Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 2
2 M0RGUIVBL4Ð1Ð Fimmtudagur 11. mars 1948, ] S. [. S. borgar með enska cementinu Neytendur skattlagðir Samþyktir æsknlýðs- fundarins I gærkvöldi Fundur reykvískrar æsku, haldinn í Austurbæjarbíó miðviku« dagirtn 10. mars 1948, Iýsir yfir fyrirlitningu sinni á valdaránl kommúnista í Tjekkóslóvakíu og' ofbeldi því og ofríki, sem þeir beita pólitíska andstæðinga sína. Sjer í lagi lýsir fundurinn yfií, samhryggð sinni með stúdentum og öðrum æskumönnum í Tjekkó- slóvakíu sem nú verða að þola ofsóknir og frelsisskerðingu af hálfu hinna kommúnistisku kúgara. SAMVINNA LÝÐRÆÐISFLOKKANNA Fundur reykvískrar æsku, haldinn í Austurbæjarbíó miðviku- daginn 10. mars 1948 lýsir ánægju sinni yfir samvinnu núverandl stjórnarflokka og fylgi sínu við stefnu ríkisstjórnarinnar. Skorar fundurinn á lýðræðisflokkana að halda áfram samvinnu um stjóru landsins og bendir á ósigra flokks stjórnarandstöðunnar í verka- lýðsfjelögum og ýmsum öðrum fjelögum sem talandi tákn um traust þjóðarinnar til ríkisstjórnarinnar og andúð hennar á stefnu og baráttuaðferðum kommúnista. - MASARYK TÍMINN hefir gert þá þýð- ingarmiklu játningu í umræð- unum um cementsverslun SIS hjer sunnanlands. að SIS hafi | gripið til þess ráðs, að selja i 800 smálestir af cementi, sem 1 flutt var til Reykjavíkur með i Selfossi í nóv. s. 1. með stór- | kostlegu tapi. ! Fyrir nokkrum dögum var að j vísu ekki farið að selja þetta ; cement, en ekki cr annað sjá- anlegt en að verðfellingin hafi i verið gerð í því augnamiði að j fcgra hina nýju verslun SÍS í hjer sunnanlands, eftir að sýnt hafði verið fram á hve hrapa- j lega hafi tekist í upphafi, þeg- | ar hið opinbera neyddi menn til , að kaupa cement hjá SÍS gegn vilja þeirra og kaupendunum til stórtjóns. Til að gefa nokkra hugmynd um hina nýju verslunarhætti SIS má benda á eftirfarandi: Það er sannað með brjefi Verðlagsstjóra, sem birt var hjer í blaðinu þann 6. þ. m., að SÍS hefur haft leyfi verðlags- yfirvaldanna til að selja cem- entið á að minnsta kosti kr. 300.00 smáiestina í þessu verði er innifalin hin leyfða álagning, sem er kr. 21 00 á hverja smá- lest auk 5% af innkaupsverði. Þegar þessi álagning er dregin frá, reynist innkaupsverð að vera kr. 265.72, en útsöluverð- ið, sem Tíminn auglýsir, er kr. 269.68. Það sem SÍS fær upp í allan sinn kostnað við cement- ið er því ekki nema kr. 3.96 á hverja smálest, en það er vita- skuld langt fyrir neðan það, sem þarf tiL að verslur.in verði halla laus, og hlýtur heildartapið að nema þúsundum króna. Þessar kr. 3.96, sem SÍS fær upp í kostnaðinn eftir upplýs- ingum Tímans, nema aðeins 1Yz % af innkaupsverðinu. En þegar SÍS hefur selt cement í heilum föimum eða hlutum af förmum til kaupfjelaga út á land, taka þeir að jafnaði 3% af innkaupsverðinu, en hafa þá engan kostnað af geymslu eða sölu og taka ekki á sig halla af nokkurri rýrnun. Þetta virðist vera í meira lagi einkennilegir viðskiptahættir, svo ekki sje meira sagt, en Tím- inn segir, að slíkt sje ekki ó- venjulegt i verslun samvinnu- fjelaganna. Þessi yfirlýsing Tímans er ekki ófróðleg, fyrir almenning. Það er glöggt, að sjerhver versl un, hvort sem hún heitir SÍS eða annað, getur ekki selt vöru- tegund með miklum halla öðru- vísi en að jafna þánn halla með gróða af verslun með aðrar vör- ur Hjer er því um að ræða að þeir, sem kaupa aðrar vörur af fyrirtæki, sem þannig verslar, eru skattlagðir til þess að jafna hallann af tapverslun með cem- ent. En þeir, sem ekki kaupa cement hjá SÍS, munu una því heldur illa að vera skattlagðir til að hægt sje að icka cements- verslun með halla í þeim til- gangi einum að þjóna hagsmun- um, sem almer.ningur á enga samleið með. FjárSöyin: Tillögur f járvelfinga- nefndar hækka þau um 4 milj kr. í GÆR voru lagðar fram á Alþingi breytingartillögur fjár- veitinganefndar við fjárlagafrv. fyrir árið j 948. Samkvæmt tillögum meiri- hluta nefndarinnar verða nið- urstöðutölur fjárlaganna þessar á rekstraiyfirliti: Tekjur: 216.411.150 og gjöld: 220.462.158 kr. Rekstrarhalli samkvæmt þessu yrði rúmar 4 miljónir króna. A sjóðsyfirliti gerir nefndin ráð fyrir að útborganir verði 246,4 milj kr. en innborganir 218,2 milj. króna. Greiðslujöfn- uður þanr.ig óhagstæður um 28,1 milj. kr. Lækkunartillögur fjárveit- inganefndar við frumvarpið nema samtals 3,3 milj. kr. en hækkunartillögur 7,2 milj. kr. Gjaldahækkun samkv. breyt- ingartillögum nefndarinnar nemur því tæpum 4 milj. kr. Aðalhækkun útgjaldanna sprettur af auknum framlögum til verklegra framkvæmda. þannig leggur nefndin til að framlögin til nýrra þjóðvega verði hækkuð um 3,8 milj. kr., til brúa um 1,8 milj. kr. og til hafna- og lendingarbóta um 1,5 milj. kr. Ennfremur verði framlagið til hafnarbótasjóðs hækkað um 350 þús. kr. Frumvarpinu var í gær visað til annarar umræðu, sem mun hefjast kl. 1,30 í dag. Fulltrúar kommúnista í fjár- veitinganefnd munu skila sjer- stöku áliti um frumvarpið. Fá ekki að flytja tll manna sinna London í gær. UTANRÍKISMÁLARÁÐU- NEYTI Breta tilkynti í dag að enginn vissi, nema þá stjórn Rússa, hversvegna rússneskum konum, sem giftar væru bresk- um þegnum, væri bannað að flytjast til maka sinna. Var þess um leið getið að ekkert væri því til fyrirstöðu að breskir þegnar giftir rússneskum þegnum flyttu til Rússlands, ef þeir vildu. - Segir sig nrKomm- únisfaflokknum Framh. af bls. 1 flokksins11, segir Mikalsen. „Enn mjer var ómögulegt að sjá að skýringar hans væru lýðræðis- legar. Jeg stakk því upp á, að flokkurinn gæfi yfirlýsingu í þremur atriðum. í fyrsta lagi, að Kommúnista- flokkur Noregs hreinsaði sig af þeirri ásökun að hann væri fimtu herdeildarflokkur með málshöfðun. í öðru lagi að flokk urinn lýsti því vfir, að hann stæði vörð um málfrelsið og rjettaröryg'gið og tæki á þeim grundvelli ákveðna afstöðu frá atburðunum sem skeð hefðu í Tjekkóslóvakíu, þriðja atriðið var að Kommúnistaflokkur Noregs gengi ekki í Kommin- form. „Jeg hafði vænst stuðnings“, bætti Mikalsen við, en það var öðru nær. Þessvegna hefi jeg sagt mig úr flokknum. Það gæti litið svo út á yfirborðinu að verkamenn í Tjekkóslóvakíu hefðu unnið sigur, mín skoðun er sú, að verklýðshreyfingin þar hafi unnið of dýrkeyptan sigur og hafi beðið tjón á sálu sinni:‘. Frh. á bls. 2. Gefið í skyn, að hann hafi verið bilaður. í tilkynningu ínnanríkisráð- herrans, Nosek, sem er komm- únisti og hefur stjórnað hreins- uninni í Tjekkóslóvakíu eftir valdaránið, er gefið í skyn, að Jan Masaryk hafi verið bilaður að sálarkröftum. Sagði Nosek í opinberri tilkynningu, að vitað sje, að Masaryk hafi undanfarið þjáðst af svefnleysi og verið mjög taugaóstyrkur. 1 herbergi hans hafi fundist mikið af sígar- ettustubbum og ennfremur hafi verið á borði hans mörg sím- skeyti frá vinum hans í Bret- landi og Ameríku þar sem látin hafi verið í ljós undrun og and- úð á því að hann skyldi hafa tekið við embætti í stjórn komm únistans Gottwald. Er gefið í skyn, að þessi skeyti hafi flýtt fyrir þeirri ákvörðun Masaryks, að ráða sig af dögurrp (Um bilað sálarástand Masaryks ber, Nosek ekki saman við aðrar frjettir þar sem sagt er að Masaryk hafi verið í góðu skapi kvöldið fyrir dauða sinn og farið í rúmið eins og venjulega og hafði sagt þjóni sínum að vekja sig kl. 8,30, eins og venjulega). Þjóðarsorg1 1 Tjekkóslóvakíu var í dag þjóðarsorg vegna láts utanrík- isráðherrans, sem vár mjög vin- sæll maður og ekki síst fyrir baráttu sína gegn nasismanum í styrjöldinni. Þá hjelt hann hvatningarræður í útvarpið frá London og hjelt uppi von þjóð- ar sinnar um að frelsið myndi sigra okið. í mörgum verslunum í Prag voru gluggar klæddir svörtu sorgarklæði um mynd Masaryks og æviatriða hans getið. Blöð andstöðuflokka kommúnista prentuðu aukaútgáfur um lát hans. En kommúnistablaðið í Prag eyddi rúmi sínu að mestu til að segja frá stefnuskrá Cott- walds, en gat aðeins óverulega um dauða ráðherrans. í þinginu var hans hinsvegar minst á virðulegan hátt og sæti hans skreytt blómum. Var og til kynt að útför hans myndi fara fram á ríkisins kostnað n.k. laugardag og með hernaðarlegri viðhöfn og virðingu. Hann verð ur jarðsettur við hlið föður síns. Samúð og hryggð víða um heim Víða um heim hafa stjórn- málamenn í lýðfrjálsum lönd-« um vottað Benes forseta sam- hrygð vegna fráfalls Masaryks. Trygve Lie, aðalframkvæmda- stjóri sameinuðu þjóðanna hef- ir sent Benes skeyti og einnig Frakklandsforseti. í breska þinginu var Masarykj minst og tóku til máls Attle0 forsætisráðherra, Bevin utan- ríkisráðherra og þeir Eden og Churchill. Þeir mirtust allir frelsisást- ar Masarvks og bentu á, að hann myndi ekki hafa þolað of- beldi gegn þjóð sinni og þess- vegna hefði hann heldur kosið að láta lífið, en taka þátt í að. undiroka þjóð sína. Aðrir stjórnmálaleiðtogar víða um lönd fóru líkum orðuní um Masaryk, dugnað hans og ótrauða baráttu fyrir frelsi og lýðræði. Ummæli Attlees LONDON: Clement Attlee, forsætisráðherra Eretlands birtl í dag yfirlýsingu vegna frá- falls Jan Masaryk og segir þarí. „Nafn Masaryks er nafn, sem ávalt mun verða virt meðai frjálsra manna. Jeg hefi þektl Jan Masaiyk í mörg ár og jeg minnist þess í dag hve ákveðna afstöðu hann tók gegn oki nas- ismans. Dauði hans er mikið áfall. Hann elskaði frelsið fyrst ogj fremst og vel getur það verið, að hann hafi ekki getað hugs- að sjer að lifa í kæfandi and- rúmslofíi einræðisins, þegar alt, sem hann hafði barist fyrir va? eyðilagt.“ I Moskvaútvarpinu í gær- kveldi var fráfalls Jan Masa- ryks aðeins getið með nokkruœS orðum og aðeins það sagt, semi innanríkisiáðherra Tjekka hafðf tilkynt. | AusfuríandskvíEt- | mynd sýtid í bvðld KVIKMYND frá Austurlandf verður sýnd í kvöld í Tjarnar- café á skemtifundi, sem Aust- firðingafjelagið heldur þar. Það er Árni Stefánsson, bif- vjelavirki, sem tekið hefiri mynd þessa og sýnir hanrs hana. Einnig sýnir hann skuggai myndir frá Austurlandi. Þetta er í annað sinn, serrS kvikmynd þessi er sýnd hjer I Reykjavík, en Árni sýndi han^ á fundi hjá Ferðafjelaginu ný- lega við mikla aðsókn. J — flðvörun Masarýhs Framh. af bls. 1 Segir Stalin hafa rofið sáttmála Papanek ákærði embættismenn Rússa í Tjekkóslóvakíu fyrir að hafa tekið beinan þátt í ofbeldi og valdaráni kommúnista og ásakaði Stalin marskálk um að hafa rofið vináttusáttmála þann, sem Tjékkar og Rússar hefðu gert með sjer. Aðvörun Masaryks Papanek skýrði blaðamönnum frá því, að fyrir þremur mánuð- um, er hann hafi síðast átt tal við Jan Masaryk, hefði utanríkis- ráðherran sagt við sig: x „Við eigum erfiða daga fyrir höndum. En við meg- um ekki láta undan, eða gefast upp. Þú verður að vera hjer áfram meðan jeg er utan- ríkisráðherra og hefi aðstöðu til að vernda hagsmuni þjóðar okkar. Hætti jeg að vera utanríkisráðherra verður þú að taka til þinna ráða og það áður en sólarhringur er liðinn frá því, að jeg er ekki lengur í embætti“. T Benes fangi Að lokum sagði Papanek: „Frá valdaráni kommúnista hefur : forseta landsins ekki verið leyft að koma fram opinberlega, eða birta neitt frá sjer. Hann er ekki lengur frjáls maður. Kommúnistar fara með ofbeldi og ógnum um landið og gánga að lýðræðinu dauðu.“ íf Fleiri sendiherrar segja af sjer Sendíherra Tjekka í Ankara í Tyrklandi hefur sagt af sjer. Hapn kom til Aþenu í dag á leið sinni til London. Aðalræðismaður Tjekkóslóvakíu í Sydney í Ástralíu hefur einn- ig sagt af sjer í mótmælaskyni við valdarán kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.