Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 10
v< 10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. október 1949 10" <///////m.ii iiiiuIKiii. Æskon mun trynnin Sjnlfstæðis- flokknum sigur . k.sningunum UNDANFARNA daga hefur hátt á í'immta hundrað nýrra fjelaga gengið í Heimdall. Dag lega bætast stórir hópar af ungu fólki við þann mikla fjölda sem fyrir var í fjelag- inu. Þær þúsundir æskumanna, sem gerst hafa fjelagar Heim- dallar munu nú taka virkari og meiri þátt í kosningabarátt- unni heldur en nokkru sinni áður. Stöðugt minnkandi æskuíygli rauðu flokkanna. Yfirburðir Heimdallar eru starfsemi hinna pólitísku æsku- lýðssamtök allra hinna flokk- anna samanlagt munu vera um helmingi fámennari heldur en Heimdallur, enda er nú svo komið, að mjög lítið ber á starfsemi hinna pólitísku æsku- lyðsfjelaga rauðu flokkanna. Þeir hafa kosið að láta sem minnst bera á sjer í von um það, að með því bæri ekki eins mikið á þeirra litla og stöðugt minnkandi fylgi. Framsóknar- menn hafa þó ekkert farið dult með fylgisleysi sitt meðál æsk- unnar hjer í bænum og viður- kenna að fjelagar F.U.F. væru innan við hundrað. Unga fólkið vill frelsi. Unga fólkið hefur fundið, að það á enga samleið með sundr ungarflokkunum. Það veit að framtíð þess byggist á því, að hjer ráði frjálslynd framfara- stefna" í landsmálum og verið sje vel á verði gegn hverskon- ar erlendum ofbeldis og yfir- ráðastefnum. Eini flokkurinn, sem hefur sýnt í verki að hann fylgir þessari stefnu er Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann hafði forustuna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hann einn hefur allt af staðið óskiptur gegn hverskyns árásum á sjálfstæði þjóðarinnar og hann hefur verið þess megnugur að hrinda árásum ofbeldisflokka komm- únista, er þeir með valdi hafa ætlað að brjóta niður lög og rjett í landinu. Þá hefur Sjálf- stæðisflokkurinn haft forustu um framkvæmd allra helstu framfaramála, sem komið hef- ur verið í framkvæmd um lengri tíma. Hann einn vill veita einstaklingunum frelsi til athafna. Hann vill jafna kjör- in og byggja upp sterkt, heil- brigt og sjálfstætt þjóðfjelag. Æskan mun sigra Reynsla undanfarinna ára sannar að rauðu flokkunum er í engu treystandi. Það er a3 þeirra vilja, allt það ófremdar- ástand, sem hefur ríkt hjer á landi á mörgum sviðum á v.nd- ' anförnum árum. Þeir vilja höft. i Þeir vilja meiri sundrungu og ¦ aukið ófrelsi á öllum sviðum. | Gegn þessu berst æskan. Hún! vill framarir. Hún berst gegn Hátt á fimmta kundrað manns ganga í Heimdall hvers kyns ófrelsi og kúgun. Hún vill fá að njóta krafta sinna í frjálsu og óháðu landi. Þess vegna skipa þúsundir Sjálfstæðisflokksins og berjast þar nú fyrir algerum sigri flokksins í kosningunum. Sigur Sjálfstæðisflokksins er sækumanna sjer undir merki sigur æskunnar. Hitt og þetta UNDANFARNA daga hefur hátt á fimmta hundrað nýrra fjelaga gengið í Heimdall. — Þetta sýnir betur en allt ann- að, hversu fast unga fólkið í Reykjavík fylgir Sjálfstæðis- flokknum í kosningabárátt- unni. Heimdallur er nú tvö- falt fjölmennari en æskulýðs- samtök hinna flokkan saman- lögð. • FÓLK hefur tekið eftir því, að það er nú orðið hrein und- antekning, ef að fundir sjást auglýstir hjá rauðu flokkun- um hjer í Reykjavík. — Og þeir fá fundir, sem haldnir hafa verið af rauðliðum, hafa verið svo fámennir, að þess eru engin dæmi um langan tíma. "Jafnvel ekki á miðju kjörtímabili. A sama tíma hafa Sjálf- stæðismenn haldið fleiri og fjölmennari kjósendafundi heldur en nokkru sinni áður. Dag eftir dag og viku eftir viku, hafa Sjálfstæðismenn haldið fundi og samkomur, er sóttar hafa verið af mörgum þúsundum manna. • ÞAÐ HEFUR vakið eftirtekt, að þær fáu samkomur, sem kommúnistar hafa gengist fyr ir í seinni tíð, hafa undan- tekningarlaust ekki verið aug- lýstar undir nafni flokksins eða flokksfjelaganna. - Hvað eru kommúnistar að fela? Halda þeir, að þeir fái blekt einhverja með því, að breyta um nafn? Nei, þjóðin þekkir þá menn, sem eru í frambou. fyrir þá og kannast of vel vi'5 verk þeirra til þess að n^kkur hætta sje á ,að þeir fái Tjlist undir öðru nafni. — Kom.-.iúnistar þekkjast, hvar :em þeir fara. • Saaakv. skrifum ungra Fram- íióknarm. hafa innan við 100 manns verið í f jel. ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík, fyrir tveimur árum. — Hver trúir því, að þeir sjeu fleiri nú? Enda hefur þetta útbú kommúnista í Framsókn kom- ið þannig fram að það mega teljast undarlegir æskumenn, I sem í það fjelag ganga. Þá er nú betra að vera kommúnisti, heldur en að láta kommún- ista nota sig til óhæfuverka eins og kommúnistar hafa gert við F. U. F. í Rvík. • UNGIR JAFNAÐARMENN virðast nú alveg hafa lagt niður fjelagsskap sinn, í það minsta í Reykjavík. — Þeir hafa að vísu haldið tvo fá- menna fundi á Suðurnesjum og hafa ræðumennirnir á þeim fundum verið um fertugt. Það er ekkert undarlegt, þó þeim langaði ekki í útifund hjer í Reykjavík, enda tókst þeim að hindra það í besta bró'ð- erni við Framsóknarmenn. — Heyrst hefur, að þessi fjelög sjeu að undirbúa fund í Eddu húsinu, en þar halda ungir Framsóknarmenn sina ,,fjöl- mennu" fundi. — Fundarsal- urinn tekur 60—80 manns, sje í hann troðið. * EFTIR uppstillingu stjórn- málaflokkanna nú í kosning- unum, kemur í ljós, að eini flokkurinn sem býður unga menn fram í örugg sæti, er Sjálfstæðisflokkurinn. — Er alveg sýnilegt, að enginn ungur maður kemst á þing af andstæðingum Sjálfstæðis- manna. Aftur á móti mun þriðjungur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins á næsta kjör- tímabili verða ungir menn. — Hvaða ungur maður mun fást til að kjósa öldunga rauðliða? • AF HINUM tólf ungu Fram- sóknarmönnum, sem Tíminn sagði, að væru nú í kjöri við kosningarnar, er helmingur þeirra búsettir í Reykjavík, og fimm þeirra á lista flokks- ins í Reykjavík. • REYNSLAN hefur sannað, að svo best fær lýðræðið staðist, að festa ríki í stjórnarbáttum. Reynsla undanfarinna ára hef ur sýnt, að samstjórn ólíkra flokka er neyðarúrræði. Hjer þarf einn flokkur að fá hrein- an meirihluta á Alþingi. Eini flokkurinn. sem treystandi er ^Vh. á bls 12 — Grein Jóhanns frá Sveinatungu Frh. af bls. 6 Það er óskiljanlegt, að góðir og greindir menn, geti ekki sjeð og skilið að það er eitthvað bog ið og athugavert við sagnir trú- boðanna um hina .austrænu sælu". Til að mynda um flótta- mannastrauminn. Af hverju flýja menn frá heimilum sínum í hundraða þúsunda tali, ef þarna væri gott að vera? Þeir, sem flýja, vita, að ef þeir nást, sæta þeir refsingu, og búa þá við enn verri lífskjör en áður, þótt vont væri. Þeir vita líka, að ef þeir sleppa, þá skapa þeir ættingjum sínum og vinum viðbótar þrautir og þjáningar. Og það er heldur ekki gott. Það lítur helst út fyrir að eitthvert örvæntingaræði hafi heltekið fólkið, svo að það viti varla hvað það eig^ að gera, eða er að gera. Þá er eitt enn, sem mönnum hjer þykir lítt skiljanlegt, og það er, að til Rússlands megi engir útlendingar koma, og því síður til að ferðast um landið til að skoða sig um. Sovjet- stjórnin kærir sig ekkert um að útlendingar sjeu að hnýsast eftir hvernig heimilislífið er þarna. Og það er heldur engum leyft að fara eða flytja úr land- inu. Ekki einu sinni konunum til mannanna sinna, aðeins sjer- stökum trúnaðarmönnum, í á- kveðnum erindagerðum. Land- ið er lokað land. Jeg veit ekki hvort jeg á að segja innilokað eða útilokað, eða þá aflokað. Vitið þið nokkurt dæmi þess í sögunni, að nokkurt land, smátt eða stórt, hafi lokað sjer svona fyrir umheiminum? Það er engu líkara en að þeir þurfi eitthvað að fela. Eða eru þeir orðnir hræddir við skuggann sinn? Hvernig er þetta hjerna hjá okkur? Hjer koma menn af ýmsu tagi, blaðamenn og vís- indamenn, og menn, sem eru að skemta sjer, og margt fleira. — Þessir gestir eru hjer yfirleitt velkomnir og velsjeðir, og það er vel tekið á móti þeim. Þeim er hjálpað og leiðbeint, eins og hægt er. Og þeir mega skoða alt og spyrja um allt, því að ekkert' þarf að fela og engu þarf að leyna. Og svona er þetta í öllum hinum vestrænu löndum. Eins er það með alla, sem' vilja og geta. Þeir mega fara og ferðast, og eins og þeir vilja flytja al- farnir úr landi. Það er því sjálf- sagt, að hjer þurfa menn ekki að hafa fyrir því að flýja. Saga kommúnísman-, er og verður Ijótur kafli í veraldar- sögunni. Nú sem stendur er ó- gerlegt að sjá fyrir hvað hann verður langur og ljótur. En það er víst, að þar sem þessi plága fer um. og festir rætur skapar hún allstaðar eymd og ófrelsi. Það er sorglegt og sárgræti- legt, þegar menn sjá ættingja sína og ástvini sogast ofan í þetta ódáðanna óláns fúafen, en geta ekkert hjálpað eða bjarg- að. Nú vil jeg ráðleggja ykkur, sem þessar línur mínar lesa, að snúa ykkur til Guðs, og biðja hann að hjálpa ykkur og leið- beina, til að finna leiðina, sem liggur til hins rjetta vegar. Það hefur margur haft gott af því, að leita til hins góða Guðs, og biðja hann hjálpar og leiðbein- ingar. Hann hefur mörgum hjálpað og leiðbeint. Biðjið, þá munið þið bæn- heyrðir verða. Leitið að sann- leikanum, og þá munið þið finna hann. Ósvaldur Knudsen fimmlugur ÓSVALDUR KNUDSEN mál- arameistari er fimtugur í dag. Hann er alkunnur maður og vinsæll, ekki einungis vegna starfseminnar í iðn sinni víða um land, heldur einnig fyrir þátttöku sína í ýmsum öðrum málum. Hann er fæddur á Akureyri, en fluttist ungur hing að til bæjarins og hefur verið hjer síðan. Hann nam hjer málaraiðn, fyrst hjá frænda sín um Lúðvíg Einarssyni og síðan erlendis, en stofnaði svo sjálf- stætt verkstæði með Daníel Þorkelssyni. Hann hefur málað fjölda húsa, þar á meðal mörg opinber stórhýsi. Smekkvísi hans er viðbrugðið. Hann tók hjer einnig upp nýja starfs- grein í iðn sinni, emallieringu. Ósvaldur hefur einnig átt önnur og fleiri áhugamál. Fyrr á árum var hann ágætur íþróttamaður, einn af bestu knattspyrnumönnum bæjarins og manna vinsælastur á vell- inum í þá daga. Hann var einnig prýðilegur leikfimismað ur og í sýningarflokki ÍR. sem víða fór við góðan orðstír. Hann hlaut þá mörg íþrótta- verðlaun og var um skeið tal- inn snjallasti og fjölhæfasti íþróttamaður hjer um slóðir. Þá lagði hann einnig mikið fyr- ir sig útiíþróttir og ferðalög. Hann hefur mjög víða farið um fjöll og öræfi og ýmsar fáfarn- ar slóðir. Á þessum ferðum fór hann snemma að taka myndir og varð ágætur ljósmyndari og ýmsar myndir hans voru á sýn- ingum utan lands og innan og fengu verðlaun. Síðan sneri hann sjer að kvikmyndatöku og hefur seinustu árin tekið nokkrar stórar kvikmyndir. Kunnust af þeim er Heklu- myndin, litmynd, sem hann tók á ýmsum ferðum, sem hann fór að Heklugosinu síðasta. Er það stórfeld mynd og víða for- kunnarfögur og hin merkasta heimild um gosið, bæði sem fög ur landslagsmynd og sem fræðimynd Eina íþrótt enn ber ekki síst að nefna, sem Ósvald- ur hefur lagt mikla stund á, en það er laxveiði. Hann er einn af fremstu stangaveiðimönnum hjer. Allir, sem farið hafa aust- ur með Sogi; hafa veitt athygli hinum fallega og smekklega sumarbústað hans þar, í göml- um bæjarstíl. Þannig hefur Ósvaldur Knud son lagt gjörfa hönd á margt. Hann er listrænn og ötull starfs maður, drengskaparmaður og vinsæll og góður fjelagi. J. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.