Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 8
HORGUNBLAÐIB Föstudagur 17. sept. 1948. •T'l Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavffc, "'MMEÍ Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. ' í lausasólu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. LX/íkverjí óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Óþarfur misskilningur ÞESS misskilnings hefur orðið vart að hlutverk hins ný- stofnaða Fegrunarf jelags hjer í bænum hlyti fyrst og fremst að vera að gagnrýna bæjaryfirvöldin. Nú er það að vísu svo að gagnrýni á störf stjórnenda bæj- arins er sjálfsögð og eðlileg. Þeir eins og aðrir opinberir starfsmenn í lýðræðis þjóðf jelagi verða að vera ábyrgir gerða sinna gagnvart borgurunum, sem hafa falið þeim meðferð mála sinna. Slík gagnrýni, sem byggist á rökum og er sett fram á hóf- legan og skynsamlegan hátt er ekki aðeins leyfileg heldur sjálfsögð og jafnvel nauðsynleg. Þetta hlýtur að vera afstaða allra lýðræðissinnaðra manna. En hlutverk fjelagssamtaka eins og Fegrunarfjelagsins er allt annað og meira en það, að leggja höfuðáherslu á að gagn rýna aðgerðir bæjaryfirvaldanna. Gagnrýni er yfirleitt nei- kvæð. Hún beinist að því að segja fyrir um, hvernig hlut- irnir eigi ekki að vera. Hlutverk Fegrunarfjelagsins er hinsvegar jákvætt. Til- gangur þess er að örva almenning í bænum til aukíns þrifn- aðar, meiri snyrtimennsku og smekkvísi í umgengni. Það verður jafnframt hlutverk þess að stuðla að og ráðast í fram kvæmdir, sem setja fegurri og listrænni svip á bæinn og fylla þannig út í þann ramma, sem hin örhraða bygging hans hefur sniðið honum. En einhver kann að segja að það sje einmitt hið opinbera, sem eigi að kosta slíkar framkvæmdir. Má segja að sú skoð • un hafi einnig við nokkur rök að styðjast. Bær og ríki meg'i gjarnan leggja nokkurt fje af mörkum til slíkra hluta. En ekkert er samt eðlilegra en að fólkið sjálft, íbúar bæjarins, leggi fram smávægilegar fjárupphæðir til þess að gera um- hverfi sitt hreinlegra og fegurra. Sú skoðun að krefja beri hið opinbera um fjárframlög til allra hluta er alltof algeng hjer. Hún er orsök margra þeirra sníkjuferða, sem farnav eru á hendur hins opinbera, en raunar eru borgurunum vansæmandi. En Fegrunarfjelagið óskar þó ekki liðsinnis Reykvíking^ fyrst og fremst með því að þeir leggi fram f je. Hitt er miklu. mikilvægara að bæjarbúar skipi sjer undir merki þess með því að vinna að betri umgengni um bæinn, betra viðhaldi á húsum, plöntun nýrra trjágarða, útrýmingu skemmdarstarf' semi gagnvart trjágróðri og blómum o. s. frv. í sambandi við stofnun þessa fjelags hefur byggingu síld arverksmiðjunnar í Örfirisey borið nokkuð á góma. Hafa sumir talið að það ætti að vera fyrsta verkefni þess að beita sjer gegn byggingu verksmiðjunnar á þessum stað. Þeir menn, sem þessari skoðun hafa haldið á lofti hafa áður gert sig bera að því að loka augunum gjörsamlega fyrir öllur" staðreyndum í þessu máli. Þeir hafa sagt bæjarbúum að þei*- myndu vaða grút frá verksmiðjunni í skóvarp, enda þótt yfirlýsingar liggi fyrir um það frá sjerfræðingum, að ekki þurfi einu sinni að óttast óþef af henni. Andstæðingar Örfiriseyjarverksmiðjunnar fara villur vegn ef þeir halda að það eigi að vera hlutverk Fegrunarf jelagsins að berjast gegn nýjum, fullkomnum og glæsilegum atvinnu- tækjum í bænum. Reykjavík er í dag þróttmikil höfuðborg lítils lands vegna þess að þar hafa verið rekin myndarleg at vinnutæki, sem sköpuðu fjármagn og atvinnu í bænum. — Reykjavík verður ekki fegruð með því að berjast gegn því að þar haldi áfram að rísa fullkomin atvinnutæki. Því fer víðs fjarri. Heilbrigð þróun atvinnulífsins er þvert á móti grundvöllur allra framfara. Til þess er að lokum ástæða að óska bæjarbúura til ham- ingju með stofnun þessa fjelags. Það á mikið verk að vinna. sem nauðsynlegt er að góð samvinna ríki um með fólki úr öllum stjórnmálaflokkum. Það er misskilningur hjá Tím- um að valið hafi verið í stjórn þess með flokkssjónarmi^ íyrir augum. Frá því að undirbúningur var hafinn að stofnur. þess hafa menn úr öllum flokkum verið hafðir með í ráðum um það, sem gert hefur verið. Hefur það líka verið greinilegr tekið fram af Gunnari Thoroddsen borgarstjóra, sem forystu hefur haft um myndun fjelagsins, að því væri ætlað að starf^ óháð öllum stjórnmálaflokkum. Fegurð tugthússins. ÞAÐ HEFIR komið í ljós, að hegningarhúsið við Skólavörðu stíg. sem í daglegu tali er kall- að „Steinninn", er allra snotr- asta hús og þar að auki stíl- hreint. Þetta kom ekki í ljós fyr en hinn hái fangelsisvegg- ur vestan við húsið var rifinn fyrir nokkrum dögum. Reykvíkingur, sem hefir kom ið auga á fegurð tugthússins skrifar mjer um það brjef og leggur ttl, að Fegrunarfjelag Reykjavíkur taki að sjer, og sjái um, að ekki verði reistur nýr veggur svo húsið geti notið sín. Vill brjefritarinn meira að segja, að eystri veggurinn verði einnig rífinn, því að nóg sje að hafa vegg um sjálfan fangelsis- garðinn,-að húsbaki. Reykjavíkursafn. ÞAÐ ER HÆGT að vera Reykvíkingi sammála um slíka ráðstöfun. Hegningarhúsið er eitt af eldri húsum bæjarins, sem á sína merkilegu sögu í bæjarlífinu. Það er satt, að húsið er stíl- hreinna en menn hafa alment vitað og það eru einmitt gaml- ar byggingar, eins og hegning- arhúsið, sem á að halda við og varðveita. Ýmsar líkur benda til þess, að áður en langt líður verði bygt nýtt hegningarhús, því þetta er orðið gamalt og að ýmsu leyti óhentugt sem fanga hús. Þa* virðist liggja í augum uppi„ að- nú þegar hæstirjettur flytur úr húsinu, þá sje tilval- ið að gera „Steininn" að safna- húsi fyrir Reykjavik. Hjer er tilvalið verkefni fyrir Reykvík ingafjelagið. • Bílasfæðið á Snorrabraut. ÖÐRU ÁHUGAMÁLI SÍNU lýsir Reykvíkingur í sama' brjefi og segir á þessa leið: „Svo er það annað atriði al- varlegra eðlis. Mig langar til að koma þeirri áskorun til rjettra hlutaðeigenda, að banna með öllu bifreiðastæði á svæðinu við Snorrabraut, miUi Grettisgötu og N.jálsgötu, gegnt Austurbæj" arbíó, vegna þeirrar stórkost- legu slysahættu, sem af því staf ar, eins og því miður hefir kom | ið í ljós nýlega. Umferðin af. gangandi fólki er þarna ákaf- ; lega mikil vegna kvikmynda- j hússins og ástandið er óhæft eins og er, þegar menn leggja bifreiðum sínum fyrst þversum á stæðinu og auk þess líka með fram beggja vegna.Leggið þetta ! bifreiðastæði niður strax, áður en fleiri slys verða þar af þeim ástæðum". Falskar ávísanir. BANKAGJALDKERINN, sem jeg sagði ykkur frá á dögunum og sem lá með tugi þúsunda króna i ónýtum ávísunum í kassanum hjá sjer, sagði mjer í gær, að nokkuð hefði dregið úr ávísunum, sem ekki er inn- stæða fyrir, eftir að minst var á þessa óreglu hjer í dálkun- um. En það veitir ekki af að hamra á þessu aftur og aftur til þess, að fá menn til að hætta því að gefa út falskar ávísanir. Gjaldkerinn fullyrti, að það væru margir velstæðir menn, sem ávísanir kæmu frá, sem ekki væri til fyrir. Það stafaði hreint og beint af kæruleysi, að beir gæfu hina fölsku ávís- anir út. Þeir nentu ekki að leggja saman í ávísanaheftinu sínu og fyndu ekki til neinnar sektar við falsið. Þessir menn gerðu ráð fyrir, að ef ekki væri til fyrir ávísun þá hringdi bank inn til þeirra og ljeti þá vita. Varðar við lög. EN ÞESSIR GÓÐU menn virðast ekki athuga, að það varðar við lög að falsa ávísanir og að það þeir eru orðnir sekir um afbrot, sem gæti hæglega komið þeim í tugthúsið, ef bankarnir sýndu ekki miskun- semi með því að kæra ekki taf- arlaust ávísanafalsið. Ávísanafalsið er spilling, eykur bankastarfsfólki óþarfa vinnu, og á ekki að eiga sjer stað í íslensku viðskiftalífi. Það er rjett, að fólk ber yfir- leitt litla virðingu fyrir pening- um um þessar mundir hjer á landi. En fyr má nú vera en að merrn geri sig að tugthúslim- um fyrir eintómt virðingaleysi fyrir verðmætum og af tómu bansettu kæruleysi. Um tvífætt jórturdýr. ALLLENGI hefir legið hjá mjer brjef, þar sem farið er hörðum og vandlætingarorðum um það fólk, sem jórtrar tyggi- gúmmí. Jeg hafði satt að segja ekki trú á, að það væri mjög út breitt, að fólk tyggi þennan fjára svona alment. En þrátt fyrir, að ekki er leyfður inn- flutningur á þessum munaði — og bættur sje skaðinn — þá er það furðanlega útbreitt, að ung- lingpj; sjeu japlandi á sætu gúmmí, eða gum, eins og þeir segja'í útvarpinu. Kunningi minn fullyrti, að það væri svo mikil eftirspurn eftir tyggigúmmí í skipum, sem koma frá útlöndum, helst frá Ameríku, að það væri sóst eins mikið eftir þvi að nýlonsokk- um. Tvggigúmmí væri blátt á- fram aðalsmyglvara, sem flutt væri til landsins. Að hugsa sjer aðra eins vit- leysu! MEDAL ANNARA ORDA iii.....iimiiimMHMimimiiimiiMHiimiimiiiiiiimiiHiiiiinnm Tolstoysfofnunin og rússnesku kennararnir MAL rússnesku kennaranna, sem neituðu að hverfa til heima lands síns eftir að hafa um skeið dvalið í Banda- ríkjunum, sem barnakennarar hjá rússneskum embættismönn um þar í landi, hefur meðal annars haft það í för með sjer, að athygli almennings hefur beinst að Tolstoystofnuninni í New York ríki. Þessi stofnun hefur aðalbækistöð sína á Reed búgarði skamt frá New York, og það var einmitt þangað, sem einn kennaranna, Kasenkina, flúði og þangað var hún að lokum sótt af aðalræðismanni Rússa í New York. • • LÝSING RÚSSNESKU STJÓRNARVALD- ANNA Eins og vænta mátti, lýstu Rússar því þegar í stað yfir, að Reed-búgarðurinn væri ekkert annað en glæpanýlenda — samastaður Hvítrússa, sem með al annars áttu að hafa það á stefnuskrá sinni að ræna rúss- neskum þegnum og aftra þeim frá að komast heim til ætt- lands síns. Sannleikurinn reyndist þó allur annar. Eins ög mál Kas- enkinu leiddi í ljós, óskaði hún alls ekki eftir að hverfa til baka til Ráðstjórnarríkjanna og leitaði aðeins til Tolstoy- stofnunarinnar í þeirri von, að rússneska ræðismannsskrifstof an gæti ekki fundið hana þar. • • HOOVER ER HEIÐ- URSFORMAÐUR Hjer fara á eftir nokkrar upplýsingar um Tolstoystofnun ina, og ættu þær að gefa mönn um allgóða hugmynd um, hvað hæft er í ásökunum Rússa á hendur þessum fjelagsskap: Herbert Hoover, fyrverandi forseti Bandaríkjanna, er heið- ursformaður stofnunarinnar. Meðal heiðursfjelaga eru Willi am T. Manning, fyrverandi biskup í New York, og dr. Sergei Koussevitzky, stjórnandi symphonyhljómsveitarinnar í Boston. Leiðtogi og forseti fje- lagsskaparins er Alexandra L. Tolstoy, dóttir hins fræga, rúss neska rithöfundar. • • 1000FJELAGAR Tolstoystofnunin hefur starf að í níu ár. Aðalmarkmið henn ar er að aðstoða þá Rússa, sem lýst hafa sig andvíga núver- andi stjórn í ættlandi sínu og sem margir hverjir hafa flúið til Bandaríkjanna. Fjelagatala samtakanna er um 1000, og þar sem þau á engan hátt geta talist fjársterk, verða þau að láta sjer nægja að rjetta því fólki hjálparhönd, sem öðrum fremur þarf á aðstoð að halda. Tolstoy-stofnunin aflar sjer fjár með samskotum, sölu á landbúnaðarafurðum frá Reed búgarði og hljómleikum, auk þess sem ýmsir landflótta og þekktir Rússar hafa lagt fje að mörkum til líknarstarfsins. — Blaðið New York Times h'efur í grein um stofnunina hrósað henni fyrir starf það, sem hún hefur lagt að mörkum til að viðhalda rússneskri list og vís- indum. • • MIKIÐ HJÁLPAR- STARF Tolstoystofnunin hefur náið samstarf við ýmsa söfnuði, hjálparfjelög og endurreisnar- samtök víða um heim. Sam- vinna hennar við önnur menn- ingarfjelög miðar fyrst og fremst að því að hjálpa rúss- neksu flóttafólki í Evrópu. — Þessi bjálp kemur meðal ann- ars fram í peningalánum og matvæla- og lyfjasendingum til hjálparþurfa Rússa viðsveg ar í heiminum, en auk þess hafa Rússarnir á Reed-búgarði Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.