Morgunblaðið - 28.02.1948, Side 12

Morgunblaðið - 28.02.1948, Side 12
VEÐUBÚTLITIÐ: Faxaflói: Sunnan og suðvéstan átt. Ail- Iivast með köflum og skúrir. Gengur í suðaustur kalda síðd. RÆKTUN HEIMSKUNNAR. . ___ __ fr Eftir Anders Örne. Sjá bl.s, 7. Hernaððrflugvje! lendir eífir radar tækjum i Kefiavík RISAFLUGVIRKI lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorg- un er veðrið var sem verst og varð áhöfn vjelarinnar að styðj ast eingöngu við radartæki til leiðbeiningar við lendinguna. Flugvirki þetta er á leið frá Bandaríkjunum til Munchen í Þýskalanai og mun fara 'hjeðan í kvöld. Von er á öðru risaflugvirki frá Bandaríkjunum til Kefla- víkur um helgina. menn 11—1200 krónur. Barnahjáípinni bár- ust margar gjafir ígær SKRIFSTOFU Barnahjálparinn ar í Búnaðarbankahúsinu bár- ust í gær allmargar peninga- gjafir. Meðal þeirra voru 1355 kr. frá vinnuflokki Halldórs Magnússonar Hringbr. 190, frá Bakarasveir.afjelaginu 500, frá skipshöfninni á Andey Ak. 700 kr. og frá skipshöfninni á Akra^ borg EA 1250 kr. Bæði þessi skip stunda síldveiðar hjeðan. Þá gaf starfsfólk Hagstofunnar 705 kr., O. Ellingsen 1000 kr., Mjöll h.f. 500, bílstjórar á meira prófsnámskeiði 420 kr. og drer.g ur, Gísli Kjartansson, afhenti í gær söfnunarlista og hafði hann safnað inn á hann 665 kr. _ _ ___ *• VinnustSðvuninni í Slykkishólmi lokið Stykkishólmi, föstud. Frá frjettaritara vorum. VINNUSTOÐVUN í Stykkis- hólmi er lokið. Var á fundi í Verkalýðsfjelaginu í dag sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum að ganga að tilboði atvinnurekenda. Almenn dagvinna karla hækk ar í grunnlaun um 15 aura á klukkustund, og verður kr. 2,60 Vinnulaun kvenna verða kr. 1,85 á klst. DOX.OítES SWANSON heitir þessi unga stúlka og þykir hún mjög efnilegur skautahlaupari. Hlaut hún nýlega „drottningarnafnbót“ í Winnipeg fyrir leikni sína í þessari fögru íþrótt. Foreldrar hennar eru J. W. Swanson og frú og eiga þau heima á 184 Niagara Street í Winnipeg. slands-mynd Loíts sýnd o rf * r 3% og ISvipjoð Verður sýnd hjer í Tjarnarbíó ÍSLANDSKVIKMYND LOFTS er nú komin heim aftur, en hún var send vestur til Kodak í Bandaríkjunum og þar voru gerðar nokkrar myndir eftir frummyndinni. Hafa tvær filmur þegar verið seldar til Bandaríkjanna og verða sýndar á næstunni í Chic- ago, Minnepolis og San Franciseo. En síðar fer myndin til Kanada og verður sýnd þar á vegum Þjóðræknisfjelags Islendinga, allvíða. Dr. Beck sjer um sýningar < Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks hefur tekið að sjer að koma myndinni á framfæri í Bandaríkjunum og Kanada og hefur hann sýnt mikinn áhuga fyrir því máli, en kvikmyndin er eins og kunnugt ér hin besta landkynning. Margir vinir Lofts Guðmunds- sonar hjá Kodak hafa skrifað honum og farið lofsamlegum orð- um um hana, en í brjefi frá fje- laginu sjálfu segir að „myndin sje einstaklega vel tekin“ og að þeir, sem hafa sjeð þessa kvik- mynd hafi aðrar skoðanir á ís- landi og íslendingum, en þeir höfðu áður. Sýningar í Svíþjóð Eitt eintak af kvikmynd Lofts fer til Svíþjóðar og verður sýnd þar víða. Verða að öllum líkind- um haldnir fyrirlestrar með myndinni og hefur ritstjóri stærsta blaðsins í Eskiltuna sýnt mikinn áhuga fyrir því, að fá kvikmyndina. Stendur Loftur nú í samningum við hann um málið. Sýningar hjer Að öllu forfallalausu verður ís- landsmyndin sýnd í Tjarnarbíó n.k. mánudagskvöld. — Eins og kunnugt er var sýningum hjer hætt snögglega í haust og áður, en allir fengu tækifæri til að sjá hana, sem vildu. En Loftur sendi myndina vestur af ótta við, að hún myndi skemmast, ef sýn- ingum yrði haldið áfram hjer og vildi hann ekki eiga það á hættu áður en búið væri að taka eftir myndinni. Kvikmyndin hefur vcrið stytt lítilsháttar, „en þó mátti jeg til að bæta nokkrum blómarósum í hana“, sagði Loftur í viðtali við^ Morgunblaðið. 20 keppendur í flokkaglímu Reykjavíkur FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur fer fram á morgun í þróttahús- inu við Hálogaland Keppt verður í þremur þyngd- arflokkum og þar að auki drengjaflokki (innan 18 ára). Keppendur eru alls skráðir 20. í þyngsta flokki eru 4 kepp- endur, Gunnlaugur Ingason, Á, og KR-ingarnir Ágúst Stein- dórsson, Sigurður Sigurjónsson og Magnús Óskarsson. — í 2. flokki eru Rögnvaldur Gunn- laugsson, KR, Steinn Guðmunds son, Á, og Unnar Sigurtryggva- son, UMFR. — I 3. flokki keppa Aðalsteinn Eiríksson, KR, Grjet ar Sigurðsson, Á, Helgi Jóns- son, KR, Ingólfur Guðnason, Á, Ólafur Jónsson, KR og Sigurður Hallbjörnsson, Á. — í drengja- flokki keppa: Ármann Lárus- son, UMFR, Bragi Guðnason, UMFR, Geir Guðjónsson UMFR, Gunnar Ólafsson, UMFR, Har- aldur Sveinbjörnsson, KR, Hilm ar Sigurðsson, UMFR og Ingvi Guðmundsson, Á. Stofnfundur Æskulýðs- sambands Reykjavíkur er í kvöld STOFNÞING sambands æskulýðsfjelaganna hjer í Reykjavík hefst í kvöld kl. 8,30 í Háskólanum. —- Eins og skýrt hefur verið frá hjer í blaðinu, þá verður það hlutverk Æskulýðssambandsins, að hrynda í framkvæmd byggingu Æskulýðshallarinnar. fundinum í kvöld Alfreð Andrjesson skemlir í Gamla Bíó ALFREÐ Andrjesson leikari, sem fyrir nokkru er kominn heim eftir rúmlega ársdvöl á Norðurlöndum hefur ákveðið að halda fyrstu skemtun sína eftir heimkomuna í Gamla Bíó n.k. mánudagskvöld klukkan 9 e. h. Alfreð ætlar að syngja þar hýjar gamanvísur og leika nokkra skopþætti. — Er orðið langt síðan Reykvíkingar hafa fengið tækifæri til að skemta sjer hjá Alfreð og má búast við mikilli aðsókn hjá honum. Aðstoðarmaður hans við skemtunina er Jónatan Ólafs- son, sem leikur á píanó. í FYRRINÓTT var dálítil síldveiði í Hvalfirði Yfirleitt mun afli skipanna hafa verið lítill. I gær komu hingað 14 skip með samtals 6270 mál síldar. Nokkuð af síld skipanna var ný, en yfirleitt tveggja til þriggja daga gömul. I gær var verið að lesta Straumey, Sindra og Ói. Bjarna son og tóku þeir síld beint úr skipunum. Ennfremur var unn- ið að lestun Banan, en þessi síld kemur úr þró. Skipin sem kómu í gær voru þessi: Gylfi EA með 400 mál. Hafdís 950, Huginn II. 550, Hug- inn I. 450, Richard 400, Böðvar 850, Snæfell 350, Kristján 100, Ásbjörn 70, Gunnbjörn 400, Frcyja RE 450, Hafborg 100, Auður 200 og Helga 1000. Ennfremur eru nú hjer í höfn inni Knob Knot og Hrímfaxi. Ársþing Í.B.R. hófsl I fyrradag FJÓRÐA ársþing íþróttabanda- lags Reykjavíkur hófst í Tjarn- arcafé s.l. fimtudagskvöld. For- maður bandalagsins, Ólafur Sig- urðsson, setti þingið og bauð full trúa velkomna. Forseti þingsins var kjörinn Guðjón Einarsson, en varaforseti Jens Guðbjörns- son. Ritarar voru kosnir Þor- björn Guðmundsson og Gunnl. J. Briem. Á þinginu voru mættir 57 full trúar frá 18 íþróttafjelögum og bandalögum. Ólafur Sigurðsson gaf skýrslu um störf Bandalagsstjórnarinn- ar, sem voru fjölþætt, og einnig voru reikningar bandalagsins, íþröttahúss ÍBR og Slysatrygg- ingarsjóðs lesnir og samþyktir. Síðan liófust umræður um ýms mál, er fyrir þinginu lágu, en þingfundi svo frestað í 10— 14 daga. Á fundinum í kvöld setur for- maður undirbúningsn, þingið, en síðan verður gengið að fund- arstörfum. Að því loknu flytur formaður undirbúningsnefndar framsöguræðu um málið alment og lagt verður fram frumvarp að lögum fyrir sambandið. Síð- an verða svo umræður um frum- varpið og að þeim loknum kosin nefnd manna til þess að athuga lögin, en þessi nefnd skilar svo áliti og breytingatillögum á framhaldsstofnfundi, sem hald- inn verður í Háskólanum á mánudagskvöld. Á mánudagsfundinum verður svo endanlega gengið frá stofn- un Æskuíýðssambands Reykja- víkur og stjórn þess kosin. 30 fjelög hafa tiínefnt fulltrúa. í gær höfðu 30 fjelög tilkynt þátttöku sína til biskupsskrif- stofunnar, eða til undirbúnings- nefndarinnar. Þessi tala mun þó enn hækka nokkuð. Hjer munu nú vera starfandi í bænum um 40 æskulýðsfjelög. Fjölmennu.st þeirra eru íþróttaf jelögin, æsku- lýðsfjelög stjórnmálaflokkanna, skólafjelög, skátafjelög og kristi leg æskulýðsfjelög. Fjáröflunardagur 5. Þ. á Akranesi Á FJÁRÖFLUNARFUNDI Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna 29. þ. m. verða á Akra- nesi þrjár kvikmyndasýningar, sem öllum ágóða af Verður var- ið til Barnahjálparinnar. Sýningamar fara fram í Bíó- höllinni og lætur allt starfsfóik vinnu sína í tje án endurgjalds. Áður en sýningarnar hefjast verða flutt ávörp, sem þeir flytja: sr. Jón Guðjónsson sókn- arprestur, Friðrik Hjartar skóla stjóri og Guðlaugur Einarsson bæjarstjóri. Mikill hugur er í Akurnesing- um, að geta styrkt þetta mann- úðarstarf S. þ. á sem best.an hátt. Aðalfundur Málara- •meistarafjelags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Málarameist- arafjelags Reykjavík var hald- inn s.l. sunnudag. Formaður fjelagsins var kos- inn Einar Gíslason í 17. sinn. Varaformaður var kosinn Sæ- mundur Sigurðsson, ritari Jök- ull Pjetursson og gjaldkeri Karl Ásgeirsson, allir endurkjörnir, og Óskar Jóhannsson, aðstoðar- gjaldkeri. Á aðalfundinum var samþykt að gefa eitt þúsund krónur til Barnahjáipar Sameinuðu þjóð- anna og auk þess gáfu fundar- menn 11—1200 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.