Morgunblaðið - 13.04.1949, Side 12

Morgunblaðið - 13.04.1949, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1949. - „Bafálla" Frh. af bls. 5. Sjera Sigurbjörn og Kaj Munk Kommúnistar hafa notað þessa ,Þjóðvarnarmenn‘ til þess að reka fyrir sig áróður, sem er liður í hinni svo nefndu ,,friðarsókn“ Moskvamanna um allan heim. Þegar svo að því kom að ,,Þjóðvörnin“ óttaðist afleiðingar gerða sinna og höfðust ekki að, komu komm- únistarnir undan gærunni til þess að annast hina „verklegu" baráttu gegn lýðræðinu í land- inu. Kommúnistar gera samt ,,lúmskt“ grín að „Þjóðvarnar- mönnum" Þeir iíka t. d. sjera Sigurbirni við hetjuna Kaj Munk, encla þótt þeir viti, að þeir sjerarnir hafi lítið annað átt sameiginlegt en mikinn hár lubba! Það er nú einu sinni svo, að menn verða hvorki spekingar nje frelsishetjur á því einu að láta hár sitt vaxa óskorið. Það þarf meira til. Öðrum mun sjera Sigurbjörn líkari en Kaj Munk. Kaj Munk barðist á móti nasistum. Sjera Sigurbjörn berst með arftökum þeirra, kommúnistum. Því berst sjer Sigurbjörn gegn hugsjón frelsishetjunnar Kaj Munk, sem var svarinn andstæðingur allrar kúgunar. Þeir ættu að sjá að sjer Vonandi sjá þessir menn að sjer og hætta þessari kjánalegu Don Quixote „baráttu“ sinni, gegn öllum góðum mál- um. — Enda þótt þeir beri ekki gæfu til að sjá með neinum líkum fyrir fram, hvað þjóðarhag sje fyrir bestu, ættu þeir a. m. k. að geta sjeð það eftir á, hvað afstaða þeirra hefur verið röng, og láta sjer að kenningu verða. Kommar í Kína „Bel Ami" - ástar- saga eflir Maupas- sanl - komin úl KOMIN er út í íslenskri þýð- ingu skáldsagan „Bel Ami“, eftir hinn heimsfræga franska rithöfund Guy de Maupassant. Er það Bólkfellsútgáfan, sem gefur hana út. Þetta er ein af frægustu ást- arsögum Maupassant. Hún hef ur verið þýdd á fjölda tungu- mála og komið út í tugum út- gáfa. Sagan hefur einnig verið kvikmynduð, og það oftar en einu sinni. í síðustu kvikmynd inni fara þau George Sanders og Angela Lansbury með aðal- hlutverkin og er sagan í þess- ari útgáfu skreytt með mynd- um úr þeirri kvikmynd. Hersteinn Pálsson hefur ís- lenskað söguna úr ensku. FRIÐRIK Bjarnason tón- skáld hefur gefið út „Tíu söng- lög“, ljósprentuð hjá Litho- prent. Eru þetta einsöngslög með undirleik. Lögin eru: 1. Tónaflug (ljóðið eftir Jónas Guðlaugsson), 2. Vorblær (Fríða Hallgríms), 3. Stjörnur um sumarnótt (Matth. Joch.), 4. Kvöldkyrð (Bjarni Jónsson frá Vogi), 5. Það kvöldar (Ki’ist mann Guðm.), 6. Ferðbúinn (Örn Arnarson), 7. Hljóðar nætur (Sigurjón Friðjónsson), 8. Haustljóð (Sigurður Jóns- son frá Brún), 9. Hvíldin (Jón Magnússon), 10. Sólarlag (Þor- steinn Gíslason). Frágangur er allur hinn vand aðasti og lögin smekklega klædd í þann búning, sem fer þeim best og gerir þau auðveld hverjum sem leikur þau. Frið- rik Bjarnason er þjóðkunnur fyrir lög sín, og munu þessi lög enn auka á hróður hans sem tónskálds. p. Miðjarðarhafs- bandalag nauðsyn- legt, segir Tsaldaris AÞENA, 12. apríl. -— Constant in Tsaldaris, utanríkisráðherra Grikklands, ljet svo ummælt í dag, að hann væri sannfærð- ur um, að brýn nauðsyn væri á því að stofnað yrði Miðjarðar hafs-bandalag. Um Atlantshafs sáttmálann sagði ráðherrann, að hann væri „mikilvægasta skrefið, sem stigið hefði verið í allri veraldarsögunni, til þess að varðveita frið í heiminum“. En hann sagðí, að nauðsynlegt væri að mynda fleiri slík stað- bundin varnarbandalög, m.a. Miðjarðarhafsbandalg. - Hvalveiðin Frh. af bls. 10.. nýjar hvalveiðistöðvar á vest- anverðu landinu, til viðbótar þeirri, sem fyrir er, og gæti veiði þeirra allra numið 1000 hvölum á ári. Er augljóst, hver áhrif slík veiði mundi hafa á hvalveiðistofninn, ekki síst þegar þess er gætt, að hann er vafalaust mikið minni en hann var 1883. — Árin 1883 til 1900 voru hvalveiðar við Vesturland stundaðar með 10 hvalveiðibát um að meðaltali á hverju ári, en þess ber að gæta, að þssir bátar voru mjög litlir og ófull- komnir í samanburði við þau skip, sem nú eru notuð við veiðar- Ef 14 veiðiskip verða nú látin stunda þessar veiðar, svar ar það vafalaust til 30 báta, svipaðra þeim, sem hjer voru notaðir áður. Þetta mál þarf ekki að rekja frekar. Ei ekki verða gerðar ráðstafanir til þess, að koma í veg fyrir áðurgreindar fram- kvæmdir, er augljóst, að millj- ónum króna verður varið til þess að byggja nýjar hvalveiði stöðvar, útvega hvalveiðiskip og allan þann búnað, er til hval veiða þarf. Æfa þarf íslenska sjómenn til að taka við öllum þessum flota, en grundvöllur- inn ekki öruggari en svo, að telja má víst, að hvalstofninn eyðist á mjög skömmum tíma. Það væri fásinna og þjóðar- ósómi að eyðileggja þessa merku atvinnugrein á ör- skömmum tíma með óverjandi fyrirhyggjuleysi eftir þá dýr- keyptu re.ynslu, sem fengin er í þessum efnum. Arnjjótur Guðmundsson. Jóninna SigurSar- dóttir heiðruð AKUREYRI, 12. apríl. — Veg- legt samsæti var frk. Jóninnu Sigurðardóttur veitingakonu haldið á Hótel KEA í gærkvöldi. Sóttu það nær 100 manns. — Forseti bæjarstjórnar, Þorst. M. Jónsson, stjórnaði samsæt- inu, en aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins hjelt Brynleifur Tobíasson, yfirkennari. Afhenti hann heiðursgestinum í ræðu- lokin fjárhæð nokkra, er skyldi mynda af sjóð ,er bæri nafn frk. Jóninnu, en hún að öðru leyti ráðstafa að vild. Karlakórinn Geysir kom og hylti afmælisbarnið með söng. — H. Vald. - Verkfallið Frh. af bls. 6. gert sig sekan um að stöðva með ofbeldi akstur á frystum fiski úr frystihúsi að skipshlið þó við það væru notaðar bifreiðar, sem eru eign frystihússins og ávalt áður höfðu verið notaðar til þessara flutninga og því fullkomlega lög-. legt að halda því áfram. Þróttur hefur með því að aka bifreiðum sínum fyrir bryggju- sporða stöðvað umferð á bryggj- um er skipverjar fiskibáta einir voru að skipa upp fiski úr bátum sínum á handvögnum. Hjer er að sjálfsögðu um al- gera lögleysu að ræða hjá Þrótti Þá hefur sjómönnum verið bann- að af Alþýðusambandi íslands og Sjómannafjelaginu, til stuðnings Þrótti, að bera lóðastampa frá skipi að verbúð og til baka úr verbúð í skip. Með þessu og því, sem framan er sagt hefur Þróttur og Alþýðusamband íslands og Sjómannafjelagið vegna Þróttar stöðvað alla fiskibátana hjer í Reykjavík. Telur Þróttur í grein- argerð sinni þetta sýna „hinn góða hug sinn til aðalatvinnu- vegs þjóðarinnar, útvegsins", eins og þar er komist að orði. Ennfremur hefur Alþýðusam- bandið, samkv. tilmælum Þrótt- ár, bannað verkamönnum í Kefla vík að vinna við alla afgreiðslu á m.s. Goðafossi, sem var með vörur til Keflavíkurflugvallarins á farmskrám beina leið frá New York til Keflavíkur. Allt þetta eru tvímælalaus brot á vinnulöggjöfinni, þegar vegna þess að ekkert samúðarverkfall hefur verið boðað í Keflavík. Þetta ætti að nægja til að sýna lögbrot Þróttar og samherja hans. Reykjavík, 12. apríl 1949. Eggert Claessen. samþykkja að hælla bardögum NANKING 12 apríl. — Leið- togar kommúnista í Peiping hafa fallist á, að „stöðva allar hernaðaraðgerðir gegn stjórn- inni, þar til öðru vísi verður ákveðið,“ eftir því sem segir í skýrslu, er Li Tsung-jen for- seti fjekk í dag frá friðarnefnd stjórnarinnar í Peiping. — Afþingi freslað fram yflr pásha í GÆRKVÖLDI, að lokinni at- kvæðagreiðslu um fjárlögin, var Alþingi frestað fram yfir páska. Tilkynnti forseti, Jón Pálma son, að Alþingi skyldi koma aftur saman á þriðjudag eftir páska. (Kvenskíðabuxuil i Nokkur stykki, lítil núm- | i er, til sölu hjá Guðmundi i = Guðmundssyni, Kirkju- i i hvoli, opið kl. 2—4. I iiiiMiimimMiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Blómaborðin | eru komin aftur. Verð i kr. 125.00 i Hattabúð Reykjavíkur = Laugaveg 10. IMMMMIIIIMIMiMMIIIMMMMIMIIMIMIIIIMIIMMMIMIIIMIIIII | Til sölu: | | Hrognkelsa netaslöngur, 1 i fiskilóðar á bát, óbundin, i i hrágúmmí og ein besta I i laxveiðijörð Austanlands, = | til sölu eða leigu. Uppl. | i í Þverholti 5, bakdyr, II. I i hæð frá kl. 15—18 dag- i i lega (virka daga). 3 = BARNAVAGN | til sölu. Upplýsingar í I síma 9487. tMMMMIMIMMIIIIIIIIMMMMMIIMMMMIIIIIMMIMMMIMMMIU IIIIIIIMMIIIIMIItllMllllllMlllllllillllllllllllMIIIIMIIIIIMMl ! Sportsokkar ( | fyrir börn í mörgum lit- § I um og stærðum, nýkomn- | i ir í verslun Ásg. G. Gunnlaugssonar & Co., I Austurstræti 1. jpBiuinimMiiMMMMMiiMiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimnramiiiiiiiiiinituMranmiiiiMUMiianHRaHi I Markús & éL I Í jiui.ii'iiiiiiiMMiMMiiiiMiiiiiiiiiiuimiMiiiniiiiHiiinuHiraiiiiw £t ák Eftir Ed Dodd , kNED y,y son,. /V I i j ■>%ASON/ TI/VNE ANO TtéAE AGAIN... — Heyrið þjer það, ungfrú. Jeg er mörgum sinnum búiftn að aðvara son minn og alltaf endurtekur þetta sama sig. — Jeg hef hvað eftir annað sagt honum að fara að hugsa beíur um að græða peninga, en hann lætur það eins og vind um eyrun þjóta. — Og nú er þolinmæði mín á enda og jeg skal sýna honum, hvað það kostar að svíkjast um að vinna og hlýða ekki föður sínum. En í því staðnæmdist bifreið fyrir framan og ungur maður stígur út úr henni. — Hann er þá kominn hjerna sjálfur. Herra Towne, sonur yð ar er kominn hjerna. | Vön | I Skrifsfoíusiúikð I Erlendar brjefaskriftir | i nauðsynlegar, óskast nú § 1 þegar eða 1. maí. Hátt § i kaup. Tilboð ásamt uppl. \ | sendist afgr. Mbl. fyrir | = miðvikudagskv., merkt: i | „816“. I M llll IIIMIIIIIIIMIIMIIIII111111111111111111111111111III11111111111) MMIflMMMMMMMIMIMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMII (Til leigu ( i stór, sólrík stofa með að- \ i gangi að siina og baði. — i i Uppl. í síma 8Í356. IMMMIMIIMIIIIf 1111111111111111111 MMMMMMMMMMMimMMII

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.