Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. febrúar 1948. ENJA KONA (Cftir Een Wlmee 'Wllll iamó 20. dagur IV. Seinasta kvöldið, sem her- sveitirnar þrjár voru í Bangor — það var föstudagskvöldið góða — fór Isaiah til þess að hlusta á hljómleikana. Þá sá , hann Jenny í mannfjöldanum og bau töluöust eitthvað víð. En hann var hrœddur um að það mundi verða' hlegið að sjer ef hann væri með henni, og því fór hann frá 'henni. En hann hafði samt gætur á henni til þess að sjá hvað hún hefð- ist að. Og hann varð logandi af afbrýðissemi þegar hann sá að Bloodgood liðsforingi gaf sig á tal við hana. Hann skalf á heimmum, það kom óbragð í munninn á honum og haira bölvaði þeim báðum í hljóð'. Honum fannst Jenny alt of góð til þess að nokkur karlmaður mætti rnerta hana, en þegar hún ljet liðsforingjann snerta sig fannst honum hún hafa drýgt höfuðsynd og vera jafn- vel verri en hann. Hann sá að þau laumuðust út í skógarþykni, sem var skamt frá herbúðunum. Á leið- inni reyndi liðsforinginn að kyssa hana en Jenny hló og sleit sig af honum. Þá æpti Isaiah á liðsforingjann í bræði sinni svo að hann varð dauð- skelkaður. Isaiah veitti honum eftirför þangað til hann var viss um að Jenny hefði komist undan. Hvarf hann þá aftur þangað sem manngrúinn var til bess' að leita að henni, en fann hana hvergi. Þú hjelt hann heimleiðis og var æfur af bræði. Hann ásak- aði Jenny í huga sínufft fyrir lauslæti og hún ætti það skilið að henni væri refsað fyrir það. Og þegar hann hitti svo Tim dauðadrukkinn í búðinni, greip hann tækifærið til að æsa hann upp gegn dóttur sinpi. V. Eftir að Tim var farinn, rann móðurinn af Isaiah svo að hann gat ekki staðið á fótunum. Hann settist í stól og fór að hugsa um það að nú fengi Jenny makleg málagjöld hjá föður sínum. Eftir nokkra stund komst hann heim og háttaði, en gat ekki sofnað. — Hann var enn vakandi er hann heyrði að hlaupið var heim að húsinu og einhver lamdr eins og vitlaus maður á dyrnar. „Isaiah frændi. Isaiah frsendi“, heyrði hann kallað. Hann kveikti á kerti og fór á nærklæðunum til dyra. Um leið og hann dró loku frá rudd ist Jenny inn. Hún var blóð- ug í Taman og náttkjóllinn hennar var allur blóðugur. Önnur ermin var rifin af hon- um, og hann var rifinn niður í gégn frá handarjaðrinum. Sá þar í. fótlegg hennar bláan og bólginn. Isaiah glápti á hana og. honum þótti í fyrstu vænt um að sjá að brýning hans á Tim hafði borið tilætlaðan ár angur. Þá fleygði hún sjcr í faðm hans nötrandi af geðs- hræóingu, hjelt sjer í hann dauðahaldi og hljóðaði: ’ „Hleyptu honum ekki inn. iperðu það ekki frændi. Hann drepur mig. Ó, hleyptu honum ekkj inn“. Isaiah hjelt utan um hana með annari hendi, en með hinni lokáði hann dyrúnum. Nú var honum dillað út af þ.ví að Jenny skyldi leita til sín í raun um, sínum. Á hinn bóginn hugs aði hann líka um það hvað fólk mundi segja ef það sæi hann þarna á nærfötunum með Jenny hálfbera í fanginu. Hanp ætlaði að losa sig en hún hjelt þá enn fastará og hrópaði eitt- hvað um það að hann yrði að bjarga sjer, hann yrði að verja sig. Það var verst að frú Holl- is skyldi ekki vera þarna til þess að hugsa um stúlkuna. En það var ekki langt að fara til hennar. Og Isaiah var að hugsa um það hvort hann gæti ekki skilið Jenny eftir og sótt frú Hollis. En þegar hann mint- ist á það mátti Jenny ekki heyra það nefnt. „Nei, nei“, hrópaði hún. „Þú mátt ekki skilja mig eftir eina. Góði frændi farðu ekki frá mjer. Hann eltir mig“. Það var því ekki um annað að gera en fara með Jenny inn í svefnherbergið, sem frú Witz- el hafði átt. Hann fjekk hana til þess að fara ofan í rúm og þegar hún tók að stillast fór hann fram til að hita vatn. Og þegar vatnið var orðið hæfi- lega heitt þvoði hann henni í framan. Hún lá með lokuð augu á meðan en skalf enn af geðs- hræringu og virtist ekkert taka eftir því hvað hann var að gera. Hann þvoði líka fætur hennar og fótleggi og var svo nærfærinn og mjúkhentur sem kona. Þegar þessu var lokið breiddi hann ofan á hana. Hann mint- ist ekkert á frú Hollis, því að hann var hræddur um að þá mundi hún rjúka upp aftur. Hann settist hjá henni og hjelt í hendina á henni þangað til hún soínaði. Þá'var komið und ir dögun og fyrsta dagsskíma var á austurloftinu, en það sást ekki hjer inni þar sem kerta- ljósið var. Þegar betur birti virtist hún sofa fastar. Þá fór hann að klæða sig og flýtti sjer að sækja frú Hollis. VI. Jenny svaf lengi. Isaiah lsisc ekki á þetta, hann hjelt að hún mundi máske hafa meiðst eitt- hvað innvortis og það væri rjettast að sækja lækni. En frú Iiollis bannaði honum það og bannaði honum líka að reyna að vekja hana. „Henni veitir ekki af hvíld- inni, aumingjanum“, sagði hún. „Við skulum lofa henni að sofa eins lengi og hún getur“. Nú heyrðu þau hljóðfæra- og bumbuslátt. Hersveitirnar voru að fara frá Bangor. „Sagði hún þjer frá því hvernig þetta vildi til?“ spurði frú Hollis. Isaiah hristi höfuðið. „Nei, hún mintist ekkert á það. Hún var æðisgengin þeg- ar hún kom og sagði að hann ætlaði að drepa sig“. „Veitti hann henni eftirför?" „Nei, enda skyldi^ hanii þá hafa fengið fyrir ferðina“, sagði Isaiah og beit á jaxlinn. „Honum hefir verið hlíft altof lengi“. Það var eins og hann væri búinn að gleyma því að hann sjálfur hafði egnt Tim upp á móti dóttur sinni. „Já, þáð veit enginn hvað þetta vesalings barn hefir mátt þola í sambúðinni við hann“, sagði frú Hollis. „Hann skal ekki fá að fara illa með hana framar“, sagði Isaiah með áherslu Hann þótt- ist nú vera sjálfkjörinn vernd- ari henanr vegna þess að hún hafði leitað á náðir hans. ,.Ef bæjarfulltrúarnir þora ekki að fást við hann, þá skal jeg gera það. Jeg þoli ekki að láta þetta viðgangast svo að segja í næsta húsi“. Þetta líkaði frú Hollis að heyra. „Hann hefir altaf verið vond ur við hana síðan Moll hljópst á brott. Sumir álösuðu Mcll fyrir það að yfirgefa hann, en þeir Jsekkja hann ekki eins vel og jeg. Jeg hefi sjeð það hvern- ig hann fór með þennan vesa- ling. Hún var jafn hrædd við hann eins og mús við kött, en reyndi að gera honum allt til geðs. Þáð var grátlegt að horfa upp á það hvernig hún dekraði við hann en hann alt- af afundinn og illur við hana.“ Hún velti vöngum nokkra stund. „Ekki veit jeg hvað á nú að verða um hana. Hann er faðir hennar þrátt fyrir alt. Þú get- ur ekki tekið hana af föður sínum nema með hans leyfi“. „Það verða einhver ráð til þess“, sagði Isaiah. „Já, það er nauðsynlegt“, sagði hún og andvarpaði. „Hún þarf að vera hjá einhverjum, sem þykir vænt um hana og hugsar um hana Það er synd og skömm að hún skuli hafa alist upp þarna, — lauslætis- drósir í næsta húsi, Tim altaf fullur og fullir sjómenn altaf á götunni. Það er ekki fyrir unga stúlku að alast upp við slíkt“. Isaiah kinkaði kolli. Hann hafði orðið þess var um nótt- iná, þegar hann hjelt Jenny í fangi sjer, að hjá sjer lifnuðu tilhneigingar, sem hann hafði haldið að væri útdauðar fyrir löngu. „Eitthvað verður að gera til að bjarga henni — en hvað?“ sagði hann. Og svo gaut hann augupum til frú Hollis o? sagði til að þreifa fyrir sjer: „Það ér leiðinlegt að hún skuli ekki geta fengið góðan mann“. Frú Hollis leit kankvislega til hans ©g sagði: ,,Éf um það er að ræða þá líst henni ekki eins Vel á neinn og þig. Hvenær sem jeg hitti hana þá er hún altaf að tala um Isaiah frænda og engan ann an“. Hann hristi höfuðið. „Jeg er orðinn of gamall", sagði hann, en samt fór ein- hver fiðringur um hann. „Það kemur ekki málinu við, hún gæti ekki á betra kosið“, sagði frú Hollis. „En hún yiði þjer auðvitað til byrði“. Hann ræskti sig en svaraði ekki. Hún gaf honum nánar gætur. Að lokum reis hann á fætur og tók hatt sinn. „Bíddu hjerna þangað til jeg kem aftur“, sagði hann. „Hún þarf sjálfsagt á einhverri hjálp að halda þegar hún vaknar“. „Ætlarðu að fara að tala yf- ir hausamótunum á Tim?“ ÓSKABRUNNURINN Eftir Ida Moore. Drottningin sneri sjer að Bergmáli. , „Og þú hefur þjónað mjer dyggilega í mörg ár, svo*að jeg get eiginlega ekki snuprað þig fyrir það, þó að þú verðir leiður á starfi þínu annað slagið. Annað kvöld býð jeg ykkur öllum til veislu, sem haldin verður í tilefni þess, að lyklamir að óskabrunninum fundust aftur“. Hún brosti til Stebba. „Og þú verður heiðursgesturinn, vinur minn. I þetta sinn verður þú að eins að gæta þess að depía ekki augunum of snemma“. Drottningin kinkaði kolli til þeirra og hvarf á brott. Stebbi sá, að nú var kominn tími til þess fyrir hann að fara að hafa sig heim á leið. En hvernig átti hann að fara að því? Sjórinn var allt í kringum hellinn. Bergmál kunni ráð við því. „Hafðu engar áhyggjur. Við skulum sína þjer leynigöng okkar niður að óskabrunninum, og hvenær, sem þú kærir þig um, geturðu komið í gegnum leynigöngin óg hitt okkur hjer“. „Þá geturðu verið viss um, að jeg verð hjer daglegur gestur", ansaði Stebbi hlægjandi. Svo fór hann á eftir vin- um sínum gegnum löng og mjó göng, og áður en hann vissi af, voru þeir komnir niður að óskabrunninum. Þetta var að eins nokkurra mínútna gangur. Stebbi kvaddi nú vini sína með virktum. Annað kvöld myndi hann hitta þá aftur í veislu drottningarinnar. ENDIR. ★ Hann: — Litli bróðir þinn sá þegar jeg var að kyssa pig. Hvað á jeg að gefa honum til þess að hann segi ekki frá því. Hún (í sæluvímunni): — Hann er vanur að fá fimm kall. ★ Þau höfðu verið mikið sam- an. Eitt kvöldið var hann venju fremur órólegur og fámáll. „Ester“, sagði hann þó að lok- um. „Jeg — jeg er að hugsa um, hafði látið mjer detta í hug, sko, að spyrja þig mikil- vægrar spurningar“. „Ó, Georg“, hrópaði hún. „Þetta kemur svo skyndilega, jeg var altaf að vona ....“ „Nei, ekki trufla mig“, sagði hann, „það sem mig langar til að fá að vita er þetta: Hvenær hafið þið mamma þín ákveðið að brúðkaupið okkar skuli fara fram?“ ★ — Jeg er ekki hamingjusam- asta manneskjan í heiminum heldur sú næst hamingjusam- asta, sagði maðurinn með mikla sjálfsálitið, er hann faðmaði unnustu sína að sjer. ★ — Hvað sagði pabbi, þegar þú spurðir hann um, hvort hann hefði nokkuð á móti því að bú giftist mjer? — Hann kom ekki upp einu einasta orði. Fjell bara um háls inn á mjer og grjet. ★ Aníta: — Ertu nú alveg viss um að þú elskir mig? Andrjes: — Elski þig? Þú getur ímyndað þjer það. í gær þegar jeg kom frá þjer beit hundurinn ykkar stórt stykki úr kájfanum á mjer, en jeg tók ekkert eftir því fyr en jeg kom heim. ciMiimiiuiiiuiuiimiiiiiiiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiini | f Nýsviðin | Dilkasvið í Nautakjöt, Trippakjöt, Nýreykt sauðakjöt, I Kindabjúga, Soðin svið, blóðmör -og lifrapylsa.* KJÖTVERSLUN | HJALTA LÝÐSSONAR, Grettisgötu 64 og Hofsvallagötu 16. Stúlka óskast Ekki afgreiðslustörf. BJÖRNSBAKARÍ. Alt tU fþréttalSkuui •g ferðalaga Hellaa, Hafnantr. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.