Morgunblaðið - 17.11.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1949, Blaðsíða 1
16 síðnr 36. árgangur. 265. tbl. — Fimmtudagur 17. nóvember 1949 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aróður um friðsamlega nofkun Framkoma Moskvustfórnarmnar afómorkunnar í Rússlandi heiar vokið andúð veraldarinnar Bygður á fölskum forsendum, segir A, V. Alex- ander landvarnamálaráðherra Breffa, T.iQNDON. — A. V, Alexander, landvarnamálaráðherra Breta, hefur gert að umtalsefni áróður þann, sem rekinn er nú í öllum kommúnistablöðum heimsins, sem stefnir að því að telja al- menningi trú um, að Rússar noti þekkingu sína á sviði atom- vísindanna í friðsamlegum tilgangi. Segir ráðherrann, að áróður þessi sje bygður á fölskum forsendum. Utanríkisráðh. Kollands Viífliinsky gaf tóninn. Vishinsky utanríkisráðherra Rússlands, sem nú er á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í NeSv York, hóf fyrstur þenna á- róður í ræðu, sem hann flutti í Lake Success. Sagði hann að Rússar kærðu sig ekki um að nota visku sína í sambandi við atomorkuna til að framleiða sprengjur. Tilgangur þeirra væri að „flytja fjoll“ með atom orkunni og til þess að veita ám yfir eyðimerkur og gera þær að frjósömum landsvæðum. Kommúnistablöð um allan heim hafá svo birt sömu grein- arn,ar til áróðurs. Á fölskum forsendum. Alexander sagði, að áróður þessi væri bygður á fölskum forgendum. „Jeg hefi enn ekki kynnst þeim vísindamanni — og jeg veit, að í vesturlöndum eru þeir komnir lengra í atomorkurann- sóknum en Rússar — sem hefir getað fullyrt, að hægt sje að nota atomorkuna til iðnaðar, án þess að setja fjölda manns í lífshættu“. Njósnari fíandlekinn í Grikklandi AÞENA, 16. nóv.: — Gríska herforingj aráðið tilkynnti í dag að fekist hefði að handsama al- banskan lögregluforingja, sem starfað hefir fyrir skæruliða í Grikklandi. Lögreglumaðurinn hefir ját- að að hafa verið sendur til Grikklands í ágúst síðastliðn- um, með það fyrir augum að njósna um gríska herinn. — Reuter. Flngvje! verSur átta að bana CALCUTTA, 16. nóv.: — Átta menn ljetu lífið í dag og 33 sæiÁust, er tvær herflugvjelar rákust á yfir Calcutta. — Fjell önnúr flugvjelin niður á eitt af strætum. borgarinnar og þar fórúst sjö vegfarendur. Flugmaður annarrar herflug vjel'arinnar bjargaðist í fallhlíf. — Reuter.i Enginn Rokossovsky hjá Dönum KAUPM.HÖFN, 16. nóv.: Rasmus Hansen, hermala ráðherra Dana, sagði í þing inu í dag, að menn þyrftu ekki að óttast það, að „bandarískur Rokossov- sky“ yrði sendur til Dan- merkur. Sagði ráðherrann þetta, er hann var að svara fyrirspurn kommún ista um nýjan hermála- fulltrúa við' sendisveit Bandaríkjamanna í Kaup mannahöfn. Vert er að taka fram, að Rússi sá heitir Rokos- sovsky, sem nú hefir verið skipaður hermála- ráðherra Póllands. — Reuter. jD. U. STIKKER, utanríkisráð- 5 lierra Hollands, sem er fulltrúi þjóðar sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Bafnandi síidveiði við Norður Noreg OSLO, 16. nóv.: — Síldveið- arnar við Norður-Noreg fara nú batnandi. í vikunni, sem lauk í gær, lönduðu síldveiði- ' skip á þessum slóðum um 70 þús. hektólítrum. — Um 1100 manns er á síldveiðiflotanum. Fundur um kjarnorkú- múl fyrlr úmiuot Bandaríkjamenn, Bretar og Kanada- menn ræðasf við í Washington. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 15. nóv. — Talsmaður breska utanríkisráðuneytis^ ins skýrði frá því í dag, að gert væri ráð fyrir, að viðræður um kjarnorkumál milli Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada mundu hefjast í Washington fyrir áramót, ef að líkum ljeti. Nokkuð hefir verið rætt um það undanfarið, hvort Banda- ríkjamenn mundu veita Bret- um og Kanadamönnum fullar upplýsingar um þróun kjarn- orkumálanna í Bandaríkjunum eftir styrjöldina. Um þetta at- riði - sagði talsmaðurinn, að Bretar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn hefði skiptst á upplýsingum að undanförnu, án þess að draga nokkuð und- an eða fara í launkofa með nokkurn hlut á sviði kjarnork- unnar. Kunnugir telja, að gagn kvæmar upplýsingar á sviði kjarnorkuvopna hafi þó verið nokkrum takmörkunum háðar. Frjálslyndari stefna | Bandaríkjaþing og McMahan lögin, sem banna að gefa er- lendu ríki upplýsingar um hern aðarleyndarmál, hafa að nokkru komið í veg fyrir, að um algert trúnaðarsamband gæti verið að ræða milli þess- ara þriggja landa. Þegar mönn um nú eru kunnar kjarnorku- sprengingarnar í Rússlandi, telja sumir, að Bandaríkin kunni að taka upp frjálslyndari istefnu gagnvart hinum ríkjun- um, Bretlandi og Kanada. — Áttu ríki þessi drjúgan þátt að Rússarhafa glatað samúð- inni, sem þeir áunnu sjer Tillögur þeirra á allsherjarþingi S. Þ. eru ekkert annað en blekking og áréður Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. NEW YORK, 16. nóvember. — Hector MdNeil, innanríkis- ráðherra Breta og aðalfulltrúi þeirra hjá Sameinuðu þjóð- unum, mæltist í dag til þess við Vishinsky utanríkisráð- herra, að hann færi heim til sín og reyndi að skýra það fyrir ráðamönnunum í Moskva, hvernig á því stæði, að jafnvel þegar nasistar Hitlers voru uppvöðslusamastir, var alheimsálitið ekki eins andvígt Þýskalandi og Sovjetríkjun- um nú. McNeil mælti þetta til rússneska utanríkisráðherr- ans í stjórnmálanefnd allsherjarþingsins, en þar svaraði hann í ítarlegri ræðu þeirri ásökun Rússa, ao Bretar og Bandaríkjamenn haíi í frammi stríðsæsingar;. Hermanni Jónassyni falin sffjórnarmyndun FORSETARITARI birti í gærkveldi svohljóðandi frjettatilkynningu, varð- andi væntanlega stjórnar- myndun: „Forseti íslands hefir falið formanni Fram- sóknarflokksins, Hermanni Jónassyni fyrv. forsætis- ráðherra, að gera tilraun til þess, að mynda stjórn með stuðningi meirihluta þings. Er hann að athuga mögu leika á slíkri stjórnar- myndun og mun gefa fulln- aðarsvar innan fárra daga.“ Bevin byrjar vinnu kl. 5 að morgni LONDCN, 16 nóv.: — Ernest Bevin utanríkisráðherra var í dag spurður að því á fundi í neðri deild breska þingsins, hversu margar af nefndaskýrsl um Sameinuðu þjóðanna hann hefði tíma til að lesa. Það stóð ekki á svarinu: „Jeg er við vinnu, þegar spyrjandinn sefur. Jeg byrja vinnu klukkan fimm á morgn- anna“. — Reuter. k j ar nor kur annsóknum, bernskuskeiði þeirra. England—Srland: 9:2 LONDON, 16. nóv.: — Lands- leikur í knattspyrnu var í dag háður milli Englands og Ir- lands. Englendingarnir sigruðu með níu mörkum gegn tveim- ur. r-r- Reuter. ^Sök rússnesku stjórnarinnar „Herra Vishinsky“, sagði breski innanríkisráðherrann. „Farið heim og tjáið rússnesku stjórninni, að hún ein eigi sök á því, að Rússar eru í dag ein- angraðir og hafa glatað þeirri samúð, sem þeir liöfðu áunnið sjer. Segið stjórnarvöldunum, að kaldhæðnin, sem fram kem ur í öllum framkvæmdum Moskva, hafi vakið andúð allr- ar veraldarinnar“. Blekking og áróður Annar breskur fulltrúi hjá S.Þ. var og berorður í dag, er hann vjek máii sínu að fram- komu rússnesku stjórnarinnar og áróðurstillögum hennar. í ræðu, sem Sir Alexander Ca- dogan flutti í annarri stjórn- málanefnd 'allsherjarþingsins, fullyrti hann, að afvopnunartil lögur Rússa væru fram settar til þess eins að blekkja almenn ing. Andvígur eftirliti í þessu sambandi benti Ca- dogan á, að Rússar væru enn ófáanlegir til að gerast aðilar að afvopnunarsamkomulagi, sem heimilaði S.Þ. að fylgj- ast með afvopnunarfram- kvæmdum á staðnum. Rússar væru- því þannig andvígir, að S.Þ. gætu sent eftirlitsnefndir, til þess að fylgjast með afvopn un og staðfesta þannig yfirlýs- ingar hinna ýmsu ríkisstjórna um vopnastyrk þeirra. Gröf Mussolinis. MILANO — Kaþólskur prestur hefur nú skýrt frá því, að að- eins fjórir menn í Italíu viti hvar Mussolini var jarðsettur. ítalska stjórnin ákvað á sínum tíma að halda þessu leyndu fyrir almenn- ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.