Morgunblaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. janúar 1949. MORGUNBLAÐIÐ 7 - Ræða Jóhanns Hafsteíns Kr®n paiiir minna i i Frh. af bls. 6. raunverulega í stríði, og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir, að hún hafi ekki verið og viiji ekki vera hlutlaus“. Þeir vildu, að Islendingar segðu Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur! Hafa nokkrir lagst svo lágt? Jeg spyr nú: Hefir nokkurn tíma nokkur flokkur hjer á landi eða nokkrir menn nokkru sinni lagst svo hundflatir eða gerst slíkir vindhanar í utan- ríkismálum þjóðarinnar og kommúnistar hafa gerst fyrr og síðar, þegar rakinn. er ferill þeirra í þessum málum? Slíkir boða svo öðrum forustu sína til þjóðvarnar! „Þjóðvarnarstefnan“ í fram- kvæmd, Og lengra má iskygnast í þessum málum með því að líta yfir feril flokksbræðra komm- unista erlendis, þar sem þeir ráða ríkjum, og athuga hvernig ,,þjóðvarnarstefnan“ þar er framkvæmd. Hvernig hefir utanríkisstefna kommúnistastjórnarinnar í Rússlandi verið? 1. Hverjir rjeðust gegn finsku smáþjóðinni 1939? Kallaði Þjóð viljinn ekki árás stórveldisins á smáríkið ,,varnarstríð“ Rússa gegn Finnum? 2. Hverjir innlimuðu þrjár litlar sjálfstæðar þjóðir við Eystrasalt, Lettland, Lithauga- land og Eistland, — og hafa síðan hrakið þessar þjóðir land flótta og tortímt eftir lögmálum grimmustu villimensku og lítils virðingu á rjetti smáþjóðanna? 3. Hverjir ráku byssusting- ina í bakið á Pólverjum, þegar þjóðin var helsærð í stríði sínu gegn nasismanum? Og hverjir skiftu iandinu milli sín og nas- ista? Og hvað sagði þá höfuðkempa kommúnista hjer, Halldór Kilj- an Laxness, til varnar þeim smáu og gegn frelsisskerðingu hinnar sigruðu þjóðar? — í Þjóð viljanum 27. sept. 1939 stend- ur í grein eftir Laxness um þenna harmleik Pólverja: „Jeg skii ekki almennilega, hvernig bolsjevikkar ættu að sjá nokkuð hneyksli í því, að 15 miljónir manna eru þegj- andi og hljóðalausí innlimað ir undir bolsjevismann“! Þetta var málstaður „þjóð- varnar“, hetjanna með „sterku“ stefnuna í utanríkismálum. 4. Hverjir hafa dregið járn- tjaldið fyrir land eftir land í Mið- og Austur-Evrópu í skjóli herveldis Sovjetríkjanna — lok að löndunum, afnumið ritfrelsi, skoðanafrelsi, — frjettafrelsi — traðkað á rjetaröryggi borgar- anna með næturheimsóknum leynilögreglumanna í nasistisk- um anda, með þeim afleiðing- um, að feður, bræður og ást- vinir hverfa líkt og myrkrið hafi gleypt þá varnarlausa og rjettlausa í sínu eigin föður- landi. Ekki aðeins óbreyttir borgarar hverfa, — forsætisráð herrar flýja land og frelsishetj- urnar „ganga út um glugga“ og láta lífið af „áhyggjum“ yf- ir því, hversu þjóð þeirra vegn- ar vel í viðjum kommúnism- ans! En á þessa leið skýrðu kommúnistar hjer hinn örlaga- þrungna dauða Masaryks, helsta lýðræðis- og frelsisvinar Tjekka. Getur nokkuð góður íslend- ingur með sanni óskað þess, að þetta sje það, sem koma skuli föðurlandinu til farsældar, — slík ,,stefna“ í utanríkismálum, I sem kommúnistar hjer hafa markað með skrifum sínum — eða slíkar aðfarir, sem flokks- bræður þeirra erlendis hafa til- einkað sjer austan við járn- tjaldið? Forðumst skammdegi komm- únismans. Jeg held, að það sje mesta nauðsyn íslendinga að leiða hjá sjer slíka þróun. Ella mundi „þjóðin gieyma sjálfri sjer — og svip þeim týna, sem hún ber.“ Við eigum að halda örugg áfram í þeim sjálfstæðis- og frelsisanda, sem bygt hefir þenna bæ og með þeim hætti skapa komandi kynslóðum betri lífsskilyrði og örugga þróun í framtíðinni. Við fáum ekki umflúið ís- lenska skammdegið og erfiðl. hinnar óblíðu náttúru við nyrstu höf. En við getum með áræði og atorku brynjað okkur gegn þeim erfiðleikum, sem þessu eru samfara — og fáum þá einnig um leið að njóta þeirra mörgu gæða, sem ísland á í skauti sínu. ' Hitt getum við umflúið, — skammdegismyrkur skuggalegr ar ofbeldisstefnu, með því að berja af okkur áhrif kommún- ismans. Ef skammdegi þeirrar stjórnmálastefnu legst að þess- ari þjóð. þá er ekki aðeins hætta á því, að sloknað geti ljósin frá Soginu. — heldur annað og meira ljós, sem við íslendingar metum öllu framar, — en það er kyndill frelsis og sjálfstæðis. Strauvjel Ný amerísk strauvjel til sölu. Verðtilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt „123—613“. Ungur Laghentnr mnðnr getur fengið atvinnu við prentverk. Umsóknir merktar: h;(„Iðp“, sendist afgr. Mbl. en hlntafjelag greiðir í tekp- skattlni eiiii woooontrw UNDANFARIÐ hafa birst í ,,Tímanum“ langar greinar um skattamál samvinnufjelaga eft ir Hannes Pálsson. Ef svara ætti greinum þessum til hlýtar, yrði það langt mál. því H.P. hefur þá aðferð að rugla sam- an tölum, leggja andstæðing- unum orð í munn, sem þeir hafa aldrei sagt, og fleira af svipuðu tagi. Þótt auðvelt sje að brengla staðreyndum á þennan hátt, eins og H.P. ger- ir, þarf oft mjög langt mál til að greiða úr slíkum flækjum. Það er eins með þetta og venju legan bandhnykil, ekki er lengi verið að koma öllu band- inu í flækju, en það getur tekið tímann sinn að vinda hnykiþ- inn upp aftur. Mbl. mun ekki eltast við rangfærslur H.P., en dæmi um aðferðir hans eru nærtæk. I grein sinni hinn 5. jan. s.l. segir H.P. m.a.: „Sami blekkingavefurinn kemur fram í Mbl. 23. des., þar sem talað er um skatt- greiðslu KRON. Það segir: „Það fjelag (þ.e. KRON) greiddi í tekjuskatt (Leturbr. Mbl.) fyrir árið 1947 kr. 16, 960,00, en hlutafjelag með sömu tekjur hefði greitt kr. 154,767,00“. Svo heldur Hannes áfram: „Árið 1948 greiddi KRON í opinber gjöbl (Leturbr. Mbl.) ekki kr. 16,9800,00 heldur kr. 147,393,00 og fer þá að verða mjótt á mununum". Annað eins og þetta þarf ekki langra útskýringa við. Þegar Mbl. talar einungis um tekjuskatt KRON og ber hann saman við hvað hlutafjelag hefði greitt í sama skatt, þá kemur H.P. fram með öll opin- ber gjöld KRON og segir svo: „Hjer fer að verða mjótí á mununum11! Það er rjett hjá H.P., að KRON sleppur svo vel -frá op- inberu gjöldunum, að allir skattar þess árið 1947 eru ekki einu sinni á borð við það, sem hlutaíjelag með samsvarandi tekjur hefði oiðið að greiða í tekjuskatt einan. Hannes Pálsson t?lur, að Mbl. sje að flýja frá því, sem það hefur haldið fram í sam- bandi við skattiríðindi sam- vinnufjelaga. Það munu engir hafa orðið varir við þann flótta nema H.P. Það liggur í augum uppi, að engum dettur i hug að flýja fyrir an'nari eins röksemda- færslu og þeirri, sem H.P. ber fram. Arðsúthlutun KRON í ámínnstri grein ritar H.P. enrjfremur með feitu letri í beinu áframhaldi af því sem tilfært er eftir honum hjer að ofan: „Árið 1947 úthlutaði KRON til viðskiptamanna 595 þús- und krónum, en hvað ætli einkafyrirtæki með sömu árs- tekjur hefði greitt mikið til almennings umfram opinber gjöld?“. Samvlnnurekstur nýlur miljónafríðinda árlega, sem ailur almenningur borprr Það sem H.P. heldur hjer fram er, að auk þess sem KRON hafi árið 1947 greitt sömii skatta og einkafyrir- tæki hafi það einnig greitt ,7viðskiptamönnum“ um 600 þúsundir króna. Og svo spyr H.P. í háðstón, hvort einkafyr- irtæki mundi hafa farið svipað að. Það sjá allir, að það hlýtur að vera á takmörkunum, að unnt sje að eiga orðaskipti við mann. sem ritar á þennan háít, en „Tíminn“ virðist ekki eiga I á öðrum mönnum völ eða ekki kæra sig um öðruvísi aðferðir, og skal um þetta farið nokkr- um orðum. Fyrr í greininni er hrakin sú villa H.P., að KRON hafi árið 1947 greitt svipuð „opinber gjöld“ og einkafyrirtæki, en svo er hitt atriðið um úthlut- unina til viðskiptamanna. tljer mun H.P. raunar eiga við fje" laga KRON, því aðrir viðskifta menn fá að sjálfsögðu engan arð. En þessu er þannig varið, að árið 1947 úthlutaði KRON arði til fjelagsmanna og Iagði í stofnsjóð samtals 595 þús. kr., en í Fjelagsriti KRON 1. tbl. 1948, er ekkert sundurgreint hvað af þessu er arður og hvað hefur verið lagt í stofnsjóð. í Fjelsgsritinu stendur aðeins, að stjórn KRON hafi gert að tillögu sinni, að úthluta og leggia í stofnsjóð fje sem nem um þessari fúlgu samtals, og er þetta reiknað þannig út, að þetta sieu 7 af kr. 8.500.000. 00. Ekki er nein frekari skýr- ing á þessu í ritinu, en þar er skýrt frá. að vörusala fjelags- ins árið 1947 hafi numið rúm- lega 17 !'2 milljón króna. Arð-; urinn og stofnsjóðsinnleggið til fjelaganna er þvj ekki reiknað nema af tæpum helm- ingi vörusölunnar. I framhaldi af þessu skal vak in athygli á því, að í „Þjóð- viljanum“ frá 30. júlí s.l. er upplýst, að FIRON hafi á 11 árum, 1937—1947 greitt í stofn ' sjóð um 1,3 millj. kr. og álíka upphæð verið úthlutað sem endui'greiðsiu til fjelags- manna. í þessu sambandi er vert að athuga að þessar 2,6 millj. kr., sem þarna er um að ræða hefðu vafalaust að langmestu eða öllu leyti runnið til opin- berra þarfa, ef KRON hefði ekki notið þeirra skattfríð- inda, sem það nýtur. — H.P. segir, að KRON hafi bjargað stói'fje „úr ltlóm milliliðanna fyrir almenning“. Hjer er ekki um annað að ræða en það, að KRON hefur í skjóli skattfríð- indanna fje aflögu, sem það getur ráðstafað á einn og ann- an hátt m.a. með greiðslum í stofnsjóði, sem notaðir enj sem rekstrarfje eða til beinn- ar útborgunar. Afleiðingin af þessum fríðindum KRON og annara samvinnufjelaga er svo auðvitað sú, að almenningur verður að greiða hærri skatta, sem þessu svarar. Enginn skj'idi halda, að þessi skattfríð- indi komi hvergi niður. Skatt- fríðindi samvinnuf jelagannn miðað við einkarekstur, sv» sem hlutafjelög, nema svo milljónum skiptir á hverju ári og þær milljónir eru teknar af ölium almenningi, bæði beihnv sem versía við þessi samvinnu- fjelög og etns hinum. „Ællshérjar úrræði“ Fyrir nokru var þess getið í ..Samvinnunni“, tímariti SIS, að íslendingar væru nú ei:n mesta samvinnuþjóð heimsins og „ef til vill sú mesta". Og svo spyr ..Samvinnan“: .„Hví skyldi hún (þjóðán) ekki ieggja krafta sína til þess að gera samvinnuna að ailshiorjar úrræði í atvinnu- málum sínum?“. Það mætti spyrja „Samvinn una" að því hvar væri hugsað að taka skatta til almennra þaría, ef samvinnufjelög yrðu ..allsherjar úrræði“ i atvinnu- málum okkar? Eins og nú stenaur hefur tiltekið reksturs fyrirkomulag, samvinnurekst- ur, milljónaíriðindi á hverju ári hvað sköttum viðvíkjur. — Þessi rskstur rekur mjög ein- beitta og ójafna samkeppni v'ið þá, sem undir sköttum standa og stefnir að því, að ryðja keppinautunum fyrir fullt og alit úr vegi. íslenskur ríkisbú- skapur þarfnast mikils fjár.: Hvar ætti að tnka það fje eftir; að fríðindarekstur væri orðinn .ailsherjar úi'ræði“ í atvinnu-: máluni þjóðai'innar, eins og ,.Samvinnan“ vill að verði? Nú þegar verða almennir skatt greiðendur að greiða stóraukna skatta. vegna þess að umsvifa- mikill rekstur, sem nær yfir ailt iandið, nýtur skattfríðinda sem teljast í milljónum á hverju ári. En hvernig yrði um horfs þegar þessi rekstur væii orðinn „allsherjar úrræði“ * atvinnumálunum. Ekki gæta einstaklingar þá staðið undir fjárþörf þess opinbera og muntíi þá ekki verða oina úr“ ræðið aS skattleggja all strang Iega einmitt rekstur sem í skjóli skattfríðinda um áratugi hefði vaxið öðrum rckstri yfir höfuð? Kominn heim HAAG: — William Drees, utan- rikisráðherra Hollands,. er nú kominn þangað aftur, eftir að hafa kynnt sjer ástandið í Indo- nesíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.