Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 9
jMiðvikudagur 30. mars 1949. MORGUNBLAÐIÐ 9 Tuttugu og stúdentu í Eftir Louis Hunter, frjetta- ritara Reuters í Nevv York. ÁÆTLAÐ hefur verið, að um 21 þús. erlendra stúdenta stundi nú nám við háskóla Bandaríkj- anna. • Er þetta nærri því þrisvar sinnum meira en fyrir stríð. í sama mund dvelja um 11 þúsund bandarískir stúdentar við nám í skólum erlendis.. '. Erlendu stúdentarnir við bandaríska skóla eru flestir frá Bretlandi, bresku samveldis- löndunum og Evrópu, eða 7500. Um 5000 eru frá Indlandi. Kína og öðrum löndum Asíu. 4800 eru frá Suður-Ameríkuríkjunum og um 3100 frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og Afríku. Búist er við því, að hinum erlendu stúdentum í Bandaríkj- unum mun fjölga mjög á næstu árum, samkvæmt áætlun, sem ráðgjafanefnd Bandaríkjanna um stúdentaskifti hefur gert. Smith-Mundt lögin. Þessi ráðgjafanefnd var skip- uð í samræmi við Smith-Mundt lögin frá 1948. Þau veita banda ríska utanríkisráðuneytinu rjett „til þess að sjá um skifti á stúdentum, kennurum, pró- fessorum, fyrirlesurum og sjer fræðingum, milli Bandaríkj- anna og annara Ianda“. Búist er við því að stúdenta- og kennaraskifti muni fara fram samkvæmt lögum þessum á næsta ári, þareð bandaríska þingið hefur nú samþykkt fjár- veitingu í því skyni. Fullbright-lögin. Þá munu stúdentaskifti einn- ig fara fram í samræmi við Fullbright-lögin, er samþykkt voru af Bandaríkjaþingi 1946. Tilgangurinn með þeim er sá sami og með Smith-Mundr. lög- unum — að auka skifti á stúd- entum og kennurum á alþjóða- mælikvarða — en samkvæmt þeim ber að nota aðrar aðferð- ír til þess að ná því markmiði. Samkvæmt Fullbright-lögun um mega lönd þau, er skulda Bandaríkjunum fje frá bví á styrjaldarárunum greiða skuld ír sínar með því, að taka þátt í stúdenta- og kennaraskiftym. I stað þess að greiða skuldir sínar með dollurum, eru þær greiddar með því, að veita stúd entum námsstyrki o. s. frv. • Ekkert af fje þessu verður notað í Bandaríkjunum, þar sem ekkert af því verður greitt í döllurum, og dkkert af því verður notað til þess að kaupa fyrir dollara. Nokkur hluti af fje þessu verður, samkvæmt Fullbright- lögunum, notað til þess áð greiða fargjöld fyrir erlenda stúdenta til Bandaríkjanna, þar sem þeir fá síðan margvíslega aðstoð, ókeypis kennslu, náms- styrki o. s. frv. Það verður einnig notað til þess að greiða námskostnað fyrir érlenda stúd enta í viðurkendum bandarísk- um skólum í heimalöndum þeirra, svo sem Grikklandi og Tyrklandi. Fyrst og fremst verður það samt sem áður notað til þess að ein þúsund erlendrn Bundnríkjunum Stúdentaskilti munu aukast næstu úrin Hæstorjettordómnr í meiðyrðomúli standa straum af námskostn- aði bandarískra stúdenta, er nám stunda erlendis. Samkvæmt þessari áætlun fá 24 lönd jafngildi 140 milj. doll- ara í eigin gjaldeyri, fyrir stúdenta- og kennaraskifti. — Grikkland, Burma, Bret.land, Nýja-Sjáland, Frakkland og Belgía hafa þegar lýst yfir þátt töku sinni í áætlun þessari, og er búist við, að fleiri lönd muni gera slíkt hið sama. Þessi nýja áætlun stjómar- innar mun að mestu bygð á reynslu, er ýms einkafjelög hafa aflað. Þessi fjelög hafa ár- um saman sjeð um stúdenta- skifti milli Bandaríkjanna og annara landa. Námsstyrkir. Margir skólar í Bandaríkjun- um veita erlendum stúdentum námssyrki, þannig að þeir fá ókeypis kennslu eða dvalar- kostnaður þeirra er greiddur að einhverju leyti. Þessir náms styrkir eru mjög mismunandi, og ætlaðir nemendum, er stunda nám í margvíslegum greinum. I handbók. sem Stofnun Al- þjóðamentunar hefur nýlega gefið út, er greint frá ótal mörg um tækifærum, sem námsfólk hefir til þess að afla sjer náms- styrkja, sem nota má til þess að greiða ferðakostnað, riáms- kostnað við erlenda háskóla o. s. frv. Sumir þessara styrkja eru ætl aðir frá stúdentum frá ein- hverju sjerstöku landi eða lönd um. Aðrir ætlaðir nemendum, j til byrjunar- og framh.náms í einhverjum sjerstökum grein- . um, svo sem landbúnaði, verk- ' fræði. bókavörslu, læknisfræði, eða guðfrærði. I En flestum þessara styrkja er ekki sniðinn svo þröngur stakkur. Þeim er ætlað ,,að eflg skilning og vinarhug þjóða í milli“, eða að .stuðla að eflingu alþj óðasamvinnu“ Við bandaríska skóla er gert margt til þess að greiða götu hinna erlendu stúdenta. Albjóðahús. í sambandi við háskólana í New York. Chieago, Washing- ton D. C., og Kaliforníuháskól- ann í Berkelev. Kaliforníu eru starfrækt Alþjóðahús, einskon- ar fjelagslegar og menningar- legar miðstöðvar fyrir erlendan og bandaríska stúdenta. Þá eru einnig starfandi ýms fjelög í sambandi við banda- ríska háskóla, er hafa það á stefnuskrá sinni. að hjálpa er- lendum stúdentum. Eitt helsta þeirra er Fjelag til eflingar vináttu erlendra stúdenta. Það var stofnað 1911 af nokkrum velþektum Banda- ríkjamönnum. Markmið þessa fjelags er: , að hjálpa erlendum stúdentum í Bandaríkjunum til ánægju af dvöl sinni þar í landi“. Fjelag þetta sjer um, að ein- hver tekur á móti stúdentu.num, þegar þeir koma. Hjálpar þeim 1 til þess að afla sjer bráðabirgða 1 húsnæðis — og hjálpar þeim1 með ferðalög þeirra o. s. frv. Þá hefur fjelag þetta einnig skipulágt ferðalög til ýmissa merkra staða Bandarikjanna, fyrir hina erlendu stúdenta. Bandarískir stúdenta erlendis. , Sumir bandarískir stúdvntar fara til náms erlendis á eigin spý-tur, aðrir á vegum ýmissa fjelaga. Margir uppgjafahermenn úr síðustu heimsstyrjöld stunda nám erlendis, og hafa þeir til þess styrk frá bandaríska rík- inu. Þá fá einnig margir banda- rískir stúdentar styrki til fram haldsnáms í Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi, Ítalíu, Sviss og Suður-Ameríkj urík j unum. Eftir því, sem stuðningsmenn Fulbrigt og Smith-Mundt lag- anna segja, þá verða' stúdenta- skiftin mun meiri samkvæmt þeim, en þau hafa nokkru sinni áður verið. Menningarfrömuðir segja, að megingildi þessara áætlana sje, að verði þær framkvæmdar, þá muni þær stuðla mjög að þvi að skilningur aukist milli þjóða af ólíkum kynþáttum og um leið treyst grundvöllinn fyrir varðveislu friðarins. Tjekkar dæma tvo bandaríska hermemr PRAG, 29. mars — Bandaríska sendiráðið í Prag hefir mót- mælt því, að tveir bandarískir hermenn hafa verið dæmdir í 10 og 12 ára fangelsi fyrir njósn ir eftir Ieynileg rjettarhöld. — Gaf tjekkneska stjórnin út til- kynningu um mál þetta i dag þar sem sagði, að hermenn þess- ir hefðu farið yfir tjekknesku landamærin á ólöglegan hátt í febrúar s. 1., til þess að njósna. — Bandarísk yfirvöld, hafa hvað eftir annað krafist þess, að fá mennina framselda. Sagði í orðsendingu sendiráðsins, að þeir ættu heimtingu á eðlilegri og löglegri yfirheyrslu. —Reuter. BEIRUT, 26. mars: — Araba- ríkin tilkynntu í dag sáttanefnd S. Þ. í Palestínudeilunni, að þau mundu ekki fallast á alls- herjar friðarviðræður í deil- j unni, fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um þá 750,000 flótta' menn, sem hennar vegna hafa, flúið heimili sín. Tillaga þefði komið fram' um að efna til friðarráðstefnu í þess að hafa sem riiest gagn ogGenf. — Reuter. HÆSTIRJETTUR hefur nýlega kveðið upp dóm í meiðyrðar- málinu Ásgrímur Albertsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður kommúnistablaðsins Mjölnis á Siglufirði gegn Erlendi Þor- steinssyni, framkvæmdastjóra, Siglufirði. í blaðinu Mjölnir birtist þ. 23. janúar 1946 grein undir fyrirsögninni Fáheyrt hneyksli, en í greininni var ráðist á Er- lend Þorsteinsson og honum borið á brýn að hafa misnotað stöðu sína, sem starfsmaður í opinberri þjónustu. I undirrjetti var Ásgrímur Albertsson dæmdur til að greiða 1000 kr. í sekt til ríkis- sjóðs og ummælin dæmd dauð og marklaus, og gert var hon- um að greiða Erlendi Þorsteins syni 3000 kr. í hneisubætur, auk málskostnaðar. í forsendum dóms Hæsta- rjettar í málinu segir m.a. svo: Ummæli þau, sem aðal- stefndi saksækir aðaláfrýjanda fyrir í máli þessu, eru í grein með fyrirsögninni „Fáheyrt hneyksli", er birtust í blaðinu Mjölni á Siglufirði hinn 23. janúar 1946. Höfundur greinar innar var ekki nafngreindur, en aðaláfrýjandi var ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins og hefur einnig í málinu kannast við að hafa skrifað greinina. Það var tilnefni greinarinnar, að aðalstefndi, sem var fram- kvæmdarstjóri Síldarútvegs- nefndar, hafði á árunum 1944 og 1945 aðstoðað sænskt hluta- fjelag, ef síld hafði keypt hjer á landi, við innflutning á sykri og síldarkryddi og meðal ann- ars útvegað því leyfi til xnn- flutnings á vörum þessum. Ekki er komið fram í málinu, hvort síldai'kryddið var flutt hingað til lands, en sykurinn kom í júlímánuði 1945, og var honum síðar ráðstafað til ís- lenskra síldarsaltenda. Sykur- inn var keyptur af nafn- greindu verslunarfyrirtæki í New York, og er því ómót- mælt haldið fram af aðal- áfrýjanda, að náinn vensla- maður aðalstefnda sje aðaleig- andi þess. Aðalstefndi hafði og keypt sykur fyrir hönd Síldar- útvegsnefndar af sama versl- unarfyrirtæki, og virðist sú sykursending hafa komið til Siglufjarðar í desember 1945 og janúar 1946. Aðaláfrýjandi telur, að fram angreind atvik rjettlæti um- mæli þau, sem stefnt er fyrir. Á þetta verður þó ekki fallist. í greininni er svo sterkt að orði kveðið um frámangreind- an erindisrekstur og starfsemi aðalstefnda, að telja verður ummælin fara út fyrir tak- mörk leyfilegrar gagnrýni. — Ummælin: „Þessi sending var 300 sekkir og mun geymd í Hrímni“ varða ekki við meið- yrðalöggjöfina, en önnur um- mæli, sem stefnt er fyrir, þykja eiga að varða aðaláfrýj- anda refsingu samkvæmt 235. gr; laga nr. 19/1940. Þykir refs ingin hæfilega ákveðin 700 kr. sekt, er renni í ríkissjóð, og komi 12 daga varðhald í staði hennar, ef hún greiðist ekki - innan 4 vikna frá lögbirtingtv dóms þessa. Þá ber og að ó- mei'kja ummæli þau, sem refs- að er fyrir. Ekki þykir eins og á stendur, nægileg ástæða tif að dæma aðalstefnda miska- bætur. Eftir málavöxtum þyk-’ ir rjett, að aðaláfrýjandi greiðV aðalstefnda málskostnað f hjeraði og fyrir Hæstarjetti, sem þykir hæfilega ákveðinní samtals kr. 1000,00. Gagnsök í máli þessu er vís- að frá Hæstarjetti. Sjeratkvæði í málinu svo- hljóðandi skilaði Jón Ásbjörn* son, hrd.: Samþykkur atkvæðinu atf öðru leyti en því, að jeg teí: eftir atvikum rjett, að aðal- áfrýjandi greiði aðalstefnda miskabætur, sem mjer þykjá hæfilega ákveðnar 800 krónur. Myndin í Nýja bíó NÝJA BÍÓ byrjaði í gær aj' sýna danska gamankvikmynd, sem er líkleg til að afla sjer vinsælda meðal almennings. —• Heitir hún á frummálinu: „Jeg elsker en anden“, en hefir á ís- lensku hlotið nafnið: „Barn- fóstran“. Aðalhlutverkið, barnfóstruna, leikur Marguerite Viby, sem lengi hefur verið ein eftirsótt- asta leikkona Dana í Ijettun*- hlutverkum. Manninn, er verð- ur ástfanginn af henni, leikur Ebbe Röde, sem leikið hefur mörg veikamikil hlutverk, bæðV í dönskum kvikmyndum og leikritum. Hinn alkunni skop- leikari' Ib Schönberg, sem er næstum ómissandi í dönskum kvikmyndum, leikur þarna ■ gamlan piparsvein, með sinni alkunnu kímnigáfu. Þótt þetta sje ljett gaman- mynd, með ýmsum skoplegum atvikum, sem gera hana að hinni bestu dægrastyttingu, þá felst djúp alvara á bak við hana. Hún fjallar um aðkall- andi vandamál stórborganna, varðandi yngstu borgarana, börnin, sem þurfa að alast upp á götunni, af því að skortur er á dagheimilum fyrir þau. Marguerite Viby, — í hlut- verki barnfóstru á barnaheim- ili í fátækrahverfi Kaupmanna hafnar — tekur til sinna ráða á hressilegan hátt, þegar í ráði er að leggja niður barnaheim- ilið, sem hún vinnur við. Og með aðstoð hins ljettlynda elsk huga síns (Ebbe Röde), tekst henni að koma sínu máli fram, þrátt fyrir andstöðu fyrverandi unnustu hans (Erni Anderson) og bins þrijngsýna frænda hans (Ib Schönberg). Iffirleikstjóri myndarinnar er Lau Lauritzsen, sem lenái hef- ur verið talinn besti leikstjóri Dana. Tekst honum í þessari mynd að ná Ijettum blæ og skemtilegum sviðum, enda er hún líkleg til að falla íslend- ingum betur í geð en margar af hinum amerísku skoprnvnd- um, sem eru fjarlægari hugs- unarhætti okkar. — Geir. I Friðamefnd ræðir viS Chiarig Kai t NANKING — Fregnir hjeðan herma að friðarnefnd kínversku stjórr.arinn- ar muni ræða við Chiang Kaí Shek, áður en hún hefir viðræður við frið- arnefnd komrnúnistunna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.