Morgunblaðið - 30.03.1949, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.1949, Qupperneq 1
16 síður itttMflfrið 36. árgangur. 74. tbl- — MiSvikudagur 30. mars 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins LLUSTUEI á klhmt áfana skrllslætl m kommímista R FRELSISIÍMMAMDI OG JAFMRJEITI mtshafssamningurínn er irkosti friðarsáttmálinn © í’UNDUR í Sameinuðu Alþingi hófst kl. 10 í gærmorgun, og var aðeins eitt mál á dagskrá: Tillaga til þingsályktunar um þátttöku íslands í Norður-Atlantshafssamningi. Bjarni Bene- diktsson, utanríkisráðherra, flutti stutta framsöguræðu. Kvað ráðherra samninginn hafa verið svo ítarlega ræddan í útvarps- umræðunum í fyrrakvöld, að óþarft væri að hafa um hann langt mál nú. Sýndi ráðherra fram á að hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 hefði ekki veitt okkur það ör- yggi sem ætlast var til. Því að í fyrsta stríðinu sem reyndi á hana hefði það sýnt sig, að hún var gagnslaus. íslendingar ákváðu þá að leita annarra ráða til að tryggja öryggi sitt. Var samþykkt á Alþingi 1946, að íslendingar gengju í Samein- uðu þjóðirnar. En því miður hafa samtök Sameinuðu pjóð- anna ekki fullnægt þeim von- um, sem menn settu á þau Þess vegna hefðu lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ame ríku ákveðið stofnun Atlants- hafsbandalags og íslendingum hefði verið boðin þátttaka í því. Við höfum nú, sagði ráðherra, kynnt okkur sáttmálann ítar- lega og gert okkur ljósa grein fyrir hvaða rjettindi og skuld- bindingar fylgja honum. Er augljóst að íslendingar fá með inngöngu í bandalagið aukið öryggi, en því fylgja ekki óeðli- legar skyldur Sjerstaða íslend- inga samrýmist honum full- komlega. Næstur tók til máls Einar Olgeirsson og talaði í rúmlega þrjá klukkutíma Var það að mestu sama upptuggan, sem Þjóðviljinn flytur daglega. Gylfi Þ. Gíslason flutti fá- dæma grautarlega ræðu og þótt isý vera bæði með og móti samn ingnum. Kvaðst greiða atkvæði gegn honum ef ákveðnum skil- yrðum sínum yrði ekki full- nægt. Tillaga Gylfa og Hannibals Var skömmu síðar útbýtt breytingatillögu frá Gylfa og Hannibal, þess efnis að við til- lögu ríkisstjórnarinnar bættist að óskað yrði endurskoðunar á Keflavíkursamningnum og við- urkend yrði sú sjerstaða ís- Frh. á bls. 12 <& -----------------■ --------------—• ibiseniiower til Florida WASHINGTON — Dwight Eisen- hower er nú kominn til Florida, þar sem hann mun dvelja meðan hann er að ná sjer eftir veikindi sin. Ólafur Thors. Forska Stórþingið 1 [lontshafsbandalagi Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. NORSKA Stórþingið samþykti í kvöld með yfirgnæfandi meiri- hluta, að Norðmenn gerðust aðilar að Norður-Atlantshafs- bandalaginu. 130 þingmenn greiddu atkvæði með þátttöku PARlS 7 fjarverandi. r læSa ðiafs Thors, form. Sjálfstæðisflokksins „ATLANTSHAFSSÁTTMÁLINN liggur nú fyrir, hefur leg- ið fyrir umheiminum um nokkurt skeið, og þá einnig fyrir okkur Islendingum. Hann er sáttmáli um það, að frjálsar þjóðir efni til frjálsra samtaka til varðveislu friðarins í veröldinni. Hann er hollustueiður frelsisunnandi þjóða til friðar, jafnrjettis og sjálfsákvörðunarrjettar/1 Þannig fórust Ólafi Thors formanni Sjálfstæðisflokksins orð í hinni kjarnmiklu útvarpsræðu hans á Alþingi í fvrra- kvöld. í áframhaldi af þessum ummælum komst Ólaftur Thors þannig að orði um Atlantshafssáttmálann: Merkasti friðarsáttmálinn. „Hann er sáttmáli um það, að sjerhver þjóð ákveði sjálf, hvað hún telur sig færa um að leggja af mörkum og hvenafer. Hann er, hvað íslendinga áhrærir, sáttmáli um það, að þar sem íslendingar engan her hafi, skuli þeir heldur engan her þurfa að stofna, og enga hermenn leggja af mörkum, þótt ,til styrjaldar komi. Hann er sáttmáli um það, að aldrei skuli herstöðvar vera á íslandi á. friðartímum. Hanp er sáttmáli um það, að íslendingar láni baráttunni fyrir frelsinu sömu afnot af landi sínu, ef til átaka kemur sem þeir gerðu í síðustu styrjöld. Hann er sáttmáli um það, að reyni nokkur nokkru sinni að teygja hramm sinn yfir fald Fjallkonunnar, þá rísi 330 milljónir best menntu þjóða veraldarinnar upp til varnaar frelsi hennar og fullveldi. Sáttmálinn er mesti og merkasti friðarsáttmáli, sem nokkru sinni hefur verið gerður í heiminum.“ Útvarpsræða Ólafs Thors fer hjer á eftir í heild: <♦> Norðmanna, 13 voru á móti og Einrónia samþykt í utanríkis- málanefnd. í Stórþinginu eiga sæti 11 kommúnistar og voru þeir allir á móti, en tveir alþýðuflokks- menn greiddu einnig atkvséði á móti tillögu stjórnarinnar. (Kommúnistarnir eru þeir sömu sem greiddu atkvæði með því að Rússum ýrðu veittar her- stöðvar á Svalbarða). Landvarna og utanríkisnefnd þingsins, sem fjallaði um mál- j ið lagði einróma til að það yrði; samþykkt. Kommúnistar eiga ekki fulltrúa í þeirri nefnd. (Fulltrúi kommúnista var tek- inn úr nefndinni er það þótti ljóst, að ekki yrði hægt að treysta kommúnistum í land- varna og utanríkismálum þjóð- arinnar). Halvard Lange til Bandankjanna. Halvard Lange, utanríkisráð herra Noregs fer til Bandaríkj- anna Qg verður kominn vestur um haf áður en Atlantshafs- Framh. á bls 12. Ákveðið hefur verið að halda alþjóðlega póst- og símamála- ráðstefnu í París. Hún á að hefjast 19. maí n.k. [ommistaskrí!! brýtur i ALLMARGT fólk safnaðist í gærkvöldi saman fyrir framan Alþingishúsið og kringum Austurvöll. Yfir- gnæfandi meirihluti þessa fólks voru friðsamir borg- arar, sem söfnuðust þarna saman fyrir forvitnissakir. En innan um voru nokkrir kommúnistiskir skríls- æsingaseggir. Þessir piltar hófu grjótkast á þinghúsið þegar dimmt var orðið með þeim árangri að margar rúður í gluggum bess brotnuðu. Þegar kommúnistar byrjnðu þessa „þjóðvarnar- baráttu“ sína var þingfundi fyrir nokkru lokið. Svipaðan leik Ijeku kommúnistar við Sjálfstæðis- húsið. Einnig þar brutu þeir nokkrar rúður, en hurfu síðan á brott eftir afrek sín. Þessar aðfarir kommúnista vekja magnaðan við- bjóð á þeim og sýna, hverskonar baráttuaðferðum þessi flokkur beitir. En framkoma liins kommúnist- iska götulýðs er í fullkomnu samræmi við hegðun kommúnistaþingmannanna inn í þingsölunum. AF HENDI stjórnarliða hef- ur það eftir atvikum og að gefnu tilefni verið talið rjett, að þessar útvarpsumræður snú ist fyrst og fremst um það mál, sem nú er efst á baugi með þjóðinni, og sem í raunmni veldur því, að vantraust er framborið einmiít nú. Hæstv. utanríkisráðherra hef ur þegar borið fram öll sterk- ustu rök þessa máls. Þau hafa verið árjettuð af öðrum hæstv. ráðherrum, sem hjer hafa tek- ið til máls, svo að segja má, að þar sje litlu við að bæta. Jeg mun þó verja þeim fáu mínútum, er jeg hefi Til um- ráða, til þess að láta í ljós mitt álit á málinu, um leið og jeg í höfuðefnum tek undir rök hæstv- ráðherra. Stofnun Sameinuðu þjóðanna Á miðju ári 1945 komu sam- an allmargir menn í San Frans- isco á vesturströnd Bandaríkj- anna. Það voru fulltrúar mann kynsins — hins hrjáða mann- kyns, sem þá í nær 6 ár hafði þolað meiri raunir ótta, böls Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.