Morgunblaðið - 15.07.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1948, Blaðsíða 8
V MORCU NBLAÐIÐ Eimtudagur; f 5, júlí 1948. inning Ölnfs J. Jónssonnr iramreiðsiumanns MENN. verða þessa oft varir, að máltækið: „Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska“, eigi sjer einhverja stoð í veruleikanum. Menn feiga oft_ bágt með að skilja það, að burtu sjeu teknir ungir menn, sem fyrir 3—4 mán uðum voru í okkar hópi síkátir og glaðir. Með þessum línum vil jeg reyna með fáum orðum, og af veikum mætti, að minnast vin- ar míns og stjettarfjelaga, Ol- efs Jóhanns Jónssonar fram- reiðslumanns, en hann Ijest á Landspítalanum að morgnf föstudagsins 9- júlí, eftir sex vikna legu þar. Ólafur heit. hafði fyrr fundið til þess sjúk- dóms, er leiddi hann yfir landa- mærin, en það var ekki fyr en um miðjan maímánuð s.l., að hann varð að yfirgefa atvinnu sína, en hann vann þá við fram reiðslu í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Við athugun á sjúkdómi hans kom í ljós, að hjer var um krabbamein að ræða, og fljót- lega eftir að hann yfirgaf at- vinnu sína var hann fluttur í Landsspítalann, og lá hann þar til dauðadags. Hann tók veik- indum sínum með þeirri karl- mensku, er ætíð hefir einkennt líf hans og starf. Ólafur heit fæddist 20. júní 1922, og var því nýlega orðinn 26 ára, er hann ljest. Hann fæddist að Efri-Langey í Klofn- inshreppi við Breiðafjörð. For- eldrar hans voru hjónin Jón Ól- afsson, bóndi að Efri-Langey og Guðfinna Einarsdóttir frá Bjarn areyjum. Móður sína misti Ólafur, er hann var liðlega 14 ára. Stuttu eftir andlát hennar fluttist Ól- afur, ásamt föður sínum og bróður, til Stykkishólms, en þar eru þeir feðgah, Jón og Páll, bróðir Ólafs, búsettir ennþá. — Um fermingaraldur fór Ólafur að vinna algenga sveitavinnu í Dalasýslu á sumrin, en gekk í skóla á vetrum. Árin 1938 og ’39 var hann nemandi í Laugar- vatnsskóla, og að námi loknu þar, fluttist hann til Reykjavík- ur. Þegar til Reykjavíkur kom, fór Ólafur að starfa við iðngrein sína, er hann síðar valdi sem lífsstarf sitt. Hann hóf starf við framreiðslu á Hótel Heklu, og var síðan á eftirtöldum stöðum í Reykjavík Listamannaskálan- um, Höll, Röðii, Þórscafé og s.l. vetur í Sjálfstæðishúsinu. .Eins og fyr segir, starfaði hann þar alt fram að því, að hann lagð- ist banaleguna. Auk þess vann hann við framreiðslu að Hótel Brúarlundi í Vaglaskógi tvö sumur. Við störf sýndi Ólafur heit. ætíð mikinn dugnað og heiðar- leik, og gáfu húsbændur hans honum ætíð góð meðmæli, og hið sama má segja um samstarfs fólk hans, er hann vann með. Hann tók sveinspróf í fram- reiðsluiðn árið 1946 og gerðist þegar að prófi loknu fjelagi í Matseina- og veitingaþjónafje- lagi íslands. Það leið ekki á löngu, að f je- lagsmenn yrðu þess varir, að með honum byggju miklir hæfi leikar, auk sjerstaks áhuga fyr- ir málefnum fjelagsins, og það fór ekki dult. að hann vildi leggja fram sinn skerf til efl- ingar framfaramálum stjettar sinnar. Það gat því ekki liðið langur tími, þar til fjelagsmenn færu að fela honum margvísleg trúnaðarstörf fyrir fjelagið. Á fyrsta aðalfundi fjelagsins eftir inntöku hans, var hann kosinn í trúnaðarráð og í varastjórn. Á því ári varð hann um nokk- urra mánaða skeið að hafa á hendi störf ritara og á síðasta aðalfundi var hann kosinn for- maður Framreiðsludeildar fje- lagsins, og jafnframt valinn af fjelagsstjórn sem varaformaður. Hann lagði mikla áherslu á, að endurvakin yrði innan fjelags- ins útgáfa fjölritaðs blaðs, er eitt sinn var gefið út, og nefnd- ist Fjelagstíðindi M. V. F. í. — Þetta blað hóf göngu sína að nýju um síðustu áramót, og var Ólafur fenginn til þess að ann- ast ritstjórn þess. Ritstjórn Ól- afs sannaði það betur en nokk- uð annað, hve laginn hann var að halda á penna, Ólafur heit. var í dagfari maður glaglyndur. Hann kom mönnum ætíð í gcrtt skap með nærveru sinni, og Fjelagstíð- indin fengu líka að njóta kýmni hans. Á fjelagsfundum sýndi hann skörungsskap sinn í ræðu mensku og snild við flutning til- lagna. Jeg hef notað þessar lín- ur mikið til þess að geta fje- lagsstarfa Ólafs heitins, en ekki má gleyma að geta hans sem sístarfandi manns á vinnustað. Til vinnu sinnar mætti hann ætíð á rjettum tíma og fór ekki frá starfi, fyr en því var að fullu lokið. Hann var tryggur vinur vinna, hann vildi engan óvin eiga. Hann var altaf reiðubúinn að leysa hvers manns vandræði. Við fráfall Ólafs Jóhanns Jóns- sonar hefir faðir hans, sem kom inn er á sextugsaldur, svo og bróðir hans og ástvinir allir, mist ástríkan son, bróður og vin. Við sjettarfjelagar hans finnum sárt til þess skarðs, er höggvið hefur verið í raðir okkar. Það skarð verður aldrei að fullu fylt Eftir stendur minn ingin um hinn góða og áhuga- sama dreng, sem með áhuga sínum og dugnaði, ásamt mikl- um skörungsskap. lagði sig alll an fram um áhugamál sín. Ólafur minn, — f. h. fjelags okkar, þakka jeg þjer allt þitt starf, og persónulega þakka jeg þjer góðar samverustundir og trygga vináttu. í dag verður þú lagður til hinnar hinstu hvíldar, við kveðj um þig fullviss um góða endur- fundi. — Hvíl þú í friði. Böðvar Steinþórsson. — Kommúnistar og Kron Flugslys í Bretlandi LONDON: — Fjórar Moskito flugvjelar hröpuðu til jarðar ná- lægt Lincoln í Englandi í gær. Tveir menn fórust. Flugvjelar þessar voru á æfingaflugi, en þegar þær ætluðu að lenda var þoka yfir flugvellinum. Framh. af bts. 7. svarar hann nú í Þjóðviljanum í gser, að hann með þessum orðum eigi við „hlut- aðeigandi starfsmann S. I. S.“. Þessir Framsóknarmenn, sem Sigfús skaust á bak við í sam- kandi við hreinsunina í Kron fyrir viku síðan, eru nú ekki lengur til, en hinsvegar segir hann kommúnista hafa ráðg- ast við „starfsmann hjá S. I. S“. um þetta efni. Sigfús gefur þá skýringu á orðum sínum um „háttsetta Framsóknarmenn“, að Mbl. telji alla stárfsmenn S. í. S. háttsetta!! Öllu aumingjalegra yfirklór er tæplega hægt að hugsa sjer, og sjálísagt hefir Sigfúsi verið bent á að rjett væri að fara hægara í sakirnar en svo að bendla Framsóknarmemnn bein línis við hreinsunina í Kron. — Það var líka meira en lítið ó- svífið bragð, eftir að kommún- istar hafa þurkað út áhrif Fram sóknarmanna í Kron. Svo Sigfús varð að láta sjer nægja starfs- mann hjá S. í. S.“ Verslunin á að verða hald- reipið. Kommúmstar vita að nú hryn ur af þeim það fylgi, sem þeir hafa haft. Flokkurinn er alltaf meira og meira að einangrast. Flokksstarfsemin verður að bygg jast að verulegu leyti á betli- herferðum. Flokkurinn hefur ekki framar neina pólitíska að- stöðu og sjer ekki fram á neina breytingu í því efni. Vonirnar, jsem lengi voru tengdar við Hermannsdeildina í Framsókn- arflokknum, eru að fölna. For- ustumenn kommúnista horfa fram á pólitíska og efnahags- lega kreppu flokksins ög allrar sinnar starfsemi. Það þarf því að finna nýtt haldreipi og versl. hefir orðið fyrir valinu. Kom- múnistar hafa ekki farið dult með að þeim væri hagkvæmt að koma áx sinni vel fyrir borð innan samvinnuverslananna. — Nú á að efla Kron sem best og búa sem fastast um völd kom- múnista í því fjelagi. Komm- únistar hafa nú uppi ákveðna sókn að því marki, að fá því til vegar komið, að skömtunar- seðlar verði látnir gilda sem gjaldeyrisleyfi og með harðvít- ugri smölun, sem fær sinn kraft úr áralangri reynslu af betli- herferðum, gera þeir sjer vonir um að ná til sín svo miklu af hinum nýju gjaldeyrisleyfum, að alt að 25% allrar verslunar í Reykjavík með nauðsynjavör- ur, falii í þeirra hlut. Þannig er hernaðaráætlunin í svipinn. - nr StsLífil Framh. af bls. 7. á lofti um, að Grænlendingar myndu vilja losna untían dönsku krúnunni. — Þeir Larsen óg Albertsen sögðu, að Grænlend- ingar hefðu hug á að koma á jafnrjettisskipulagi við Dani, en ekki var að heyra á þeim, að Grænlendingar vildu slíta_ sambandi við Dar.i. Sv. Þ. og þýsku BOKFELLSÚTGAFAN hefir gefið út handbók í sænsku, ís- lensku, ensku og þýsku, er nefn ist Málabókin. Bók þessi er sjerstaklega handhæg fyrir ferðamenn, sem ferðast um lönd, þar sem ofan- greindar tungur eru talaðar. Þótt þeir skilji ekki málið, ætti þeim með aðstoð bókarinnar fyllilega að vera kleift að kom- ast áfram. Sjerstaklega þar sem mjög auðvelt er að fletta upp í bókinni og fljótlegt að finna það, sem að er leitað. Einnig er þar mikill fjöldi skýringar- mynda. Bókin skiftist niður í 16 aðal kaíla. Þeir nefnast: Matur og drykkur, í gistihúsinu, Ferða- lög. í ferðaskrifstofunni, Járn- brautarferðir, Sjóferðir, Flug- ferðir, Farangur og tollskoðun, Lönd og þjóðir, Snyrting og hirðing líkamans, Innkaup, íþróttir, Hjólreiðar og útilegur, Bilferðir og bilaviðgerðir, Slys, Hjá lækni og tannlækni, Al- geng orðtæki, Póstur og sími, ■ Bankar, Viðskipti, Tölur, Vog og mál. Bókin er 250 bls. að stærð í vönduðu broti og hefir Ólafur Halldórsson íslenskað hana. X-f WHV HAVEN'T I HEARD FRO/d 6RAPE"EVE5‘? I N •TIPPED HIM OFF AftOUT THAT &HIPA1ENT OF NEW CAE6" ME 6H0ULD HAVE fAf - 5PLIT READV 8Y NOWl / / ,'V'1' v ■ IP'." -*■ L—'aT; ■' .‘K,v,.llLál .i'iB.A ! I husi i Uetroit. tícnní bxýKall: Hvernig stendur á því, að jeg hef ekkert heyrt frá Gullaldin. Jeg sagði honum frá því, hvenær bílarnir yrðu sendir út og hann ætti að fara að hafa peningana tilbúna hvað 4 4 Efflr Roberf Slorm AuO, IN THE NEXT APARTMENT, TWO F-B• h MEN' úc ii\e, ,iu. Hann skal ekki halda, aö hann geti narrað mig og jeg heimta minn hluta. (Við síma- stúlkuna): Mig langar til að fá símtal við Eikarskála í Ohio. — Og í næsta húsi eru tveir lögreglumenn. AM ! BUSINES* I* T 5M-H-H1 WE'RE 0N THE UP6RADE !! ) WAXINQ *THl£ — ÁND VOUR VOICE l$N'T OF BROADCA^T QUAUTV' m wm v •mvvilrfrW TTv/tWlfiíimiWTtl fív ImSÍ v.:3r-itv.-vrri t Annar iogregxumaourinn: Jæja, na er eitthvað á seyði. Hinn leynilögreglumaðurinn: Já, við verðum að vera tilbúnir. Best að taka það upp á plötu. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.