Morgunblaðið - 17.11.1949, Side 6

Morgunblaðið - 17.11.1949, Side 6
6 MORGUNBLÁÐIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1949 Napýsdéflur AÐF ARANÓTT 2. maí 1880 dreymdi lítinn dreng, sem var að alast upp í Þingholtunum hjer í Reykjavík, að hann var að leika sjer í sandi suður í Keflavík. Draumfarir hans voru með þeim hætti að foreldrar hans tóku eftir því og sögðu honum um morguninn, að hann hefði haft mikið fyrir í nótt og altaf verið að tala um Keflavík unn úr svefninum. Þessa sömu nótt fæddist stúlkubarn í Kefla- vík. Svo undarleg eru forlögin, að leiðir dreymandans og litlu stúikunnar lágu síðar saman um 35 ára skeið. En nú er silfur- þráður hennar slitinn og sam- vistum þeirra lokið hjer í heimi. í dag er hún til moldar borin. Þetta umrædda stúlkubarn var frú Ingibjörg Magnúsdóttir, koua Sigurðar Halldórssonar í Þingholtsstræti 7, sem var dreym andinn. Foreldrar Ingibjargar voru þau Magnús Engilbertsson, trjesmiður í Keflavík og Anha Gísladóttir, kona hans. Hann var ættaður úr Rangárvallasýslu og hún vestan af Barðaströnd, en fluttust ung til Keflavíkur. — Voru þau mestu sæmdarhjón, vel metin í sinni sveit. Annað barn þeirra var Engilbert skip- stióri, búsettur hjer í bæ. Var jafnan mjög kært með þeim systkinunum. Ingibjörg ólst upp við mikil störf en lítil efni, eins og flest börn þeirra tíma, en í guðsótta og góðum siðum, við mikið ástríki góðra foreldra. Ekki var um skólagöngu að ræða, þó hug- ur hennar stæði til þess. En hún var ágætlega greind og verklag- in og snjöll í þeirri grein, að læra af því sem fyrir augu og eyru bar. Það sýndu fjölbreytt verk hennar alla æfi. — 1903 fluttist hún til Reykjavíkur og vann hjer í vistum hjá merkis- fólki og var mjög eftirsótt sök- um dugnaðar síns og trúmensku. Haustið 1905 giftist hún Ey- vindi Eyvindssyni frá Eyrar- bakka, mesta myndarmanni, en hann drukknaði í mannskaða- veðrinu mikla, 7. apríl 1907. Það varð Ingibjörgu sár harmur, því að hún unni manni sínum mikið. En hún bar harm sinn með stillingu og þreki, svo sem henni var lagið, og tók aftur til sinnar fyrri iðju, að honum látn um. En næstu árin var hún oft- ast ráðskona á myndarheimil- um. Bústjórn var henni vel lag- in, því að auk áðurnefndra kosta, var hún ráðdeildarsöm og hag- sýn með afbrigðum. 17. júní 1916, giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Sigurði Halldórssyni, húsasmíðameist- ara. Reistu þau bú í Þingholts- stræti 7 og hafa búið þar síðan við góð efni og mikla rausn, svo sem kunnugt er. Kom það nú í liós að Ingibjörg hafði aflað sjer haldgóðrár þekkingar á liðnum starfsárum, því að hún fjekk brátt orð sem fyrirmynd- arhúsfreyja í hverri grein og var heimili þeirra Sigurðar hið feg- ursta. Bar það jafnan vott um smekkvísi og snilldarhandbragð húsfreyjunnar. Ekki var þeim hjónum barna auðið, en mörg börn dvöldu á heimili þeirra, lengri eða skemmri tíma. ■— Dreng, nýfæddan, Sigurð Inga, tóku þau til fósturs, en mistu hann hann fjögra ára og svrgðu hann mikið. Annan dreng tóku þau 11 ára, Inga Eyvinds, meðan móðir hans, systir f.vrri manns Ingibjargar, lá í 'sjúkrahúsi. En drengurinn er enn á heimili þeirra, nú fulltíða maður og útlærður vjelvirki. — Þau hafa reynst honum sem bestu foreldrar og hann þeim sonur. Margir piltar, lærlingar Sigurðar, dvöldu á heimili þeirra árum saman. Ingibjörg reyndist þeirn öllum ágæt hús- móðir. Má sjá á heimili þeirra hjóna marga fagra gripi, er bera vott um þakkiæti hinna mörgu pilta, sem hjá þeim hafa dval- ist. Fyrir mörgum árum tók frú Ingibjörg sjúkdóm hann er varð hennar banamein. Lá hún síð- asta árið mánuðum saman í sjúkrahúsi eða heima, oft sár- þjáð. En þjáningar sínar bar hún með þreki og hugprýði trúaðs manns og beið að lokum um- skiptanna með rósemi. Hún and aðist 8. þ. m. í Landspítalanum. Þessi er æfisaga frú Ingibjarg- ar í fáum orðum. En á milli línanna liggur löng saga um mikilsvert lífsstarf langrar æfi. En ósagt er enn hvílíkur ágætis- förunautur hún var manni sín- um í dagsins önnum, á fjórða áratug. Sjálf var hún hljedræg og starfaði lítt að fjelagsmálum, nema í Kvenfjelagi Fríkirkju- safnaðarins. Þar var hún sterk- ur liðsmaður. En heimilið var . henni alt. Maður hennar hefur alla æfi unnið mikið út á við. Einkum hafa málefni fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík verið honum hjartfólgin, enda hann þar í fararbroddi um margra ára skeið. Frú Ingibjörg unni og fríkirkjunni af heilum hug og studdi mann sinn með ráðum og dáð í þeim málum og öllum öðrum, sem hahn starfaði að. Heimili þeirra hefur mörg ár verið fundarstaður stjórnar frí- kirkjusafnaðarins. Hafa menn jafnan notið þar ástúðar og rausnar þeirra hjóna í ríkum mæli. Ekki fjekst húsfreyjan um þótt það umstang yki annir hennar. Frú Ingibjörg var í fám orð- um sagt hinn mesti kvenskör- ungur, stórmyndarleg að vallar- sýn, frjálsleg og djörf í fram- komu, skapmikil nokkuð, en stillti í hóf, hjartahlý og trygg- lynd með afbrigðum. Yfir dyrum musteris eins í Austurlöndum stóðu þessi orð: „Farðu góður inn, komdu betri út“. — Einn heimilisvinur þeirra hjóna sagði eftir lát frú Ingi- bjargar, að líf hennar alt hefði verið í samræmi við þessi orð. Jeg hygg það rjett mælt. Þess vegna munu og allir vinir þeirra hjóna drjúpa höfði í dag um stund, þakka frú Ingibjörgu alt, sem hún var þeim, og biðja henni blessunar guðs. Ingimar Jóhannesson. ......................... hÓRARINN JÓINSSON : löggiltur skjalaþýðand. í | ensku. I Kirkjuhvoli, sími 81655. 1 «Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiniiiiiniiiiiiiiiiiiiimiii „Úlfhildur" ný skáldsaga SENN fer að hefjast markað- ur fyrir jólabækurnar. Þá mun enn sem fyr verða mikið um bækur og bókaauglýsingar. En í öllu bókaflóðinu mun mörgum verða erfitt að velja milli þess sem á boðstólum er; — því að auglýsingar segja lítið frá gildi bókanna. Oft eru þær bækur mest auglýstar, sem minnst er varið í að lesa. Ein bók, sem fyrir nokkru er komin út, heitir Ulfhildur. — Þessi bók er þess virði, að henni sje gaumur gefinn. Höfundur hennar er húsmóðir norður á Akureyri, frú Filippía Krist- jánsdóttir, öðru nafni Hugrún. Það hlýtur að vera eitthvað alveg sjerstakt, sem knýr hús- móður að setjast við skrifborðið til þess að rita skáldsögu. á með an hlje er á önnum dagsins í verkahring hennar. Við lestur bókarinnar kemur það greini- lega í ljós, að Hugrún hefur á- kveðið takmark í huga, er hún ritar. Skáldsagan er augljóst byggð upp á þann hátt, að sýna trúna á Jesúm Krist, hið ráðandi afl í mannssálinni. Hvergi kemur þetta ljósar fram en í aðalper- sónu sögunnar, sem Ulfhildur heitir. — Úlfhildur er bæði mentuð, myndarleg og gáfuð stúlka, sem allt í einu fær vanda samt hlutverk að inna af hendi. Sálarbaráttu hennar er vel lýst. Hún verður stöðugt að taka mik ilvægar ákvarðanir, sem varða líf hennar og hamingju. — í öllu er hún lifandi vitnisburður um trúna á Krist. — Úlfhildur er heilsteypt persóna, sem vek- ur bæði aðdáun og traust. Sagan er viðburðarík og ræðir í heild vandamál líðandi stundar, eins og þau blasa við bæði í sveit og kaupstað. Ef-. laust á bókin eftir að verða víð- lesin af alþýðu manna á ís- landi. Hinn ákveðni tilgangur hennar er í samræmi við boð- skap kirkjunnar. Sagan heldur huganum frá því, sem saurgar, en leiðir hann til þess sem bætir og göfgar. Þetta takmark, sem æðst er í listinni, eins og öllu, sem lifað er fyrir, er höf- uð einkenni bókarinnar. Þess vegna standa vonir til þess, að hver, sem les, verði betri maður af. — Skáldkonan á þakkir fyrir þetta fagra verk. Einnig ber að þakka Bókaútgáfunni Norðra fyrir útgáfuna. Pjetur Sigurgeirsson. WMIItllltllMIIMIMIfllltlMIIIIIIIIIMIIIIIIIiMIMI 111(1111111111 j ferðafólk athuqið [ I Höfum til leigu 16 manna, 22ja j | manna, 26 ma»ina og 30 manna ; j bifreiðar í lengri og skemmri [ jj lerðir. Ingimar Ingimarsson, Sími 81307. Kjartan Ingimarsson Simi 81716. | Afgreiðsla á Bifreiðastöðinni [ 1 Bifröst, sími 1508. ■11111111111111111111111111111111111111IIMMIMMMMIIIIMIIM11111* M.b. Blakknes Hleður til Patreksfjar'ar, Þingeyr- ar, Drangsness. Hólmavíkur, Skaga- strandar og Siglufjarðar. Vörumót- taka í dag. Sími 80590. Baldur Guðmundsson. Þórarinn Benedikfsson fv, alþingism. - Minningarorð ÞEIM fækkar nú við og við, sem helst settu nokkurn svip á hjeruð landsins framan af öld- inni. Þórarinn Benediktsson, fyr verandi alþingismaður, frá Gils- árteigi, andaðist í Landspítalan- um 12. nóv. s.l. Hann varð fyrir því óhappi að lærbrotna fyrir nokkrum mánuðum og komst aidrei á fætur eftir það. Þórarinn var fæddur 3. mars 1871 og þvi hartnær 79 ára gam- all er hann ljest. Hann fæddist að Keldhólum á Völlum í Fljóts- dalshjeraði. Foreldrar hans voru Málfríður Jónsdóttir og Bene- dikt Rafnsson, bóndi og síðar póstafgreiðslumaður á Höfða á Völlum. En þar var um skeið miðstöð póstafgreiðslu milli Norðurlands og Austurlands og var um þær mundir gestkvæm- ara á Höfða en nokkru öðru heimili í Hjeraði. Var og al- kunna að á þeim árum sóktust ferðalangar mjög eftir að geta verið í fylgd með landpóstum. Ungur stundaði Þórarinn nám í búnaðarskólanum á Eiðum, og vann síðan mörg ár að búnaðar- störfum á sumrum og barna- kenslu á vetrum. En árið 1897 gekk hann að eiga Önnu Maríu Jónsdóttur, hreppstjóra Þor- steinssonar í Gilsárteigi í Eiða- þinghá. Reistu þau búskap þar sama ár og bjuggu þar til 1919 að þau fluttust til Eskifjarðar. Þórarinn var gerhugall mað- ur og ráðsvinnur og þeim kost- um búinn, að hann hlaut að fá traust sambygðarmanna sinna til þýðingarmikilla starfa. — Hreppstjóri Eiðaþinghár var hann 1898—1919. Sýslunefndar- maður var hann álíka lengi og auk bess í skólanefnd Eiðaskóla, í stjórn Búnaðarsambands Aust urlands og sat á búnaðarþing- um og endurskoðandi hreppa- reikninga Suður-Múlasýslu um skeið. Hann var meðal forvígis- manna verslunarsamtaka Hjer- aðsbúa og einn af stofnendum Kaupfjelags Hjeraðsbúa. Þing- maður Sunnmýlinga var hann árin 1914 og 1915. Þau störf, er hjer hafa verið nefnd, eru all- margþætt og bera því glögt vitni, hvers álits hann hefur notið í hjeraðinu, enda brást hann aldrei trausti umbjóðenda sinna. Þórarinn var að vísu eng- inn baráttumaður, en athygli hans og greind og samvinnu- lipurð voru þeir hæfileikar, sem rjeðu mestu um það, að honum fóru öll störf farsællega úr hendi. Og skoðunum sínum var hann trúr og heill í hvívetna. Það ræður að líkum, að til slíks manns var oft leitað ráða, og heyrði jeg til þess tekið, hve hollráður hann var og hve lagið honum hefði verið og ljúft að leysa vanda þeirra, er á þurftu að halda. Er hann brá búi á Gilsárteigi. sem hann jafnan var við kend- ur síðan, og fluttist til Eski- fjarðar, varð hann þar sýslu- skrifari rúmlega eitt ár. — En haustið 1920 fluttist hann til Seyðisfjarðar og r' ð;st gjald- keri við Útibú íslandsbanka þar, síðar Útvegsbanka og gegndi því starfi til áramóta 1930—31. .— Sýndi hann auðvitað trúmensku í því starfi, sem öllum öðrum. Þórarinn var sæmdur riddara krossi Fálkaorðunnar 1944. Þau hjónin, Anna og Þórar- inn eignuðust 5 börn: Elst var Vilborg, er dó ung, þá Málfríð- ur, er gift var Hallgrími Helga- syni frá Skógargerði í Fellum, sem er dáinn. Þá Anna Siguy- borg, gift Jóni Sigurðssyni, bankafulltrúa í Reykjavík, Jón- assonar hreppstjóra í Hrafns- gerði í Fellum. Þá Benedikt, bankaritari á Seyðisfirði, nú til lækninga í Boston, giftur Ragn- hildi Guðmundsdóttur Bjarna- sonar bóksala á Seyðisfirði. Og yngstur er Jón, tónlistarráðu- nautur útvarpsins, giftur Eddu Kvaran, leikkonu. Eftir að Þórarinn ljet af störf- um við bankann á Seyðisfirði, var hann ekki í neinni fastri stöðu, en var þó jafnan sívinn- andi, annað hvort við skriftir eða búsýsluannir heimilisins. •— Síðustu árin dvaldist hann hjá dóttur sinni og tengdasyni hjer í Reykjavík. Enn má þess geta, hve prýðis- vel ritfær Þórarinn var. Bar þar hvorttveggja til, meðferð efnis og vandað málfar. Það var eigi sjaldan á meðan jeg hafði með höndum blaðaútgáfu á Seyðis- firði, að jeg leitaði til hans um umsjón blaðsins, ef jeg þurfti að víkja mjer frá. Vissi jeg það þá jafnan í góðum höndum. Hið sama vissi jeg einnig, á meðan Árni heitinn frá Múla var rit- stjóri á Seyðisfirði, að hann fól Þórarni að annast um blaðið fyrir sig, ef hann þurfti að bregða sjer að heiman. Að öðru leyti Ijet hann ekki opinber mál mjög til sín taka á efri árum. Þórarinn hafði ekki verið „kvellisjúkur um sína daga“, aldrei legið legu fyrr en þá, er nú dró hann til hans. Og hraust- leikamerki hefði það mátt telja, að hann las gleraugnalaust þar til rúmri viku fyrir andlátið. Hvenær, sem. Þórarins frá Gilsárteigi verður minst, er glöggskygns manns og góðs drengs getið. Sig .Arngrímsson. BEST 4n 4UGLTSA / MORGUmi AÐlNU Efri hæð og rishæð í fokheldu húsi í Hlíðunum er til sölu. Allt efni til hita- ■ lagningar getur fylgt. Upplýsingar gefur (ekki í síma) Málflutningsskrifstofa Kristjáns Guðlaugssonar og Jóns N. Sigurðssonar. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.