Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 1
UTANRÍKISRÁBHERRA TJEKKA FINST LÁTINN SARYK FRAMDI EKKI SJÁLFSMORÐ" Farið fram á, að Öryggis- ráðið rannsaki ástandið í Tjekkóslóvakíu Lake Success í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. DR. PAPANEK, fulltrúi Tjekkóslóvakíu hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði á fundi, sem hann hjelt með blaðamönnum hjer í dag, að hann gæti ekki trúað því, að Jan Masaryk, utanríkisráðherra Tjekkóslóvakíu hefði framið sjálfsmorð. Viðurke'nnir ekki stjórn kommúnista Hann sagðist neita að viðurkenna núverandi ríkisstjórn Tjekkó- slpvakíu, sem löglega stjórn landsins. En hann kvaðst ekki hafa í hyggju að láta af embætti sínu hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem hann teldi sig vera þjón lýðveldisins Tjekkóslóvakíu, eiris og það hefði verið fyrir 20. febrúar (er kommúnistar frömdu valda- rán sitt). Biður um rannsókn Öryggisráðsins í brjefi til Trygve Lie, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna fer Papanek fram á, að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna láti rannsaka ástandið í Tjekkóslóvakíu. Hann lýsti því yfir, að það væri undir meðlimum Sameinuðu þjóðanna sjálíum komið að ákveða hvort þeir vildu viðurkenna hina nýju ríkisstjórn. Frh. á bls. 2. Norskur kommúnista- foringi segir sig úr flokknum Vegna atburðanna í Tjekkóslóvakíu og WILLIAM MIKALSEN lektor, kunnur norskur kommúnistafor- ingi og forystumaður þeirra í Köngsberg, þar sem hann átti sæti í bæjarstjórn, skólanefnd og gegndi fleiri ábyrgðarstöðum fyrir kommúnista, hefur sagt sig úr kommúnistaflokki Noregs vegna afstöðu kommúnista til atburðanna í Tjekkóslóvakíu og vegna þess, að norski kommúnistaflokkurinn hefur ekki viljað hreinsa sig af ásökun um að hann væri fimtu herdeildar flokkur erlends ríkis, með málshöfðun. Fjekk ekki áheyrn hjá miðstjórninni. Mikalsen lektor Ijet svo um- mælt við norsk blöð, að hann hefði um hríð fylgst með at- burðunum í heimsmálunum af ugg og vonast til þess að komm- únistaflokkur Noregs tæki lýð- ræðislega afstöðu til málanna. „Jeg fjekk meðlim úr miðstjórn inni hingað til Tönsberg til þess að' gera grein fyrir afstöðu Frh. á bls. 2. Fjörulíu iarssf Santiago. Chili í gærkv. FJÖRUTÍU manns fórust í dag þegar hollenska skipið Hel- vitia lenti í árekstri á fljótinu Carahue í Chili. Ekki var vit- að um orsök árekstursins þegar síðast frjettist. Helvetia var rúm 5000 tonn. — Reuter. Segir fulltrúi Tjekka hjá S.þ. Jan Masaryl'4 óeðlilegt í lari asaryks kvöldið en hann dó Eftir Hubert Harrison. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Prag í gærkvöldi. SÍÐASTA EMBÆTTISVERK dr. Jan Masaryk sem utanríkisráðherra var að taka á móti blaðafulltrúa Tjekka í sendisveitinni í London. Blaðafulltrúinn dr. Navan kom í íbúð Masa- ryks klukkan 6 e. h. á þriðjudagskvöld og ræddi við ráðherrann í klukkustund. —• Var Masaryk þá í sínu venjulega góða* skapi. Bað hann blaðafulltrúann að koma til sín daginn eftir og taka fyrir sig brjef til að setja í póst, er hann kæmi til London. Gerði áætJun fyrir næsta dag. Um 7 leytið kom einkaritari Masaryks með uppdrátt að pólsk-tjekkneskum samningi, sem ganga átti frá daginn eft- ir. Ritarinn lagði fyrir ráðherr- ann áætlun að næsta degi og samþykkti hann hana. Hann gekk einnig frá ræðu, sem hann ætlaði að flytja í Tjekknesk- pólska fjelaginu næsta kvöld. Ritarinn fór klukkan 7,45. Þjónn Masaryks kom því næst með kvöldmat. Kl. 8,30 kom þjónninn og tók diskana. Einkaþjónn Masaryks, sem hef- ir verið í þjónustu þeirra feðga í 32 ár setti tvær flöskur af ölkelduvatni á borðið. Masaryk bað þjónana að vekja sig kl. 8,30 næsta morgun, eins og venja var á virkum dögum. Það var það síðasta, sem vit- að er að hann hafi sjest á lífi. Vörður fann líkið. Klukkan 6,25 um morguninn fann vörður við utanríkisráðu- neytið lík ráðherrans og hafði það fallið út um glugga í 13 metra hæð á steinlagða stjett- ina fyrir neðan. Ekkert sár var á höfði hans og augu hans lokuð, eins og hann svæfi. Vörðurinn gerði aðvart a naéstu slysastofu og kom þá læknastúdent sem gat ekkert aðhafst nema að staðfesta að Masaryk væri látinn. BændaleiÖfogl dæmdur í fangelsi London í gærkveldi. RÚSSNESKUR herrjettur hef ur dæmt Bela Kovres fyrver- andi aðalritara ungverska smá- bændaflokksins í tveggja ára fangelsi vegna þess að hann barðist gegn valdabrölti komm- únista þar í landi áður en þeir komust að fullum völdum. — Reuter. Beió eftir að fólkið færi! í STAÐ ÞESS að senda málssvara sína og þigg'ja boð æskulýðsfjelaga annarra flokka um þátttöku í æskulýðs- fundinum í Austurbæjarbíó í gærkveldi sendu kommún- istar þangað blaðaljósmyndara sinn. Höfðu þeir gert ráð fyrir að lítil aðsókn yrði að fundinum vegna fjarveru þeirra. En þegar þeir sáu að þar var húsfyllir Ijeiu þeir myndasmið sinn híma utandyra þar til í fundarlok að fundarmenn voru að fara. Þá var piltinum skipað að taka myndir handa Þjóðviljanum!! Þannig fara kommúnistar að því að láta myndir sýna ranghverfuna af sannleikanum. Frjctt af fundinum birtist á bls. 12. <*• Einn öflug- asti fylgis- maður lýð- ræðisins Prag í gær. Einka- skeyti til Morgunbl. RditGr JAN MASARYK, utanríkis- ráðherra Tjekkóslóvakíu fanst látinn fyrir utan glugga skrifstofu sinnar í utanríkis- ráðuneytinu í Prag klukkan rúmlega 6 í morgun. Var að sjá, sem ráðherran hefði kast að sjer út um glugga og fram ið sjálfsmorð. I tilkynningu frá innanrík- isráðuneytinu í Prag er full- yrt að Masaryk hafi framið sjálfsmorð, en þó var ekkert tilkynt um dauða hans opin- berlega fyr, en Lundúnaút- varpið hafði skýrt frá því. Einn fremsti leiðtogi Tjekka Jan Masaryk var einn af mikil hæfustu leiðtogum Tjekka. Hann var sonur Thomasar Masaryk, frelsishetjunnar tjekknesku, er ásamt Benes forseta átti mest- an þátt í að stofna lýðveldið Tjekkóslóvakíu. Hann var 61 árs og hafði starfað lengst af ævi sinnar við utanríkisráðuneytið og var sendiherra þjóðar sinn- ar í London í 13 ár, en sagði af sjer eftir Múnchensamningana 1938. Eftir styrjöldina var hann einn af öflugustu forystumönn- um þjóðar sinnar í baráttunni við nasista og var utanríkis- ráðherra í útlagastjórn Benes í London styrjaldarárin og hjelt því embætti æftir að Tjekkósló- vakía losnaði undan oki Þjóð- verja. Masaryk var ekki flokks- bundinn, en hefur alla tíð verið náinn samstarfsmaður Benes forseta og einkavinur hans. Er fráfall hans talið mikið áfall fyrir Benes, sem nú stend- ur einn uppi af leiðtogum Tjekka er lýðræði unna. Eftir valdarán kommúnista hjelt hann áfram að gegna emb- ætti utanríkisráðherra og furð- aði vini hans á því, þar sem vitað var, að hann var ákveðinn andstæðingur einræðis og sann- ur lýðræðisvinur. En hafi Masa- ryk framið sjálfsmorð þykir sýnt, að hann liafi sjeð, að hann gat ekki lengur starfað ineð kommúnistum sem frjáls mað- ur. Frh. af bls. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.