Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. febrúar 1948- |-Tr~t. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. iTamkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson Auglýsingar: Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Skuggi yfir Bæheimi 1 ANNAÐ skipti á tæpum áratug er harmleikur hafinn í einu söguríkasta landi Mið-Evrópu, Bæheimi, hinu forna menningarhjeraði. Þann 28. september 1938 var undirritaður í Miinchen fjór- veldasáttmáli, Þjóðverja, Itala, Breta og Frakka um af- hendingu Sutetahjeraðanna í Tjekkóslóvakiu til Hitlers- Þýskalands. Tjekkneska stjórnin lýsti því þá yfir að „hún ætti ekki annan úrkost en fallast á þetta samkomulag", enda þótt það hefði verið gert gegn vilja hennar. Hitler hafði komið.fram vilja sínum, og England og Frakk- land, sem sáu hvert stefndi í stjórnmálurh Evrópu, höfðu fengið frest til þess að búa sig undir reikningsskilin við nasismann. ★ En Hitler ljet ekki við svo búið standa. Þann 15. mars 1939 ruddist þýskur her inn í Bæheim, og Prag, höfuðborg Tjekkóslóvakíu, var tekin herskildi og Henlein, foringi Sut- eten nasista, skipaður landstjóri Hitlers í Bæheimi, en Búrc- kel í Mæri. Tjekkóslóvakía hafði verið innlimuð í Stór-Þýskaland. Sjálfstæði landsins hafði verið þurkað út. Öll styrjaldarárin börðust Tjekkar hetjulegri baráttu fyrir endurreisn sjálfstæðis síns, enda þótt járnhörð einræðis- stjórn færi með stjórn í landi þeirra. En óvíðar mun frels- inu hafa verið fagnað jafn innilega og í Tjekkóslóvakíu, er Hitlers-harðstjómin hafði verið að velli lögð. En nú í þess- ari viku er hafinn síðari þáttur harmleiksins í Tjekkósló- vakíu. 1 mars 1939 voru það erlendar hersveitir, sem rændu rjekknesku þjóðina frelsi og hernámu höfuðborg hennar. I febrúar 1948 eru það flugumenn erlendrar harðstjórnar, sem svipta hana frelsi. Lýðræðið hefur verið afnumið í Tjekkóslóvakíu. Flugu- menn hins alþjóðlega kommúnista hafa hrifsað til sín völd- in. Nú, eins og 1939, eru stúdentar skotnir fyrir að mótmæla ofbeldinu, stjórnmálaleiðtogum og embættismönnum er varpað í fangelsi, „hreinsanir" eru hafnar. ★ Öllu frjálslyndu fólki, hvar sem það er í heiminum, hljóta að vera atburðirnir í Prag, mikið hrygðarefni. Milljónir af iýðræðisunnandi fólki eru ofurseldar geðþótta svörtustu einræðisstjórnar. Hin hetjulega frelsisbarátta Tjekka er til lítils orðin. 1 stað ofbeldisstjórnar nasista er komið einræði kommúnistans Clement Gottwald, sem í öllu gengur erinda 'Stjórnarinnar í Kreml. Eitt af meginstyrjaldarmarkmiðum Bandamanna í styrj- öidinni við nasismann var að leysa þjóðirnar af klafa. óttans, óttans við styrjaldir og árásir á friðhelgi heimilanna. Þar, sem lýðræðið nýtur sín í stjórnarháttum hefur þessu takmarki verið náð. Almenningur þarf ekki lengur að óttast að ráðist sje inn á heimilin og faðir, móðir eða sonur grip- inn, fluttur í pólitískar fangabúðir eða skotinn fyrir augum ástvina sinna. ★ En í fjolmörgum löndum Evrópu hefur nýr ótti komið í stað óttans við blóðhunda nasismans. Það er óttinn við spor- hunda hinna kommúnistisku einræðisherra. Fyrir þeim er cnginn öruggur. Fyrir þeim er ekkert heimili friðheilagt. Enginn, kynslóð hefur fórnað eins miklu fyrir frelsi og mann rjettindi og núlifandi kynslóð. Fyrir það háði hún ægileg- ustu heimsstyrjöld mannkynssögunnar. En engin kynslóð hefur heldur or-ðið fyrir svo sárum vonbrigðum. Það eru ekki að eins þær þjóðir, sem hið kommúnistiska ofbeldi nú þjakar, sem ástæðu hafa til þess að harma þessa. staðreynd. Til þess hafa allir frjálslyndir menn í heiminum rlka ástæðu. Vald óttans byrgir á ný útsýnið. Styrjaldar- skelfingin lamar enn baráttuþrek þjóðanna fyrir framförum og uppbyggingu. Ný einræðisöfl ógna heimsfriðnum. , Það er af þessum ástæðum, sem atburðiriiir í Prag, vekja ugg og kvíða meðal allra lýðræðissinnaðra þjóða. UÍKverji ðhrijar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Heimsóknir í Keflavík. UNDANFARNAR HE.LGAR hefir Ferðaskrifstofa ríkisins efnt til hópferða fyrir almenn ing til Keflavíkurflugvallar og hafa menn hundruðum saman notað sjer af þessum ferðalög- um til þess að skoða hinn mjög svo umdeilda stað, Auk þess kemur fjöldi einkabíla til Kefla víkur um hverja einustu helgi með fólk, sem langar til að skoða hinn mikla flugvöll. Það var ekki fyr en nýlega, að almenningur vissi af því, að öllum er heimilt að ferðast um flugvöllinn og skoða þar mann virkin. Áróður hefir verið hafð ur í frammi um þenna stað svo hatramur, að fólk var farið að trúa því, að Keflavíkurflugvöll ur væri lokað land, bar sem Islendingar sjálfir væru óvel- komnir. En það voru einmitt Bandaríkjamenn, sem þar eru, sem fyrst komu með þá tillögu, að almenningur kæmi suður til að skoða sig um. Þar væri ekk- ert að fela. • / Erlcndir ferðamenn EN ÞAÐ eru fleiri en ís- lenskir ferðamenn, sem koma til Keflavíkur. í janúarmánuði fóru um völlinn hvorki meira nje minna en 1719 flugfarþeg- ar, sem voru í millilandaflugi, auk áhafna á þeim vjelum, sem þar höfðu áfangastað. Þessi háa tala erlendra far- þega sýnir hve Keflavíkur- flugvöllur er þýðingarmikill viðkomustaður og um leið hvað það er þýðingarmikið út á við, að hafa góða upplýsingastarf- semi í Keflavík fyrir land og þjóð. En þótt enn standi þar margt til bóta, þá er það sannast sagna alt of lítið, sem gert er til þess, að ndta tækifærið til að auglýsa land og þjóð. Furðuleg deyfð ríkir enn um þau mál öll, þrátt fyrir sífeld- or ábendingar í blöðunum. Aðkast að unglingum, UNGI MAÐURINN, sem skrifaði hjer stutta athuga- semd í þessa dálka fyrir nokkr- um dögum og benti á hið sí- felda nudd og misskilda um- hygeiu íyrir unglingum þessa lands/hefir orðið fyrir aðkasti í einu dagblaði bæjarins fyr- ir orð sín. 1 brjefi, sem ungl- ingurinn skrifar vegna þessar- ar nýju árásar á æskuna, segir hann m. a.: „Unglingum þykir það miður, þegar konur flykkjast á opin- bera fundi til að samþykkja vantraustsyfirlýsingar á sín eigin börn. Margar mæður eyða. sínum tíma í að kenna börnum sínum liófsemi og reglu semi — kenna þeim að greina rjett frá röngu, og að nota dóm greind sína: Þeim verður flest um vel ágengt. Að mínu áliti er þó allra best að æskan bjargi sjer sá’f frá öllum nautnum og frestingum. • Æskuheimili. ÞAU GLEÐITÍÐINDI hafa nú gerst, heldur ungi maðurinn áfram, að vegna forgöngu góðra manna, eru miklar líkur fyfir því, dð æskulýðsfjelögin hjer í bæ gangist fyrir stofn- un Æsku-heimilis. Jeg efast ekki um það, að þar verði haf- in herferð gegn ,,Bakkusi“ og öðrum freisturum. Jeg vona að þar verði beitt vopnum skyn- seminnar og viljans — þar verði aginn, sjásagi, — og þar j temii unglingar sjer hófsemi, en þó frjálsræði, — án þving- I unar.“ Vísur fuglsins. EFTIR RITDEILUR, sem milli kvenna og Kolka læknis urðu eftirfarandi vísur til. Höf- undur þeirra kallar sig „Fugl- inn“. Konur flykkjast heiman, að kveða niður öl, þótt Kolka vilji lækna sjúka og snauða. Og öl-konurnar tala í einu um þetta böl, en ölið gerjast hátt í Svarta- dauða. Og grát-konurnar tárast og gráta þar og hjer, en gleyma samt að ræða stærsta bölið, því Kolka hefur sannað á kon- um eins og mjer, að kaffið, það er sterkara en ölið. Safnað í sarpinn. ÞAÐ HEFUR verið hljótt um póstafgreiðsluna um hríð, en ■það mun þó því miður ekki stafa af því, að hún hafi lag- ast, heldur af hinu, að fóiki finnst tilgangslaust að vera að fjasa um hluti, sem engin lag- færing fæst á. Hiá mjer liggja nokkur brjef um séina afgreiðslu á pósti og er eitt þeirra skemti- legast. Þar er sagt frá póst- korth sem var 26 daga á leið- inin frá New York til Reykja- víkur. Það þarf ekki að vesa okkar mönnum að kenna og er sennilega ekki. En brjefrit- ari segir frá kunningja konu sinni, sem sendi vinstúlku sinni jólakort tvenn jól í röð. Fyrri jólin kom kortið ekki fram, en síða.ri jólin bæði kortin í einu. Þetta heitir að safna í sarp- inn. M£ÐAL~ ANNARA ÖRDAÁ. . ■ " " " " *■" —| Eftir G. J. A. ————-—•—"■■■" " - - " Hvaráaðgepa biblfusia! Frásögn af þremnr sjúk- um stúlkum og mannin- [ um, sem kom til að biðja ! fyrir þeim. MÁSKE ÞAÐ komi mörgum á óvart, en til eru menn, sem eru þeirrar skoðunar, að mátt- ur biblíunnar fari mjog eftir því á hvern hátt og hvar hún ligg.ur í herbergi eiganda henn ar. Svo er að sjá sem það skifti hreint ekki svo litlu máli, hvort bókin til dæmis stendur upp á endann. liggur á grúxu eða er höfð innan um aðrar bækur. Jeg hefi ekki kynnt mjer mál ið — hefi ekkert fært biblí- una til í herberginu mínu og sannprófað á hvaða stað áhrifa hennar gæti mest — en kunn- ingi minn sýndi mjer í fyrra- dag blað eitt, þar sem það stendur svart á hvítú, að hvorki meira nje minna en tvær mann eskiur hafi nýlega látið lífið, af því þær geymdu biblíurnar sínar á „röngum“ stað. • o UPPHAF SÖGUNNAR Svo er að sjá sem maður einhv-er hjer í bænum hafi tek- ið að sjer að biðja fyrir þrem- ur stúlkum, sem Jágu veikar í sjúkrahúsi. Ekki er að efa það, að þettá hefur verið góð- hjartaður maður og velviljað- j ur,'að minnsta kosti heirasótti I hann stúlkurnar og ræadi við þær. Nú er ekki að vita nema á- hugi mannsins fyrir sjúku stúlkunum hefði borið talsverð an árangur, heföi þetta hxeð geymslu biblíunr.ar ekki kom- ið til skjalanoa. Samkva;mt umræddu blaði, ljet velviljaði maðurinn það verða sitt fvrsta verk ac^ útvega sjúklingunum biblíur, og (eftir að hafa ]e:;- ið frásögn hans, get jeg ekki orðað það öðruvísi) uþp -frá þeiriú stundu er engu líkara en að tveimur stúlknanna hafi far ið síhrakand, þar til þær gáfu upp öndina í sjúkrahúsinu. • • • TAUGASTRÍí) Dauðdagi stúlknanna tveggja (og enn styðst jeg við fiásögn blaðsins) virðist sem sagt hafa staðið í beinu sambandi við það, hvernig og hvar þær geymdu biblíurnar sínar. Allt frá fyrsta degi er að sjá sem háð hafi verið nokkurskonar taugastið milli þeirra og mannsir.s um geymslu fcókanna. Skoðanir stúlknanna og velurmara þeirra voru. frá upphafi mjög ólíkar. Biblíumaðurinn hafði strang ákveðnar hugmyndir um mál- ið. Biblíurnar áttu að liggj i á ákveðnum stað á borðinu við hlið sjúklinganna, annarsstað- ar ekki, ættu þær að koma að fullu gagni. • • VONBRIGÐI En samkvæmt frásögn manns ins siálfs, varðjhann hvað eft- ir annað fyrir vonbrigðum. Ein stúlknanna var að vísu þæg~ eins og lamb og gerði nákvæm íega eins og lagt hafði verið fyrir hana, en hinar tvær voru þvermóðskufullar, höfðu sínar eigin skoðanir á því, hvar'þeim kæmi best að geyma bibþur sínar. • • VONLAUS BARÁTTA Því (eða svo segir greinar- höfundur) fór sem fór. Um- ræddur maður gafst að vísu ekki upp, en barátta hans var vonlaus og fyrirfram töpuð: þrátt fyrir fortölur hans og góðar bænir reyndist ómögu- legt að fá stúlkurnar til að geyma biblíurnar sínar á ná- kvæmlega þeim stað sem hann hafði lagt fyrir að þær skyldu geymdar á borðunum við rúm- in. Og áður en stúlkurnar tvær dóu, átti vesalirígs maðurinn jafnvel eftir að verða fyrw þeirri raun að finna biblíu annarar undir koddanum henn ar. — Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.