Morgunblaðið - 15.01.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1949, Blaðsíða 1
Prokoviev fær harða ofanígjöf Ekki négu þjéðiegur segja rússn. sjerfræðingar Moskvu í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá NTB HIÐ ÞEKKTA rússneska tónskáld Serge Prpkoviev hefir á r.ý orðið fyrir harðri gagnrýni í heimalandi sínu, eftir því sem Moskvu-útvarpið skj'rði frá í kvöld. Landsfundur tonskalda- fjelagsins rússneska hefir opinberlega fordæmt síðasts vertc Prokovievs, óperu sem nefnist „Hinn raunverulegi maður“. Sneiðit hjá þjóðlegri tónlist í hinni opinberu yfirlýsingu fundarins sagði, að ópera þessi væri óraunhæf, ætti ekkert skylt við sjálft lífið og altof mikils formdekurs gætti hja tónskáldinu. Auk þess kæmi það glögt í ljós í óperu þessari, að Prokoviev sneiddi hjá þjóð- legri tónlist. Honum hefði held ur ekki tekist að gæða músík sína anda þeim, sem ríkt hefði í Rússlandi á stríðsárunum og óperan ætti að fjalla um. Ljetu sjer scgjast Fundurinn hældi á hinn bóg inn tónskáldunum Shostako- wich og Hatsjaturian, fyrir að hafa látið sjer segjast og snúið inn á rjettar brautir sannrar, þjóðlegrar tónlistar,(!), en þeir voru tyftir af miðstjórn Kommúnistaflokksins í fyrra. Bretland besti við skifiavinur Póllands London í gærkvöldi. . VIÐSKIFTASAMNINGUR milli Póllands og Bretlands var undirritaður í Varsjá í dag. — Samkvæmt honum munu þessi tvö lönd skiftast á vörum að verðmæti a. m. k. 260 milj. pund. Er Bretland þar með orð- inn besti viðskiftavinur Pól- lands. — Reuter. Uianríkismála- nefndin styður Ache- son einróma • Washington í gærkv. UTANRÍKISMÁLANEFND Öld ungadeildar Bandaríkjaþings samþykti einróma í dag, að lýsa yfir stuðningi sínum við Dean Acheson, er tekur við ut- utanríkisráðherraembætti í Bandaríkjunum 20. þ. m. Búist er við, að Öldungadeildin muni staðfesta yfirlýsingu þessa í næsu viku. — Acheson hjelt fund með utanríkismálanefnd- inni í morgun og skýrði henni frá stefnu sinni í utanríkismál- um. -—■ Reuter. Framkoma Pússa gerir vamarbanda- lag nauósynlegt Washington í gær. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. — UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna gaf í skyn í dag. að hið fyrirhugaða varn- arbandalag Atlantshafsríkjanna væri nauðsynlegt, vegna fram- komu Rússa í samtökum Sam- einuðu þjóðanna. Þessi ásökun kemur fram í skýrslu um erfið leika í sambúð Rússa og vest- urveldánna eftir styrjöldina og er birt vegna væntanlegra um- ræðna, sem búist er við að verði um mál þetta í öldunga- deild Bandaríkjaþings á næst- unni. í skýrslunni segir m. a.: „Árangurinn, ef ekki tilgang urinn, af stefnu Sovjetstjórn- arinnar hefir orðið sá, að veikja trú margra manna á því að Sameinuðu þjóðirnar sjeu þess megnugar að viðhalda friði í heiminum“. Og ennfremur: „Ef viðreisn á að þróast í heiminum, verður að endur- vekja öryggistrú manna. En þar sem óttinn við hernaðarlegt ofbeldi er rót öryggisleysisins, verður sameiginleg andstaða sem veitir hinum frjálsu þjóðum mátt til að stöðva væntanlega árásarþjóð, ásamt fjárhagslegri endurreisn og stjórnmálalegu öryggi, eina ráð ið til að koma í veg fyrir ótt- ann“. Leitðð upplýsinga hjá nasistasendi- herra París í gærkveldi OTTA ABETZ, fyrrverandi sendiherra nazista í París, fór í dag flugleiðis til London, þar sem bresku hernaðaryfirvöldin ætla að yfirheyra hann. Abetz mun sjerstaklega vera beðinn um upplýsingar í málum von Rudstedt og von Manstein, sem eru í haldi hjá Bretum og ætl- unin er að draga fyrir rjett. Ijög góður úrungur vins og Schumuns Forsæfisráðherra Egypta IBRAHIM ABDUL HADI PASHA, forsætisráðherra Eg- yptalands, sem tók við af Nok- rashi Pasha, sem myrtur var. Verfiur kyrr. WASHINTON: — Forrestal, her- málaráðherra Bandat'íkjanria, átti ný elga viðræður við Truman forseta. Aö þeim loknum sagði hann blaða- mönnum, að hann myndi, að öllum likindum verða kyrr í emhætti sínu. Góður árangur Rhodos í gærkv. FULLTRÚAR Egypta og Gyðinga lýstu því yfir í dag, að þjóðir þeirra myndu ekki hefja hernað- araðgerðir gegn hvor ann- ari. — Þessi árangur náð- ist aðeins 15 mínútum eft- ir að vopnahljesviðræð- urnar hófust. — Reuter. Indcnesía fái sjáifsfæði 1959 Lake Success í gærkv. ^AN ROYEN (Holland) skýrði Öryggisráðinu frá því í kvöld, að stjórn sín myndi gert. allt, sem í hennar valdi stæði til þess að veita „bandaríkjum Indónesíu“ fullt sjálfstæði fyrir 1950. — Reuter. TRllMAN WASHINGTON: — Búist er við þvi, að Truman forseti muni senn flytja bandaríska þirtginu reeðu sína ‘ um utanríkismál, en ekki er þó talið líklegt, að það verði í þessari viku. M&rfftsrstfóri Tientsin biSur uxn hjálp Segisi ekki gela varið borgina, el öflugur liöslyrk- ur berisl ekki tafariaust Nanking í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BORGARSTJÓRINN í Tientsin, Tu Chien-Shehih, hershöfð- ingi, sagði í kvöld í orðsendingu til stjórnarinnar í Nanking, að setuliðið þar yrði að fá liðstyrk tafarlaust, ef það ætti að geta haldið áfram að verjast í borginni. „Ef hjálp berst ekki þegar í stað, getum við ekki haldið borginni“, sagði borgar- stjórinn. —■ Miklir eldar Bandaríski sendiherrann í Tientsin, Robert Smyth, sagði í skeyti til Washington í kvöld, að ægileg sprenging hefði orð- ið, er sprengjur kommúnista hittu birgðastöðvar ameríska olíufjelagsins þar í borg í kvöld. — Hann kvað skothríð kommúnista hafa aukist um all an helming seinni hlutann í dag. Hann sagði, að miklir eld- ar loguðu víðsvegar í borginni. Beiðni liafnað Búist er við því, að Bretar og Bandaríkjamenn hafi hafnað þeirri beiðni kínversku stjói’n- arinnar, að reyna að miðla mál Á KORTINU sjest Tientsin, 1 nyrst, og höfuSborgin INunking, sunnur. ^ um í borgarastyrjöldinni, en sú beiðni var send um s. 1. helgi. tii fundi í London Öll helstu al- þjóóavandamál- in til umræðu London í gærkvcldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. í OPINBERRI tilkvnningu, sem gefin var út um viðræður Schumans, utanríkisráðherra Frakklands og Bevins, utanrík- isráðherra Bretlands, sem und- anfarna tvo daga hafa staðið yfir hjer í London, sagði að.ráð- herrarnir hefðu rætt öll þau al- þjóðavandamál, sem stjórnir þeirra varðaði. Sjerstaklega hefðu þeir rætt Þýskalands- vandamálið, einingu Evrópu og Atlantshafs-sáttmála. Einnig ástandið í Miðjarðarhafs- og Asíulöndunum. Ánægður. Schuman ræddi við blaða- menn hjer í London í kvöld, en hann mun halda áleiðis til Parísar á morgun. Ljet hann mjög vel yfir því, hve góður t árangur hefði náðst á fundi þessum. — Hann kvaðst aldrei hafa verið á fundi með erlend- um leiðtogum, þar sem ríkt hefði jafn mikill samkomulags- vilji og á þessum. Ítalía. Schuman sagði að eitt af helstu «málunum„ sem rædd voru á fundinum, háfi verið staða Italíu og þátttaka úAt- lantshafs bandalagi, Briissel- bandalagi og einingu Evrópu. Enn fremur hefði vandamál hinna fyrv. ítölsku nýlendna verið rætt vandlega. Samkomulag um Þýskaland. Þá kvað Schuman gott sam- komulag hafa náðst um Þýska- lands-vandamálið. Ljet hann svo ummælt, að ekki væri á- stæða til annars en bjartsýni um árangur ráðstefnu þeirrar, er á að hefjast í London í næstu viku, milli Vesturveldanna þriggja, um hernám Vestur- Þýskalands. Mikilsverðar upplýsingar. Schuman sagði, að Bevin hefði gefið sjer ýmsar „mikils- verðar upplýsingar", er ættu að geta orðið hjálplegar við lausn vandamálanna í Austur- löndum. Leigubílum bannáS a'S hafa útvarp. NEW YORK: — Nýlega var gefin út tilkynning um það í New York, að leigubílum væri bannað að luifa útvarp, Vegna slysahættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.