Morgunblaðið - 22.01.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.01.1949, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ eftir FfíflftTí folk færi að gruna eitthvert samband hans við Kit, þá gæti Godoy látið orð falla eitthvað v þá átt, að hann vissi lengra en nefið næði. og þar með var kjaftasagan komin á kreik. En Luis del Toro gat ekki þolað að almenningur gerði gys að honum eða áliti að hann sætti sig við að fólk gabbaði hann. Hann var heldur þungbúinn á svip meðan hann skrifaði fyrirskipunina. Undir venju- legum kringumstæðum hefði hann látið skrifara sinn skrifa hana fyrir sig, en þetta var allt of mikið launungarmál til þess, að hann treysti skrifaranum. Síðan innsiglaði hann brjefið með vaxi. Hann fór sjálfur með brjefið til að koma því til. skila. Þá mætti hann Don Felipe Galvez. Ðon Felipe var orðlagður mat- maður þótti gott í staupinu og var sjerstaklega kjafthýr. Það var sagt, að á yngri árum hefði hann heldur ekkj verið við eina fjölina felldur í kvenna- málum, en nú var hann orðinn gamall og hættur að skipta sjer að konum. Um leið og Don Luis heils- aði honum, datt honum ráð í hug. Don Felipe var mesta kjaftapípa í allri Cartagena. Nú gæti hann breytt kjaftasög- unni sjer í hag áður en hún foærist út meðal almennings. Hann tók utan um holdugan handlegg Don Felipe og leiddi hann að næstu veitingarkrá. Don Felipe kom með glöðu geði, því að hann sá strax að lávarðinum var mikið niðri fyrir. Þegar þeir sátu yfir vínglös- unum, gekk samtalið hægt og stirðlega. Don Luis ljet Don Felipe draga út úr sjer hvert orð með miklum erfiðleikum, eins og hann vildi helst ekki gefa neina skýringu á áhyggju svip sínum. Já, það var satt, hann var í miklum vanda stadd ur. í sumum tilfellum komu skyldurnar og hjartansmálin 62. dagur þótt strákurinn hefði aldrei verið viðurkenndur. — Hann þagði dálítið við áður en hann sagði frændi, og það hafði sín áhrif. Don Luis vissi, að Don Felipe var enginn þöngulhaus. Enda kom brátt sönnun á það. Hann sló á vömb sina og rak upp skellihlátur. „Nei, heyrðu mig, Luis“, sagði hann. ..Frændi þinn. Hver heldur þú að trúi því?“ Don Luis gerði sjer upp vand lætingasvip. „Jeg veit, að það er erfitt að trúa því, að nokkur svo ljós á hár og hörund, geti verið af Del Toro ættinni. En þú sást heldur ekki móður hans“. ,En þú sást hana“ sagði Don Felipe hlæjandi. „Frændi þinn, ha. ha“.______ „Þessi kaldhæðni fer þjer illa“, sagði Don Luis alvar- legur. „Aðalatriðið er það. að jeg get ekki sætt mig við að pilturinn láti lífið í San Lazaro fang.elsinu. Jeg get ekki látið setja hann lausan. Svo að mjer varð hugsað til vinar okkar, Don Sancho Jimeno við Boca Chica virkið. Þar gæti hann lifað af fangelsisvistina, því að þar eru fangarnir ekki látnir vinna eins mikla erfiðisvinnu. Hver veit, hvað seinna kann að ske“. „Þegar frá líður gætir þú kannske veitt honum frelsi, ekki satt? og seinna jafnvel viðurkennt hann sem „frænda þinn“, sagði Don Felipe. .Já. Hvernig líst þjer á það, Felipe,“. „Mjer finnst það vel gert af þinni hálfu. Jeg er viss um það, að ef það frjettist .... náttúr- lega ekki frá mjer, Luis .... þá mundi fólk skilja vel þína aðstöðu“. Hann stóð á fætur og bros ljek um þykkar varir hans. „Já, jeg er viss um, að fólk mundi skilja þig“. Eftir þetta lauk Don Luis erindi sínu bryggju og hermaður með hjálm á höfði batt bátinn fast- an. Varðmennirnir klifruðu upp úr bátnum og Kit og Bern ardo á eftir þeim. Síðan var vindubrúin látin niður. Þeir gengu yfir brúna og komu inn í afar stóran steinlagðan húsa- garð inni í virkinu.. Þar beið Don Sancho þeirra sjálfur. Kit var hissa á því, að Don Sancho skyldi sjálfur taka á móti þeim. Hann vissi heldur ekki að Don Sancha hafði dval ist í Cartagena undanfarna viku, þar sem saga Don Luis gekk fjöllunum hærra. Don Luis hefði ekki tekist betur að breiða út sögu sína, þó að hann hefði leigt kallara borgarinnar til að hrópa hana, því að Don 1 Felipe Galvez var gersamlega ómögulegt að þegja yfir leynd- armáli. Don Sancha hafði auðvitað heyrt söguna. Enda þótt hann væri orðinn sjötíu ára gamall, hafði hann allt af mikinn á- huga á því sem skeði í kring um hann. Þess vegna beið hann nú úti til að taka á móti þessum nýju föngum sínum. Varðmennirnir fylgdu Kit og Bernardo til hans. Gamli mað- urinn virti Kit vandlega fyrir sjer. „Ja, há, sonur Del Toros, einmitt“, tautaði hann. „Það getur svo sem verið. Honum svipar til þeirra. Jæja, Christó bal hvort sem þú heitir Del Toro eða ekki, þá skaltu ekki búast við að jeg hlífi þjer“. Kit hörfaði aftur á bak. — Honum fannst virkisveggirnir ganga í bylgjum í kring um sig og honum sortnaði fyrir augum. Sonur Del Toro. Loks- ins skýrðist fyrir honum það, sem hafði frá æsku verið hon- um hulin ráðgáta. Maðurinn, sem hafði látið taka móður hans af lífi. Og maðurinn, sém hafði svívirt Rouge. Og mað- urinn, sem hafði drepið alla skipverja hans. Hann var þá faðir hans. Það gat ekki verið illa saman. Hann þagnaði og fjekk sjer sopa úr glasinu, og horfði hugsandi fram fyrir sig. Var það eitthvað í sambandi við kvenmann? Nei, að minnsta kosti enga lifandi konu. Það var gömul og löng saga, og hann var hikandi við að þreyta eyru vinar síns á að hlusta á hana. (Hann sá nú samt, að „vinurinn“ var á nál- um um að missa af einni góðri sögu) Jæja. hann gat svo sem leyst frá skjóðunni, enda vissi hann að Don Felipe var ráð- vandur og orðvar, og hann mundi ekki láta hana fara lengra. Don Felipe fullvissaði hann um, með mörgum fögr- nm orðum að lengra skyldi hún ekki fara. Þetta var viðvíkjandi fanga, sem var í San Lazaro fangels- inu, það var ljóshærði ungi maðurinn, sem var tekinn fast- ut í sambandi við Seaflower- málið. Don Felipe hallaði sjer yfir borðið. Munnur hans var hálfopinn og forvitnin skein úr með ánægjusvip. j Tveirfi dögum síðar voru Kit og Bernardo vaktir miklu fyrr en venjulega. ,Komið“. hreytti varðmaður inn út úr sjer. Hann gaf þeim enga skýringu á því, hvers vegna hann vakti þá svo ó- vanalega snemma og þeir spurðu engra spurninga. Þegar þeir komu út í fang- elsisgarðinn, fóru hjartað að berjast örar í brjóstum þeirra, því að þar var þeim skipað inn í litla fótgönguliðsfylkingu, og svo var lagt af stað í áttina til skógarins. Þeir voru ónýtir við að ganga sökum máttleysis og við og við ýtti einhver her- mannanna við þeim með byssu stingnum. Loks komu þeir nið- ur að ströndinni. Mjó brú lá yfir til Cartagena borgar, en þeir fóru ekki yfir brúna, held ur var beim skipað að fara of- an í lítinn bát, sem beið þeirra þar. Síðla dag korhu þeir að virk- inu lenf'st úti á skaganum, hin- satt. Það var allt of hræðilegt til að geta verið satt. Og þó stóð það svo ágætlega heima við ýmsa atburði. Hvers vegna hafði Don Luis tvívegis þyrmt lífi hans? Hvers vegna hafði Bianca sagt, að hann mætti ekki með nokkru móti gera Don Luis mein .... sjerstak- lega ekki honum, Don Luis? Hann leit á Bernardo og ör- væntingin skein úr andliti hans. En San Sancho hjelt á- fram og var nú heldur blíðari í máli. „Ert þú veikur, drengur minn? Já, jeg sje, að þjer líð- ur illa“. Síðan sneri hann sjer að hermönnunum. „Fylgið hon um í fangaklefann og sjáið um að hann fái nóg að borða. Það er ekki mitt að friða samvisku Del Toros“. Þegar þeir vor.u einir eftir í fangaklefanum undir virkinu, sneri Kit sjer að Bernardo. „Er þetta satt Bernardo?“, sagði hann. „Hvers vegna hef- ur þú ekki sagt mjer það augum hans. um fræga Boca Chica kastala, fyrr?“. Þessi piltur, sagði Don Luis þar sem bæði Drake og Morg- ___________________________________________ og lækkaði enn röddina, var an höfðu gert árásir sínar og nefnilega skyldur honum. orðið að hörfa undan. Ff LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKl Harín ’var frændi hans, enda B'áturinh' lagðist að lítilli ÞÁ HVER? Laugardagur 22. janúar 1949. jT I leit að gulli •ftix M. PICKTHAAL 60 — Jú, hann yrði að segja henni sannleikann, alveg eins og hann væri og hvergi draga neitt undan. Kvöldið eftir að þeir komu fyrst auga á Klakaborg, vildi Villi eitthvað segja við Leif. Þeir höfðu tjaldað, kveikt bál og Brown var sofnaður. Þá læddist Viili til Leifs. — Hvað er það, Villi? sagði Leifur. — Það hefur einhver komið á eftir okkur í dag. — Hvernig veistu það? — Jeg sá, að sólin glampaði á eitthvað, getur verið að það hafi verið byssuhlaup. — Jeg hugsa að það sje Indíána- Tommi. En hver sem það var, þá var hann aðeins nokkur hundruð metra fyrir aftan okkur. Indíána-Tommi, fjelagi hans Browns. — Af hverju heldurðu að það sje hann, sagði Leifur og skotraði augunum til Browns, sem virtist vera í fasta svefni. — Hver ætti það annars að vera? sagði Villi. Getur ver- ið, að hann hafi illt í huga. Ætli hann hafi fundið gulldal- inn? Jeg get nú varla skilið, að hann skuli vera kominn svo fljótt. — Jæja, sagði Leifur. Við skulum ekki vera að hugsa um það. Þó hann hafi fundið gull, þá fáum við lítils að njóta af því. Það er best að við förum að sofa. Og svo sofnuðu þeir báðir, en stjörnumar lýstu gegnum næturhimininn yfir Klakaborg. Þegar þeir vöknuðu um morguninn var Brown horfinn úr tjaldbúðinni þeirra og hafði tekið Brand með sjer. Villi var bálvondur og hrópaði: — Leifið mjer að fara á eftir honum og lánið mjer byssuna yðar. Jeg skal stein- drepa hann, en jeg skal koma með hestinn yðar til baka. En Leifur hristi aðeins höfuðið. — Nei, Villi, svaraði hann. Við skulum leyfa honum að fara leiðar sinnar. Við slíulum ekki gefa honum eina ein- ustu hugsun okkar. Hann hefur nú sannað hverskonar mað- ur hann er. Mjer finnst aðeins leiðinlegt að missa hestinn minn. En það eina góða við Brown er, að hann fer vel með skepnur. Hlíhxr rnohGfurJza, tdnu Ritstjórinn: — Atomstríð, segirðu. Þá bíðum við með blaðið þar til í kvöld. svo við getum skýrt frá hvor hafi unnið. ★ „Tommi minn, hvar heldurðu að Guð sje núna?“, spurði sunnudagaskólakennarinn. „I baðherberginu heima hjá mjer“ svaraði Tommi án um- husgunar. „Hversvegna í ósköpunum heldurðu það?“, spurði kenn- arinn undrandi. „Vegna þess að rjett áður en jeg fór að heiman, heyrði jeg pabba kalla við baðherbergis- dyrnar: Guð minn góður, hvað ætlarðu að vera lengi þarna inni“. ★ Presturinn: — Lestu bæn- irnar þínar alltaf á kvöldin, drengur minn? Drengurinn: — Já, á hverju kvöldi. — Og lestu þær líka alltaf á morgnana, þegar þú vaknar? — Nei, jeg er aldrei neitt hræddur á morgnana, því að þá er orðið bjart. ★ Kennarinn: — Hvenær var Róm byggð? Tommi: — Á nóttinni. — Hver hefur sagt þjer það? — Þjer. Þjer sögðuð í gær, að Róm hefði ekki verið byggð á einum degi. ★ — Jæja, Jón, hvaða mánuð- ur er það, sem hefur 28 daga?, spurði kennarinn. Jón hafði gleymt því, en fann svo ráð út úr ógöngun- um og svaraði: — Þeir hafa það allir. ★ Kennarinn: — Jónas, láttu mig hafa það, sem þú ert með uppi í þjer. Jónas: — Jeg vildi að jeg gæti gert það — jeg er með tannpínu. ........ oMiininmim 1 Bókhald — endurskoðun i Skattaframtöl. Kjartan J. Gíslason i i Óðinsgötu 12. sími 4132. i oiHltiiMMMMMt M'M,r<rwMtqHnfy

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.