Morgunblaðið - 17.11.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1949, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. nóv. 1949 M O R G V -N B L A Ð 1 Ð ireytt kosningalöggjöf frumskii yrði starfhæfrar ríkisstjórnar Eftir Magnús Jónsson, kennara, Akranesi ÞEGAR dagsins önnum ei lok- ið, er oft notalegt að setjast nið- ur og hlusta á útvarpið. Fijett- irnar vilja flestir heyra, hvort sem það eru frjettir, sem manni líkar betur eða miður. Sumar frjettir eru raunverulegar nýj- ungar, og menn hlusta á þær með athygli, aðrir liðir eins og t. d. stjórnarkreppa í Frakk- landi, er svo algengur liður í frjettum, að mönnum finst það ekki frjettir. Það mundi vekja meiri athygli, ef útvarpið skýrði frá því, að það væri engin stjórnarkreppa í Frakklandi. í kvöld kom í frjettum, að ríkisstjórn íslands hefði beðist lausnar. Voru það frjettir? Því miður er það víst líkt og með frönsku stjórnarkreppuna, að mönnum hefði fundist frjettir að heyra, að íslenska stjornin sæti áfram og væri nægilega styrk til að geta stjórnað. Hvernig líkar svo, að stjórn- in segir af sjer, væntir fólk breytinga til hins betra? Hjá flestum er að heyra, að þeim sje sama, hvort stjórnin situr eða segir af sjer, og þeir sömu hafa yfirleitt litlar vonir bundnar við nýja stjórn. Yfirleitt er ekki trú á, að það takist að mynda stjórn, sem er nægilega samhent og styrk til að geta stjórnað svo vel fari. Ekki er um annað að ræða en samsteypustjórn, því kosningar eru ekki líklegar til að gefa nokkrum flokki styrka stjórnaraðstöðu. — Samsteypu- stjórn getur að vísu átt rjett á sjer um stutta stund undir viss- um kringumstæðum, en sje það viðvarandi stjórnarhættir, verð ur úr því stjórnleysi. Enginn flokkur er ábyrgur, öllu því sem miður fer er velt yfir á sam- starfsflokkana, en hver fiokk- ur reynir að eigna sjer það, er vinsælt hefur orðið hjá kjós- endum. Enda er það svo. að í samsteypustjóm á enginn flokk' ur vissu fyrir því að fá þakkir eða viðurkenningu fyrir rjett- sýni og heillavænlega afstöðu í einhverju þýðingarmiklu máli. Almenningur veit lítið, hvað gerist á ráðherrafundum, og hvað hver og einn leggur þar til málanna, helst er það íyrir kosningar að gert er grein fyrir afstöðu einstakra ráðherra í ýmsum málum, og þá eru frá- sagnirnar um afstöðu flokkanna jafn margar og flokkarnir eru í ríkisstjórninni. ¦ Það er því' ógerningur fyrir kjósendur að gera sjer grein fyrir hverjum á að þakka og hvern að áfella. Þetta leiðir til ábyrgðarleysis, enginn flokkur vill taka á sig að standa fyrir aðgerðum, þótt nauðsynlegar sjeu, ef líklegt er, að þær verði óvinsælar hjá ein- hverjum hópi manna. Reynslan I er sú, að margra flokka sam-, steypustjórn sneiðir hjá að taka ' a þýðingarmiklum málum, en verði ekki hjá slíku komist, má j búast við, að stjórnaraðgerðir' verði loðnar og hikandi, því enginn flokkur vill taka á sig ábyrgðina. Þetta ástand nálgast stjórnleysi. Ef hlustað er á um- ræður manna um stjórnina, þá er það athyglisvert, að það heyr ist ekki svo mjög, að stjórnin ivikmyndasókn iarna og unglinga sje áfeld fyrir það, er hún hef- ur gert, heldur fyrir það, sem hún hefur látið ógert. Þetta er þá kannske algengasti veikleiki samsteypustjórnar, það er að- gerðarleysið. Annar háttur sam steypustjórnar er einnig fyrir hendi, og er það þjóðinni mun hættulegra, en hann er sá, að á síðasta Alþingi fyrir kosning- ar keppist stjórnarflokkarnir við að yfirbjóða hvern annan með áróðurskendum lagafrum- vörpum. Fráfarandi stjórn er yfirleitt skipuð þeim mönn.um, sem hafa persónulegt traust mikils nluta þjóðarinnar, þó áorkaði sú stjórn mun minna heldur en hún og þjóðin vildi. Þótt ráð- herrasæti tilvonandi stjórnar verði skipuð góðum mönnum, þá er varla að vona, að sú stjórn verði nægilega styrk til að geta framkvæmt ýmsar þær stjórnaraðgerðir, sem nauðsyn- legar eru nú hjá þjóðinni. Flestum hugsandi mönnum er ljóst, að okkur er lifsnauðsyn að fá styrka og ábyrga stjórn í landi voru. Og hvað sem öll- um flokksdeilum líður, þá er þetta slík höfuðnauðsyn, að margir af kjósendum eru nú tilbúnir til að styrkja hvern þann af lýðræðisflokkunum, sem hefur möguleika á að gefa þjóðinni styrka og ábyrga stjórn. - Eftir þessu mætti áætla, að nægilegt væri að efna til nýrra kosninga, en svo er ekki. Al- menningur gerir sjer vel íjóst, að með núgildandi kosningalög- um eru litlar líkur til, að nokkr um flokki verði sköpuð hrein stjórnaraðstaða.-----Kosrringalög okkar eru þannig úr garði gerð, að þau gera hvorugt, að láta kosningar í kjördæmum ráða þingskipan, eða hitt að flokk- um sje trygður þingmanna- fjöldi í samræmi við atkvæða- magn flokkanna. Skulu hjer nefnd dæmi þessu til staðfest- ingar. Við nýafstaðnar kosningar fjekk Sjálfstæðisflokkurinn 39,5% af öllum atkvæðum þjóð arinnar, sá sami flokkur fær að- eins 36,5% af þingmannatöl- unni. Framsóknarflokkurinn hlaut 50% af kjördæmum lands ins, en hefur aðeins 32,7% af þingmannatölunni. Það gagnar hvorugt, að einn flokkur fái meirihluta atkvæða, eða vinni helming allra kjördæma lands- ins. Að þessum staðreyndum at- huguðum verður að viðurkenna, að það álit margra er ekki út í bláinn, að kosningar geta ekki bjargað þessum málum við. Nema því aðeins að kosninga- löggjöfinni og þar með fleiri ákvæðum stjórnarskrárinnar sje breytt, á þann veg að lík- legt sje, að þjóðin fái styrka stjórn. Kosningalöggjöf sú, er við höfum nú, er ekki gömul. En frá því að, þeirra laga fór að gæta, hefur verið mjög erfitt um stjórnarmyndun í landinu. — Það að kosningalög valda stjórnarerfiðleikum er nægileg ástæða, til þess að þau þurfa endurskoðunar við, jafnvel þótt þau fullnægi öllu rjettlæti, en því miður gera núgildandi kosningalög það ekki. Nýafstaðnar kosningar eru mönnum í fersku minni; rjett er að láta þær skýra frá, hvern- ig gætt er rjettar: kjördæma, kjósenda, frambjóðenda og pólitísku flokkanna. 1. Er kjördæmunum skapað jafnrjetti? Hafnarfjörður hefur 2838 á kjörskrá og fjekk einn þing- mann. Seyðisfjörður hefur 479 á kjörskrá, fjekk tvo þingmenn og var ekki langt frá að fá þrjá. Þess skal getið, að mögu- j leiki er á, að Seyðisfjörður fái fjóra þingmenn. Ef allir fram- bjóðendur á Seyðisfirði fengju svipaða atkvæðatölu, en Fiam- sóknarmaðurinn kæmist að, þá er möguleiki á að hinir þrír komist að sem uppbótarmenn. 2. ' Er jafnrjetti kjósenda trygt? Svarið við fyrstu spurningu er einnig svar við þessari, en þó vil jeg nefna fleira. Sigfús Sigurhjartarson fjekk 2033 at- kvæði, komst ekki á þing, __ Soffia Ingvarsdóttir fjekk 1475 atkvæði, komst ekki á þing. En Jónas Árnason fjekk 67 at- kvæði, hann komst á þing. 3. Er rjettur frambjóðenda trygður? Að kjósa landslista þýðir að kjósandi fylgir þeim flokki, sem hann merkir við, en lýsir því jafnframt yfir, að hann vill ekki þann mann á þing, sem flokk- urinn hefur í framboði. Á ísafirði fjekk frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins fleiri atkvæði, en írambjóðandi Al- þýðuflokksins, sá sem fjekk flest atkvæðin komst samt ekki á þing, heldur frambjóðandi Alþýðuflokksins, ^g hann hlaut þingsætið, af því að nokkrir samflokksmenn hans lýstu því yfir, að þeir vildu hann ekki á þing. 4- Tryggja kosningaiögin rjett pólitísku flokkanna? í Dalasýslu sýndu alþýðu- flokksmenn mikinn dugnað við að auka fylgi sitt, og þeim tókst að ná 12 atkvæðum frá Þor- steini Þorsteinssyni frambióð- anda Sjálfstæðismanna. Hvaða áhrif hafði svo þessi 12 atkvæða aukning Alþýðuflokksins í Dalasýslu? Jú, hún hafði þau áhrif, að flokkurinn tapaði 12,5% af þingmannatölu þeirri, er þeir hefðu annars haft. Því hefði Alþýðuflokkurinn ekki bætt við sig þessum 12 atkvæð- um, þá hefði hann nú 8 þing- menn, en fyrir það að flokkur- inn jók fylgi sitt, þá fær hann aðeins 7 þingmenn. Af þessu' Framhald á bls. 12. AF ÞVI að kvikmyndasókn barna hefur borið á góma hjer í blaðinu nýlega, langar mig til að leggja þar nokkur orð í belg. Myndir þær, sem börnum eru leyfðar hjer, eru sem vænta má ærið misjafnar og í þeim koma óneitanlega stundum fyr- ir atriði, sem deila má um, hvort heppilegt er, að börn sjái. Jeg hygg þó, að kvikmynda- bann sje öllu strangara hjer en víða í öðrum löndum, þar sem alloft mun koma fyrir, að kvik- myndir, sem leyfðar eru börn- um á ákveðnum aldri í útlönd- um, eru bannaðar börnum hjer á sama aldri. Nú er það engan veginn nóg, að setja bann við því að börn sjái ákveðnar myndir. Jafn- framt verður að finna ráð til þess, að þau geti ekki brotið bannið. Eftirlit með þessu hef- ir alltaf verið hjer meira og minna áfátt. Besta ráðið til úr- bóta á þessu virðist vera það, að börn beri vegabrjef (aldurs- kort), sem þau sýni dyravörð- um kvikmyndahúsanna. Fyrr en svo verður, mun þess varla að vænta, að eftirlitið komist í viðunandi horf. Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur mun hafa látið þetta mál til sín taka, og er vonandi, að ekki standi lengi á hentugum pappír í vegabrjef. Ef kvikmyndabanninu væri framfylgt, hygg jeg, að varla myndu vera (mikil brögð að því, að börn sæu myndir, sem í einstökum atriðum væru þeim beinlínis skaðsamlegar. En þær geta þó á ýmsan hátt haft óholl áhrif á börn, þótt ekki sje unnt að benda á sjerstök atriði í þeim sem eru tvímælalaust siðspill- andi. En þessi almennu áhrif kvikmynda eru að mínum dómi varhugaverðust og erfiðast við beim að sporna. í þessu sam- bandi vildi jeg benda á nokkur atriði, sem mjer finhst mestu máli skipta: Foreldrar ættu með öllu móti að sporna við óhóflegri kvik- mvndasókn barna og unglinga, leyfa börnum á skólaaldri alls ekki að sækja kvikmvndah'is oftar en einu sinni í viku, helst ^kki nema hálfsmánaðarlega. Jafnframt því sem þau hefðu bannig hemil á kvikmyndasókn barnanna. verða þau. eftir pví sem unnt er, að hafa hönd i bagga með, hvaða myndir þau sækja, því að auðvitað fer því fjarri, að allar myndir. sem levfðar eru, sjeu jafngóðar. Kvikmyndasókn verður mörgu barni og unglingi að hreinni ástríðu, svo að þau vanrækja nám sitt eða vinnu, en lifa í hugarheimi kvikmyndanna. Þetta verður og til þess, að þau hætta að leita fullnægju í leiki-- um eða störfum, sem hafa ó- tvírætt þroskagildi. Þau hætta að gera s^er sjálf eitthvað til skemmtunar, en vilja fá allar skemmtanir upp í höndurnar. Því meir sem tilfinningar barns ins eru æstar og skemmtana- fíkn þess vex, því meir dvín heilbrigð athafnasemi þess. Yfirleitt veita kvikmyndir langt frá því rjetta mynd af líf- inu. Ruddaskapur, strákapör, ljettúð og fyrirhyggiuleysi hafa þar oftast aðrar og betri afleið- ingar íen í lífinu. Þeir, sem þessa eiginleika hafa, detta ó- af því að söguhetjunum í kvik- myndunum, svo að börn og ung lingar, sem skortir dómgreind og lífsreynslu, taka sjer kæru- leysið og ljettúðina til fyrir- myndar, sjálfrátt og ósjálfrátt, af því að söguhetjurnar í kvik- myndunum verða slíkir eigin- leikar til gæfu. Þetta rahga og óraunhæfa viðhorf barnsins við lífinu, sem vakið er og haldið er við af stöðugri kvikmynda- sókn, á mestan þátt í því að veikja heilbrigða athafnaþrá þess og grafa undan siðferði þess. Sjálfsagt er að vanda sem allra best val á innflutningi þeirra mynda, sem eru sjer- staklega ætlaðar börnum og unglingum. Ef til vill er kvik- myndamarkaðurinn erlendis ekki betri upp og ofan en það sýnishorn, sem hingað kemur. Um það er mjer ekki kunnugt. En hvernig sem þvi kann að vera farið, er vist, að full þörf er á því að brýna fyrir for- eldrum að hafa hemil á kvik- myndasókn barna sinna. Það getur verið góð tilbreytni og saklaus skemmtun fyrir börn að sjá kyikmyndir einstöku sinnum, en næsta skaðsamlegt fyrir þau að ,,stunda kvik- myndahús". í þessu efni sem í mörgum öðrum á það við, að það, sem er ósaknæmt eða jafn- vel hollt í hófi, getur orðið háskasamlegt, ef út í öfgar fer. Og víst er, að kvikmyndasókn margra barna og unglinga hjer hefur farið út í miklar öfgar. Ekkert nema breyttur og bætt- ur hugsunarháttur foreldra almennt mun koma að verulegu haldi til þess að hamla á móti óheppilegum áhrifum kvik- mynda á æskulýðinn. Það er auðvitað nauðsynlegt, að kvik- myndaskoðunin sje rækileg og strangt eftirlit sje haft með því, að börn sjái ekki bannaðar myndir, en gleymum því ekki, að þyí fer fjarri, að þessar ráð- stafanir leysi allan vandann. Símon Jóh. Ágústsson. Fimm sakaðir um „galdramorS" MASERU, BASUTOLANDI, 14. nóv.: — Fimm svertingjar voru í dag sakaðir um að hafa myrt um 100 ára gamla konu, með það fyrir augum. að búa íil ,,galdralyf" úr blóði hennar og beinum. Morð þetta á að hafa verið framið í september síðastliðið Negrarnir fimm munu hafa ætlað að nota „lyfið" til þess að „blíðka" hvítu mennina og fá þá til að láta lausan Basuto- höfðingja, sem þá sat í fang- elsi. Þessi höfðingí hefir síðan verið líflátinn, en hann var dæmdur fyrir samskonar „galdramorð" og negrarnir fimm. — ReuWrT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.