Morgunblaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 16
yEDLÍRÚTLIITO: FAXAFLOI: VIBRSTU fangabúðir JÞjóðverja vacu í Belgíu. — Sjá grein á fckfteíðu 9. ramm Vesían átt, með hvössum jelj- um, 17. típl. — Laugardagur 22. janúar 1949.' Vs. Gunitvör ferst ú Hornströndum — Munnbjörg vurð 3 GÆRKVÖLDI fórst vjelskipið Gunnvör frá Siglufirði, á ein- wm hættulegasta strandstað hjer við land, Kögrinu austan við Fljótavík á Hornströndum. Áhöfn bátsins, sjö manns, björguðu ekipverjar á togaranum Agli Skallagrímssyni frá Reykjavik. A-ðstoðin komi stray! ' Gunnvör var á leið til Siglu- fjarðar, hjeðan úr Reykjavík. er hún strandaði. Hjer átti að gera skipið út á síldveiðar. — fcöftskeytastöðin á Isafirði héyrði neyðarskeyti frá Gunn- vöru laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Skýrði skipstjórinn. Ólafur Stefánsson frá Akur- éyxi, þá frá því, hvar skipið hefði strandað, og bað um að- stoð þegar í stað. Morg skip tH hjáipar Tilkynning um stran<3ið var pj'ðan send út á íslensku og ensku til skipa er nærstödd voru. Enskur togari, Gregory, var staddur næst strandstaðn- um og brá hann þegar við. — Ennfremur Egill Skallagríms- »on, Hvalfell, Röðull 02 fleiri Skip. Sjómönnunum var Ijóst Bvílik hætta var á ferðum víð slíkan stað sem Kögrið. T6',ÍÖTgunarstarfið hefst Egill Skallagrímsson og enski togarinn komu fyrst a sírandstaðinn og fóru skipin eins nærri og fært þótti. Klukk- an rúmlega níu settu skipverjar á Agli út annan björgunarbát sinn, en ms. Hafdís frá Isa- firði, sem einnig var komin á jEtaðinn, lýsti leiðina að skipinu upp fyrir mönnunum á bjorg- unarbátnum. Uinti borð í Gunnvöru. Strax og Gunnvör strandaði korn leki að skipinu og sjó braut á því. I einu ólaginu sópaðist björgunarbátur skipsins af báta -4»ilfari. Eftir því sem leið á *-v/ídið" tók skipið að hallast roelra og meira og síöðugt ¦fcraut á því. Á 40 mínútum. Björgun strandmanna tókst 4fe§§g giftusamlega. því að 40 itiín, eftir að skipverjar á Agli 'Jjöfðu skotið björgunarbátnum á flot, var búið að bjarga strand ijxjt.num öllum. Kunnugir menn telja víst, að Gunnvöru muni ekki verða bjargað, því þarna er stórgrýtis urð og veður fór versnandi þar ura slóðir í gærkveldi. Síðast fórst skip á þessum slóðum fyr- 3.1 25 árum síðan og varð eng- lon af áhöfn þess bjargað. Egill Skallagrímsson lagði ^egar af stað áleiðis til ísafjarð ardjúps. en þar kemur varðbát- urinn Finnbjörn til móts við togarann og tekur mennina og pytuv þá til ísafjarðar. • ? » Ráðstefna WASHINGTON: — Aiþjóðieg hveitiráðstefna hefst í Washing- ton 26: þessa mánaðar. Enn ¥erður að skammfa mjólkina í DAG verður enn að skammta mjólk til bæjarbúa og er þetta þriðji dagurinn í röð sem það er gert. I dag verður skammt- urinn Vz líter á mann, út af mjólkurskömmtunarreit nr. 45. Þrátt fyrir sæmilegt veður í gær, tókst ekki að opna Krísu víkurleiðina, svo hún mætti sæmileg teljast, en nokkrir mjólkurbílar komust þó í gegn í gærdag. Ýtan, sem senda átti í fyrrakvöld upp að Þyrli á Hvalfjarðarströnd, komst ekki vegna bilunar. Þar hafa mjólk- urbílar frá Borgarnesi setið fastir í snjó á fjórða sólarhring. í gær átti að senda stóra snjó- ýtu frá Akranesi^ til að losa bíl- ana. Sá er hængur á, að ýta þessi kemst ekki yfir brunna á Botnsá, sakir stærðar sinnar. Hjeðan úr bænum voru sendir verkamenn til^að koma Hval- fjarðarveginn að sunnanverðu. Frá Þyrli sást í gær laust fyrir myrkur, til hóps þessa en ekk- ert sást til ýtunnar. Sætnilegur afli hjá fogurunum TJM ÞAÐ BIL helmingur tog- araflotans, er nú á veiðum. Hef ur aflinn hjá þeim verið sæmi- legur þegar gefið hefur. Nú eru einir 15 togarar í söluferðum til Bretlands og níu liggja í höfn. Þar á meðal eru nokkrir hinna gömlu togara, sem lagt hefur verið upp. ægf að réa sakir ófíðar VEGNA ótíðar undanfarið, hafa bátar ekki farið almennt á sjó enn sem komið er. Einstaka bátur úr verstöðv- um við Faxaflóa hafa róið. Flestum þeirra hefur gengið illa og orðið fyrir veiðarfæratjóni. Meðal þeirra eru,_ tveir bátar hjeðan úr Reykjavík, sem mistu þvínær öll veiðarfæri sín í fyrsta róðri fyrir nokkrum dög- um síðan. » 0 0 5 íarasf í sprengingu FIMM menn ljetu lífið og tveir særðust hættulega er spreng- ing varð um borð í skipi á höfn- inni í Amsterdam í dag. —Reuter. Nýff hraðvirkf fjarskiffalæki. FYRIR NOKKRU var tekið í notkun nýtt fjarskiftatæki, sem Ultrafax nefnist. Er þetta tæki svo hraðvirkt, að það mun valda byltingu í sendingu hins ritaða orðs. Það er talið, að þetta nýja tæki geti sent alt að því 1,000,000 orð á mínútu í framtíðinni, er það hefur verið endurbætt frá því sem nú er. Þessi nýja uppfinning byggíst á sjónvarpstæki og Ijósmyndun og hafa smerískir sjerfræðingar fundið þetta tæki upp. Á myndinni sjest Donald S. Bond símaverkfræðingur er heldur á ultrafax- fiJmu. í framtíðinni, þegar tæki þetta kemst í notkun verður ódýrara að senda símskeyti en nú er og þá ekki reiknað verð í orðum heldur í „síðum", r Rafmagn á ný frá Sogi — Það var skamtað í 40 klst. Um FJÓRUM klukkustundum eftir að viðgerð háspennulín- unnar var hafin í fyrrinótt, var straumur settur á línuna á ny. Þá hafði bilun þessi staðið í um 40 klukkustundir, og rafmagn verið skammtað hjer í Reykjavík, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Viðgerðarmennirnir fóru hjeðan úr bænum um klukk- an 6 í fyrrakvöld. Ferðin sótt- ist allgreiðlega, þar til komið var á móts við mót gamla og nýja Þingvallavegar. Þá festust bílarnir. Var klukkan þá að ganga níu. Mótorsleðinn bilaði Viðgerðamennirnir voru sjö saman og átti nú að taka til mótorsleðans. Hann bilaði svo að segja strax og urðu menn- irnir því að ganga alla leiðina. Erfið ganga Færðin var mjög erfið fyrir þá sem ekki höfðu skíði með. Óðu þeir snjóinn mest alla leið ina upp í hnje. Eftir um þriggja klst. gang, komust þeir að lín- unni þar sem hún hafði slitnað. Vírarnir þverhandar þykkir Byrjað var strax að undir- búa sjálfa viðgerðina. —¦ Losa þurfti háspennulínuna úr fjór- um „stæðum" þ. e. tvístraur- um. Var það mjög vandasamt starf. Ising á vírunum var mik il. Giska viðgerðarmennirnir á, að háspennuvírarnir hafi verið um þverhandarþykkir, og var því hver þeirra fleiri hundruð pund á þyngd, á milli staura. 4ra klst. \yii!u< Um klukkan fjögur var við- gerðinni lokið og búið að koma háspennulínunni upp aftur í stæðin. Var þá rafstöðinni við Elliðaár tilkynt um að óhætt væri að hleypa straumi á lín- una á ný en það var gert nokkr um mínútum síðar. Viðgerðarmennirnir sneru þegar við til bílanna á ný, en hingað til bæjarins komu þeir um kl. 8 í gærmorgun. exloprarselja íyrir 2 miij. kr. UNDANFARIÐ hafa sex ís- lenskir togarar selt afla sinn á markað í Bretlandi. Söiuhæst- ur þeirra er Akureyrartogarinn Kaldbakur. Alls lönduðu tog- ararnir 26491 kít af fiski og heildarsala hans nam krónum 2.048.889. Elliðaey var með 4835 kít og seldi fyrir 12924 sterlingspund, Skúli Magnússon seldi 4537 kit fyrir 13116 pund, Kaldbakur var með 4849 kit og seldi fyrir 14798 pund, sem er önnur hæsta aflasala á þessu ári. Surprise var með 4459 kit og seldi fyrir 13771 pund, Akurey seldi 3969 kit fyrir 12342 pund og Egill rauði seldi 3842 kit fyrir 11581 sterlirígspund. Togararnir Ingólfur Arnar- son og Garðar Þorsteinsson munu báðir hafa selt í Bret- landi í gær, en ókunnugt var um sölur þeirra er þetta er skrifað. Allmargir togarar eru nú á leið til Bretlands með fisk og eru þeir þessir: Helgafell VE, Elliði, Askur, Bjarni Ólafsson, Bjarnarey, Karlsefni, Keflvík- ingur, Júlí, Jón Forseti og Óli Garða. kíðamóf Islands verður á ísafirði um páskana ÁKVEÐIÐ hefur vevið, að Skíðamót íslands 1949 fari fram á Ísafirði um páskana, 14. —18. apríl, og hefur Skíðaráði ísafjarðar verið falið að standa fyrir mótinu. Formaður Skíða- ráðs ísafjarðar er Guttormur Sigurbjörnsson. Skíðaþingið, þ. e. ársþing Skíðasambands íslands, mun verða haldið á ísafirði í sam- bandi við mótið. — (Frjett frá SKÍ). %i»" •J" - ,ii,, .1//' jíMSeup- j/,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.