Morgunblaðið - 23.08.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.08.1949, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. ■Z'"H Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. R't.vijóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) ^rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók Vetrarkosningar HAUSTIÐ 1942 fóru fram Alþingiskosningar þann 18. og 19. október. Bar nauðsyn til slíkra kosninga vegna stjórnarskrár- breytingar, sem samþykkt hafði verið á Alþingi um sumarið en kosningar höfðu einnig farið fram 5. júlí sama ár. Framsóknarmenn töldu það sýna mikinn fjandskap við það fólk, sem byggi í sveitum landsins að láta kosningar íara fram um haustið. Töldu það jafnvel herbragð andstæð- inga sinna til þess að torvelda bændum að neyta atkvæðis- rjettar síns. Tíminn lýsti því yfir að Framsóknarflokkurinn hefði alltaf og myndi jafnan verða haustkosningum mót- fallinn. Margir álitu að Framsóknarmönnum væri þetta alvara, ekki síst vegna þess að ýms rök hníga til þess að haustkosn- ingar sjeu sv.eitafólki óhagstæðari en kosningar að sumar- lagi. Veðurfar getur hæglega varnað fólki kjörsóknar eða gert því hana stórum erfiðari þar sem um langan veg er að fara til kjörstaðar. Þess vegna var ákveðið haustið 1942 að kjördagar skyldu vera tveir í sveitum. ★ En þeir menn, sem hjeldu að Tímamenn væru raunveru- lega á móti haustkosningum fóru villur vegar. Það hefur nú sannast greinilega. Framsóknarflokkurinn hefur nú beinlínis krafist þess að vetrarkosningar færu fram hjer á landi. Af- staða hans til stjórnarsamstarfs lýðræðisflokkanna og krafa hans um kosningar um það, sem hann kallar ,,tillögur“ sínar, sýnir þetta berlega. Þess vegna hefur nú verið ákveðið að kosningar fari fram nokkru eftir-veturnætur og hefjist þann 23. október. Ef svo skyldi fara að fólk í einhverjum hjeruðum landsins ætti í örðugleikum með að neyta atkvæðisrjettar síns, þá ber Framsóknarflokkurinn ábyrgð á því. Það er samkvæmt kröfum hans, sem vetrarkosningar fara nú fram rúmlega hálfu ári áður en reglulegar þingkosningar skyldu fram fara. Sjálfstæðisflokkurinn gat að sjálfsögðu ekki verið því mótfallinn að þjóðinni gæfist nú tækifæri til þess að velja sjer nýtt þing og taka afstöðu til manna og málefna í stjórnmálum okkar. En það er ástæða til þess að benda á hina raunverulegu afstöðu Framsóknarflokksins til haust- og vetrarkosninga vegna þess að hún er táknrænt dæmi um stefnufestu hans og heilindi. í áratugi lætur þessi flokkur blað sitt tala um haustkosningar sem tilræði við atkvæðis- rjett fólks í sveitum landsins. Svo koma ráðherrar hans einn góðan veðurdag og krefjast vetrarkosninga!! Þannig er Fram- sóknarflokkurinn. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að Tíma- menn segi nú að þeir hafi viljað hafa kosningarnar fyrr á haustinu. Allir vitibornir menn vita hins vegar að það væri með öllu ókleift að láta kjósa meðan göngur og sláturtíð standa sem hæst. En Framsókn veit það ekki, vegna þess að hún er laus úr tengslum við hið starfandi þjóðlíf. Hún er aðeins fornleifafjelag, fortíðarflokkur, sem hefur nokkra hallærishöfunda að leiðtogum. ★ Fólkið í sveitum landsins mun ekki láta erfið veðurskilyrði hindra sig í því að segja álit sitt á þessum flokki við næstu kosningar. Það er orðið þreytt á hinni neikvæðu stefnu hans. Það er orðið leitt á rógi Tímans milli sveita og sjávarsíðu. Allir dugmestu og framsýnustu menn bændastjettarinnar sjá nú nauðsyn þess að góð samvinna bænda ríki við fram- leiðendur og neytendur við sjávarsíðuna. Fólkið í kaupstöðunum veit líka að nauðsyn slíkrar sam- vinnu er brýn og aðkallandi og það er reiðubúið til hennar. Eini þröskuldurinn á vegi þeirrar samvinnu eru nokkrir steinrunnir hallærishöfundar Tímaliðsins. ★ Þjóðin þarf að efla landbúnað sinn, auka framleiðslu hans og gera hana fjölbreyttari. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann hefur betri skilning á aðstöðu bænda og þörfum en nokkur annar flokkur. Stefna sú, sem Pjetur heitinn Magnússon markaði í landbúnaðarmálum ber þéss greinilegt vitni. Fyrir þeirri stefnu munu Sjálfstæðismenn berjast framvegis. Grundvöllur hennar er aukin tækni og aukið samræmi í lífskjörum fólksins í sveitum landsins og annara landsmanna. \Jilwerji ólrij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Á Krísuvíkurbraut ÞAÐ er skemmtilegt að aka Krísuvíkurveginn nýja í góðu veðri á sumardegi. Enda mun hafa verið talsverð umferð um hann í sumar og er það að sjálf- sögðu nær eingöngu skemmti- ferðafólk, sem fer þenna veg af forvitni. En fáir munu fara hann oftar en einu sinni, nema þeir megi til, eða eigi eitthvert erindi til Krísuvíkur. Leiðin er löng og þar af leið- andi þreytandi og hvergi á allri leiðinni er hægt að nema staðar til að fá hressingu. ' 40 km. úr leið EINS OG kunnugt er, er bygð svo að segja engin við Krísu- víkurveginn, alla leið frá Hafn- arfirði austur í Ölfus, aðeins fjórir, eða fimm bæir og einn eða fleiri í eyði að sjá. Það hlýt- ur að vera ömurlegt að aka þessa braut að vetrarlagi í slæm um veðrum. Og enginn þarf að segja manni það, að nokkur óvitlaus maður, sem þarf að fara milli austur- sveita og Reykjavíkur með vör- ur eða farþega, fari þessa Krísu víkurleið, hvort sem er að vetr- arlagi, eða sumri, nema að hann eigi ekki annars úrkosta. 9 Hættumerkin að koma NÚ er loksins farið að setja upp hættumerkin á þjóðvegun- um. Búið er að mestu að koma upp nýjum merkjum á hættuleg ustu staðina við Hellisheiðar- veginn. Merki þessi eru lík gömlu merkjunum og koma að tilætluðum notum. Og nú er bara að þau fái -að vera í friði fyrir skemmdar- vörgum. • Önnur þörf merki MENN hafa einnig tekið eftir öðrum þörfum merkjum við þjóðvegina, sem verið er að setja upp, en það eru leiðar- merki, veganöfn og þessháttar. Merkin eru smekklega gerð með upphleyptum stöfum, sem auðvelt er að lesa. Þetta var þörf ráðstöfun, sem verður vin- j sæl og sparar mönnum ómak, j því auðveldara verður eftir en áður að rata um vegi landsins. Merki, sem vantar OG NÚ mætti halda áfram enn að bæta við merkjum, sem lengi hefur verið skortur á, en það eru nöfn sveitabæja við þjóð- vegina. Það er nærri því und- antekning, að nöfn sveitabæja standi við þjóðvegina og alls ekki nema bændur sjálfir hafi tekið sig til og sett þau upp. Eru merkin þá að vonum illa gerð, þar sem bæði skortir efni og áhöld til að gera þau vel. • Nauðsynlegur leiðarvísir NÖFN sveitabæja eru alveg nauðsynleg ókunnugum vegfar- endum um þjóðvegina. Ekki vegna þess, að þeir eigi erindi heim á bæina, heldur blátt á- fram til að átta sig á leiðinni, sem farin er. Flestir hafa með sjer landabrjef á leiðum, þar sem þeir hafa ekki farið áður, en landabrjefin koma ekki að gagni, nema hægt sje að átta sig á nöfnunum, sem á þeim standa. Það væri vissulega þörf ráð- ; stöfun, að setja upp nöfn bæja,1 sem standa við aðalþjóðvegi landsins. Menntaskólabletturinn FORMAÐUR Nemendasam- bands Menntaskólans í Reykja- vík, Gísli Guðmundsson toll- vörður, telur að ekki hafi verið rjett skýrt frá afskiftum stjórn- ar Nemendasambandsins af skerðingu Menntaskólablettsins. Hann segir mjer, að Nem- endasambandinu hafi aldrei dottið í hug, að hægt væri að neita því með öllu, að sneið væri tekin af blettinum undir nýju- götuna. —- En hitt hefði stjórn sambandsins viljað stuðla að, að ekki yrði tekið meira en þörf væri á og ennfremur hefði stjórn sambandsins viljað koma í veg fyrir, að bílastæði yrðu höfð fyrir neðan blettinn. • Allt annað mál ER það að sjálfsögðu annars eðlis, að neita með öllu allri samvinnu og ætla að þrjóskast við að sjálfsögð og nauðsynleg ráðstöfun sje gerð, eða hitt, að reyna að liðka svo til, að allir aðilar geti verið ánægðir, eftir atvikum. Fjölda manns hjer í bænum, bæði gömlum nemendum skól- ans og öðrum þykir vænt um Menntaskólann og það er ekki af illvilja í garð stofnunarinn- ar, að mönnum finnst sjálfsagt, að sneið af blettinum verði að taka undir götu. Heildarsvipur bæjarins verður að ganga fyrir hagsmunum, eða ímynduðum hagsmunum einnar stofnunar, hvort sem það er menntaskóli, eða annað. • Vantar smá vegstubb BISKUP landsins hefur komið því til leiðar, að messað er á hverjum sunnudegi í hinni frægu Strandakirkju. Margir ferðamenn myndu hafa yndi af að koma þar í kirkju á sunnu- dögum og leggja nokkuð á sig til þess. Ennfremur má gera ráð fyrir, að fjöldi fólks myndi fara til Strandakirkju til að skoða húsið og staðinn, sem svo að segja hvert mannsbarn á landinu þekkir nafnið á. En það vantar stuttan veg frá aðalþjóðveginum heim að kirkj unni. Annað eins hefur nú verið gert og að þessi vegarstubbur yrði lagður. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Furðulegur næturklúbbur sem nýfurmikilla vinsælda Eftir Jobn Peet, frjettaritara Reuters. BERLÍN — Listamenn í Berlín hafa nú opnað sinn eigin nætur- klúbb, í líkingu við klúbbana. sem kollegar þeirra í Paris eru þekktastir fyrir. — Þessi nýi skemmtistaður er þegar orðinn geysilega fjölsóttur, og á hverri nóttu má sjá þarna einkenni- legt sambland af listamönnum, stúdentum, flækingum, lögbrjót um o{* viðvaningslegum njósn- urum. Skemmtiatriðin eru lje- leg og fá og dansgólfið jafnvel minna en almennt er á svona stöðum. • • ‘.l. BAÐKERIÐ ÞAÐ eru nokkrir listmálarar, sem áttu upptökin að hinum nýja næturklúbb. Heitið, sem þeir völdu honum, er „Bade- wanne“ eða Baðkerið. Þessir listmálarar komu að tali við eigendur húsnæðisins, sem klúbburinn er í, og lofuðu þeim húsfylli á hverju kvöldi, ef þeir gætu fengið salina ó- keypis og einhverja greiðslu fyrir þá, sem skemmtu viðskifta vinunum. Eigendur staðarins áttu svo að fá hagnað sinn af áfengissölunni. Þeir fj.illust á tilboð listamannanna, og þeir síðarnefndu hófust þegar í stað handa um að skreyta staðinn Þeir komu fyrir á veggjunum einkennilegu samsafni af hrein- dýrahornum, nýtísku myndum af nöktum konum og skrautrit- uðum eggjunarorðum á borð við „Vertu góð, fagra stúlka.“ • • ALLTAF HÚSFYLLIR VINSÆLDIR klúbbsins urðu strax geysimiklar. Þjóðverjar, Frakkar, Bretar og Bandaríkja- menn flykkjast nú til hans á hverju kvöldi. Eigendurnir, sem voru orðnir vanir taprekstri og sárafáum viðskiftavinum, neru saman höndunum af ánægju, þegar húsfyllir varð hjá þeim þegar fyrsta kvöldið, sem opnað var. En bros þeirra minnkuðu, þegar þeir fóru að „gera upp kassann.“ Fjölmennið í klúbbn- um er venjulega svo mikið, að þjónarnir komast ekki að mörg- um borðum, og jafnvel þegar þeim tekst að ryðja sjer braut, komast þeir oft að því, að við borðin eru stúdentar, sem kom- ið hafa með áfengi í vasanum og vilja hvorki kaupa vott nje þurrt. • • LJELEG SKEMMTISKRÁ SKEMMTIATRIÐIN eru ekki veigamikil. — Skemmtiskráin hefst á því, að leikið er „Deutschland úber alles.“ Þá koma fram tvær stúlkur í þröngum, svörtum buxum og fleygja á milli sín hauskúpu. í baksýn sjest fallöxi, sem stöð- ugt rís og fellur. Að þessu loknu sjá nokkrir menn og konur um noklturskonar skrautsýningu, þar sem meðal annars koma fram persónur úr þekktum leik- ritum og sögum. Að þeirri sýn- ingu lokinni hefst dansinn, en þar ber mest á stælingu á hinu svokallaða „jitterbuggi“. Þar með eru skemmtanirnar upp taldar, en vinsæll er klúbbur- inn úr hófi fram þrátt fyrir það — og hver sem ástæðan nú kann að vera! llt/lutningur Breta. LONDON — Bretar hafa flutt út meira af rciðhjólum og bifhjólum á fyrri heimmgi þessa érs en áður. Var útflutningsverðmæti hjólanna á fyrra misseri þessa árs 15 miljónir punda, eða 2.500.000 sterlp. meira en á sama tima í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.