Morgunblaðið - 15.07.1949, Page 2

Morgunblaðið - 15.07.1949, Page 2
 MORGUNBLAÐtg Föstudagur 15- júlí 1949. ^ Marshallaðstoðin hefir verið Ðonum mikii viðreisnorhjólp Virðulegt kveðjusamsæti fyrir vesturíslensku gestina í gærkvöldi IVT AE.SHALL AÐSTOÐIN hef ir verið til geysimikils hags fyrir Dani. Án hennar hefði 4>eim ekki tekist að reisa við jafn fljótt og raun hefir orðið á eftir styrjöldina. — Á þessa leið fórust H. C. Hansen, fjár- tnálaráðherra Dana orð. er talaðamenn áttu tal við hann í gær á heimili frá Begtrup, sendiherra Dana. En ráðherr- ann kom hingað með ..Dr. Alexandrine" í fyrrakvöld til þe.is að sitja fundi samvinnu- r -fr.dar alþýðuflokkanna á Morðurlöndum, sem hjer verða haldnir næstu daga. Víðreisnarstarfið í Danmörku H3nsen, fjármálaráðheira, sagði í stuttu máli frá viðreisn armálum Dana eftir styrjöld- ina og skifti viðreisnarstarf- imi í tvennt, innanlands og útá við. Innávið áttu Danir við þá erfi.ðleika að stríða, að mikil peningavelta var í landinu, sem hefði getað komið af stað verðbóigu. Seðlavelta þjóð- bankans var um 7 V2 miljarð kióna. Með sköttum, eigna- könnun og öðrum ráðstöfun- um, ssm ríkisstjórnin gerði tólrst að koma seðlaveltunni H. (. Hansen fjármálaráðherra segir frá yiðreisnarsiarfinu eftir styrjöldina. niður í 5 V2 miljarð kr. Það má segja að viðreisnar- starfið hafi gengið vel innan lands Framleiðslan í iðnaðin- um hefur aukist og er 12—13% ha-ri en fyrir styrjöldina, laudbún3ðurinn hefur aukist ti) muna og Danir selja nú meiri fisk erlendis, en þ’eir goi ðu fyrir stríð. Atvinnuieysið er tiltölulega lítið, eða frá 2,5—2,2%, en var 1,4% á sama tíma í fyrra. Marshaliaðstoðin Eitt af aðalvandamálum dánsks landbúnaðar er, ,að fj amleiðsla hans a.ð mestu leyti seld á sterlingssvæð- inu, en fóður, sem danskir bænduf verða að kaupa í stór- um stíl, verður að greiða í dollurum. í jsessu efni hefur Marshall- aðstoðiíi orðið Dönum til ó- hevrtju mikiilar hjálpar. — Á fyr r.ta ári Marshallaðstoðarinn ar fengu Danir um 600 millj. kró».a. Þuö hefði ekki verið hsegt, að reisa við iðnað og la».cil»únað jafn skjótt og verið hefur, ef Danir hefðu ekki orfv'tú þessar aðstoðar aðnjót- an.d'i., sagðá fjármálaráðherr- aim. Nýhyggingar í húsnæðismálum og nýbygg ingarmálum hefur danska stjórnin farið þá leið, að veita bygg ingarleyfi með tilliti til þess, hvar vinnuaflið var fyrir hendi og hvernig byggingar- efnið hagnýttist best. Hansen, fjármálaráðherra, sagði, 3ð byggðar hefðu verið um 22,000 íbúðir í Danmörku fistríðslökwm og yrðu menn, sein ferðast um Danmörku þf-,--; varir, að varla væri kom- ið á nokkurn stað, þar sem elA.i mætti sjá byggingar, H. C. Hansen fjármálaráðherra og frú Begtrup sendiherra. Myndin var tekin á heimili frúarinnar. — (Ljósm. Mbl. Ói K. Magnússon). sem nýlokið væri við, eða væru í byggingu. Stjórnmálaástandið Um stjórnmálaástandið í Danmörku. sagði fjármálaráð- herrann. að stærstu deilumál- in. sem á döfinni væru nú, væru Suðursljesvíkurmálið og fjármálin. Um Sljesvíkurmálið væri hljótt í bili, eftir sameig- inlega yfirlýsingu flokkana í Ríkisþinginu fyrir nokkru um það mál. En það var á ráðherr- anum að skilja, að einmitt í þessu máli væri falinn eldur, sem gæti blossað upp þá og þegar. I fjármálunum standa deil- urnar hæst um hvernig verja skuli Marshall-peningunum, sem settir hafa verið í sjer- stakan sjóð í Þjóðbankanum. Alþýðuf lokk sst j órn in væri þeirrar skoðunar, að þetta fje bæri að nota til þess að endur- bæta mjólkurbúin og m.a. til að koma upp ávaxtageymslum . víða um landið, þar sem geyma mætti ávexti í kæligeymslum. Aðrir flokkar væru þeirrar skoðunar að fjeð ætti að nota m.a. til að linna höftum. Þetta yrði án efa mikið deilumál meðal stjórnmálamanna á næstunr.i. j Ráðherrann ber.ti síðan á, að . alþýðuflokksstjórnin væri minnihlutastjórn cg það væri nú einhvernvegin svo, að þeg- ar minnihlutastjórn hefði set- ið í Danmöiku um tveggja ára J skeið. færi að koma órói í stjórn . arandstöðuna og henni þætti tími til að fara að róta til. Ekki kvaðst ráðherrann þó vilja spá neinu um nýjar kosn- ingar áður en núverandi kjör- tímabil væri úti. Það væri hvorttveggja til í þeim efnum. En ef trúa mætti skoðanakönn- un, sem fram hefði farið myndi Alþýðuflokkurinn vinna á, hvort, sem það yrði nóg eða ekki til, að flokkurinn næði meirihluta í þinginu. Hitt væri þó alveg víst, að kommúnistar, sem töpuðu 9 af 18 þingmönnum sínum við síð- ustu kosningar myndu tapa enn meira í næstu kosningum. Um borgarflokkana ríkti ó- vissa. Island og samvinna Norðurlanda Hansen, . fjármálaráðherra, hefur ekki komið til íslands áður. Hann sagði, að með komu sinni hingað hefði gamall draumur ræst og einmitt með tilliti til þess stæði hann til- tölulega lengi hjer við, eða til 28 júlí. Þegar skipið, sem hann kom með sigldi inn Faxaflóa, kvaðst hann fyrst hafa skilið hvað menn áttu við er þeir segðu, að fjöllin væru blá. Ráðherrann sagðist vera sjer staklega ánægður yfir að sjá áhuga Islendinga fyrir sam- vinnu Norðurlandanna og sjálf ur kvaðst hann vera þeirrar skoðunar, að Norðurlöndin myndu missa mikið, ef Islend- ingar skaéri sig úr þeirri sam- vinnu. Samband Dana og íslend- inga ætti að vera hið besta, ekki síst nú eftir hina nýju að- stöðu íslands. Vinátta Dana og íslendinga stæði á gömlum Frh. á bls. 12 VESTUR-ÍSLENSKU heið-' ursgestunum, Vilhjálmi Stefáns syni, Guðmundi Grímssyni og konum þeirra var haldið kveðjusamsæti að Hótel Borg í gærkvöldi. Var þar rúmlega 1100 manns, þar á meðal ráð- herrarnir, biskupinn yfir ís- . landi og margt annað stór- ■ menni. Ófeigur Ófeigsson lækn- ir var veislustjóri og fór hófið hið besta fram. Stefán Jóhann Stefánsson 1 forsætisráðherra flutti aðairæð I ; una og mælti fyrir minni heið- ursgestanna og minntist þeirra i sterku banda, sem knýttu sam- j an landana austan hafs og vest an. — i j Bjarni Asgeirsson ráðherra talaði nokkur orð og sagði að ÍVilhjálmur hefði beðið sig' um j vísu. Kvaðst hann þá fvrst j verða að minnast þess, er Vil- hjálmur kom hingað 1905 og hafði á brott með sjer haus- kúpurnar úr Haffjarðarey. Þá hefði hann ekki verið jafn kær- kominn gestur og nú, því að sumir hefði kallað hann iík- ræningja. En vísa sín væri þannig: Gáfur Vilhjálms ísland á þótt aðrir státi af honum, því að heilann fekk hann frá frónsku hauskúpunum. Vakti vísan mikla kátínu og Vilhjálmur brosti. Guðmundur Einarsson, bók- ari ávarpaði veislustjóra og þakkaði honum fyrir örugga forystu í hringferðinni um daginn og hinum góðu gestum fyrir sarm^eruna. Seipast á- varpaði hann þá með þessari visu: Um Guðmund og Vilhjálm, þá göfugu gesti, gildi sú ósk vor, sem lífstíðarnesti. Visku, drengskap og þrótt þeir í verkunum sýna, verði nöfn þeirra fræg meðan stjörnurnar skína. Þá flutti Sigurjón Pjetursson á Álafossi Vilhjálmi kvæði, sem Jakob skáld Thorarensen hafði orkt. Að lokum töluðu heiðursgest- irnir. Guðmundur Grímsson minnt ist þess hvað ánægjulegt væri að sjá hverjar framfarir hjer hefði orðið á seinni árum. — Hann kvaðst hafa sjeð háskól- ann, þjóðminjasafnið, þjóðleik húsið og hæstarjett og fullyrða að engin þjóð byggi betur að slíkum stofnunum hjá sjer en Islendingar. Kvaðst hann mega vera stoltur af því að vera íslendingur, og þakklát- ur fyrir heimboðið, er hefði gert sjer unt að kynnast þessu og mörgu öðru er til framfara og menningar horfði. Vilhjálmur Stefánsson hóf ræðu sína á islensku og bað menn að misvirða það ekki, að hann yrði að mæla á ensku það, sem sjer lægi aðallega á hjarta, því að hann væri fæddur vest- an hafs og hefði dvalist lengst- um meðal enskumælandi manna. Hóf hann svo að mæla á ensku og var ræða hans hin skörulegasta. Hann kvað gott, að hjer væri almenn velmegun, en það væri ekki gott, ef menií legðu allan hug við auðsöfnun, því að á því sviði gæti þeip aldrei komist í hálfkvisti við stærri þjóðir. En á öðru sviði gæti íslendingar orðið fremstii; allra þjóða, á sviði menningaB og manndóms. Óskaði hanní innilega að svo mætti verða. Frú Grímsson sagði, að for- eldrar sínir hefði flust til Da- kota þegar hún var barn að aldri. Þau hefði heyrt það áðuC ! að þar væri mikið af íslend- ingum og oft hefði verið talað um það hverskonar mannkind- ur það væri. En svo hefði hút| kynst ungum íslenskum dreng og eftir nokkurra ára skóla- göngu með honum og rúmlegS 40 ára hjúskap, gæti hún full- yrt, að Islendingar væri ágætill menn. Og allt, sem hún hefði sjeð og heyrt á þessu ferðalagi sínu styrkti þá trú sína. Skoiaði hún á íslendinga að gæta vel barnauppeldisins og menvunaí barna sinna, svo að þjóðin mætti altaf skipa virðulegan sess með- al menningarþjóða. Frú Stefánsson lýsti af hjart- næmri hrifningu þeim áhriíum, sem hún hefði orðið fyrir hjer, af kynnum sínum af þjóð og landi. Allt var í hennar aug- um yndislegt á íslandi, fjöllin, dalirnir, fuglarnir, blómin, bygðirnar og eigi síst fólkið sjálft. — — — Gestirnir voru ákaft hyltir og þeim árnað allra heilla. I Að veislulokum var stiginri dans og stóð hann enn er b'að- ið fór í prentvjelina. -------—.----------- j ffalska fuilfrúadelid- in samþykkir þátt- I töku í Evrópuráðinu ■ RÓMABORG, 14. júlí: —* Fulltrúadeild ítalska þingsinsj samþykkti í dag með 271 at- kvæði gegn átta þátttöku ítalílS í Evrópuráðinu. Áður en at- kvæðagreiðslan fór fram, gengU þingmenn kommúnista og lepp- flokka þeirra úr salnum til þess að mótmæla því, að stjorn- in hefur ákveðið að láta stjórn- arandstöðuna engan fulltrúg eiga í sendinefnd ítala til Ev- rópuráðsins. \ í þessu sambandi er vakiij athygli á því, að þar sem komirt ar sjeu Evrópuráðinu andvíg- ir, sje full ástæða til að iátcS þá ekki eiga í því fulltrúa | — Reuter. \ Viðskiptaviðræðum frestað. ! LONDON — Bretar hafa frest. að viðskiptaviðræðunum, sem | ráði var að hefjast ættu millj þeirra og Japana núna í vik- unni. Hafa Bretar tilkynnt. act þeir vilji fyrst sjá, hver verðuis árangur viðræðnanna í Londog um dollaravandræðin. ..................... .■■■■■ i>n >l•l■l■l ■■■■ PÚSMNGASANDUR | frá Hvaleyri' Simi: 9199 oy 9091. 1 l Gu'ðmnndur Magnússon |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.