Morgunblaðið - 14.01.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. janúar 1949. WjXi í leit að gulli eftir M. PICKTHAAi 65 — Getið þjer þá ekki smurt Brown einhverjum smyrslum, svo að honum batni sem fyrst og við þurfum ekki að gæta hans eins og hann væri smábarn?- — Nei, sagði Leifur og hló. Jeg get ekki smurt hann neinum slíkum smyrslum. Honum verður að batna að mestu leyti af sjálfu sjer, en eins fljótt og mögulegt er verðum við að snúa heimleiðis. — En hversvegna er hann svona óttasleginn? — Það eru ofsjónir, svaraði Leifur. Hann þykist hafa sjeð allskonar óargadýr í kringum tjaldið síðastliðna nótt. — Nú, sagði Villi. Eruð þjer viss um, að það hafi verið eintómar ofsjónir? Leifur leit undrandi á Villa. — Hvað áttu við? spurði hann. Komið hjerna inn í rjóðrið, þá skal jeg sýna yður það. sagði Villi. — Jeg tók eftir því, þegar jeg lagði af stað til að veiða. Þeir voru komnir nokkuð inn í rjóðrið, þegar Villi staðnæmdist og benti niður á jörðina. Leifur beygði sig niður og athugaði staðinn. —• Bjarnarspor, sagði hann. — Sjáið, hvað þau eru stór, sagði Villi. Leifur athugaði sporið vandlega, síðan leit hann upp og las svarið í augum Villa. — Já, sagði Villi og kinkaði kolli. Það er spor eftir Grizzla. Hann hefur verið hjer á ferðinni í nótt. Jeg hugsa að ofsjónir Browns hafi ekki verið eintóm englabörn. Jeg hugsa meira að segja, að þessi Grizzli, sje einhversstaðar í nágrenninu, getur verið, að hann horfi á okkur nú sem stendur. En hvað við erum heppnir, sagði Leifur. Mjer hefur aldrei þótt gaman á veiðum og skjóta meinlaus dýr, en að hugsa sjer að komast ef til vill í færi við Grizzla. Ja, nú líkar Leifi lífið. Já, Villi, finnst þjer þetta ekki dásam- legt? En Villi var allt annað en hrifinn af því. Þjer skiljið ekki hvað Grizzlinn er ægilegur viðureignar, sagði hann. Menn langar yfirleitt ekki til að komast í færi við slíkt Slfh2r rno^xvrika ^tuTLU ,,Já“, sagði hún blátt áfram. Það var enginn ótti í rödd hennar. „Hann kom hingað“. Don Luis tvístje fyrir fram- an hana og kreppti hnefana. Grimmdin og afbrýðissemin lýstu úr andliti hans. Hvað mundi hún gera ef hann gæfi tungu sinni lausan tauminn? Hann þekkti Biöncu. Hann vissi að þá mundi hún horfa beint í augu hans og segja ósköp ró- lega: „Já, lávarður minn, jeg sveik þig. Gerðu nú við mig, það sem þjer sýnist“. Og ef hún segði þetta, hvað þá? Ætti hann að refsa henni? En hvernig þá? Hvaða hegn- ingu mundi hún ekki úttaka með glöðu geði? Hún mundi jafnvel vera feginn dauðan- um. Bianca virti hann fyrir sjer og sá. hvað hann hugsaði. „Nei, lávarður minn“, sagði hún. „jeg hef ekki svikið þig. En það er aðeins vegna þess að sonur þinn er meiri og betri maður en faðirinn. Hann nötaði sjer ekki af veiklyndi mínu. Ef hann hefði viljað það, þá hefði jeg svikið þig. En hann var heiðarlegur. Hann, en ekki jeg“. Don Luís starði á konu sína. Hann þurfti að bíða and- artak, áður en hann treysti sjer til að tala.______ „Þá var hann heimskur“, sagði hann, „því að þetta var síðasta tækifærið. Hann fær þig að minnsta kosti aldrei, hvort sem aðrir fá ánægjuna eða ekki“. „Er búið .... er búið að taka hann fastan?“. „Nei, ekki enn, en þess verð- ur ekki langt að bíða. Og þeg- ar hann hefur verið handtek- inn, verður hánn tafarlaust hengdur11. Bianca leit á eiginmann sinn. Augu hennar voru dökk og dimm. „Og þegar hann hefur verið tekinn höndum, skal jeg sjá um, að þú látir ekki gera hon- um neitt mein. Þú gerir það, sem jeg segi þjer að gera“. Don Luis starði á hana nokkra stund, áður en hann gekk út úr herberginu. Hann sneri sjer við í dyrunum og sagði: ,,Með þessum orðum þín um, er dómur hans þegar á- kveðinn“. Svo skellti hann hurðinni á eftir sjer. oOo Um morguninn eftir langa bið alla nóttina, læddust Kit og Bernardo út á götur borg- arinnar. Þeir heyrðu í fjarska trumbuslátt, sen kallaði íbú- ana saman tií torgsins. Nú átti athöfnin að hefjast. Nú áttu þessir menn, sem höfðu gengið í gegn um*súrt og sætt með honum, að deyja auðvirði legum dauðdaga. Og hann gat kennt ástarþrá "sjálfs sín um það,, hvernig kömið var fyrir þeim. Þega" Kit og Bernardo korr.u á torgið var kominn þar múg- ur og margmenni, og öllum undirbúningi lokið. Við hlið- ina á gálganunl voru slegnar trumbur í sífellu með jöfnum hægum slögum. En nú var komið með þann fyrsta, sem 55. dagur átti að hengja, og þá voru trumburnar slegnar hraðar. Sá dauðadæmdi gekk hægt upp á pallinn. í fylgd með honum var hempuklæddur prestur og tveir sterkir varðmenn. Kit reyndi að líta undan, en gat það ekki. Nú var blásið í lúður og skotið af fallbyssum og trumbu slátturinn varð enn háværari. Síðan varð dauðaþögn. Pend- úlinn dinglaði til og frá svo að skugginn af honum fjell á mannfjöldann á torginu. Fólkið tók að æpa og öskra og láta öllum illum látum. Nú gekk annar sjóræninginn upp á pallinn. Hann gekk beinn í baki, leit hvorki til hægri nje vinstri og virtist alveg ótrauð- ur. Kit fannst hann heyra þeg ar hálsinn hrökk úr liði yfir allan hávaðann í mannfjöld- anum. Þegar þaggað hafði ver ið niður f fólkinu hjengu tveir mannsskrokkar niður úr gálganum, með höfuðin hall- andi langt út á öxlina. Litli sjóræninginn, sem Don Luis hafði kosið að láta leysa frá skjóðunni, hlaut slæma meðferð á pallinum. Það þurfti að bera hann upp að gálgan- um ög ópin og óhljóðin heyrð- ust úr tungulausum, blóðugum munni hans. Nú loks gat Kit litið undan. En litli sjóræning- inn var svo lítill og ljettur, að hann fór ekki úr hálsliðnum við fallið, svo að hann dinglaði sprikklandi niður úr kaðlinum og andlit hans roðnaði og blánaði hægt og hægt. Loks urðu tveir hermannanna svo snortnir meðaumkvun, að þeir toguðu í báðar fætur hans og bundu þar með skjótari enda á líf hans. Síðan var komið með negr- ann. Fötin höfðu öll verið rif- in utan af honum, en líkams- yöxtur hans var glæsilegur, húðin dökk og gljáandi og hreyfingar hans allar voru liprar og fjaðurmagnaðar. — Hann var eins og útskorin stytta úr fílabeini. Fjórir her- menn með hjálm áhöfði fleygðu honum á bakið á bekk. Síðan voru bönd bundin um ökla hans og úlnliði. Böndin voru síðan sett á vindur, sem stóðu við höfuð hans og fætur og síðan var snúið upp á, þangað til öll helstu liðamótin voru gengin úr liði. Hann hjelt á langri járnstöng. Með henni sló hann negrann, svo að við hvert högg brotnaði að minsta kosti eitt bein í líkama hans. Kit heyrði stunurnar í svert ingjanum. Þær urðu æ hávær- ari, bangað tii hann rak upp skerandi vein, og var þar með skilinn við. Þegar skorið var á böndin, var hann algerlega liðamótalaus, og einn her- mannanna fleygði honum upp á öxl sjer, eins og pokadruslu. Kit sársveið í augun og hann var orðinn náfölur í framan. Pannig hafði þá móð- ir hans þá látið lífið. Hann hneigði höfuðið og var nærri dottinn, en Bernardo greip um axlir nans. „Hertu þig, Kit“, tautaði hann. Nú var farið að berja trumb urnar á ný. í þetta skipti voru þær barðar hægt o hátíðlega. Kit leit upp og sá munkana úr rannsóknarrjettinum ganga inn fylktu liði. Mitt á milli þeirra gekk Smithers. Hann gekk völtum fótum, því hann hafði verið barinn, brenndur og laminn, svo að hann var næstum óþekkjanlegur. Hann var ekki leiddur að gálganum. I stað þess leiddi munkarnir hann að járnstöng og í henni hjengu járnkeðjur. Neðst við stöngina var raðað hrísi. Kit greip fastar um herðar Bern- ardos, til þess að detta ekki. Þetta var þá versta hegning- in. Böðullinn var ekki lengi að binda Smithers við járnstöng- ina. Síðan var kveikt á blysi og það borið í hrísið. Eldtung- urnar sleiktu iljar Smithers, en hann virtist of dofinn til þess að taka eftir því. En þeg- ar logarnir náðu honum upp að hnjámv opnaðist munnur hans og Kit heyrði ofar snark- inu í eldinum, hvernig hann sogaði loftið niður í lungun. Hann þrýsti höfðinu upp að stönginni og varir hans voru strengdar yfir gular tennur hans. En örvæntingaróp hans heyrðist aldrei. Skammbyssu- skot kvað við. Kit hafði hleypt af byssu sinni þvert yfir torg- ið og þar með endað kvalir Smithers. Skotið bergmálaði um allt torgið. Rauði blettur- inn stækkaði á tötralegri skyrtu Smithers rjett fyrir of- an hjartastað. „Vel gert, Kit“, sagði Bern- ardo. Það var ekki tími til að segja neitt frekar. Múgurinn rjeðist á þá. Þeir höfðu eyðilagt fyrir þeim þessa skemmtilegu sýn- ingu. Kit og Bernardo börðust á móti með sverði og hnífum, ] en þeir voru brátt bornir ofur- liði. Ef Don Luis hefði ekki komið að í flokki reiðmanna, mundu þeir eflaust hafa látið lífið fyrir mannfjöldanum á torginu. í stað. þess var þeim fleygt í fúla og raka dýflissu undir Tenaza-kastalanum. — Ljósskíma barst inn til þeirra gegn um lítinn glugga með járnrimlum fyrir hátt uppi á veggnum. Þeir voru báðir viss ir um það að það mundi vera síðustu Ijósgeislarnir, sem þeir sæju í þessu lífi. oOo Don Luis var síður en svo upp með sjer, þegar hann gekk áleiðis heim seinna um daginn. Hann gekk hægt og virtist þungt hugsandi. Hann var upp gefinn eftir aftökurnar, og lætin í múgnum hafði gert hann taugaóstyrkari en hann vildi viðurkenna sjálfur. Luis del Toro var ekki ungur maður lengur. Starfið sem beið hans á morgun, var honum mjög á móti skapi, Pússningasandur frá Hvaleyri. Sími: 9199 og 9091. 1 Guðmundur Magnússon. Konan sló í borðið, og sjö ljetu lífið Nöldurgjörn kínversk kona orsakaði nýlega dauða sjö manna. Þetta var í Hongkong. Maður konunnar Ho Fai-Sho- ung skýrir svo frá þessu fyrir rjettinum, að hann hefði dreg- ið sængurfötin upp fyrir höfuð og stungið upp í eyrun til þess að heyra ekki reiðilestur konu sinnar, sem hann 'sagði mjög nöldurgjarna. Hún hjelt samt áfram að lesa yfir honum og orðum sínum til frekari áherslu barði hún í borðið. Við það valt parafin-lampi niður á gólf og það kviknaði í hús- inu. Sjö manns - Ijet lífið í brunanum. ★ Frá Tjekkóslóvakíu Útlendingur kom inn í skrif stofu eina í Prag. Mynd af Stalin hjekk þar á veggnum. — Hvers vegna hafið þjer mynd af Stalin þarna? spurði gesturinn forstjórann. — Vegna þess, að hann bjargaði okkur undan oki Þjóðverja. — En af hverju hangir þessi auði rammi við hliðina á mynd inni? — í hann verður sett mynd af manninum, sem frelsar okk ,ur undan oki Russanna. ÞaS er þeirra . . . .. Stalin og Roosevelt rædd- ust eitt sinn við um ýms mál- efni. — Hvað h-afa bandarískir verkamenn eiginlega mikið kaup?, spurði Stalin að lokum. — Ja, svaraði forsetinn, þeir hafa um 350 dollara. — Og hvað kostar lífsviður- værið þá? — Um 200 dollara, svaraði Roosevelt. — Já, en, hrópaði Stalin undrandi, hvað gera þeir við þessa 150 dollara, sem umfram eru? — Það er algerlega þeirra að sjá um það, svaraði forset- inn. Svo spurði Roosevelt Stalin nákvæmlega sömu spurning- anna. — Um 800 rúblu tekjur, var svarið við fyrstu spurningunni. — Og lífsviðurværið, hvað kostar það? — 1000 rúblur. — Já, en það vantar 200 rúblur, hrópaði Roosevelt. — Tja, svaraði Stalin, það er þeirra að sjá um það, ekkl mitt. ÍSP LOFTUR GETUR PAB EMA3 PÁ STERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.