Morgunblaðið - 31.10.1948, Page 6

Morgunblaðið - 31.10.1948, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31.. okt. 1948. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.' Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.)'. Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 6 manutn. limanlanda, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lcabók. A skammri stundu --- m Á S.L. SUMRI var hjer í blaðinu rætt um það óhemjuafl, sem við íslendingar ættum í fljótum okkar og fossum. Jafn- framt var á það bent, hversu ríka nauðsyn bæri til þess að þetta afl yrði hagnýtt með stórvirkjunum, sem síðan yrðu grundvöllur að stóriðju og fjölbreyttari lífsmöguleikum þjóðarinnar. En til þess að hrinda slíkum virkjunum í íramkvæmd þyrfti þjóðin að afla sjer fjármagns. Þegar þessum hugmyndum var varpað hjer fram brást blað kommúnista, Þjóðviljinn, hið versta við. Nú ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn að fara að selja fossana og lands- menn undir ok elends auðvalds. Til þess að slá á strengi ættjarðarástar fólksins birti blaðið mynd af Gullfossi og vitnaði í kvæði eftir eitt af góðskáldum íslendinga. Að áliti kommúnista var ekki hægt að gera þann draum þessarar þjóðar að veruleika, að skapa glæsileg lífsþægindi með virkjun fossanna, án þess að selja landið og svíkja írelsið af fólkinu. Síðan þetta gerðist eru ekki liðnir nema nokkrir mánuð- ir. Á þeim tíma hefur samt margt breysk í viðhorfunum til þessara mála. í gær birtist í Þjóðviljanum grein, þar sem því er haldið fram að kommúnistar sjeu einhverjir braut- l yðjendur um tillögur um hagnýtingu vatnsaflsins. Þar er Vitnað í ræður eftir Einar Olgeirsson, þar sem virkjun fossa- aflsins er gerð að grundvelli stórfelldra atvinnulífsumbóta. í Það má segja að á skammri stundu skipast veður í lofti. Kommúnistar telja það nú ekki lengur vott um löngun ti] landsölu að ræða um stórvirkjanir íslenskra fossa. Nú vilja þeir þvert á móti telja þjóðinni trú um að þeir sjeu frum- kvöðlar þeirra áforma að íslenska þjóðin leggi nýjan grund- völl að bættum lífskjörum sínum með byggingu glæsilegra raforkuvera. Hvernig stendur á þessum veðrabrigðum? Orsakir þeirra eru auðsæjar. í umræðunum um þátt ís- lendinga í Marshalláætluninni og efnahagssamvinnu Ev- rópu hefur byggingu ýmsra stóriðjufyrirtækja, svo sem á- burðarverksmiðju, sementsverksmiðju og lýsisherslustöðv- ar, borið á góma. Það hefur jafnvel komið til mála að ís- lendingar yrðu studdir til þess að reisa á næstu fjórum ár- um eitthvert þessara iðjuvera. Kommúnistar hafa að vísu barist trylltri baráttu gegn slíkum ráðagerðum. Þeir hafa ekki getað hugsað sjer að ísland hefði svipaðan hátt á og margar aðrar Evrópuþjóðir, að nota sjer framboðna aðstoð Bandaríkjanna til þess að leggja grundvöll að eflingu fjár- hagslegs og atvinnulegs sjálfstæðis síns. En kommúnistar eru orðnir dálítið smeykir við þessa í?fstöðu sína. Þessvegna láta þeir nú blað sitt byrja á að fimbulfamba um hagnýtingu vatnsaflsins. Fimbulfambið‘og tilvitnanir í ræður Einars Olgeirssonar, eiga svo að sanna þjóðinni vilja þeirra til þess að hagnýta þessi náttúruauðæfi. lín í hverju er „stórhugur“ kommúnista í þessum málum fólginn? Hann er fólginn í því að láta eins og fífl þegar bent er á raunhæfar leiðir til þess að hagnýta vatnsaflið og hefja stóriðnað í landinu. Þá eru birtar myndir af Gullfossi og því logið upp að einhverjir vondir menn, sem skrifi í Morg- unblaðið vilji selja selja þetta fagra vatnsfall. Þá er líka vitnað í kvæði, sem einlægir ættjarðarvinir ortu um þá glæsilegu möguleika, sem í fossum og fljótum búa, tign þeirra og mátt. Þetta er skerfur kommúnista til raunhæfrar þátttöku í framkvæmdum þýðingarmestu hagsmunamála ís- iensku þjóðarinnar. En hvernig stendur á hinum stöðugu getsökum kommún- ista í garð andstæðinga sinna um landsöluáform? Það er ekki erfitt að finna skýringu á þeim. Menn, sem eru ráðnir flugumenn erlendrar einræðisklíku og hafa tekið að sjer það starf að hleypa lokum frá dyrum þjóðar sinnar, hljóta að gruna aðra um svipuð áform. En íslendingar vita, hvaðan á þá stendur veðrið. Það stéiidur úr austri; Kommúnistar blakta fyrir þeim gusti eins og'reyr í vindi skekinn. Almenningur í þessu landi lætur þann goluþyt þjóta um eyru sjer. \Jdweijí óLri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sprengingarnar á spítalalóðinni. FÓLK, SEM BÝR í nágrenni við Landspítalann, hefir tekið eftir því undanfarið, að þar á lóðinni hafa verið sprengingar miklar. Túnið er alt sundurtætt og mikill skurður grafinn og sprengdur milli aðalspítalans og Fæðingadeildarinnar nýju, sem þau álög virðast hvila á, að hún verði seint tekin í notkun. Forvitnir nágrannar fóru að grenslast eftir hverskonar skurð væri verið að grafa þarna og kom þá í ljós, að það er hita- lögn frá spítalanum í fæðingar deildina. Það hafði annaðhvort gleymst, eða verið’geymt, þar til nú, að koma þessari hitalögn fyrir, þótt fæðingardeildarhúsið hafi staðið fuljbúið um hríð. * • Kaffi og súpurör. OG ÞEIR, sem komið hafa inn í Fæðingardeiidina nýju, segja, að þar sje ekki gert ráð fyrir neifru eldhúsi. Það er þá eins og með ibúðir fýrir starfs- fólk, sem ekki eru til í því húsi. Bendir þá margt til þess, að þessi stofnun sje langt frá því að vera fullgerð, þótt hitt hafi verið fullyrt. En framsýnir menn voru að benda á það á dögunum, að úr því búið væri að grafa skurð fyrir hitarörum, þá væri til- valið, að leggja þar fleiri rör og bæta úr eldhúsleysinu í fæð ingardeildinni með því, að leggja fyrir kaffirörum, súpu- rörum o. s. frv. frá aðalspítal- anum. Eldhúsleysið yrði þá vart eins tilfinnanlegt í þess- ari fæðingarstofnun óborinna Reykvíkinga. „Svindilbrask“. FJELAGSSKAPUR nokkur hjer í bænum hefir undanfarna mánuði auglýst happdrætti með miklum blæstri. Vinningarnir voru sagðir vera ísskápur, þvottavjel og önnur heimiiis- tæki, sem fólk sækist eftir. Þarf ekki að efa, að margir hafa keypt miða í þeirri von að hepnin væri með. En þegar sá dagur nálgaðist, að draga ætti um vinningana, er tilkynt, að drætti sje frestað, vegna þess, að viðskiftanefndin hafi neitað fjelaginu um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir mununum í happdrætt- um. Munirnir ekki fyrir hendi. Ef að þetta er ekki „svindil- brask“, eins og við segjum hjer í Reykjávík, þá veit jeg ekki hvað það er. • Ekkert eftirlit? HVERNIG ÆTLI ÞAÐ SJE með eftirlitið með þessum sí- feldu happdrættum, þar sem fólk er gabbað til að kaupa miða í von um góðan vinning? Getur hvaða fjelag, sem er efnt til happdrættis, birt mynd ir af eftirsóttum munum og selt miða fyrir þúsundir króna, án þess, að munirnir sjeu til? Þannig spyr almenningur og vill fá svar. Það minsta, sem hægt er að krefjast af fjelögum, sem fara fram á að fá leyfi til happdætt- is, er að þau eigi til þá muni, sem þau eru að gabba menn með. Hestarnir í Lang- holtinu. HESTAEIGANDI hefir beðið mig, að geta þess, að þeir fjórir hestar, sem minst er á að sjeu hafðir á bletti einum við Lang- holtsveg, sjeu ekki útigangs- hestar, heldur sjeu þeir á gjöf. En hinsvegar sjeu þeir úti á daginn, þegar vel viðrar. Það er ekki nema sjálfsagt, að geta þess og hafa það, sem rjettara reynist. En hitt stend- ur óhaggað, að það er óþarfi og á ekki að eiga sjer stað, að útigangshestar flækist um göt- ur bæjarins, eins og á sjer stað. • Vilja skrifast á við Islendinga. ÞAÐ FER MJÖG í vöxt, að Morgunblaðinu berist fyrir- spurnir frá útlöndum og þá einkum frá ungu fólki, sem vill komast í brjefaskriftir við jafn aldra sina á Íslandi. Þetta bend ir til, að þekking á íslandi sje að aukast víða erlendis. Blaðið getur ekki gert annað, en að birta nöfn og heimilis- föng þeirra manna, sem biðja um fyrirgreiðslu í þessu efni. 13 ára piltur í Englandi, sem heitir David Boden Jones, 55 Napier St. W, Werneth, Old- ham, Lancs. England, hefir t. d. mikinn áhuga fyrir að komast í brjefasamband við jafnaldra sína á íslandi. Væri gott ef ein- hver, sem kann ensku og er á hans reki skrifaði honum nokkr ar línur. • Kennari hans var í hernum. DAVID LITLI mun hafa feng ið áhuga fyrir íslandi, m. a. af því að kennari hans, sem var í hernuin kom til íslands og sagði nemendum sínum frá landi og þjóð. Þannig breiðist þekkingin um landið út víða um lönd með hermönnum, sem hjer hafa dval ið. Sökum rúmleysis í þessum dálkum sje jeg mjer ekki fært að taka að mjer að birta nöfn og heimilisföng, en komið hefir til mála ,að birta þau á öðrum stöðum í blaðinu og þá senni- lega einna helst í dagbókinni. "Miiiiiiiiiiniiiiiiiii£iiiiiiiiiiiiiiiitiHtiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii»fiiiiiiitiiimiiiiiiiiiiiiiiiiitiiHiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiil<iiiiiiiiiiiiii[*«| 1 MEÐAL ANNARA ORÐA .... ! IIMMMMIM...IMMIMMIIMMMMMMI a iiiimimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiim) Dewy hagnast á lítilli kjörsókn Eftir William Hardcastle, frjettaritara Reuters. Lítil kjörsókn í forsetakosn- ingunum í Bahdaríkjunum er talin muni verða republikun- um í hag. Þannig hefur það minsta kosti altaf verið í und- anförnum kosningum. Þessvegna er helsta ósk Tru mans forseta, að kjörsókn verði mikið fyrir ofan meðalleg 2. nóvember þegar kosningin fer fram. Venjulega hefur litlu meira en helmingur atkvæðisbærra manna í Bandaríkjunum neytt kosningarjettar síns, hvort sem hefur verið í forsetakosningum eða kosningum til öldungadeild arinnar. Þeir sem eru kunnir þessum -málum gera ekki ráð fyrir, að meir en 47 miljón neyti kosningarjettar síns af 93 miljón kjósendum. í kosn^ngunum 1940, þegar kosningaáhugi manna var hvað mestur, kusu 50 miljón manna. Vegna fólksfjölgunar þyrfti 58 miljónir að kjósa nú, ef sama hlutfall ætti að nást. ' • • ÁHUGI MANNA Á KOSNINGUNUM ER LÍTILL En það er mjög ólíklegt, að kjörsóknin verði svo mikil. Á- hugi manna á kosningunum er lítill. Margir halda, að úrslit- in sjeu að mestu fyrirfram á- kveðin og hugsa sem svo, að eitt atkvæði geti litlu um það breytt og öðrum finnst munur á stefnuskrá og gerðum flokk- anna svo ósýnilegur, að þeir geta ekki gert upp um það, hvorn þeir vilja kjósa. Allt er þetta ógn fyrir Tru- man forseta. Demókratar töpuðu kosning- unum til öldungadeildarinnar 1946, en Truman hefur altaf haldið því fram, að þeir hafi tapað þeim, vegna þess, að fylg ismenn demókrataflokksins komu ekki á kjörstaði. Rannsókn var nýlega gerð á kosningalíkum, af „United States News“ og af George Gallup, forseta stofnunarinnar, sem rannsakar almenningsálit Bandaríkjanna. Niðurstöður sem komist var að eru meðal annars þessar: • • KOSNINGASKATTUR 7,700,000 manns munu ekki neyta kosningarjettar, vegna kosningaskattsins. og öðrum hömlum, sem settar hafa ver- ið á í ýmsum ríkjum Banda- ríkjanna. Kosningaskattinum hefur verið beitt allmikið í Suður-ríkjun- um til að hindra negrana í að kjósa. 1 sjö ríkjum er ekki heim- ilt að greiða atkvæði nema kosn ingaskatturinn hafi verið greiddur. Það er í Arkansas, Alabama, Suður Sarolina, Miss issippi, Virginia, Texas og Tennessee. Upphæð skattsips er mis- munandi eftir því í hvaða ríki er, og í sumum ríkjum, til dæmis Alabama, gilda ein- kennilegar reglur um þetta. Ár- legur skattur þar er aðeins einn og hálfur dollar, en ef menn hafa ekki greitt skattinn í lang an tíma, kostar það hvorki meira nje minna en 36 dollara að komast á ný á kjörskrá. Alþýða Suðurríkjanna er fá- tæk og þótt þessar upphæðir þyki ekki miklar í Norður- ríkjunum, verka þær sem al- varlegar hömlur í Suðurríkj- unum. Það verður einnig að borga skattinn nokkuð fyrir- fram og negrarnir og hvítu mennirnir í Suðurríkjunum eru aldrei vanir að borga neitt fyr- irfram. • • 7 MILJÖNIR SITJA HEIMA VEGNA VEIKINDA Þá er talið, að aðrar sjö miljón ir muni ekki greiða atkvæði, vegna veikinda og annarra for- falla, svo sem fjarvistar og ferðalaga. Þá eru 2,800,000 ó- Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.