Morgunblaðið - 17.11.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.11.1949, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1949 Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar- Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 7f anira með Lesbéfi. Samvinna Framsóknar og kommúnista FORSETAKOSNINGARNAR á Alþingi í fyrradag gefa bendingu um það, að undirbúin sje stjórnarsamvinna Fram- sóknarmanna og kommúnista. Fer það að líkum, því allir vita um samspil þessara flokka að undanförnu og samvmnu um alþingiskosninguna í nokkrum kjördæmum. En það virðist svo sem mönnunum, sem skrifa Tímann þyki nauðsyn til bera, að breiða enn um stund nokkra hulu yfir rekkjufjelag Framsóknar og kommúnista. Þess vegna grípa þeir til ástvinu sinnar, lyginnar í blaðinu í gær. Segja þeir að Framsóknarmenn hafi hafnað samvinnu við komm- únista um forsetaval, en þeir hafi samt verið svo óðfúsir til xekkjufjelags við Framsókn, að þeir hafi komið óumbeðið og alveg án vilja og vitundar hinnar gömlu skírlífiskonu. Þetta mundi nú flestum þykja heldur ótrúlegt, enda eru það tilhæfulaus ósannindi. Um kosningu forseta sameinaðs Alþingis gerðu Fram- sóknarmenn og kommúnistar samning daginn áður en kosn- ingin fór fram og það bæði um manninn í starfið og að- íerðina við kosninguna. Þetta vissu Sjálfstæðismenn 15 klukkutímum áður en kosið var. Það var upplýst á fundi þingflokks Sjálfstæðis- manna áður en kosningin fór fram. Þessi vitneskja barst Sjálfstæðismönnum ekki frá kommúnistum heldur frá Fram- sóknarmönnum. Samið var líka um forsetakosningar í deild- um Alþingis og mundi sá samningur hafa komið til fram- kvæmda, ef Alþýðuflokksmenn hefðu viðhaft þar sömu aðferð sem í sameinuðu þingi, að sitja hjá. Af því að þeir gerðu það ekki við deildarkosningarnar þá bilaði banda- lagið þar. Þvaður Tímans gerir því það eitt að verkum, að auka, ef unt væri, á fyrirlitningu kunnugræ manna á þessu bralli. Þjóðviljinn, blað kommúnistanna, er það hreinskilnari en Tíminn, að hann getur ekki dulið reiði sína við Alþýðu- íiokkinn út af því, að hann skyldi ekki skila auðum seðlum líka við deildarkosningarnar. Annars er óhætt að segja það, að ósannindi Tímans um þetta efni eru mjög lærdómsrík. Þau minna á gamlar að- farir þeirra Tímamanna, þegar mikils hefur þótt við þurfa og mikið stendur til, eins og t. d. fyrir rúmum 15 árum. En þau gefa lílca innsýn í þær ráðagerðir sem á prjónunum eru um myndun og starfsemi hinnar væntanlegu rikis- stjórnar. Þeir vita það Framsóknarmenn, að sumir kjósendur þeirra 'úti á landsbygðinni eru ekkert hrifnir af stjórnarsamvmnu við kommúnista. Jafnvel eru sumir þingmennirnir ekki óðfúsir til þess leiks. Það þarf því að halda sniðuglega á spilunum, og helst að láta líta svo út að kommarnir sjeu svo frekir til ásta við Framsókn gömlu, að þeir beiti því valdi að koma „óumbeðið og án allra samninga“ eins og Tíminn orðar það. Samkvæmt því mundi Framsókn mynda einlita flokks- stjórn með 5 eða 6 ráðherrum án allra samninga við komm- únistana, en svo mundu þingmenn kommúnista koma æð- andi alveg „óumbeðið og án allra samninga“ og þá mundu þeir gera það „án óska og vitundar Framsóknarmanna“(!!) að samþykkja öll frumvörp sem hin einlita og tárhreinu Framsóknarstjórn legði fram og greiða með sama hætt: allir með tölu atkvæði gegn vantrausti frá óvinum hinnai „miklu umbótastjórnar.“ Þegar þetta alt væri komið í kring á fyrsta þingi, jafn- vel líka öðru og þriðja, þá gæti Tíminn skrifað um þac dag eftir dag og ráðherrarnir og sendifulltrúarnir hrópac það á fundum, í einkaviðtölum, og í útvarpinu, að það sjeu eintóm ósannindi úr andstæðingunum, að nokkur sam- vinna sje á milli Framsóknar og kommúnista. Það mund: vera í prýðilegu samræmi við lýsingu Tímans á forseta- kosningunum. Og það mundi vera í prýðilegu samræmi við innræti og framkomu kommúnista og Framsóknarmanna. fur: werji, ókrifa ÚR DAGLEGA LÍFINU Vandamól lieimilanna EITT mesta vandamál heimil- anna og sem kemur harðast niður á húsmæðrunum eru erfiðleikar á að útvega fatnað á heimilisfólkið, bæði föt, sem skömtuð eru og það sem ó- skamtað kann að vera. Hinar löngu biðraðir við verslanir bæjarins segja til um ástandið í þessum efnum. Húsmóðir hefur sent mjer pistil um þetta mál, sem skrif- aður er af reynslu og glöggri athugun á þessum vandamál- um. Mætti fara eftir tillögum hennar í mörgum efnum. -— Brjef þetta hefur beðið hjá mjer nokkra daga, vegna þess hve það er langt, en það er á þessa leið: „í vikunni sem leið, mátti sjá biðraðir við ýmsar skóversl anir bæjarins. Þar munu hafa verið seldar „bomsur" og striga skór, mest þó bomsur á börn. Þetta er óskömtuð vara og eitt dagblaðið sagði um daginn, að sum stúlkubörn ættu nú bomsur í þrem litum! Minna má nú gagn gjöra en að eitt barn á þrennar bomsur til skiftanna! • Alt keypt, þarft og óþarft „EF þetta væru „normal“- tímar væri ekkert við þessu að segja, en á þessum skömt- unar-tímum á slíkt ekki að eiga sjer stað. Altalað er að sumar kynsystur mínar sjeu haldnar þeim leiða kvilla, að kaupa alt það, sem erfitt er að fá, hvort sem þær hafa þörf fyrir það eða ekki. — Um að gjöra að kaupa bara nóg af því, og er þetta kallað að hamstra. Hvaða ráð finst til að koma í veg fyrir þetta? — Þessir fyrirlitlegu hamstrarar koma í veg fyrir að varan dreifist jafnt til kaupenda. Það virðist útilokað að þess- ar hamsturs-sjúku konur sjái að sjer, þrátt fyrir það að þær vita vel að vegna óþarfa kaupa þeirra, fær fjöldi barna í þessu tilfelli engar bomsur. Skömtun dugar ekki „SKOMTUN virðist lítið duga og í þessu bomsu-tilfelli vona jeg að verslanirnar selji ekki nema eitt par af sama númeri sömu manneskju. Auðvitað er oft um fleiri börn að ræða á sama heimili og þá rjett að selja 2—3 stærðir í einu. Þessi skóverslun seldi þennan dag og hin seldi hinn daginn,. — Þetta er altaf vaninn nú orðið og einmitt af þessu gefst þess- um leiðu konum gott tækifæri að viða að sjer. o Ef allir seldu í einu „HVERNIG væri að sem flest- ar skóverslanir bæjarins fengu bomsur.til sölu, sama dag! Þá myndi salan dreifast og að mínu viti, verða rjettlátari gagnvart kaupendum. Engin manneskja getur verið á mörg um stöðum í einu. Með þessari aðferð eru minni líkur á því að sama manneskjan kaupi í fleir um en einum stað, og það að óþörfu. — Við skulum gjöra ráð fyrir töluverðu magni af bomsum, sem virðist hafa ver- ið í umræddu tilfelli, og að auglýst sje að tiltekin dag verði seldar bomsur í tilteknum skó verslunum bæjarins og salan byrji á sama tíma. Þá getur kona sem á illa heimangegnt og þess vegna verður altaf út undan með kaup, gjört þær ráðstafanir með heimili sitt þennan auglýsta dag að hún komist út til að versla. Gengi ekki salan á vörunni rjettlát- ara yfir? o Á við um skamtað- ar vörur líka „ÞESSI aðferð getur einnig átt við þær vörur sem eru seldar út á skömtunarmiða. — Er ekki rjettlátara gagnvart kaupendum að þeir fái sama tækifæri til kaupa? Ljereft, flónel, damask og kjólaefni er álnavara, sem öll heimili þurfa. Tilviljun ein ræður hvort húsmóðirin er svo heppin að rekast inn í þá versl un, sem er að selja álnavöru. Einmitt barnakonan verður afskift þar, sem síst skyldi. — Hún hefur ekki tíma til þess að á hverjum morgni að hlaupa inn í hverja verslun svo að segja og spyrja: „Fáið þið nokkuð nýtt í dag?“. Auðvitað gjörir sama gagn að sjá biðröð, bara að troða sjer þar. Þetta er fullyrt að sje fyrsta (eftilvill einasta) morg unverk margra kvenna hjer í bæ. Þær konur eiga varla mörg börn eða ung börn! Það virðist vera orðið að „sporti“ að reyna að kaupa það sem lítið er af, hvort sem nokk ur þörf er fyrir það eða ekki. o Lítill tími hús- mæðranna „ÞAÐ segir sig sjálft að hús- móðir á mannmörgu heimili hefur ekki tíma til slíkra hlaupa. En eins og áður er bent á, getur hún með fvrir- vara ráðstafað börnum og heimili, ákveðinn tíma dags, þegar einhver slík vörudreif- ing eða sala er auglýst. Eitthvert ráð verður að finna, eins og er kemur varan ójafnt niður. o Hugsað til jólanna „SENN líður að jólum og mörg konan veit alls ekki hvernig hún á að ná í efni í jólakjóla dætra sinna. Því hún frjettir aldrei fyr en á eftir, að seld hafa verið efni í einhverri versluninni. Þetta þekkjum við allar. Besta jólagjöf handa reyk- vískum mæðrum er, að þær fái nú loks tækifæri til að kaupa þá vöru, sem þær van- hagar mest um, hver sem hún er. Treysti jeg því að ráða- menn þessa máls, taki þessi orð mín til greina, svo fremi þeir sjái eittvert vit í þeim“. MiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiivtMiiTiiMiTvffiiiiiitiiiiviiiiiiiiiiiiiiiiiimniMiMiiiMiMiHiitvfiiiitTiiiMiiiainutrriiiiTvtmiiiiiiitiiiiitiiiimitiiiimiiiiMtiiiiiimii'HiiiiiiitTwdiiiiiiiin MEÐAL ANNARA ORÐA .... | 1111111111IIIIIIM1111111111111111111IIIIIIIIIIIIIMIMIMIII111111111111111111111111111IIMMIMMIIIIII111111111111111111111111111111111111111*; S Þar má verkamaðurinn aldrei um frjálsf höfuð strjúka. BÚDAPEST í október — Það er nú varla nokkur verkamað- ur í Ungverjalandi, sem hefur ekkj verið neyddur til að ganga í hina „sterku Þjóð- fylkingu“, sem kommúnistar hafa skipulagt. Þetta flokks- tæki kommúnista nefnist „At- vinnu- og baráttuhreyfingin". Þar eð flest meiriháttar fyrir- tæki eru þjóðnýtt, þá er varla nokkur verkamaður í Búda- pest, sem er ekki í þjónustu ríkisins. Sá, sem gengur ekki í samtökin, fær enga stöðu, og fyrir honum liggur ekki annað en taka upp stafkarls-staf. — Það er því af skiljanlegum á- stæðum, sem menn verja tíma sínum og lífi eins og fyrir þá er lagt í alþýðulýðveldinu. o o FORLEIKUR VINNUDAGSINS ÞETTA líf er mjög erfitt og vægast sagt ekkert aðlaðandi. — Vinnutími verkamannsins hefst klukkan 8 að morgni og lýkur klukkan 16, að því er reglurnar segja. En menn skyldu samt ekki ætla, að þeir slyppu auðveldlega frá skyld- um sínum. Allir verkamenn verða satt að segja að vera komnir á vinnustað klukkan 7. Frá klukkan 7 til klukkan 7,30 taka menn þátt í leikfimi, hver svo sem aldur þeirra og heilsa er. Menn losna varla nokkurn tíma við þessar æfing ar, o^g þá einungis eftir læknis ráði, en læknar þora yfirleitt ekki að gefa út þau vottorð, er með þarf. Frú klukkan 7,30 og þar til vinna hefst verða menn að hlýða á einhverskon- ar fræðsluerindi um stjórn- mál, og enda svo þessa „sósíal- istisku samverustund“ með því að syngja nokkra byltinga- söngva, þar sem Rússum er sungin dýrð. o o RÚSSNESK FRÆÐSLUKVÖLD Á MEÐAN á vinnu stendur er haft strangt eftirlit eftir at- orku manna og svo hinu, hvert umræðuefni þeir velja sjer. Á öllum skrifstofum eru menn í þjónustu leynilögreglunnar. — Þegar klukkan verður 16 er nú eitthvað annað en skyldum dagsins sje lokið. Fimm daga í viku er verulegur tími helgað- ur allskonar flokksfundum, fundum vinnusamtaka, og að minsta kosti tvisvar í viku sitja menn í námsflokkum, þar sem kent er ýmislegt hugnan- legt um Marx og. Staiin. Mikill hluti verkamannanna tekur þátt í rússneskunámi, og er þá lesið um yfirburði rússneskrar menningar. o o „HEIMILISÁRÓÐURINN“ STJÓRNIN ber mikla tor- trygni í garð verkamanna. — Það er þess vegna, sem þeir fá ekki einu sinni að fara heim til kvenna sinna og barna kl. 18. Milli klukkan 18 og 20 eru allir flokksfjelagarnir skyldug ir til að taka þátt í einhvers- konar flokksnámskeiðum að minstakosti tvisvar í viku. — Auk þess verða þeir tvisvar í viku að heimsækja vinnufje- laga og nágranna, sem ekki eru í flokknum. Kallast þetta starf ,,heimilisáróðurinn“, og verð- ur að inna þáð af. hendi með mikilli umhyggju, ef menn eiga ekki að glata flokksskír- Framh. á bls, 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.