Morgunblaðið - 22.01.1949, Side 8

Morgunblaðið - 22.01.1949, Side 8
8 tíOHt. VNBLAÐIO Laugardagur 22. janúar 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). Frjettar-itstjóri ívar Guðmundssois Aug-lýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austurstræti 8. — Sími 1G00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Undirstaða velmegunar ÞRÁTT fyrir það að ýmsir örðugleikar og vandkvæði hafi mætt okkur íslendingum árið 1948 er það þó eitt merki- legasta ár íslenskrar atvinnusögu. Á því ári jókst „útflutn- ingsverðmæti þjóðarinnar úr 290 millj. króna í 400 milþ. króna. Þessi aukning útflutningsframleiðslunnar er svo gif- urleg að fullyrða má að engin Evrópuþjóð hafi náð slíkum árangri á einu ári. Afkoma þjóðarheildarinnar byggist fyrst og fremst á því, hvers hún aflar, hve mikinn erlendan gjaldeyrir hún fær fyrir afurðir sínar. En hvernig stendur þá á því, spyr almenningur, að hjer hefur ríkt mikill skortur á margskonar nauðsynjum? Af hverju sprettur það, að þrátt fyrir hinar stórauknu gjald- eyristekjur skuli hafa orðið að skera niður innflutning á bráðnauðsynlegum hlutum? Þessari spurningu hefur að vísu verið svarað áður. Og svarið er það, að megináhersla hefur verið lögð á innflutn- ing svokallaðra kapítalvara, rekstrarvara til atvinnuveganna o. s. frv. Um það má að sjálfsögðu deila hversu langt sje hægt að ganga í takmörkunum á innflutningi nauðsynja eins og vefnaðarvöru, shófatnaðar, búsáhalda og fleiri slíkra vara. Um hitt verður hinsvegar ekki deilt að þjóð, sem hefur aflað sjer góðra framleiðslutækja verður að leggja á þáð allt kapp að tryggja rekstur þeirra. En í sambandi við hinn mikla innflutning kapítalvara verður að minnast þess að þjóðin hefur á undanförnum árum flutt inn tæki, sem ekki eru nema að nokkru leyti notuð í þágu framleiðslunnar. En það kostar mikinn er- lendan gjaldeyri að reka þessi tæki. Á það t. d. við um þær tæplega 11 þús. bifreiðar, sem nú eru í landinu.“í?amkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja mun árlegur rekstrarkostnað- ur þessara 11 þúsund bifreiða vera um 30 millj. kr. í erlend- um gjaldeyri. Er í þeirri upphæð reiknað með eldsneyti og varahlutum til þeirra. Af þessu eina dæmi er augljóst að gjaldeyrisþörf þjóðar- innar hefur stóraukist. Um bifreiðainnflutninginn er annars það að segja, að e. t. v. finnst einhverjum að hann hafi verið of mikill. En það sætir engri furðu þó þjóð, sem á engin samgöngutæki á landi, önnur en bifreiðar, leggi mikið kapp á að eignast þær. Fyrir því má hinsvegar færa rök að víð höfum trauðla efni á að reka hjer 11 þús. bifreiðar. En það versta við hinn mikla bifreiðainnflutning er þo það, hversu misjafnlega hann hefur komið niður á hina ýmsu landshluta og byggðarlög. Það er t. d. vitað að til eru sjávarþorp á landinu, sem ekkr hafa fengið svo mikið sem eina vörubifreið. Á þessum sömu stöðum eru hinsvegar hraðfrystihús og vjelbátaútgerð, sem framleiðir útflutningsverðmæti fyrir milljónir króna árlega. Það er auðvitað hreint hneyksli að slíkir staðir skuli ekki hafa fengið jafn nauðsynleg tæki og vörubifreið. Sýnir það furðulega glámskyggni á þarfir þjóðarinnar að til einstakra kaupstaða eins og t. d. Reykjavíkur skuli hafa verið hrúgað s-vo miklu af þessum tækjum að atvinnuleysi ríkir meðal vörubifreiðastjóra á sama tíma, sem afkastamiklum fram- leiðslutækjum út á landi hefur verið neitað um þau. Því miður er þetta aðeins eitt dæmi um það, hvernig að þeir, sem framleiðslu stunda eru hafðir út undan, bæði nú og fyrr. Hefur það að sjálfsögðu haft þau áhrif að því fólki, sem að framleiðslustörfum vinnur, fækkar stöðugt en hinum íjölgar að sama skapi, sem stunda atvinnu, er engin út- flutningsverðmæti skapar. Hin mikla framleiðsluaukning, sem orðið hefur á 9.1. ári sprettur þessvegna eingöngu af því að framleiðslutækin hafa verið stórbætt en ekki af þvi að fólkinu, sem vinnur að útflutningsframleiðslu hafi fjölgað. En í þessum efnum þarf að verða skjót breyting. Við get- um ekki gert okkur von um að verða þess megnugir að við- halda velmegun í landinu ef sú öfugþróun heldur áfram að fólkinu haldi stöðugt að fækka við framleiðslustörfin en f jölga á skrifstofum. Framleiðslan er undirstaða velmegunar. Á afrakstri hennar byggjast möguleikar þjóðarinnar til þess að kaupa nauðsynjar sínar. Þess verða íslendingar að vera minnugri í framtíðinni en þeir eru í dag. 1\Jihuerji ábrij-ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU VirSingarverð viðleitni VIRÐING ARVERÐ viðleitni er það hjá ,,Hreyfli“ að setja upp bílasíma í úthverfum bæj- arins. Það eykur mönnum þæg indi á marga lund, að geta á þenna hátt náð beinu talsam- bandi við afgreiðsluna og pant að sjer bíl. En um leið er það hagur bif- reiðastöðvarinnar, sem lætur setja símana upp og tryggir henni viðskipti þeirra, sem símann nota. Er vel þegar hag ur tveggja aðila fer saman í viðskiptúm, eins og í þessu at- riði. Þáhnig eiga viðskipti að vera. * Leigubifreiðaþjónustan er almennt, orðin góð hjer í bæn- um og hefur batnað til muna hin síðari árin. Gjaldmælarnir voru til stórbóta og tryggja þeim sem leig'ja bíl, að ekki sje krafist hærri leigu, en áskilið er. • Of mikil eftirspurn BIFREIÐASTJÓRAR leigu- bíla eru farnir að umgangast farþega sína á annan hátt, en áður tíðkaðist, þegar farþegi í leigubíl átti á hættu að mæta frekju eða stirðbusahætti, eins og algengt var. Þar með er þó ekki sagt, að bifreiðastjórar eigi að vera eins og vinlegir seppar, sem dingla rófunni framaní hvern mann. En það vildi brenna við hjer áður fyr, að ekki var hægt að setjast upp í bíl hjá leigubílstjóra, án þess að hann tæki manni sem gömlum vini og ræddi öll sín áhuga- og einkamál. Og það jafnt hvort farþeginn og bif- reiðastjórinn höfðu sjest áður.,. eða aldrei hittst. Slík ,,vinahót“ eru nú að mestu horfin, hamingjunni sje Þegar bíllinn bregst ALLT er þetta gott og blessað, sem sagt hefur verið til þessa hjer að framan. En þessi pistill var ekki til þess eins að bera lof á leigubílstjóra, heldur kvarta við þá. En það, sem fólk telur sig þurfa að kvarta yfir er að því finnst leigubílarnir bregðast því þegar mest á ríður. Þannig er það þegar slæmt er veður og ill færð á götunum. Þá eru leigubílar lítið hreyfð- ir. Á helgidögum og hátiðum sjást leigubílarnir varla og fást ekki þótt gull sje boðið. Það má segja, að eðlilegt sje, að bílstjórar þurfi að hvílast eins og aðrir menn og vilji halda hvíldardaginn heilagan. En þeir gætu þó eins og marg- ar stjettir þjóðfjelagsins skift með sjer verkum og haft það sem kallað er vaktaskipti. Þegar bílasíminn er kominn í lag, ættu leigubílstjórarnir að snúa sjer að því að koma vaktaskiptum í sæmilegt horf. • Ekki víkur og vogar ÁGÆTUR stuðningsmaður „Daglega lífsins“ vill láta hamra á því, að göturnar í bænum sjeu ekki kallaðar vík- ur og vogar, hlíðar og mýrar, heldur götur, eða stræti, sund, eða straðir. Hann hefur nokkuð til síns máls eins og áður hefur verið drepið á og þegar jeg benti honum á, að búið væri að skrifa um þetta mál, sagði hann: ,,Já, en hamraðu á þeim einu sinni enn. Það veitir ekki af“. Hjer með er það gert. • Ónotað tækifæri FURÐULEGT, að póststjórnin skuli ekki nota það tækifæri, spm er að auglýsa á umslög með póststimplum. Það er ekki meiri fyrirhöfn, að. stimpla brjef, þótt auglýsing sje á stimplinum, en það má hafa mikið gagn af slíkum auglýs- ingum þegar um þjóðþrifamál er að ræða. Ríkisstjórnin hefði t.d. getað notað þessa auglýsingaaðferð til að auglýsa happdrættislán sitt og eins mætti hafa ýmsar auglýsingar fyrir góðgerðarfje lög, eða hvatningarorð. Á svo að segja hverju ein- asta erlendu brjefi eru aug- lýsingar á póststimplum. Það er klaufaSkapur að láta þetta tækifæri ónotað. Óánægður frí- merkjasafnari ÓÁNÆGÐUR frímerkjasafnari, Á. M., skrifar: „Kæri Víkverji! Mig hefur lengi langað að skrifa yður. Jeg er frímerkja- safnari og safna frímerkjum í tómstundum mínum. Þar af leiðandi skipti jeg á frímerkj- um við nokkra útlendinga. En ekki er sagan öll. Undan farið hef jeg fengið tilkynn- ingar frá Tollpóststofunni, að jeg ætti þar krossbandsending ar eða ábyrgðarbrjef. Þegar jeg ,hef farið að sækja þessar krossbandsendingar, eru það venjulega sendibrjef, sem inni halda nokkur frímerki, þyngd brjefanna er oftast 12—25 gr. Af þessu er innheimtur hár tollur. En svo er eitt. Er toll- mönnum heimilt að lesa brjef, sem þeim er ætlað til með- ferðar? Er það ekki brot á lögum? Fyrir nokkrum dögum fjekk jeg tilkynningu að jeg ætti krossbandsendingu á Tollpóst- stofunni. Þegar jeg kom að sækja sendinguna voru aðeins tvær skrifaðar brjefsarkir f umslaginu. Þyngdin var 10 gr. Hver stendur á bak við þetta og hver getur afsakað þessa ósvífni? • Fleiri óánægðir ÞAÐ eru fleiri óánægðir, en frímerkjasafnarar, en póst- menn gera aðeins skyldu sína. Þó getur „skylduræknin" og áhuginn stundum hlaupið með menn í gönur og svo virðist um brjefið, sem opnað var. En þá er að kæra. og láta rann- saka málið. . iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiM —mmnmnmwi>n«iiiiiiiiiinin> MEÐAL ANNARA OROA Landvarnirnar valda Eire erfiðleikum Frá frjettaritara Reuters. DUBLIN — Hervarnir Eire eru meginvandamál þingsins þar þessa dagana. Það eru eng- ir peningar fyrir hendi til þess að ganga tryggilega frá vörn- um lýðveldisins, en það verður að kaupa svotil öll vopn sín erlendis, sökum hráefnaskorts heimafyrir. Dr. T.F. O’Higgins, hermála- ráðherra landsins, tjáði þing- inu skömmu fyrir áramót: „Það, sem stendur uýtísku landvarpaliði mest fyrir þrif- um, hvort sem er á landi, sjó eða í lofti, er hinn geysihái kostnaður, sem fylgt hefur í kjölfar ófriðarins síðasta“. „Nýtísku vopnabúnaður einnar herdeildar“, bætti hann við, „kostar í dag um fimmtíu sinnum meira en 1939.“ • • 60 MILLJÓN PUND DR. HIGGINS skýrði þing- heimi frá því, að allár skatt- tekjúr Eire á 'éinu ári, eða um 60,000,000 sterlingspund, mundu vart hrökkva fyrir út- búnaði éinnar 5,000 manna hér deildar. Því teldi hann ekki annað ráð vænna en að kaupa nægilega mikið af nýtísku vopnum til að nota árlega til að þjálfa lítinn hluta af einni herdeild. Oscar Traynor, fyrverandi hermálaráðherra, varaði ráð- herrann við því, að núverandi 7,500 manna fastaher mundi ekki nægja til þess að þjálfa nýjan her og veita landsmönn um nægilegt öryggi, ef til ófrið ar kæmi. • • 4,500,000 PUND TIL LANDVARNA DR. HIGGINS segir, að Eire hafi als um 60,000 manna vara lið, auk um 70000 manna, sem hægt yrði að kalla til vopna með nokkrum fyrirvara. Meðal þessara manna eru nokkrar þúsundir, sem gegnt hafa her- þjónustu í breska hernum. 3,000,000 manna þjóð getur raunar ekki haft stóran her, einkum þegar þess er gætt, að um helmingur hennar starfar að landbúnaði og fjöldi ungra manna á herskyldualdri flytur árlega til Bretlands og Banda- ríkjanna. I fjárlögunum í ár er gert ráð fyrir 70,500,000 sterlings- punda tekjum, en af þeirri upphæð er í ráði að verja 4, 500,000 pundum til hervarn- anna. • • LÁGAR ÞJÓÐAR- TEKJUR SÝNILEGT er, að þessi upp- hæð er það almesta, sem Eire getur gert sjer vonir um að nota á þessu ári við landvarnir sínar. Þrátt fyrir mikla dýr- tíð, eru þjóðartekjurnar aðeins áælaðar um 250,000,000 sterl- ingspund, og því yrði aðeins hæg-t að verja meiru fje til her varnanna með því að pyngja skattabirði millistjettanna, sem þegar er mikil. Það skársta, sem Eire því virð ist geta gert sjer vonir um, er að koma sjer upp velþjálfuðum en smáum landher, sem orðið gæti þungamiðja stærri hers í ófriði. í þessu sambandi bætir það nokkuð úr, að sá her, sem landið hefur núna, er rækilega þjálfaður, og liðsforingjar hans hafa orð á sjer fyrir góða menntun og dugnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.