Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. mars 1949. p (Jtg.; H.f. Árvakur, Reykjavík. Frámkv.stj.; Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Islendingar skerast ekki úr leik ,.ÍSLENDINGAR eiga ekki að skerast úr leik, þegar þeir eru kvaddir til ráða, þar sem örlög mannkynsins eru ráðin. Þvert á móti ber íslendingum að miklast af þátttöku sinni i svo miklum og gæfuríkum atburðum. Og íslendingum ber öðrum fremur að fagna þessum sáttmála, sem þeir eru öðr- iim síður færir um að verja sig sjálfir. Og ef vonirnar skyldu bresta og einræðisöflin yrðu þess valdandi að til ófriðar kæmi, þá verður ekki aðeins barist: um hugsjónir Norð- manna, Dana, Breta, Belgíumanna, Bandaríkjamanna, Lux- embourgarbúa, Frakka, nei, — skoðanafrelsi, málfrelsi, rit- frelsi, fundafrelsi, — allt eru þetta helgustu hugsjónir ís- lendinga. Ef íslendingar vita enn ekki, hvers þeir meta frels- ið, þá er það af því einu, að fram til þessa hafa þeir verið svo gæfusamir að þurfa ekki að kenna á skorpíónum kúg- unar og ofbeldis.“ Þannig fórust Ólafi Thors formanni Sjálfstæðisflokksins m. a. orð í hinni stuttu en kj'arnorðu útvarpsræðu hans á Alþingi í fyrrakvöld. 1 þessum ummælum Ólafs Thors felst atriði, sem margir Islendingar hafa áreiðanlega ekki gert sjer fullljóst. Það er ekki fyrst og fremst til þess að styðja aðrar þjóðir í barátt- unni fyrir frelsi og mannrjettindum, sem íslendingar ætla sjer að taka þátt í öryggissamtökum lýðræðisþjóðanna. Það ér vegna þess að við viljum treysta okkar eigin öryggi og standa vörð um þær hugsjónir, sem gefur okkar eigin lífi gildi. En hvað getum við gert, 130 þúsund sálir norður við ysta haf, kann einhver að spyrja? Við getum a. m. k. gert okkur sjálfum gagn með því að sýna heiminum að þrátt fyrir fæð okkar o.g varnarleysi sjeum við þó þroskuð þjóð, sem skilur kall tímans. Við getum sýnt þeim þjóðum, sem með okkur vilja starfa að við sjeum ekki þeir andlegir afturúrkreistingar að byggja framtíðarfrelsi okkar og öryggi á aðstæðum horfins tíma. Þegar við þetta bætist sú stáðreynd að lega lands okkar skapar okkur mikla möguleika til þess að stuðla að öryggi annara þjóða, sem okkur eru skyldar að ætterni og hugsjónum, þá getur eng- um Islendingi blandast um það hugur að land hans má ekki og getur ekki skorist úr leik, þegar um er að»ræða samtök frjálsra þjóða til verndar heimsfriði og mannrjettindum. Þegar kommúnistar og fylgilið þeirra hófu hinar ofsalegu árásir sínar á væntanlega þátttöku ísland í þessum samtök- um um síðustu áramót, vissu þeir mjög lítið um eðli þeirra cg tilgang. En þeir hjeldu því fram að í sáttmála banda- lagsins myndu felast kvaðir um herstöðvar á íslandi þegar í stað. Ennfremur um herskyldu og annað slíkt. Á þessum staðhæfingum hafa þeir síðan byggt hina tryllingslegu and- stöðu sína. Nú liggur málið hinsvegar skýrt fyrir. Öll þjóðin hefur sjeð sáttmálann, lesið hann og heyrt greinar hans skýrðar. Þá kemur það í Ijós að hann leggur engar slíkar kvaðir á Islendinga. Þátttaka íslands kostar þess vegna hvorki her- stöðvar á friðartímum nje herskyldu. Þetta veit öll þjóðin að er satt og rjett. En hafa „þjóðvarnarkommúnistarnir“ þá ekki breytt um afstöðu við þessar upplýsingar? Var það ekki á móti her- stöðvum og herskyldu, sem þeir sögðust vera að berjast? Jú, víst var það uppistaðan og ívafið í jóðli þeirra. En hið merkilega hefur gerst, barátta þeirra heldur áfram gegn sáttmálanum, eins og ekkert hafi í skorist. Furðar að sjáif- sögðu engan á þeirri afstöðu hinna sanntrúuðu kommúnista, sem miða stefnu sína eingöngu við hagsmuni Rússa. En það er dálítið skrýtið að hinir hjartahreinu dósentar og prófess- orar einfeldninnar í „Þjóðvörn” skuli nú vera forhertari gegn samvinnu lýðræðisþjóðanna en nokkru sinni fyrr. En bendir það ekki til að dorían og móðurskipið hafi alltaf verið og sje ennþá gert út af sama útgerðarfyrirtæki? Svo En hvað sem þessari útgerð líður, þá hafa íslendingar íekið afstöðu sína: Þeir munu ekki skerast úr leik. *\Jíluerji ólzripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Gabb, sem hefnir sín ÞAÐ hafa verið allgóðar kvik- myndir ' í kvikmyndahúsum bæjarins' undanfarið og bæjar búar hafa óspart notað sjer það og sótt kvikmyndahúsin vel. — Menn eru nú farnir að skilja þá erfiðleika, sem kvikmynda- húseigendur eiga við að stríða og skilja þá um leið, að það er ekki þeim að kenna, þótt inn- an um komi ljelegar myndir. • „Stórvitlaus mynd“ EN þá mega þeir heldur ekki gabba fólkið, eins og t.d. Tjarn arbíó gerði núna um helgina með myndinni „Á jeg að gæta bróður mins“. Hún var auglýst í blöðunum, sem „ensk stór- mynd“. -Það hefði verið sönnu nær að. auglýsa hana, sem „stórvitlausa mynd“. Það borgar sig ekki að gabba fólkið með slíkum aug- lýsingum. Það hefnir sín síðar. • Gamlar myndir og nýjar UNDANFARIÐ hafa einnig verið sýndar ,,afturgöngur“ í sumum - kvikmyndahúsunum. Það eru myndir, sem sýndar hafa verið hjer áður. Margar þessara mynda eru mjög sæmi legar og sumar betri en þær nýju. En af einhverjum ástæð- um héfur verið breitt um nafn á þeim og svo er hitt, að nöfn mynda gleymast furðu fljótt. Það væri ekki nema sann- gjarnt að þess væri getið í aug- lýsineum, að um gamlar mynd ir sje að ræða, sem hafa verið sýndar hjer áður. • Fegrunarfjelag á hverju heimili „ÞAÐ er farið að vora“, segja menn og lyftast við tilhugsun- ina. Það má til sanns vegar færa, að það er kominn vor- blær í loftið, en langt er þó í land ennþá. Mánuður til sum- ardagsins fyrsta og enn getur komið hríð og frost. En það er nógu áliðið til þess, að menn ættu að fara að hugsa fyrir vorinu og þá fyrst og fremst með því að taka til á lóðum sínum. Eins og venja er eftir vetur- inn hefur mikið ruslu safnast saman í húsagörðum, pappírs- rusl, spýtnabrak o- fl. — Nú ætti að stofna fegrunarfjelag á hverju heimili og byrja að hreinsa til. Hreinlætisvika óþörf ÞAÐ væri gaman að því, að hin árlega hreinlætisvika yrði óþörf með öllu á komandi vori. En þær ráðstafanir, að halda sjerstaka hreinlætisviku verða óþarfar, ef hver tekur til hjá sjer og bíður ekki eftir vald- boði, eða hótun með lögreglu, eins og svo oft hefur komið fyrir áður. Það mætti t.d.'vekja áhuga unglinga á heimilunum fyrir því, að hreinsa til í kring um hús. Það gæti haft varanleg áhrif. Rödd utan af landi KUNNINGI minn á Húsavík sendir eftirfarandi pistil. Og þar sem ekki er að sjá annað, en að það þurfi að stugga bet- ur við þeim, sem morgunút- varpinu stjórna þykir rjett, að þessi rödd utan af landinu heyrist. Brjefið er á þessa leið: „Jeg er nýbúinn að fá Morg- unblaðið dags. 12. þ. m. og eru þar orð í tíma töluð og þó fyrr hefði verið, þar sem þú minn- ist á morgunútvarpið- Mikið er sú hátíðamúsík búinn að hrella mig og svo veit jeg um marga fleiri. Þó tel jeg mig ekkert ómúsíkkalskari en geng ur og gerist. Jeg gæti oft við önnur tækifæri hlustað á slika músík, bara ekki á morgnana. • Ljettari tónn ÞVÍ eru ekki spiluð ljettari lög, af þeim er nóg til, og þó við íslendingar sjeum heldur þungir í vöfum, þá kunnum við vel að meta ljetta músík og veitir sannarlega ekki af henni, sem kryddi með öllum þeim „fúj.um“ og aríum, sem á borð eru bornar, sem getur oft verið gott að hlusta á, en af öllu má nú of gera. Því kemur ekki einhver ljett lyndur náungi í útvarpið á morgnana og segir t.d.: Góðan daginn góðir landar, nú er mál til komið að fara að hafa sig á fætur, núa stírurnar úr aug- unum og taka til starfa. Hjer fáið þið nokkrar fjörugar plöt- ur á meðan þið klæðið ykkur og súpið kaffisopann. • Ljettara líf JEG er viss um að ef maður heyrði slíkan tón sem þennan á morgnana, og tilheyrandi ljett lög, þá mundi maður kipp ast við að opna útvarpið kl. 8,30 á hverjum morgni, í stað þess að nú er það aðeins gert af leiðum vana. Svo ef ljett yi'ði á morgunútvarpinu þá færi maður til vinnu sinnar ljettari og glaðari og afkastaði meira og betra dagsverki“. •MiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifMiiiiiiiiiiMMiMiiiiiiMiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiHiiitMiini’4| I MEÐAL ANNARA ORÐA .... | : ? “. mmmmii«imimimmimmmmiiiiiiiiiiiiimmmimmmmmmmmmmmmmmiiiiiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimÁ BBIlOO ára afmæli „gullæðisins" í Kaliforníu og Nevada Eftir David Briggs, frjettaritara Reuters. WASHINGTON — í tilefni af, að hundrað ár eru liðin frá því að „gullæðið“ hófst í Kali- forníu og Nevada, hafa Banda- ríkjamenn ákveðið að láta fara fram hátíðahöld í ýmsum hinna ,,dauðu“ bæja. þessara bandarísku fylkja. Búist er við því, að mikill fjöldi ferða- manna noti tækifærið til þess að kynna sjer sögu þessara bæja og þorpa, þar sem hundr- uð og þúsundir manna bjuggu fyrir einni öld, en nú eru víð- ast eyðistaðir. • • 9 GULL FINNST ,,GULLÆÐIГ hófst í raun og veru 1848, þegar John W. Marshall fann gullmola á land areign efnaðs bónda ,í Kali- forníu. Ári seinna höfðu þús- undir manna flykkst til stað- arins, og heita mátti að grafið væri í hverju gili í Kaliforníu og Nevada. Við Sutters Mill, á jörð bóndans, reis á svipstundu 10,000 manna bær, sem í voru 13 hótel. Þessum námumanna- bæ var gefið nafnið Coloma. En þetta var aðeins einn af mörgum gullleitarbæjum, sem áttú eftir að rísa upp í Kali- forníu. í dag eru þarna tugir „dauðra“ bæja, og margir þeirra eru enn að mestu eins og þeir voru, ef mennirnir með gullæðið bjuggu í þeim. • • 9 MARGHLEYPURNAR RJEÐU ÞAÐ verða fyrst og fremst þessir „dauðu“ bæir og þorp, sem ferðafólkinu mun þykja gaman að kynna sjer í sam- bandi við 100 ára hátíðahöldin. Þarna eru byggingar og götur, sem staðist hafa tímans tónn. þótt hrörlegar sjeu þær orðn- ar. Og í þessum húsum og við þessar _götur bjuggu þúsundir manna, sem grófu eftir gullinu dag og nótt og fóru eftir fáum lögum, en treystu marghleyp- um sínum því betur. Nöfn þessara eyðibæja gefa góða hugmynd um aldarand- ann. Hjer eru nokkur: Squ- abble Town, Jackass Hill, Whisky Slide, Last Chance, Grizzly Flats, You Bet, Rough and Ready, Second Garrotte, Red Dog, Roaring Camp, Poker Flat, Growlersburg, Volcano, Hangtown, Dry Diggins og Angels Camp. • • 9 BLÓMLEGAR VERSLUNARBORGIR EN enda þótt margir þessara bæja ættu eftir að falla í eyði, voru það aðrir, sem stækkuðu og döfnuðu, jafnvel eftir að gullæðinu lauk. Bæir eins og •Placerville, San Andreas, Angels Camo og Sonora högnuð ust af því, að þær stóðu við fjölfarnar flutningaleiðir. Nú eru þetta orðnar verslunar- borgir með nýtísku heimilum og verksmiðjum. Ein borg, sem óx upp úr ör- litlum námumannabæ, hjet upphaflega Hildreths Diggins. Fyrstu íbúar hennar settust þar að 1848, og hún byrjaði að stækka tveimur árum seinna, þegar stór gullmoli fannst í námunda við hana. Hún var þá skýrð upp og kölluð Ameri- can Camp. 1854 var enn búið að skipta um nafn á henni; hún hjet nú Columbia, hafði 35,000 íbúa og var orðin önnur stærsta borg Kaliforníu. • • 9 „MADAME MOUSTACHE“ NEVADA CITY og George- town verða einnig meðal þeirra gömlu borga, sem ferða- fólkið mun leggja leið sína til í sumar. Nevada City var bygð á sjö hæðum og að heita má á einum degi. Á dögum gullæðis- ins vann þessi þorg sjer það aðallega til frægðar, að hvergi var hægt að spila um hærri fjárupphæðir en þar og engin veitingahús þóttu betri en þau, sem í henni voru. Það þekkt- asta gekk undir nafninu „Ma dame Moustache". Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.