Morgunblaðið - 08.04.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 8. april 1949. s- (Jtg.. H.Í. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Móðurskipið og „dorían “ KOMMÚNISTAFLOKKURINN hjer hefur, eins og í öðr- um vestrænum lýðræðislöndum, haft alla forystu um hina brjáluðu og trylltu baráttu gegn því að ísland treysti sjálf- stæði sitt og öryggi þjóðarinnar í náinni samvinnu við aðr- ar lýðræðisþjóðir. Hann hefur verið nokkurskonar móður- skip, sem stjórnað hefur verið frá baráttunni gegn sjálfstæði landsins og öryggi. En aftan í móðurskipið hefur verið bundin dálítil „doría“. í þessari kænu hafa verið nokkrir menn, sem kenna sig við „Þjóðvarnir“. Þessir menn hafa lýst því yfir að þeir væru ekki kommúnistar. En þeir hafa samt haldið úti blaði, sem flutt hefur mál sitt algerlega á sama hátt og málgögn kommúnista. Um suma þeirra er vitað að þeir eru, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar, kommúnistar og hafa altaf verið það. Það er ástæða til þess að rekja lítillega athafnir þessa liðs, sem þótst hefur berjast ótrauðri baráttu fyrir sjálf- stæði og öryggi íslands. Þegar umræður hefjast um afstöðu Islands til varnarbandalags vestrænna lýðræðisþjóða og hugsanlegrar þátttöku þess í þessum samtökum, löngu áður en kunnugt varð um efni og innihald sáttmála þeirra, fyll- yrtu mennirnir í „doríunni“ að þátttaka íslands í banda- laginu þýddi herstöðvar hjer á landi, ekki aðeins í styrjöld heldur og á friðartímum. Hún hlyti einnig að hafa í för með sjer herskyldu. Á grundvelli þessara staðhæfinga var svo „Þjóðvarnar- baráttan“ háð af hinu sundurlausa liði, sem gleypt hafði þá flugu kommúnista, að lýðræðisflokkarnir á íslandi hefðu á- kveðið að „selja landið“. Jafnhliða hjelt blað þess uppi stöðugum æsingum um málið og með mjög svipuðum hætti og blöð kommúnista. ★ Þegar það hefur gerst að þrír ráðherrar hafa farið til Washington og kynnt sjer efni sáttmálans og þjóðinni hef- ur verið birtur hann, kemur það í ljós að hann leggur ís- lendingum engar kvaðir á herðar um herstöðvar á friðar- tímum eða herskyldu. Áður hafði því verið lýst yfir af rhiðstjórnum allra lýðræðisflokkanna að fylgi þeirra við þátttöku íslands í þessu bandalagi væri háð því að hjer yrðu hvorki herstöðvar á friðartímum nje herskylda. Skyldu mennirnir í „doríuAni“ nú ekki hafa tekið sönsum, þpgar þessar upplýsingar lágu fyrir? Voru það ekki her- stöðvarnar og herskyldan, sem þeir fyrst og fremst bóttust vpra andvígir? Jú, það hafði mönnum skilist. En það undarlega gerist. ,Doríufólkið“ lætur sig engu skipta þó að það hafi verið áþreifanlega sannað ao blað- ur þess um eðli Atlantshafssáttmálans og herstöðvar og herskyldu sje eintóm lygi og blekkingar. Það æsir sig þvert á móti ennþá meira upp gegn sáttmálanum og skirrist ekki við að beita sömu rökleysunum og kommúnistar. Jafnframt reynir það að æsa hugi almennings eftir megni til andstöðu við yfirlýstan vilja meirihluta löggjafarsamkomunnar. Hvaða hugsandi manni getur nú komið annað til hugar en að þetta „doríulið“, sem beitt hefur sömu baráttuaðferðum í umræðum um þetta mál og kommúnistar, beri sinn hluta ábyrgðarinnar á þeim atburðum er gerðust við Austurvöll 30. marz s. 1.? ★ Það er þessvegna hlægilegt þegar nokkrir úr því koma nú fram á sjónarsviðið og telja æru sína krenkta þegar bent er á þessa ábyrgð þeirra eins og Ólafur Thors gerði í ræðu sinni á Alþingi þann 31. marz. Það sýnir hvílíkar skræfur þetta fólk er. Það vill fá að hafa tóm til að fara með upp- spuna og ósannindi í opinberum umræðum um þýðingar- mikið utanríkismál. Það vill fá að æsa siðferðisveila ungl- inga og brjálaðan kommúnistalýð upp með ósannindum og rangfærslum án þess að bera nokkra ábyrgð á því, sem á eftir fer, grjótkasti og limlestingum. Þetta er aum fram- koma én engu að síður samboðin því „fína fólki“, sem er skipshöfn „doríunnar“. En þetta lið fær ekki komist undan ábyrgðinni. Það situr með hana og skömmina og háðungina í þokkabót, UR DAGLEGA LIFINU Síminn svarar sjálfur FYRIR nokkrum dögum var grein hjer í blaðinu um nýtt undraáhald, sem menn mættu búast við að tekið yrði í not- kun áður en langt líði, en það er símaáhald, sem svarar fyrir spurnum og tekur skilaboð, ef enginn er heima þegar hringt er. Magnús Jóhannsson, útvarps- virki, hefur sagt mjer, að þetta sje ekki neinn framtíðar- draumur heldur veruleiki. — Hefur hann þegar fengið allar upplýsingar um áhaldið og gæti útvegað það til sölu hjer, ef gjaldéyris- Og innflutnings- leyfi vaeru fyrir hendi. En það er nú hætta á, að við þurfum að nota okkar erlendu pen- inga til einhvers annars, að minnsta kosti fyrst um sinn. • Margar nýjar uppfyndingar ÞAÐ eru margar nýjar upp- fyndingar komnar á markað- inn, einkum í Ameríku, eftir stríðið, sem við heyrum lítið um og sjáum minna af. Það eru t.d. grammófónplöturnar, sem hægt er að spila á í hálfa klukkustund án þess að skipta og eru ekki brothættar. Þessar nýju plötur eru nú að verða algengar og fást orðið í hverri hljóðfæraverslun vestra. Kann jeg ekki að skýra frá tæknilegu hliðinni á þess- um nýju grammófónsplötum, en mjer skilst, að þær fari færri snúninga en hinar gömlu- í- því liggi galdurinn. • Tæknisýning Á MEÐAN við þurfum að spara hvern eyrir í erlendum peningum, sem við öflum,. er hætta á, að langt verði þangað til, að við fáum að njóta þeirra margvíslegu tæknilegra nýunga, sem komnar eru á markaðinn erlendis. En hitt ættu sjerfræðingar okkar á hinum ýmsu sviðum, að gang- ast fyrir, að haldin yrði tækni- sýning á nýjum uppfynding- um. Hvert og eitt áhald fyrir sig kostar ekki mikið fje, en slík sýning gæti orðið til mikils fróðleiks og áhöldin mætti síð- an láta skóla fá í sambandi við kennslu. Þurfum að fylgjast með tímanum ÞAÐ er grátlegt, að lifa á þess ari öld hinna stórkostlegu framfara í tækni og vísindum og fá ekki tækifæri til að fylgjast með því, sem er að gerast í heiminum. Fjarlægð- irnar eru horfnar. Mennirnir þeysast í loftinu milli heims- álfa á nokkrum klukkustund- um. Það er hægt að tala við mann í síma, sem býr í Ástralíu, eða Suður-Ameríku, fyrir nokkra króna gjald. Ljósmyndir eru sendar heims- álfanna á milli í loftinu. . Við vitum rjett af þessum nýjungum, en njótum fárra. Það mætti ekki minna vera, en að við ættum kost á því, að sjá undratækin á góðri sýningu. Það væri menningarauki að slíku, þótt ekki færi hjá því, að það ærði upp í mörgum sult. Kalka á Háaleiti ÝMS gömul og hálf glymd ör- nefni hafa komið í ljós í sam- bandi við tillögurnar um nafn- ið á Keflavíkurflugvelli og þótt ekki fáist nafn á flugstöð- ina, þrátt fyrir alla fyrirhöfn- ina, sem þessar nafnatillögur hafa kostað, þá hefir það þó áunnist, að grafa upp þessi gömlu nöfn. Góður og gegn Suðurnesja- maður, Magnús Þórarinsson í Nýlendu í Miðneshreppi, segir í brjefi frá vörðu, sem stóð einu sinni þar sem nú er Kefla víkurflugvöllur og Kalka var nefnd. Glöggir menn á íslenskt mál vita ekki af hverju nafn þetta er dregið, en sumir geta sjer til, að það sje komið af kalki og telur Magnús, að vel geti verið að þarna hafi verið kalkvinnsla til forna, þótt nú sje gleymt. Brjef Magnúsar í Nýlendu er á þessa leið: „Kæri Víkverji! Nafnið Keflavíkurflugvöllur er orðin hefð í málinu, enda þótt flugvöllurinn sje aðallega á Háaleiti og Mosunum í Mið- nesheiði, en teygi anga sína niður fyrir Njarðvíkur-Ása og lítið eitt suður í Hafnaheiði. • Horfna varðan. „Á HÁALEITI stóð varða, gild en ekki há, mosavaxin af elli. Hún var nefnd Kalka. Á hverjum einasta fjallskila- seðli sem borinn var bæ frá bæ á Miðnesi frá 1885—1905 (og eflaust fyrir og eftir þann tíma) stóðu þessi orð: „. . . . og mætið allir við Kölku á Háa- leiti kl. 9 f. h. og skiftið ykkur eftir því, sem fjallkongur mæl- ir fyrir” o. s. frv. Kalka var því merkileg að þessu leyti, og kann að hafa verið það að fleiru leyti þó mjer sje það ekki kunnugt. Nú er Kalka horfin slík er hún var, en upp er risið á Háaleiti nýtt, glæsi- legt hótel, sem vantar nafn. Auðvitað heitir hótelið „Kalka“ og ekkeit annað. Það er gömul íslenska, stutt og laggóð. Magnús Þórarinsson". Síðustu nafnatilögurnar ÞAÐ má nú telja víst, að f!ug- stöðin í Keflavík verði kölluð blátt áfram Keflavík, eða ís- land og af þessum tveimur nöfnum er það síðara betra. En þrátt fyrir það verða birt hjer nokkur nöfn, sem stungið hef- ur verið upp á síðustu dagana: .,Gimli“, „Atlantic“, Leiti, Einbúi, Björg, Eldey, Thule (komið oft áður), Fálkinn, Fortuna, Eldorado, Gammur, Gandur, Svanasetur, Svanavell ir, Alda, Bára, Skýjaborg. Er þá nóg komið. Á morgun verður flugstöðin vígð. Víkverja hafa borist á annað hundrað brjef með uppástung- um, en nöfnin skifta hundruð- um. Flestir hafa stungið upp á ísland og Thule. • Hali NÝTT fyrirbrigði eru „bið- raðirnar“ svonefndu, sem urðu algengar hjer í bænum eftir styrjöldina. Nafnið er ekki gott. Besta nafnið á þessar raðir fólks er hreint og beint ,hali. Þá er hægt að segja t-d.: „Það var hali fyrir utan Haraldar- búð í gærmorgun“. Stúlkurnar standa þá í „bomsu hala“ í stað þess að vera í „bomsu- slag“, sem enginn slagur var. Og þegar einhver kemur of seint í matinn og hann er spuiður hvar hann hafi verið, þá segir hann ofboð rólega: „Jeg stóð í hala“. ............. “j | MEÐAL ANNARA ORÐA .... «■' MIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHmimilllllllllllliniilMiiiii lilMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII HIIHHIIHIHHIHIIHIIIHHHt*tái Aukin vershin á svörtum markaði í S.Afríku Eftir frjettaritara Reuters. JÓHANNESARBORG - Svarti markaðurinn hefur haldið inn reið síná í Suður-Afríku á ný og yfirvöldin eru farin að hafa áhyggjur út af þessu. Flestum kemur saman um, að megin- ástæðuna megi finna í inn- flutningshöftunum, sem nú hafa verið sett á aftur, enda bar lí-tið á svarta markaðs braski fyr en stjórnin greip til haftanna. E.H. Louw, verslunarmála- ráðherra Suður-Afríku, hefur þegar skorað opinberlega á alménning að tilkynna stjórn- arvöldunum um hverskonar leynisölu, og hefur jafnframt heitið því, að nöfn þeirra, sem þetta gera, verði ekki birt, nema þess sje óskað. VÖRUTEGUNDUM FÆKKAR EN á meðan á þessu stendur hafa ýmsar vörur þegar horfið með öllu af hillum búðanna. — Bandarískar snyrtivörur, frönsk ilmvötn, amerísk spil og innflutt vín eru ófáanleg fyrir almenning. En það virð- ist vera nóg til af þessari vöru á svörtum markaði. Innfluttar snyrtivörur kosta þar um helmingi meira en á frjálsum markaði — þar sem þær eru nú að heita má ófáanlegar ■— og ein viskýflaska kostar um þrjú sterlingspund. • • 105.000 PUND í SEKTIR YFIRVÖLDIN hafa varað svarta markaðs braskara við því, að þau muni ekkj sýna þeim neina linkind. í Jóhann- esarborg einni starfa 25 eftir- litsmenn að því að reyna að hafa hendur í hári þeirra manna, sem nota innflutnings- höftin til þess að hagnast á þeim. Síðastliðin sex ár hefur verðlagseftirlitið í borginni fengið um 600 lögbrjóta dæmda á ári hverju, en sektarupphæð irnar nema samtals 105,380 sterlingspundum. Hin nýu verslunarhöft ná til allra íbúa Jóhannesarborgar, enda er listinn yfir þær vörur, sem bannað er að flytja inn án leyfis yfirvaldanna, orðinn æði langur. Á honum eru vörur eins og matvæli, fatnaður, skór, skartgripir, rafmagnsvör- ur og útvarpstæki. Framh- á bls. 1Z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.