Alþýðublaðið - 29.06.1929, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.06.1929, Blaðsíða 5
Lfcugardagmn 29. jis; 1329. ALP'ÝÐUBLAÐIÐ 5 ÍHSlMMgQLSEHÖlí Dósamjólkin Milkman frá Dansk Flöde Export er bæði góð og ódýr. Afgreiðura af birgðum hér eða beint frá verksmiðju. Af vestnr-islenzkD menningarðstandi. Eftir Halidór Kilfan Laxness. Síðast Iiðið haust hripaði ég nokkur orð á blað og sendi A.l- þýöublaðinu. Það var ein af þessum meiniausu og gagnslausu: smáklausum, sem maður krotar á tíu mínútum, frí- merkir síðan í snatri, — ekki í þeám tilgangi að leysa neina Her- kúlesarþraut, né fram bera hinn eina óýggjandi sannleika tiivfer- unnar, — sem því miður er þó hættur að vera til, síðan veröldin reynddst aöstæðubundin, — heldur til þess að minnast niokkurra þektra staðreynda í tilefni ákveð- ins tækifæris. Tækifæ'rið, sem grein mín átti við, var fimtugs- afmæli amerisku þjóðhetjunnar og ritsnillingsinis, Uptoras Sinclaitrs, en hdnar alkunnu staðreyndir, sem ég komst ekki hjá að rifja upp í því sambandi, voru þess efnis, að svo kallaðir 100% Ame- xíkumenn væru hreinir bjálfair í þjóðféiagsmálum og því hefði hin f élagslega u p p lýsingarstarfsemi Uptons Sinclairs langt um meira gildi í Bandaríkjunum en starf- semi annara höfunda. Ég sagðl enn fremur eitthvað á þá leið, að hann hefði einn Bainclarikja- höfunda haldið uppi hreinum skildi í baxáttunni gegn amerískri auðvaldspest. — Með höfunidum átti ég ekki við rnenn eins og t. d. Eugene Debs eða Scott Nea- ring, — að vísu liggja bækur eftir báða, en annan ber aö flokka með postulum, binn með félags- fræðingum. Auðvitað eru allir menn rithöfundar, sem einu sinmi faafa skrifað sendibréf, en slík röksemdafærsla er hótfyndní ein, Mánuði eftir að greinarkorn þetta kom út í Alþýðublaðinu, viar hr. Sigfús Halldórs frá Höfn- um svo óheppinn að endurprenta það í Heimsfcrfnglu. En svo er mál með vexti, að nafn Uptons Sinclairs er eins konar tabú*) í Norður-Ameríku, 'nema í blöðum umbótamanna, sem bæði eru- fá og smá. Til að komast enn naer sannleikanum, þá er nafn Uptons Sinclairs blátt áfram persónuleg móðgun við eigendur amerískra *) Pað, sem ekki iná nefna. Álpbl. blaða og lesendur þeirra. Þetta verður auðskilið fyrir tvennair or- sakir, þá fyrsta, að starfsemi Up- tons Sinclairs miðar öll að því að grafa undixstöðurnar undan stór- auðnum, sem skapar alt böi ör- eigans, og er þvi býsrta öndótt speki eigendum blaða, sem þurfa eininitt sýknt og heilagt að vera að innprenta lýðnum helgi stór- auðsins og réttleysi öreigans. Hin orsökin til þess, að nafm Sin- clairs er Bandaríkjamönnum per- sónuleg móðgun, er sú, að þeir (munið, að ég á alt af við þessa svokölluðu „hundreci percenters“, sem liklega eru h. u. b. menn- inigarsnauðastar skepnur tvífætt- ar á jöiðu) eru svo innilega sann- færðir um það af blaðíalygum aft- urhaldsins, sem þeir taka inn a. m. k. þrisvar á dag, ef raóg er af morðum,' að Ameríka sé bið fremsta ríki jarðkriraglunnar aði stjórnarfari og menniingu, sem sjáist bezt á þvi, hve margar billj- órair Hinrik Ford hafi grætt á því að búa til vagna, hvað margir símar komi á hverja tíu rraenn í þessari og þessari borg o. s. frv. Vestur-islenzku blöðin í Win- nipeg, Man., eru, þótt aum séu að fjárhag, sömu sökinni seld og aðrir borgaralegir klíkupappírar í Niorður-Ameríku, erada þótt annað þessara blaða háfi verið svo ó- beppið að hafa ojð ritstjóra und- arafarin ár víðförlan og hámentað- Bn gáfumann, hr. Sigfús Halldórs. Annars hefir Heimskringla aðal- lega stuðraing sinn frá auðvalds- klíku nokkurri í Boston, sem kost- að hefir árum saman, trúboð með- ai VestuT-lslendinga, og kallar trúflokkur þessi sig júnítara. Lög- berg er hins vegar útgefið af nokkrum guðbræddum húsabrösik- urum og svokölluðum „fimtán- centa-kapitalistum“ í Wininipeg og giend, sem eru að reyna að diragla rófunni! framan í Bretann. Þeir aðhyllast forherta auðvalds- kristni og hafa svolítið kirkjufé- lag, sem er kerat við Lúter, þar sem þeir láta prodika fyri'r sauð- mórauðum landanum biksvart aft- urhaldsrugl; þeir kosta trúboða í Japan, og þegar brezka ríkið vantar fallbyssufóður, þá láta þeir prest sinn siga islenizk-ættuðurfi unglingum til manndrápa. Lögðu þeir haíur mikið á Stephan G. Stephansson fyrir baráttu hans gegn þessari smán. Ritstjóri Lög- bergs heitir Einar Páll Jónsson. sí-fullur af „ómrænu hlýblævi". Hversdagslega rífast blöð þessi eiras og iibr hundar út af öllu miJli himiras og jaxðar, frá Jesú Kxisti, niður í nokkm aura, sem skotið var samara handa morð- ingja. En á þeim degi, sem það var ákveðið að banna íslenzkum rithöfuradi málfrelsi fyrir að mæla Upton Sinclair böt, — á þeim degi féllust eigendur Heims- kringlu og Lögbergs, júnítarar og Lúters-sinnar, í faðma. Mun þaö vera í hið fyrsta skifti, sem þsss- ir tveir flokkar hafa orðið sam'- taka í þjóðrækraismáli. Þegar greinarstúfur minn um Sinclair var endurprentaður i Heimskringlu, var lesöndum og eigöndum nóg boðið. Slikt mátti auðvitað ekki heyrast, að Upton Sinclair væri hælt á kostnað 100% Ameríkumannsins, sem veit alt, getur ait, stjórnar öllui, er alt. Fyrst voru prentuð um mig í Lögbregi bréf, greinar og Ijóð eftir einfaverja aula, mestmegnis bjánalegur skætingur. Ég' svaraði fáu, en var heldur stuttur í spuna. En hinum vestur-íslenzku „huind- red percenters“ þótti hér mikils við þurfa, og eru nú gerðir • út menn á futnd keranara nokkurs, sem þeir treystu til að fletta upp i bókum, og senda hann þessu næst til höfuðs mér í Lögbergi. Kenn- ari þessi er frægastur fyrir að hafa samið doktorsritgerð hanida Ameríkumönnmn um ensku- þýðingar Jónsv Þorlákssoraar frá Bægisá, - sem xeyndar kurani: ekki stakt orð í erasku svo að menn viti, og mega meran af þessu að raokkru ráða, hvers kon- ar speki sé að vænta frá slíkum kennara. Hin fyxsta grein dr. Becks um þessi mál, „Laxness og Bandarík- in“, fylti drjúgum út í dálka rit- stjórnarsíðunnar af 11. tbl. Lög- bergs þ. á. Ég var á laragferð. þegar mér barst greinin i hendur, og steig af íest mirani dægurlangt til þess að svara. Ég seradi báðum íslenzku Winnipeg-blöðuinum svar mitt. En það var aldrei birt. Hálf- um mánuði síðar fæ ég einkabréf frá ritstjóra Heimskr., þar sem hann tjáir mér, að eigendur blaðs- ins hafi komist í greinina ópiemt- aða, lagt blátt bann fyrir, að hún yrði prentuð, og skildist mér ait eiras vel, að varðað gæti stöðu rit- stjórans, ef það bann yrði brotið. Svo hr. Halldórs, sem er dieng- lyradur maður og djarfur, kaus þá heldur að láta reka sig frá blað- inu fyrir sín eigin skrif en ainn- ara og samdi tvær greinair tii varraar mínum málstað gegra búst- uTum og hundraðprósentistum. En eitt þótti mér miður við svar- greinar ritstjórans, það, að haran skirðist við að halda áfram út í æsar mannjöfnuði þeiim, sem dr. Beck kaus að hefja með því að tefla fram gegn Sinelair ýmsum Bandaríkjamönnum, sem hann taldi í senn meiri sraillinga og ■Jþýðuvini. Ritstjóri Lögbergs hefir aftur á móti verið svo fulhir af „óm- rænu hlýblævi“, að hano hefir ekki getað gefið sér tima tdl að svara kurteislegum bréfum mtra- um um orsakir þess, h\d hann stingi svarj mínu undir stól; híns vegar hefir hann ekki þreyzt á þvi að prenta í blað sitt alls kon- ar ómerkilegara skæting um mig vikum og mánuðum saman, án þess að gefa mér raokkru sinni tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð iraér. Eirahvern tíma hefði slíkt verið kallaður piðingsskap- ur á ísleinzku, en hér í Ameriltu, sko, iátum víð okkur nægja að kalla það bad taste.*) Ég sendi hér Alþýðublaðinu hina forboðnu grein mina, til þess að íslenzkir lesendur geti séð sér til fróðleiks, hvað eigendur vest- ur-íslerazkra blaða telja eitur fyrrir þann lýð, sem þeir eru að berjast við að ala upp til ameriskrar skrílmensku. — Þess skal þó get- ið, að eiran af hluthöfum Lög- bergs, vinur minra, hr. Halldóir Halldórsson i Los Angeles, gáf- aður og gíöggur athafnamaður, bauð mér að senda ritstjóra Lög- bergs skipun um að birta varnair- greira mina tafariaust, og kann ég honuira þakkir fyrir þetta boð, þótt ég hafi hins vegar ekki álitið rétt að færa mér það í rayt. „100% AmericanismM, svar til aðdáenda pess fyrirbrigðis. 1. Dr. Ríkarður Beck gefur í skyra í 11. tbl. Lögbergs, að hann. verði við tilmælum einfaverra „Banda- rikja-íslendinga", sem aðfayllast 100% Americanisma, en játendum jieirrar stefnu v'irðist nú vera einkar hugleikið að fiá af mér húðina. En ég hefi eins og kuran- ugt er enga miskunn með 100% Americanisma, vegna þess að sá hugsunarháttur er fytrar heimskingja og þræla, og hora- um er haldið að Bandaríkjaþjöð- irani af voldugum iHmennum, sem maka krókinra á því, að sem flest- ir í Bandaríkjuraum séu hsimsk- ingjar og þrælar. Sönnura þess, að dr. Beck sé gerður út til þess að flá af mér húðina, er það m. a„ að hann reynir að gera mig ábyngan fyrijr þeim lýsingum á andlitsfailii 100 % Americanismans, sem er kjarni og inntak amerískrar þjóð- félagsgagnrýni eins og hún kem- ur bezt frarn og skýrast í ritum gáfuðustu höfurada hérleradra og erleradra, og öllum er vorkunra- jgrlaust að þekkjH, raema þeim’, sem fengið hafa mentun sína úr Hearst-blöðunum, Saturday Eve- ning Post og skrumauglýsingum. Dr. Beck minnist á Sinclair Le- Mis í því augnamiði að sanna, að Uptora Sinclair berjist ekki emn Bandarikjaihöfunda fyrir þeim hugsjónum, er sæma frjálsbom- *) P. e. slæmur smekkur. Alpbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.