Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. apríl 1949. MORGUNBLAÐIÐ o Anægjuleg Bunduríkjuför tveggjn mentuskólanemendu MENTASKOLANEMENDURN IR TVEIR, þau Rósa Björk Þor fojörnsdóttir og Einar Benedikts eon komu í gærmorgun úr Bandaríkjaför sinni. en eins og kunnugt er af frjettum var þeim foöðið vestur um áramótin síð- ustu af stórþlaðinu New York Herald Tribune, American Overseas Airlines og fleiri aðil- iim, ásamt mentaskólanemend- um frá 16 öðrum EvrópulÖnd- um til þriggja mánaða dvalar ;og ferðalaga um Bandaríkin. Lærdómsrík ferð Morgunblaðið hitti Emar Benediktsspn að máli í gær og spurði hann um ferðalagið og fovernig það hefði gengið. „Það var lærdómsríkt og skemtilegt á alla lund“, svaraði Einar, ,.og hafði mikla þýðingu, pkki aðeins fyrir okkur, heldur og alla, sem tóku þátt í því. Við nutum einstakrar gestrisni l Bandaríkjunum og ferðuðumst lim þver og endilöng Banda- ríkin. Ferðasagan £ stuttu máli Ferðasaga mentaskólanem- endanna er í stuttu máli þessi í frásögn Einars Benediktsson- iar: „Við Rósa fórum hjeðan að kvöldi dags þann 1. janúar með 'AOA-flugvjel frá Keflavík. — Þegar við komum til New York voru flestir þeirra nem- enda, sem boðnir höfðu verið, komnir þangað, en það voru 32 írá 16 þjóðum auk okkar. — Hafði farið fram samkeppni í skólum viðkomandi landa í Ev- rópu eins og hjer. Fyrstu þrjár vikurnar vorum við í skólum, gem svara til þeirra skóla, sem við nú erum í. Amerískir menta skólanemendur höfðu skift hópnum á milli sín og bjuggum við hjá foreldrum þéirra. Jeg var í Lorchmont, skamt frá New York hjá prýðis góðu fólki og sömu sögu höfðu aðr- ir að segja. En Rósa Björk á öðrum stað. Nám og landkynning I skólunum vorum við feng- in til að svara spurningum um okkar land í bekkjunum, eða við sátum sjálf á skólabekkn- um og kynntumst kensluaðferð tim og bárum saman við okkar kennsluaðferðir hjer heima. Var þetta í senn lærdóms- FÍkt fyrir okkur og landkynn- Sng fyrír ísland, því við feng- Um tækifæri til að leiðrjetta margskonar misskilning, sem ríkti um land okkar og þjóð hjá jafnöldrum okkar og kenn urum í þeim skólum, sem við komum í. Ferðalag til Kaliforníu Eftir fyrstu þrjár vikurnar var haldið í ferðalag á vestur- Btrönd Bandaríkjanna. Við fór- «m flugleiðis og höfðum til ferð forinnar þrjár Dakotaflugvjelar. íf hópinn bættust tveir amer- iskir mentaskólanemendur, sem foöfðu verið valdir til ferðarinn iar eftir harða samkeppni. — Fyrst var haldið til Suðurríkj- Einar Benediktsson segir frá ferðalaginu iii m ■i Rósa Björg Þorbjörnsdóttir anna, en síðan vestur á bóginn. Komið við í mörgum ríkjum. Við nutum hinnar einstöku gestrisni Texasbúa, komum við í Phöenix, í Arizonafylki, með- al annars og loks til Long ageles í Kaliforníu og höfðum þar nokkra viðdvol. I Hollyvvood Alstaðar, þar sem við kom- um, var tekið vel á móti okk- ur, venjulega af borgarstjórum og fylkisstjórum, sem sýndu okkur margvíslega sæmd og gestrisni. í Los Angeles, eða rjettara sagt Hollywood fórum við að skoða kvikmyndatöku- staðina og var þar mikið að sjá og læra. í Los Angeles var haldin kvöldveisla, þar sem við hitt- um nokkra íslendinga, m. a. Johannes Newton, formann ís- lendingafjelagsins þar í borg og Stanley Ólafsson. íslenskan konsúl. — Frá Kaliforníu var haldið austur aftur um Mið- vesturríkin og komið við m.a. í Detroit, þar sem við skoðuð- um Chi'ysler-verksmiðjurnar og Ford-vei'ksmiðjurnar. í Ford-verksmiðjunum var jeg hvað hrifnastur í ferðinni yfir að sjá fjöldaframleiðsluna, hvernig bifreiðarnar eru sett- ar og þar til að lokum, að ein bifreið kemur fullbúinn á tveggja mínútna fresti, eða hvað það nú er. Hjá Truman forseta Síðasti flugáfanginn var til Washington. Þar dvöldum við í 5 daga og skoðuðum Þing- bókasafnið, þinghúsið, Hæsta- rjett og fleira. Einn daginn tók Truman forseti á móti okkur í. Hvíta húsinu. Gengum við fyrir hann eitt og eitt og vorum kynt fyr- ir forsetanum. Síðan gerði hann að gamni sínu og sýndi okkur meðal annai's ■ Chicago Tribune, þar sem sagt var með Einar Benediktsson stórri fyrirsögn, að Dewey hefði sigrað í forsetakosning- unum, en þetta blað hafði bar- ist gegn endurkosningu forset- ans af miklum móði. Frá Washingtón fórum við síðan með langferðabílum, svo- nefndum „Grey hounds“ til New York. Eru það með af- brigðum þægileg farartæki og skemtilegt að ferðast með þeim. Síðustu þrjár vikurnar fór- um við svo aftur i skóla. Var jeg fyrst í New Jersey og síð- an í Bronx. Allsherjar nemendaþing Þann 5. mars gekkst svo New York Hei’ald Tribune fyrir allsherjar nemendaþingi í New York og lauk þar með boði okkar vestra. En við Rósa Björk fengum leyfi til að dvelja lengur. Heimsótti jeg ættingja mína, sem mig hafði lengi langað til að heimsækja. Bætt sambúð með kynningu í þessu fei’ðalagi, segir Ein- ar að lokum. komumst við að þeirri staðreynd, að með auk- inni kynningu milli þjóðanna vex vináttan og skilningurinn. Þarna vorum við saman frá 17 Evrópulöndum. Þjóðverjar, sem höfðu átt í stríði við Frakka, Hollendingar, Norðmenn, Dan- ir og svo framvegis, sem áttu um sárt að binda vegna yfir- gangs Þjóðverja. En er við kyntumst hvei't öðru, vaknaði skilningur okkar á högum og sjónarmiðum hinna og vinátta myndaðist. Var talað um, , að reyna að auka kynningu milli þjóða með gagnkvæmum heim sóknum nemenda hinna ýmsu landa heims með það mai’kmið fyrir augum. að aukin kynni myndu koma í veg fyrir á- rekstra og misskilning, sem oft hefir haft hinar alvarlegustu afieiðingar í samskiftum þjóða á milli. Sigríður Scheie ÍSLENSK merkiskona, Sig- ríður Scheie ljest í Bergen 14. janúar s.l. Sigríður Scheie (fædd Jóns- dóttir) Ijest 14. janúar þ. á. að heimili sínu Haukalandsskóla í Bergen eftir langa legu, 67 ára. GSeSBBÞSsjgSiE'lHgp***- mæWZWW) Sigríður var dóttir mei'kis- hjónanna Kristrúnar Magnús- dóttur og Jóns Stefánssonar, er bjuggu að Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Sigríður ólst upp í stórum systkinahópi, sem öll komust vel til manns. Sigríður fór til Noregs árið 1906, og dvaldi þar hjá föðursystur sinni. í Noregi giftist hún eft- irlifandi manni sínum Kristoff- er Scheie umsjónarmanni við Haukalandsskólann í Bergen. -- Þau hjónin eignuðust tvo syni, Kára, sem dvelur í föðui'húsum, en hinn dó ungur. Þau hjónin Sigríður og Krist- offer Scheie voru kunn hjer heima og í Bergen fyrir gest- risni og hjálp við íslendinga, sem til þeirra leituðu. Þau voru sannkallaðir íslandsvinir, þvi margur naut gestrisni þeirra. 1947 var ákveðið, að jeg sem skrifa þessar línur, færi með glímuflokk til Noregs. Ármann Jakob sonur minn fór á undan flokknum og höguðu Torlögin því svo til, að hann fekk gist- ingu hjá þeim Islandsvinunum að Haukalandsskólanum í Berg- en. Er hann kom út, veittu þau honum svo góðar viðtökur, sem þau væi’i foreldrar haxrs. Kári sonur þeirra var þá hjer heima á Islandi og kom Ármann þeim í sonarstað, enda fekk hann einkaherbergi sonarins og naut foreldraástar þeirra. Umönn- un Sigríðar við Ái'mann var svo dásamleg, að hún sýnir þær bestu og fegurstu dygðir, sem göfug kona á. Frú Sigríður Scheie Eftir að glímuflokkurinn hafði. sýnt í Noregi, þáðum við heimboð af þeim hjónum og dvöldum þar stund úr degi við ógleymanlegar viðtökur. Heim- ilið og hjónin voru svo aðlað- andi, að mjer er erfitt að finna orð yfir þau áhrif, sem jeg varð fyrir, því jeg var gestur í ó- kunnu landi, en er allt í einu staddur á islensku, rausnar- heimili hjá mannkos'ta fólki. — Það er þetta, sem skilur eftir óafmáanlega mynd á minnis- landi mínu, af góðri og göfugri konu, sem Sigríður var. Við Árrnann eigum þeim hjónum mikið ógoldið. Með Sigríði er fallin ein hin mætasta kona, sem elskaði land sitt og þjóð, þó hún byggi í framandi landi yfir 40 ár. Sigríður, við þökkum þier fyrir þær góðu og fallegu end- ui'minningar, sem þú gafst okk- ur og við geymum um þig, sem göfuga konu. Við samhryggj- umst innilega manni þínum og syni. Blessuð þje minning þin. Rvík, 26. mars ’49. Lárus Salómonsson. Armann J. Lárusson. ÞAÐ var 1925, sfem Glímu- flokkur á vegum U. M. F. {., heimsótti Noreg, og átti jeg þess jkost að vera með í þeirrj for. jÞegar ferð okkar lá um Berg- jen. hlaut jeg gistingu hjá særmj jarhjónunum Kristoffer Scheie, og Sigríði Jónsdóttur, sem var jíslensk. Það erækki hægt aO ■ hugsa sjer betra heimili fyrir jferðalang að koma á en þeth'j jislensk-norska heimili. Ekkert jvissi jeg það, er þau hjón vora jekki reiðubúin að gera og voru jávalt að bjóða mat eða ferðaiög, jef tími leyfði frá fei'ðum sam- ! fei'ðamanna. Jeg hefi gist mörg jheimili erlendis, en fá þar _sem husmóðirin var jafn reiðubúin ] til að sjá um allan beina, meí> innileik sannrar móður, rjett eins og það væri innri þörf n3 gera landanum allt, er eitt jheimili gat veitt. !• Frú Sigríður bauð mörgum llanda sínum heim og sumum til jlangdvalar, og átti hún von á jstúlku frá Islandi til mánaðar- jdvalar og margir voru þeir, er skráð höfðu nöfn sín í ges1,abók þeirra hjóna. j Nú er frú Sigríður fallin ft'á, : eftir mikið starf og skarð henn- jar autt hjá manni og syni, < n fagurt líf hennar gerir eftirlif- endum án efa söknuðinn ljett- ’ari! Blessuð sje minning hennar. Viggó Nathanaeísson. F. IB. ¥Éi! fá , jbelra bensín iFJELAG íslenskra bifreiðaeig- ! enda hjelt aðalfund sinn siðastl. miðvikudag. Hagur fjelagsins er nú nrjög góður og þrefölduðust eignir þess á síðasta ári og íjelagatnl- an hefir aukist mikið. Fundurinn gerði ýmsar álykt anir- Meðal þeirra áskorun til yfirvaldanna um afnám foensín- skömtunarinnar og ennfremur gerði fundurinn þá kröfu, a3 flutt væri inn til landsins betra bensín. en nú er gert. Þá sam- þykkti fundurinn að fara þess á leit við Fjárhagsráð, að þa'ð leyfði byggingar á bílskúruxn. Á fundinum war itarlcg greinargerð fyrir ályktunum þessum, sem FÍB mun 'kapp- kosta að koma í framkvæmd. Nú er í undirbúningi sjev- stakt rit, sem fjalla á eingöngu um áhugamál fjelagsnlanna og er vænst mikils af því í baráít- unni fyrir hagsmunamálum fje lagsins. Þá er enn unnið að samningxxm við viðkomardi a’ð- ila um að meðlimir FÍB fái sjor st'aka verkstæðisbyggingu fyrir bila sína. Stjórn fjelagsins var öll end urkosin, en í henni eiga sæti: Aron Guðbrandsson formaður, Cai’l Ólafsson ritari, Axel B- i Sveinss. gajldkeri og mecstjöcn ! endur þeir Bergur G. Gíslíison ‘og Oddgeir Bárðarson. jFRANKFURT — Bandarikja- j menn hafa skýrt frá því, að tjekkneskur njósnari, sem dæmd j ur var í febrúar síðastliðnum fyr- ir njósnir á bandaríska hernárris- , svæðinu. hafi sagt frá þv.i nð hann hafi verið í þjónustu rúss- nesku leynilögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.