Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 14
14 MORGUISBLAÐIÐ MiSvikudagur 30. mars 1949. Framlialdssagan 42 KVjgmiiiiiimiiiin HESPER Eftir Anya Seton Fólk'LÓ í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF 42. Þau sáu fyrir sjer með veit- jngahúsrekstrinum, þó að gest- irnir hefðu breyst um leið og bærinn breyttist. Eftir brun- ann árið 1877, höfðu sumir skó gerðarmennirnir byggt upp aft ur verksmiðjur sínar, og reynt að halda áfram skóverslun- inni. En keppinautarnir í Lynn stóðu betur að vígi. Árið 1885 i>egar almennt atvinnuleysi var komið í bænum, missti veitingahúsið lánstraust og Hesper fór þá að taka sumar- dvalargesti. Og nú voru það sumardvalagestirnir, sem hjeldu bænum uppi. Þannig varð það, að íbúarnir í Marblehead fóru aftur á sjó- inn, eftir stutta en misheppn- aða tilraun til að gera bæinn að iðnaðarbæ. En þeir stund- uðu ekki sjóinn á sama hátt og áður, þegar þeir sóttu þangað brauð sitt. Sá tími var liðinn. Nú fóru þeir út á skemmti- snekkjum með sumardvalar- gesti. En það þýddi ekkert að sakna gamla tímans, eins og hún hafði einu sinni fyririitið skógerðarmennina, sem þó höfðu bjargað íbúunum þegar fiskveiðarnar hættu. ,,Menn verða að taka því, sem að höndum ber og sætta sig við það“, hafði Susan oft sagt- Og bærinn hafði í sjálfu sjer ekki breytst. Húsið mitt hefur ekki breytst. hugsaði hún. Og henni hafði sannar- íega verið mikil huggun að þeirri staðreynd þessi ár. Hesper hallaði sjer aftur á bak í stólnum. Henni fannst hún enn eiga mikinn lífsþrótt og hreyfingar hennar voru all- ar ákveðnar og öruggar. Hár hennar var alltaf jafn þykkt og óviðráðanlegt. Það hafði gránað á mjög skömmum tíma eftir fráfall Amosar, en auga- brúnir hennar voru enn dökk- ar, og þær gerðu það að verk- um, að hún virtist unglegri, og það svo að hún varð hissa á því sjálf, þá sjaldan að hún mundi eftir því að líta í spegil. Hún hafði einmitt litið í spegilinn í dag, þegar hún var að binda upp á sjer hárið. Hún hafði lagt stóran ísaumaðan kraga yfir herðar sjer til heið- urs Cörlu. Guð blessi hana, hugsaði hún. Mikið vildi jeg óska að Amos hefði fengið að sjá hana. Hann mundi hafa dýrkað hana og líklega eyði- lagt hana á eftirlæti, ef Elea- nor hefði þá leyft honum það. Hún hristi höfuðið og brosti. Það var líkt Henry að velja sjer hana fyrir konu. — Það mundi einmitt hafa verið slík kona, sem hann hafði í huga, síðan hann var orðinn nógu gamall til að ganga á síðum buxum. Henry hafði alltaf verið jafn alvarlegur og ákaflyndur, eftir að þau höfðu fl'utt í veitinga- húsið. Hann hafði staðið sig vel í skóla, hafði fengið náms- ! styrk við Harward-háskólann og útskrifaðist þaðan „summa cum laude“. Eftir það hafði hann fengið ágæta stöðu í banka í Boston. Og svo hafði hann gifst Eleanor árið 1895. Enda þótt Hesper hefði aldrei fallið við Eleanor, þá vissi hún samt, að Eleanor var rjetta eiginkonan fyrir Henry. Og Hesper hafði fyrirgefið henni margt, aðeins fyrir það, að þó að margt væri ábótavant við Eleanor, þá hafði henni þó tekist að eignast barn, eins og Carla var. Jeg má ekki láta svona með þetta barn, hugsaði hún um leið og hún heyrði að bifreið var ekið upp að húsinu. Hún flýtti sjer frám í dyrn- ar og sá stóru, gulu feiðabif- reiðina, útataða í leirsljettum renna upp að hliðinu. Carla þaut út og hljóp upp stigann. „Marnie, við erum komin“. Allt frá því að Carla fór að tala. hafði hún viljað koma til Marnie. Hesper tók barnið í fang sjer og þrýsti hana að barmi sínum. „Sæl og blessuð, amma Port erman“, sagði Eleanor og snerti vanga Hesper með vörum sín- um. „Þetta var hræðilegt ferða lag. Rok og rigning og aur og bleyta alla leiðina11. Henry heilsaði móður sinni og bifreiðarstjórinn staulaðist upp stigann með töskurnar. Carla virti fyrir sjer gamla húsið og augu hennar ljómuðu af gleði. Hún andaði að sjer söltu sjávarloftinu og vætti rjóðar varirnar með tungunni. Hún gekk á eftir fullorðna fólkinu inn í húsið. Eleanor, Henry og Hesper settust inn í setustofuna og Carla skoppaði í kring um þau. Hún hafði lengi vitað, að það var eitthvað við „Arininn og Örninn“ og Marnie, sem pabba hennar og mömmu var lítt gefið um. Þau sögðu það ekki berum orðum, en hún fann það samt. Eins og hvernig mamma hennar talaði einmitt núna. „Eru .... hm .... sumar- dvalargestirnir þínir famir, amma Porterman?“. Marnie kinkaði kolli. „Þeir síðustu fóru í dag. Jeg hef búið um ykkur í fram-stofunni og gula herberginu og þar er allt til reiðu handa ykkur“. Pabbi hennar hnyklaði brún ir. ,.Jeg vildi óska þess að þú hættir að taka þessa gesti, mamma. Þú veist ósköp vel, að það er ekki nauðsynlegt. Ef Marnie hló við og gretti sig, eins og Carla hefði vel getað gert sjálf. „Ó, jeg veit það, Henry, þið eruð mjög greiðug. En mjer líkar vel að hafa sum- ardvalargesti og mjer þykir gott að hafa nóg að gera. Auk þess hefur þetta hús alltaf verið veitingahús“. Mamma hennar og pabbi litu hvort á annað, og pabbi hennar yppti öxlum. „Jæja“, sagði hann. „Þú verður víst að fá að ráða því. Er Walt ekki kominn ennþá? Jeg hafði hugs að mjer að við snæddum kvöld verð úti, úr því þú hefur enga vinnustúlku, frekar en venju- lega“. Marnie stundi við og fór að taka saman te-bollana. „Jeg lofaði Dilly að fara heim til sín. Hún þurfti að fá frí. Jeg var b'úin að taka til í kvöld- matinn handa okkur. Walt fór að líta eftir humarnetjunum. En það er að hvessa. Hann ætti að vera kominn aftur“. „Og vafalaust angar hann af fisklykt og brennivíni, þegar hann kemur“, sagði mamma hennar og- hló við, en hlátur hennar var ekki eðlilegur. -— Henni fjell ekki við Walt frænda. „Jæja“, sagði hún. „Það er best að við Henry för- um upp og tökum okkur til fyrir kvöldverðinn“. Carla fór á eftir Hesper inn dimma ganginn og fram í gamla eldhúsið. Þar settist hún á lítinn þrífættan stól rjett við arininn. Nú átti hún hann. Einu sinni hafði Hesper átt hann og Roger á undan henni. Telpan leit á ömmu sína. Hún hafði falleg augu og brúnt hrokkið hár bundið í bláar slaufur. „Segðu mjer aftur sögurnar, sem pabbi þinn sagði þjer .... um sjóræningjann, sem skar í borðið þarna og aringrindurn- ar hennar Phebe“. „Ekki núna, vina mín. Seinna“. Vindhviða skók til húsið og það hvein í skorsteininum. Jeg vildi óska þess að Walt kæmi, hugsaði Hesper. Þetta er orðið ofsa veður. Hún varð allt í einu gripin hræðslu og það fór hrollur um hana. „Hvað er að, Marnie?“, spurði telpan. „Það er eins og þú sjert hrædd“. „Hvaða vitleysa“, hreytti Hesper út úr sjer, og snjeri sjer snögglega að henni. Hún sá að Carla varð bæði hrædd og undrandi. Ja, hjerna hugsaði hún, jeg er orðin orðhvöss, eins og mamma var stundum. Hún tók undir hökuna á Cörlu og kyssti hana. „Jeg ætlaði ekki að vera óþægileg, vina mín. En jeg get ekki að því gert að þetta kvöld minnir mig svo mikið á kvöld fyrir löngu síðan. Þá var líka svona hvasst og mamma var afskaplega á- hyggjufull". „Hvað skeði þá“, spurði telpan og leit á ömmu sína. „O, það skeði svo sem ekki margt hjer yfirleitt“, sagði Hesper. „Og þó var dálítið gaman, þegar öldurnar gengu alveg upp að húsinu“. „Heldurðu að þær mundu gera það núna?“. Carla reyndi a h gera sjer í hugarlund, hvernig öldurnar gætu bulið á dyrunum. „Það held jeg ekki. Nú er búið að byggja garðinn. Að minnsta kosti mundi húsið standa“. Mamma hennar hafði ein- mitt sagt þetta líka, hugsaði hún. „Húsið mun standa“. Tíminn líður og fólkið breyt- ist, en þó er allt eins í aðal- atriðum. En það hafði oft verið svona hvasst áður og hún hafði ekkert tekið eftir því. Þó var henni ekki rótt. Vindurinn bljes og hvein við glugeana og svo kom dvnjandi rigning. Eleanor kom inn í eldhúsið. „En það veður“, sagði hún. „Við getum víst ekki farið út að borða. Mjer þykir verst að láta þig vera að hafa fyrir okkur“. Það skrjáfaði í silki- kjólnum hennar um leið og hún settist í hægindastólinn og en í þetta skipti gaf hún ekki eftir fyrr en Jóhannes hafði lofað að koma nú næsta laugardagskvöld í gönguferð um skóginn. Þau ætluðu þá að fara á sljetta grasblettinn í miðju skógarins. — Og þá kemur Þyrí með, er það ekki? — Jú, það eiga allir að koma með sem vilja, sagði Jó- hannes. — Já, Þyrí verður að koma með og þá líka stóra fallega brúðan hennar. Þær verða að fá að sjá nokkuð, sem jeg fann í skóginum. Svo hljóp Maja inn til þess að segja hinum, að nú væri fastráðið að fara í göngutúr í skóginum næsta kvöld. 7. KAFLI * f Leikvöllurinn í skóginum. Og svo var komið laugardagskvöld með þessu dásamlega veðri. Það var svo mikil friðsæld yfir öllu, að þannig getur það aðeins verið á laugardagskvöldum. Þyrí og Maja höfðu síðustu daga verið bestu vinkonur. Maja týndi ber fyrir hana og sendist fyrir hana, en í staðinn sat Þyrí inni í brúðuhúsinu og saumaði fín gönguföt á brúður Maju litlu, því að nú áttu allar brúðurnar að fá að fara með í skógar- lerðina. Loksins voru allir tilbúnir, bæði börn og brúður og svo hjeldu þau í halarófu inn í skóginn. Jóhannes var eins og hann átti venju til, þögull, en Maja talaði og talaði í sí- fellu og var að segja Þyrí frá leikvellinum í skóginum og svo gat hún ekki geymt það lengur að segja frá svölu- hreiðrinu. Og svo voru þau loksins komin þangað, það var í trje einu i jett hjá leikvellinum þeirra. Maja var einmitt að segja frá því, að síðast þegar hún hefði komið þar, hefði hún sjeð svöluna liggja á hreiðrinu og ekkert verða hrædda, þótt hún kæmi þar nærri. Og svo komu þau fyrir beygjuna á skógarstígnum .... ÍIÍIlcF mxfi&unnJzG, iViíur hundur. Hundur, sem heitir „Buster“, er ; nú talinn vitrastur allra hunda í heiminum, eða það segir eigandinn ] að minnsta kosti, en það er amerísk kona. ,,Buster“ sefur í sama herbergi og eigandinn, og þegar vekjaraklukk- I an hringir á morgnana, fer hann framúr og lokar glugganum. Hann hefir sinn eigiii stól við matborðið. Það lcemur aldrei fyrir að hann betli mat á milli métiða. Ef dyrabjöllan hringir er „Buster" kominn á staðinn og opnar dymar. Það ei- hans hlutvgrk, þegar liann fer í ökuferðir með eigandanum að blása flautuna, þegar þess gerist þörf. Eitt sinn flautaði hann án afláts, þegar billinn stóð kyrr. Þá kom lög- regluþjónn til skjalanna, en hann varð ekkert vondur, þegar hann sá, að það var bara Buster, sem hávað- anum olli og sjerstaklega þegar hann bað kurteislega afsökunar! Ef það hvessir á meðan eigandinn er ekki heima hringir hann heim og Buster svarar í símann og segir „Voff voff“. Samtalið er annars; — Halló Buster! — Voff. —Lokaðu gluggunum. — Voff — voff. Svo heyrast skellir í símanum, þeg ar gluggunum er lokað og síðan þeg- ar heymartólinu er skellt á. Þetta virðist ótrúlegt, en þó er eitt, sem svona vitur hundur hefði átt að gera. Það hefði ekki átt að vera nauð- synlegt að hringja heim, þegar loka átti gluggunum. Hann hefði átt að hafa það á tilfinningunni sjálfur, hvenær slikt þyrfti að gera. ★ Elsta lögbók heimsins. Nýlega fannst „elsta lögbók heims- ins“ skammt frá Bagdad, í Tell Har- mal, sem liggur á milli ánna Tigres og Dialah. Lögbók þessi er ein tafla, sem ritað hefir verið á og er hún nú allmikið skemmd. Álitið er að hún hafi verið skráð um 2000 árum fyrir Krists burð. Dagsetning er á töflu þessari. Hún er rituð „það ár er Dadusha rjeðist á Qabara“. Sam- kvæmt rannsóknum íranskra fom- fræðinga var það um 2075 f. Kr. Lög- in gilda fyrir konungsríkið Eshnunna og eru annaðhvort skrifuð af Bilalam konungi eða syni hans. Bæðir þar um heimilislífið, þjófnaði og innbrot, útvegun kvenþræla, ættleiðslur og barnauppeldi, viðskiptamál og af- hendingu keyptra vara. ★ Ekki nylon — heldur orlon. Ameriskir vísindamenn hafa nú fundið upp efni, sem hefir betri eig- inleika en nylon og er talið að muni ryðja sjer mjög til rúms. Orlon er það kallað. Það líkist ekki einungis ekta silki, en er einnig eins hlýtt og ull. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS ,Hermóður‘ Tekið á móti flutningi til Arnar stapa, Sands, Olafsvíkur og Grundarfjarðar í dag. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.