika n.k. þríðjudagskvöld í Austurbæjarbíó. Stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni er Robert Abraham. Hljómleikar þessir eru ein- göngu helgaðir Mozart. Fyrst verður fluttur forleikurinn að óperunni „Die Entfúhrung aus dem Serail“ (Brottnámið úr kvennabúrinu), síðan konsert fyrir klarinett og hljómsveit og að lokum Hafíner-symfónían. Einleikari á þessum hljómleik- um er Egill Jónsson. Þar sem ekki er nema rum- lega mánuður liðinn síðan hljóm sveitin hjelt fyrstu hljómleika sína, er næsta furðulegt hverju tónlistarmenn vorir fá áorkað, við þær aðstæður sem þeir búa. Ber það lofsverðan vott um áhuga þeirra og fórn- fýsi fyrir góðu og göfugu menn- ingarstarfi. Með stofnun Symfóníuhljóm- sveitar Reykjavíkur var stórt spor stigið til þess að efla sam- starf tónlistarmannanna og til þess að bæta óhjákvæmilegum þætti við tónlistarlíf vort. Án fullgildrar symfóníuhljómsveit- ar er óhugsanlegt að tónlistar- líf nái fullum þroska, því flest það stórbrotnasta og fegursta sem hugsað hefur verið og skrif að á sviði tónlistarinnar er óað- skiljanlega tengt hljómsveitinni. Að vísu er þessi hljómsveit enn ekki orðin svo stór og sam- æfð, að hún valdi hvaða hljóm- sveitarverki sem er, en hún er myndarlegur vísir að fullkomnu tónflutningstæki, sem óefað á eftir að þroskast til frama og vinsælda með þjóð vorri um ó- komin ár. Sprenging í hresku skipi Lisabon í gærkveldi. NEYÐARKALL heyrðist hjer í Lisabon í dag frá breska skip- inu Kerma, sem bað um að- stoð þegar í stað, vegna spreng- ingar, sem orðið hefði í einni af lestum ‘þess. Skipið var í námunda við Cadis, þegar hjélparbeiðnin var send. — Reuter. KOMMÚNISTAR gera nú alt sem þeir geta til að tefja sem- entsverksmiðjumálið. Við aðra umræðu hjeldu þeir uppi tveggja daga málþófi. Jafnframt bar Áki Jakobs- son fram breytingartillögu mál- inu til skemda. Er þriðja umræða hófst í gær hjeldu þeir Áki Jakobsson og Einar Olgeirsson áfram upptekn um hætti og reyndu eftir mætti að hleypa æsing í málið til að tefja tímann. Þessi framkoma fjelaganna hefur að vonum vakið mikla furðu innan þingsins. I iðnaðarnefnd voru allir flokkar einhuga um að mæla með frumvarpinu, eins og það kom frá ríkisstjórninni. Kommúnistinn í nefndinni, Hermann Guðmundsson, skrif- aði undir nefndarálitið eins og aðrir, og virtust allir þingmenn sammála um að láta þetta fram faramál ná fram að ganga í þeirri mynd að lögin verði heimildarlög, eins og venja er um hliðstæð lög. Barátfan við vindmyllurnar. Þá skeður það, að þeir Áki og Einar risa upp og hefja eins- konar eldhúsdag á ríkisstjórn- ina. Þóttust þeir vera að „berj- ast“ fyrir sementsverksmiðju- málinu, en ríkisstjórnin, sem ber fram frumvarpið, væri á móti því! Hentu þingmenn gaman að þessari „baráttu" fjelaganna og líktu henni við baráttu Don Quixcote við vindmyllurnaE. Loks þegar þeir voru báðir búnir að tala sig dauða var hægt að ganga til atkvæða. Hermann mætti ekki. Fvrst kom til atkvæða skemmdartillaga Áka. Tillaga þessi fer fram á að skylda ríkis- stjórnina til að hefja byggingu verksmiðjunnar án nægilegs undirbúnings. Tillaga Áka var feld með 18:6 Kommúnistar einir greiddu at- kvæði með tillögunni. En aumt var hlutskipti Her- manns Guðmundss., sem hafði lagt til að frumvarpið væri sam þykkt eins og stjórnin útbjó það. Hann þorði ekki að mæta og greiða atkvæði gegn flokks- bræðrum sínum. , Frv. fór síðan til Ed. með 23 atkvæðum. Rjettlætismáli vísað frá. Frumvarpi Gísla Jónssonar um iðnaðarmálastjóra og fram- leiðsluráð var í gær vísað frá mðe 6:5 atkv. Meiri bluti iðnaðarnefndar (Gísli Jónsson, Lárus Jóhannes son, Sigurjón Á. Ólafsson) lagði eindregið til að frumvarp ið yrði samþykkt, en minni hlutinn (Páll Zóphoniasson, Steingr. Aðalsteinsson) vildu vísa því frá. Ýms fjelagssamtök höfðu fast lega mælt með frarngangi þessa nauðsynjamáls svo sem Lands- samband iðnaðarmanna, Fjelag ísl. iðnrekenda, Búnaðarfjelag Islands og Rannsóknarráð ríkis- ins. Allt um það var frumvarp- inu vísað frá. Þeir sem vildu samþykkja frumvarpið voru: Gísli Jónsson, Pjetur Magnusson, Guðm. í. Guðmundsson, Lárus Jóhannes son og.Sigurjón Á. Olafsson. í gær var samþykkt að vísa frv. um breytingu á húsaleigu- lögunum til 2. umr. með 8:5 atkv. JEG hefi alltaf verið að búast við að mjer færari menn skrifuðu mmn- ingarorð um hinn merka og mæta mann Jón Sigurðsson. Sjálf á jeg margar hugljúfar bernskuminningar um hann og heim ili hans. Þegar jeg var 7 ára fluttist jeg með foreldrum minum til Stokks eyrar; þá var Jón Sigurðsson, frændi móður minnar, búsettur þar og var það eitt með fyrstu heimilunum er jeg og foreldrar mínir bundu tryggð við, og hefur sú tryggðarvinátta hald ist æ síðan. Jón Sigurðsson ljest 26. desember síðastliðinn. Hann var fæddur lö. maí 1866 að Gegnishólaparti í Gaul- verjabæjarhreppi, sonur hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar ívarssonar, sem þar bjuggu. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt 6 systkinum sem öll hafa náð háum aldri. Látin eru Guðmundur, Ivar, Sigurður, Halldór og Ingunn, einn bróðir þeirra, Halldór, er á lífi. Jón Sigurðsson giftist 17. júní 1894 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur, frá Laugarvatni, hinni ágætustu konu. Þau bjuggu á Stokks- eyri í 25 ár, en fluttust þá til Revkja víkur og hafa, att hjer hoima síðan; þáu eignuðust 4 börn. Sonur þeirra dó ungur, en 3 dætur eru á lifi: Arn- heiður, kennari, gift Guðjóni Sæm- mundssyni byggingarmeistara hjer i Reykjavík. Ragnheiður kennari og rit höfundur, gift Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra í Hafnarfirði og Guðríður gift Birni Benediktsyni prentara í Reykjavík. Jón Sigurðsson og Guðrún Magiús dóttir lifðu í farsælu hjónabandi og áttu gott og farsællt heimili. Öll hans ánægja var fyrst og fremst bund in við heimilið, enda lifði hann ást- riku fjölskyldulífi. Hann var fremur hljedrægur maður en alveg sjerstak- lega vinsæll; öllum þótti gott að vera í tiávist hans. Lundin var glöð og viðmótsþýð, hann var ljómandi skemtilegur í viðræðum og gat oft verið smá glettinn og gamansamur. Jón Sigurðsson átti ekki kost á miklu skólanámi, en sjálfúr aflaði hann sjer þerrar menntunar, sem hann gat, með lestri góðra bóka. Hann var bók hneigður, víðlesinn og fróður. Hann var sjálfmenntaður maður, og kunni undrin öll af sögum og ljóðum og sagði óvenjulega vel frá. Munu dætur lians minnast þess þáttar í uppeldi sínu með ógleymanlegri aðdáun og þakklæti. Þegar aldurinn færðist yfir hann, höfðu bamabömin ánægjuna af að liluSta á sögumar hans afa. Jón Sigurðsson stundaði margskon ar atörf; voru honum oft falin ýrns trúnaðarstörf fyrir byggðarlag hans og þótti það sæti alltaf vel skipað, sem hann sat. Uin langt skeið1 stund aði hann Bamakennslu, Jvað starf ætla jeg að hafi verið honum hugþekkast. Hann hafði óst á því starfi og lagði við það mikla rækt. Það lítur út íyrir að ást hans á kennslustarfinu hafi gengið í arf til allra hinna gáfuðu dætra han$. Jón Sigurðsson hafði margþætta hæfileika' til að vera góð ur kennari; hann var ágætum gáfum gæddur, hafði gott lag á að gjöra kennslustundir harnanná að yndis- stundum, svo námið varð þeim auð- velt og ljúft. Börnin urðu sjálf þitt- takendur í starfsgleði hans. Þó veit jeg að varanlegusta óhrifin af kenslu hans hafi ekki hvað sýst mótast af binu fagra dagfari hans, sem var samofið af hógværð, yfirlætisleysi og stillingu. Hann var vandur að virð- ingu ísinni, en roildur í dómum um aðra og átti alltaf mólsbætur fy.'ir mannlegum breisldeika, jaínvcl fyrir þá menn, sem voru lionum fjarstir að skapi. Það má segja að líf lians hafi verið óslitin kennsla. Nú þegar kennslunni er lokið og lifið er á enda, langar mig til að kveðja hann með þessum ljóðlínum eftir E. B.: Haf þökk og heiður þarfi vin, haf þökk fyrir fræðslu og ráð. Svo skal við eld vor örlög skrá. þar iðja lífs er háð. Svo knúð skal istóli, varma»vigt, hvert verk, hver andans dáð. GuSrún SigurSardóítir. Jón Sigurðsson Bögglapóstur ESug- leiðis frá Benda- rfkfuiHim AÐSTOÐAR póstmálastjóri Bandaríkjanna, Paul Aiken, til- kynti fyrir skömmu, að hann hefði sent skeyti til póststjórna 32 þjóða (þar á meðal til ís- lands) og farið fram á að þær samþyktu að opnuð yrði böggla- póstþjónusta frá Bandaríkjun- um tii víðkomandi landa. „Um leið og við höfum feng- ið samþykki einhvers þessara landa um að það vilji taka á móti bögglapósti flugleiðis sagði Aiken, „erum við tilbúnir að hefjá slíka þjónustu. Það er miií il þörf fyrir slíka póstþjónustu og jeg er sannfærður um, að undir eins og hún er fyrir hendi munu Bandaríkjaþegnar not- færa sjer hana og senda böggla í flugpósti til útlanda." . Mr. Aiken sagði, að tekið yrði við bögglum í flugpóst í öllurr, pósthúsum Bandaríkjanna. HINGAÐ er nýkominn tii bæjarins, á vegum esperantó- fjelagsins Auróra, dr. Adolf Mildwurf, blaðamaður. Ætlar hann að kenna og halda fyrir- lestra hjer um esperanto. Dr. Mildwúrf hefur dvalið í Eng- landi á stríðsárunum en flúðl frá Austurríki riett áður en stríðið hraust út. Foreldrar hans, tveir bræður og systir voru drepín af Þjóðverjum. Dr. Mildwurf hefur ferðast víða um Evrópu og var lengi í Danmörku. Hefur hann skrifað fyrir mörg blöð og ætlar sjer að skrifa fyrir brasilískt blað um dvöl sína hjer. Esperanto hefur náð mikilli útbreyðslu, sagði dr. Mildwurf, og mun láta nærri að. þrjár milljónir raanna tali það í heiminum. iiiiiMiiimiMmimnjwjjtniHnniiininiiiiiiwunimmnnm ; Ungur reglusamur maður ósk- | j ar eftir góðu plássi sem i ! Hafsveinn j | helst á nýsköpunartogara nú I | þegar eðá í vor. Er vanur 1 j starfinu. Meðmæli ef óskað er. | j Þeir, sem vildu sinna þess.i, I í .sendi tilboð til afgr. Mbl. fyr- | i ir hádegi ó sunnudag, merkt: a 1 „Matsveinn — 556“. 5 1 5________________________________ 3 ■UBOHonnuaBaBaamMmmiiiimaimiiinminiuniMUia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.