Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAfílÐ Miðvikudagur 19. október 1949 I tofgmiMftfrift Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. * Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsfhgar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla’ Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Samræmd andstaða gegn kommúnistum I GÆR urðu fyrst fullnaðarúrslitin kunn í norsku kosn- ingunum. Þá kom í ljós, að foringi hinnar norsku Fimtu herdeildar, kommúnistaflokksins, Lövlien, hafði ekki náð kosningu. Svo kommúnistar þurkuðust alveg út úr norska þinginu. Eins og getið var um hjer áður, verður þetta að teljast illa farið. Á meðan nokkrar leifar eru af Fimtu herdeild- inni þar í landi, ætti hún að hafa tækifæri til, að láta rödd sína heyrast í þingsölunum. Með því móti fær norska þjóð- in gleggri vitneskju um, hvernig landráðastarfsemi hins fjarstýrða flokks er hagað og hvernig þeir Norðmenn hugsa, sem hafa sagt skilið við þjóð sfna, og hagsmunamál hennar. Nýlega hefir Þjóðviljinn prentað upp ummæli aðalmál- gagns kommúnista í Noregi, „Friheten“ heitir blaðið, þar sem raktir eru harmar hins norska kommúnistaflokks. Þar segir m. a.: „Að flokkur okkar (þ. e. Kommúnista- flokkurinn) hefir ekki náð þeim árángri, sem við vonuðum, liggur í því, að öll öfl hafa sameinast um samræmda her- ferð gegn kommúnistum.....Flokkurinn hefir ekki haft afl til að taka á móti og hrinda þessari samræmdu herferð". Ennfremur hefir Þjóðviljinn eftir hinu norska kommún- istablaði, að allir hinir flokkarnir hafi sameinast um, að einangra hina norsku kommúnista. Og því fór sem fór. Vafalaust hefir málgagn hinna norsku kommúnista sjeð það rjett, að það er sameiginleg andstaða allra hinna stjórn- málaflokkanna, sem veldur því. að kommúnistar missa helm- ing af fyrra fylgi sínu með þjóðinni og alla þingfulltrúana. En einmitt þarna kemur fram hin stórfeldasta ásökun í garð þessarar fjarstýrðu flokksdeildar. Því allir aðrir flokk- ar sameinast í samræmdri andstöðu við kommúnista, vegna þess, að það er sameiginlegt álit þeirra, að kommúnista- flokkurinn sje þjóðinni hættulegur, sje vargur í vjeum, sje undir erlendri stjórn, og hafi það á stefnuskrá sinni, að vinna fyrir hagsmuni erlends herveldis, sem hvað eftir annað hefir reynt að hafa áhrif á, og fá íhlutun um, sjálf- stæðismál norsku þjóðarinnar. í sama tölublaði Þjóðviljans birtist grein, sem tekur ein- mitt af allan vafa um það, að íslendingar, ekki síður en Norðmenn, eíga að samræma andstöðu sína gegn hinni íslensku Fimtu herdeild. í einskonar ávarpi til kjósendanna, segir Þjóðviljinn: „Þið þurfið ekki að óttast, þó þingmannasætum kommúnista liölgi nokkuð, að þeir verði svo voldugir að þeir geti fram- selt okkur Rússum“. Þá hefir maður það svart á hvítu í dálkum Þjóðviljans. Það er ekki vegna þess, að viljann vanti hjá kommúnistum, til þess að „framselja okkur Rússum“. Nei. En þá skort- ir þingfylgi til þess. Hvaðan skyldu íslenskir kommúnistar eiga von á stuðn- ingi? Efast nokkur um það? Andstaða íslenskra stjórnmála- flokka gegn kommúnistum er ekki samræmd enn hjer á landi eins og í Noregi. Það skal játað. Sá hluti Fram- sóknaflokksins, sem lýtur Hermanni Jónassyni, lýtur jafn- framt hinni íslensku Fimtu herdeild. Þetta er mismunur- inn á aðstöðu hinnar íslensku og hinnar norsku deildar hins alþjóðlega kommúnistaflokks. íslensk þjóð sameinast eins og allar vestrænar lýðræðis- þjóðir, gegn hinni kommúnistisku kúgun, sem nú er orðin kunn öllum vestrænu þjóðunum af fregnum þeim, er hafa borist, jafnt úr Sovjetríkjunum, sem leppríkjum þeirra. íslendingar vilja ekki leggja þeim yfirgangsmönnum lið, sem kúga smáþjóðir, svo liggur við að þeim sje tortímt fyr- ir fullt og allt. íslendingar vilja ekki átthagafjötra, ekki þrælkun verkalýðs, ekki afnám mannrjettinda, sem siglir í kjölfar kommúnistiskra yfirráða. Það er íslendingum hugleikið, að fá að lifa sem frjáls þjóð, í frjálsu landi, geta byggt upp fjárhagslegt og stjórn- rnálalegt sjálfstæði sitt og unnið í-friði að hagsæid almenn- mgs. ^ar: UíbverjL ábrij^a ÚR DAGLEGA LÍFINU „Apa og slöngu“ I FYRTR nokkrum árum kom hir~að til bæjarins erlendur loddaraflokkur og tók sjer ból- festu inn við Elliðaár. Þetta var fjölskylda, sem hafði með- ferðis nokkur sjaldsjeð dýr til sýnis og menn þyrptust til að sjá þau. Leið ekki á löngu þar til heimili loddaranna var al- mennt nefnt „Apa og slöngu“, eftir dýrunum, sem mest bar á. e Sýningardýrin vesluðust upp EN þegar nýja brumið var far- ið af þessu nentu menn ekki að sækja dýrasýningarnar. Trúð- arnir hrökluðust úr landi, en sum dýranna vesluðust upp. — En lengi á eftir var það orðtak hjfr í Reykjavík, þegar ein- hver loddaraleikur var á ferð, að þetta væri „apa og slöngu“- sýning. e Sagan endurtekur sig I KGSNINGAHRÍÐINNI, sem nú stendur yfir hefur þessi apa og slönguleikur verið endprtek in af einum flokknum, sem hef ur frambjóðendur í kjöri — kommúnistaflokknum. Flokksforystan hefur tryggt sjer „apa og slöngur“ til að hæna forvitið fólk að sýningum sínum — og það hefur gefist eins og aðrar ðpa og slöngusýn- ingar meðan nýja brumið er á þeim. 9 Loddarahátturinn EN loddarahatturinn leynir sjer ekki og vafalaust á sagan efíir að endurtaka sig, að lodd ararnir hröklast burt og sýn- ingardýrin veslast upp. Apa og slöngu sirkus komm- únista leysist upp eftir kosn- ingar. Hugleiðingar og heillaráð ÞESSA dagana eru allir póli- tískir og eiga líka að vera það. Mikið er í húfi um velferð bjóðarinnar, hvernig til tekst um val þjóðfulltrúanna á þing- inu. Ko.sningarjetturinn í lýð-1 frjálsu landi er svo mikils- virði, að það má enginn borg- ari, sem hans nýtur, kasta hon- um frá sjer með því að sitja hjá. Kosningarnar eru stærsta málið, sem nú er á döfinni hjá okkur og það er því eðlilegt, að menn ræði þær og leggi sitt til málanna. Komi með hugleið inear og heillaráð, eins og t.d. góðkuningi okkar hjer í „Dag- lega lífinu“, fræðimaðurinn Jón Stefánsson, sem nokkrum sinnum hefur lagt sitt hvað til málanna í þessum dálkum. — Hann segir m.a. í brjefi: | 9 Ummæli Nordals prófessors „GETA stuðningsmenn þing- ræðisflokkanna þriggja ekki verið samtaka um að þurka kommúnista burt úr Alþingi? Sigurður Nordal segir í bók sinni, „Islensk menning“, sem mun vera ein ágætasta bók á íslensku á tuttugustu öldinni: — „Hin forna stjórnarskipun stóð rúm 330 ár .... og þjóð- veldið leið undir lok fyrir truflanir utanað. Vjer höfum enn ekki búið við þingræði nema tæp 40 ár (skrifað 1942) og margir virðast þegar farnir að örvænta um að það geti orð- ið til frambúðar“. (Ekki að furða þótt menn örvænti, þegar ofbeldisflokkur getur vaðið uppi gegn þeim flokkum, sem vilja fara að lög- um og lýðræðisreglum). 9 Fyrirmynd annara þinga „OLL þing í Evrópu eru sniðin eftir enskri fyrirmynd“, segir dr. Jón ennfremur, „en á Eng- landi vega ætíð tveir flokkar salt. hvor gegn hinum. Tím- anum er ekki eytt í smámuna stagl, skammir og rifrildi. — Þingforseti hefur vald til að víkja þingmönnum, sem við- hafa fúkyrði, úr sæti í vikur, eða fleiri vikur, eftir ástæðum. Þeir eru sekir um að sýna þing inu óvirðingu“. Skapferli Halldórs Snorrasonar „EMERSON tekur upp lýsingu Snorra á skapferli Halldórs Snorrasonar goða, í bók um Englendinga, og segir: Hjerna er „týpískur“ Englendingur. Það má til sannsvegar færa að Englendingar líkjast íslending um á söguöld meira en niðjum þeirra. „Ekki þarf annað, en að stuðningsmenn þingflokkanna þri?ria sameini atkvæði sín um þann mann eða menn, sem best stendur að vígi til að fella kommúnista“. — Þetta segir fræðaþulurinn, aldraði og iegg ur að lokum til, að menn af öllum lvðræðisflokkum sam- einist til að fella kommúnista frá þingmennsku og þar með óheilindum þeim, sem af kommúnistum stafa. Það geta kjósendur gert með því að pameinast um frambjóð- endur Sjálfstæðismanna. 9 Osr svo er það mjólkin HÚSMÓÐIR, sem á þrjú börn, segist ekki skilia hvernig á því meffi standa, að hún fær ekki miólkurskammt nema fyrir fióra, alveg sama skammt og hún fenei ef hún ætti aðeins tvö börn. Hún skilur að vonum ekki, hvers hún, eða þriðja barnið á að gjalda, að fá ekki sinn skammt, en hún segir það reglu í mjólkurbúðum, að láta ekki út á skammt, ef stendur á stökum miða, þ.e.a.s. V2 lítra. Árni Benediktsson, forstjóri Miólkursamsölunnar, segir mier, að hier gæti nokkurs mis skilnings. Það s.ie að visu rjett, að ekki sje mikið til áf hájf- flöskum og þær gangi fljótt út, en í mjólkurbúðum Samsölunn ar sje mjólk einnig seld í lausu máli og því hægt að fá hálfan lítra. ef komið sje með ílát. Þá sje bað til, að sumir. sem selja mjólk vilja ekki selja hana i lausu máli og þegar þeir hafi °kki nema pottflöskur, geti ver ið að þeir neiti að láta hálfan lítra. — En það eigi hver mað- ur að fá sinn skammt. ......................................... '•nBiiMiimiiiiiiHiiiiitiiiiuiu MEÐAL ANNARA ORÐA .... Danir hyogja á 100,000 manna heimavarnalið. Eftir Charles Croot, frjettaritara Reuters. KAUPMANNAHÖFN — Unnið er nú að stofnun nýs hers í Danmörku. Þetta er heima- varnarlið, en danska þingið samþykkti siðasliðið ár lög um starfsemi þess. Hinn borg- aralegi yfirmaður liðsins hefur aldei gegnt herþjónustu, og elsti liðsmaðurinn er 84 ára gamall. Liðsforinginn, sem heitir Frode Jacobsen, og er fyrver- andi ráðherra, sagði þeim, sem þetta ritar: „Það er ekki meg- inverkefni okkar að koma á fót heimavarnaliði, sem „tekur sig vel út“ á göngu. Að hinu verður hinsvegar stefnt, að þjálfa liðsmennina sem best og gera þá að góðum skyttum, sem geta verið fljótir til að kom- ast þangað, sem þeirra er mest þörf“. 9 9 MARKMIÐIÐ JACOBSEN, sem starfaði í dönsku andstöðuhreyfingunni á ófriðarárunum, var einnig meðlimur í ,,frelsisráði“ Dan- merkur. Hann hefur nú eftirfarandi að segja um hið nýstofnaða heimavarnalið: „Við getum ekki komið í veg fyrir styrjöld. Við gætum ekki heldur komið í veg fyrir það, að Danmörk yrði hernumin. En við ættum að geta gert vænt- anlegri árásarþjóð ýmislegt til ; miska, svo að dvöl hermanna hennar hjer vrði sem óskemmti legust“. 9 9 VOPNIN FENGIN SAMKVÆMT löggjöfinni um heimavarnaliðið, er stjórninni heimilt að verja sem samsvar- ar 6,000.000 sterlingspunda til þess að koma á fót 100,000 manna liði. Fl.estir meðlimir andstöðu- hreyfingarinnar frá því á stríðs árunum hafa nú gengið í heima varnasveitirnar, en' stjórnin hefir keypt einkennisföt og vöpn handa 40,000 mönnum. Hún vonar, að svo margir sjálf 1 boðaliðar fáist. Notuð eru vopn af breskri, bandarískri, sænskri og. þýskri gerð. Danir eignuðust nokkuð þessara vopna á ófriðarárun- um, er Bretar vörpuðu þeim niður í flugvjelum. 9 9 VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA S.TÁLFBOÐALIÐARNIR hafa hinsvegar enn ekki reynst ei»s margir og vonir stóðu til. — Stjórnin óttast, að hún kunni að neyðast til að grípa til þess ráðs, að skylda menn til að gegna þjónustu í heimavarna- liðinu. Það er athyglisvert, að embættismannastjettin danska og þær stjettir aðrar, sem hvað best eru launaðar, bafa til þessa lagt til fleiri siálfboða- liða en verkamenn. En mikil áhersla ör nú á bað lögð að vekja áhuga vérkamanna fyrir. málinu,1 bví án þeirra' verður því markj aldrei náð, að með- bmir heimavarnaliðsins verði 100,000. Framhald á bK 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.