Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐI0 Laugardagur 2. dpríl 1949. Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.06 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók Afburðamaður níddur EKKERT sýnir betur hina algeru örvæntingu, sem heltekur nú hugi íslenskra kommúnista en sá gjörsamlega siðlausi rógur og níð, sem þeir láta blað sitt flytja daglega um Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Þjóðviljinn hefur nokkurnveginn tæmt hrakyrðaorðaforða íslenskrar tungu í lýsingum sínum s.l. tvö ár á þessum stjórn- málamanni. Samkvæmt þeim á utanríkisráðherrann að vera „mútuþegi", „landráðamaður“, „þjóðsvikari“, „leppur og vesalmenni“, „letingi og ómenni“, „fífl og afglapi“, „tauga- veiklaður hugleysingi“ o. s. frv. Þetta eru aðeins nokkur sýnishorn af nafngiftum þeim, sem kommúnistar hafa valið utanríkisráðherra íslands. ★ En hverskonar maður er nú það, sem hinn ritóði komm- únistalýður skrifar þannig um? Þessi-maður, sem er nú rúmlega fertugur að aldri, hefur í sex ár verið borgarstjóri í höfuðborg landsins og getið sjer sjerstakan orðstí í því umsvifamikla starfi. Hann hefur enn- fremur verið utanríkisráðherra landsins í tvö ár á erfiðum og viðsjárverðum tímum. Einnig í þessu starfi hefur hann getið sjer frábært orð. Hann hefur ennfremur verið kjörinn varaformaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Hvað er það, sem skipað hefur Bjarna Benediktssyni í fremstu röð íslenskra stjórnmálamanna? Hvað er það, sem veldur því að honum hafa á unga aldri verið falin ábyrgðarmestu störf þjóðfjelagsins? Það eru hæfileikar hans, gáfur, dugn- aður, kjarkur og frábær ósjerhlífni í störfum og baráttu fyrir hagsmunum þjóðar hans og stefnu flokks hans. Það er vegna þessara eiginleika, sem Bjarni Benediktsson nýtur nú almenns trausts, meðal allra hugsandi íslendinga í öllum stjórnmálaflokkum nema kommúnistaflokknum. En hver er ástæða þess að kommúnistar svívirða þennan stjórnmálamann öðrum fremur? Hún er auðsæ. Bjarni Benediktsson hefur síðan hann hóf ungur afskipti af stjórnmálum jafnan staðið fremstur í flokki þeirra mattna, sem best og af mestu raunsæi hafa haldið á málstað íslensku þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu hennar. Löngu áður en hann var kjörinn þingmaður var leitað ráða hans þegar skjótar ákvarðanir þurfti að taka í utanríkismálum þjóðarinnar á viðsjálum tímum. Þegar undanhaldsraddir heyrðust er úr- slitaspor sjálfstæðisbaráttunnar stóð fyrir dyrum var það Bjarni Benediktsson, sem fremstur stóð í að túlka fyrir þjóð sinni skýlausan rjett hennar. Síðan hann varð utanríkis- ráðherra hefur sami skilningur og glöggskyggni á aðstöðu þjóðarinnar til viðhalds og eflingar sjálfstæði hennar, mótað starf hans og stefnu. Nú síðast við samþykkt þátttöku íslands í Atlantshafs- bandalaginu hefur Bjarni Benediktsson sýnt frábært þrek og skilning á hagsmunum þjóðar sinnar. ★ Þótt hæfileikar Bjarna Benediktssonar hafi að sjálfsögðu átt ríkastan þátt í að skipa honum í fremstu röð þeirra manna, sem setja málstað íslands ofar öllu öðru í starfi sínu, þá ber þó einnig að minnast þess jarðvegs, sem hann er sprottin úr. Foreldrar hans Benedikt Sveinsson fyrrver- andi alþingisforseti og kona hans, eru viðurkennt gáfu- og hæfileikafólk. Benedikt Sveinsson stóð jafnan þar í flokki, sem einarðlegast, og af mestri einlægni og drengskap var barist fyrir sjálfstæði íslands. Á heimili hans ríkti þjóðlegt frjálslyndi og óbilandi trú á möguleika íslendinga til þess að njóta frelsis og fullveldis. Veganesti Bjarna Benedikts- sonar úr föðurgarði hlaut því að verða honum drjúgt til giftu ekki síst er hann hæfi afskipti af stjórnmálum, enda hefur sú orðið raunin á. Hinar taumlausu svívirðingar kommúnista og grjótkast skríls þeirra munu ekki saka hinn unga og gáfaða utanríkis- páðherra íslands. Þær munu þvert á móti rótfesta þá skoðun ennþá betur að það rúm, sem hann skipar sje skipað af- burðamanni, sem flestum öðrum fremur sje trúandi fyrir meðferð hinna örlagaríkustu mála fyrir þjóð sína. ■4 VA ÚR DAGLEGA uerji ólrij^c Slúður sögur BORGINN LOGAR af slúður- sögum. Ómerkilegum sögum, hreinum lygasögum og saklaus um skemtilegum kimnisögum. Ómerkilegu sögurnar og lyga sögurnar eru breiddar út til þess að .reyna að rugla dóm- greind manna og æra þá. Það er t. d. sagan um að telpan með fornkonukomplexinn sje barin er það ábyggilega af því einu, og blá. Ef það sjer á henni, þá að hún hefir barið sjer of mik- ið á brjóst Qg þóttst vera mikil. • Slösuðu lögregluþjónarnir ÖNNUR, SAGA er breidd út um það, að lögregluþjónarnir, sem kommúnistaskríllinn grýtti sjeu ekkert veikir. — Það er rjett að þeir kveinka sjer ekki. En jeg hefi heimsótt þrjá þeirra og veit hvernig þeim líður. Fað ir og eiginmaður liggur heima með afskræmt andlit. Ungur, maður beinbrotinn og höfuð- kúpubrotinn lögregluþjónn í Landsspítalanum. Lögregluþjónarnir munu ekki kæra sig um blómasend- ingar, en það verður munað vel að þeir komu fram til að vernda borgarana og löggjafar samkomu þjóðarinnar fyrir of- beldismönnunum. • 'rw***.1 ■ ■- •- Mótmælaalda. UNDANFARNA tvo daga hafa borist brjef í tugatali frá fólki, sem mótmælir ofbeldi komm- únistaskrílsins. Því miður er ekki hægt að birta öll þessi brjef orðrjett. Það er t. d. brjefið frá kon- unni, sem fer þess á leit, að sjera Jakob prediki guðsorð af stólnum, í stað þess að hrósa ofbeldisskrílnum. Það er víst alveg tilgangs- laust, að fara þess á leit. Það má mikið vera, ef hann sendir ekki telpunni með fornkonu- komplexinn blóm, eins og hún fjekk á kostnað Komintern. • Áskorun. LÖGHLÝÐIN kona skrifar: „Jeg skora á íslenskar konur og kvenfjelög að andmæla þeirri minkun, sem íslenskum konum hefir verið gerð með framferði ungu stúlkunnar, sem reyndi að slá forsætisráðherra íslands, er hann kom frá því að vínna skyldustörf sín s. 1. mið- vikudag. Það væri reynandi að bera þessa tillögu fram við frú Aðal- björgu, eða Sigríði Eiríksdóttur og vita hverju þær svara. • Brjef gömlu konunnar. GÖMUL kona, 74 ára, á Elli- heimilinu skrifar undir fyrir- sögninni „30. mars 1949“. „Það verður víst ógleyman- legur dagur í sögu þjóðar vorr- ar, því þau fyrn hafa fyrirkom- ið, að nokkrir menn í eiðssvörn um embættum þjóðarinnar hafa talað svo svívirðileg orð til meðstarfsmanna sinna og yfir- boðara, að slíkt er einsdæmi og hörmuleg framkoma, ,og er síst að furða þó hálfvaxnir vesaling ar drægist inn í slíkt brjálæði, þegar fullorðnir lærðir menn sjá ekki sóma sinn en gefa voða legt fordæmi á ýmsan hátt“. • Nafnið á gistihúsinu SÍÐUSTU dagana hafa borist þau ókjör af tillögum um nafn á gistihúsinu og flugafgreiðslu- LiFINU byggingunni í Keflavík, að nóg er komið. Jeg efast um að enn hafi komið fram tillaga, sem hæf þykir, en eins og getið var í upphafi, þegar farið var fram á að lesendurnir’ sendu tillög- ur, þá ræð jeg engu um nafn- ið, en hafði ástæðu til að halda, að þeir, sem um það mál fjalla myndu fegnir góðum uppástung um. Má vera að tillögur þær, sem birtar hafa verið hjer í dálk unum hafi komið að einhverju gagni. • Nokkur nöfn. AÐ lokum skulu birtar hjer nokkrar tillögur, sem borist hafa síðustu dagana. Greinar- gerðum og athugasemdum til- lögumanna verður þó að sleppa, rúmsins vegna: Foss, Leifur hepni, Friðland, (tillögumaður heimtar verðlaun ef nafn hans verður valið), Blá- fell, Búð, Mar, Berg, ístaerg, Fold, Snæland, Loftsigling Æg- ir, Bára. Verða nú ekki birtar fleiri tillögur að sinni, nema að fram komi eitthvað sjerstaklega snið- ugt nafn, sem engum hefir dott- ið í hug áður. Deilt um klukkuna. MENN deila um það sín á milli þessa dagana hvort það sje rjett að vera að hringla með klukkuna tvisvar á ári. Hafa menn ýms rök fram að færa bæði með og móti. Þetta hefir nú gengið slysa- Iaust undanfarin ár og varla nein ástæða til að fara að hringla með það einu sinni enn. Það munar svo sem engu hvort klukkunni er flýtt á vorin eða ekki. Tekur því varla að vera að rífast um þetta. .liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiimmmiMiimiiiiiiitMMiMiimiiiiitiiiiiiiiHiiiiimitniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiHMMiiiiiiiimfiiiitfiiiititiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiniiHiiimtmi 1 MEÐAL ANNARA ORÐA .... 1 imiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiimimriiiiimmimimiiiiiiiiiiiimimimiiiiimimiiimiiimmiimimmi n# Belgiska ríkið hefur ákveðið að aðsfoða nýgifl hjón Eftir ERIC KENNEDY, frjettaritara Reuters. BRUSSEL — Stjórnarvöldin í Belgíu hafa nú ákveðið, að hefj- ast handa um að hjálpa nýgift- um hjónum og hjónaefnum í landinu. í tilkynningu um þetta segir meðal annars, að flestir geri sjer núorðið Ijóst, að fátækt og erfiðleikar í byrjun hjóna- bandsins sjeu meginorsök hinna tíðu hjónaskilnaða, og það megi heita skylda ríkisins að gera allt, sem það getur, til að koma í veg fyrir þetta. Fyrsta skref- ið í þessa átt hefur þegar ver- ið tekið með því að veita ný- giftum *hjónum allhá lán til ódýrra húsbygginga. • • LJELEGUR HEIMILIS- BÚNAÐUR. NU er stjórnin hinsvegar lcom- in á þá skoðun, að nóg sje ekki gert með þessum lánveiting- um. Það kemur allt of oft fyr- ir, segja stjórnarvöldin, að ekki sje nóg með að nýgift hjón eigi erfitt með að finna þak yfir höfuðið, heldur skorti þau iðu- lega fje til þess að kaupa svo- lítið af húsgögnum og öðrum nauðsynlegum heimilisbúnaði. Samkvæmt skýrslu, sem stjórnskipuð nefnd hefur gefið um þettg, kemur það oft 'fyrir, að einu húsgögnin, sem ung hjór> hafa efni á að kaupa sjer í svefnherbergið, eru gamalt rúm, einn stóll og nokkur herða trje, sem notuð eru sem fata- geymsla allrar fjölskyldunnar. Útbúnaður eldhúsa, sem þó oft eru notuð sem nokkurskon- ar setustofa, er ennfremur oft fádæma ljelegur. • • 4,500 KRÓNA LÁN. NEFNDIN gerir það nú að til- lögu sinni, að nýgift hjón, sem uppfylla ákveðin skilyrði, geti fengið 30,000 franka (um 4,500 krónur) lán hjá ríkinti. Þessi upphæð hefur verið ákveðin í samráði við ýmsa sjerfræðinga og á að nægja til að kaupa helstu nauðsynjar í nýstofnað bú. Þessi lánsupphæð verður veitt þeim hjónum, sem stjórn- arvöldin telja „fjárhagslega veik fyrir“, en í þann flokk falla öll þau hjón, sem hafa minna en sem svarar 220 króna vikukaupi. Lánið verður vaxtalaust og á að endurgreiðast með árlegum afborgunum á frá fimm til tíu árum, eftir efnum og ástæðum. • • „GIFTINGAR- SAMNINGUR“. RIKIÐ mun setja ákveðin skil- yrði fyrir lánveitingunni. Þannig . verða hjónin að gera með sjer sjerstakan „giftingar- samning“, þar sem gert er rýð fyrir, að þau beri sameiginlega ábyrgð á láninu, þótt þau skilji. Auk þess verða hjónin að skuld binda sig til að vátryggja eigur sínar gegn þjófnaði, eldsvöða o. s. frv. Aætlað er, að lánveitingar þessar muni til að byrja með nema um 200,000,000 belgiskum frönkum á ári (kr. 26,200.000). Enn er þó ekki að fullu afráð- ið, hvernig þessa fjár verður aflað, en fram hafa komið til- lögur um að leggja sjerstakan skatt á áfengi í því augnamiði* Gegn skorli og stríðsótta LONDON, 1. apríl: —Harriman sendiherra Marshalláætlunar- innar í Evrópu, sagði í útvarps ræðu í dag, að markmiðið með viðreisnaráætluninni og Atlants hafsbandalaginu væri að sigrast á skorti og stríðsótta í heimin- um. Harriman ljet mjög vel yfir árangri á fyrsta ári viðreisnar áætlunarinnar, en sagði, að þó væri enn hægt að hraða fram- kvæmdum. Benti hann í því sambandi á, að vinnuafköst cru ennþá þrefalt meiri í Bandaríkj unum en í Evrópu. — Reuter. Skömmtun afnumin PARÍS — Tilkynnt hefur verið í París, að hætt verði við skömmtun á mjólk, smjeri og ósti frá 15. apríl að telja. Þessar vörur hafa verið skammtaðár í níu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.