Morgunblaðið - 21.01.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1950, Blaðsíða 8
8 tfORGliNPLAÐlÐ Laugardagur 21. janúar 1950. JKUwggiiiiMta&ife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 71 aur§ m«S Lcs&HL 3§| kr. 15.00 utanlands. Tilboð um „nýtt andlit“ ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að Framsóknarflokk- urinn hefur allt frá upphafi barist hatramlega gegn hags- munamálum Reykjavíkur. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann væri fyrst og fremst flokkur sveitafólksins. í saínræmi við þetta hefur Framsóknarflokkurinn stöðugt reynt að egna til hagsmunaárekstra milli sveita og sjávar- síðu og hefur sú iðja valdið bændum landsins geigvænlegu tjóni og m. a. átt verulegan þátt í þeirri upplausn, sem margar góðar sveitir og búnaðarhjeruð hafa orðið að þola. Framsóknarflokkurinn hefur þannig valdið margvíslegu tjóni, ekki aðeins þeim, sem hann hefur sagst vera á móti, fólkinu við sjávarsíðuna, heldur einnig því fólki, sem hann hefur þóst vera að berjast fyrir. Nú um skeið hefur Framsókn, og blað hennar, Tíminn, breytt um tón gagnvart Reykvíkingum. Tíminn gerir sig nú ákaflega blíðan framan í þetta fólk, sem fyrrum hjet „Grims- bylýður“ á máli hans. Nú er ekkert nógu gott fyrir Reyk- víkinga og rík samúð streymir úr dálkum hans til fólks, sem býr í bröggum og ekki hefur nóg sjúkrarúm o. s. frv. Þessi blfðskapur Tímans sprettur fyrst og fremst af því að hann $egir að Framsóknarflokkinn vanti nokkur hundruð at- kvæði til þess að koma manneskju, sem í haust skoraði á Reykvíkinga að kjósa kommúnista, í bæjarstjórn höfuðborg- arinnar. Það er athyglisvert, að maðurinn, sem stjórnar þessum fclíðskap Tímans um þessar mundir er uppgjafa Framsókn- arbóndi vestan af fjörðum. Þessi maður hefur síðan hann komst til vits og ára unnið sleitulaust að því að ófrægja Reykjavík. Hann hefur jafnframt reynt að telja sveitafólki trú um að því bæri að vera í stöðugu stríði við fólkið í höfuðborginni og öðrum kaupstöðum landsins. Þetta hefur verið í góðu samræmi við þá stefnu Framsóknarflokksins, sem fyrr var getið. En einn góðan veðurdag gerast svo ósköpin: Framsóknar- bóndinn lætur af búskap, tekur upp heimili sitt og flytur til Reykjavíkur. Hann fær þar atvinríu við að skrifa í blað sitt, blaðið, áem alltaf hefur afflutt málstað Reykvíkinga og rægt þá við sveitafólkið. Framsóknarbóndinn skrifar fyrst í stað um það í Tímann að það sje „ósæmilegt frá alþjóðarsjónar- miði að leyfa nýbyggingar í Reykjavík.“ Hann er stefnu sinni trúr þó að hann hafi fengið húsnæði í Reykjavík fyrir sig og f jölskyldu sína eins og þúsundir annara aðkomumanna. Hann vill samt ekki láta byggja íbúðir. Hann vill hins vegar ia íbúð sjálfur og þar með þrengja að því fólki, sem fyrir er í hinni ört vaxandi borg. : En svo gerist nýtt undur. Uppgjafa Framsóknarbóndinn fer allt í einu að birta myndir af bröggum og skúrum, sem hinn mikii fólksstraumui til Reykjavíkur hefur neytt fólk inn í, bæði Reykvíkinga og nýflutt fólk utan af landi. Hann birtir þessar myndir í tíma og ótíma. Hann er afskaplega hryggur yfir aðbúnaði þess fólks, sem býr í þessu Ijelega húsnæði. Hann vill gera allt fyrir það. En þá verður það líka að gera dálítið fyrir hann: Það á að kjósa frúna, sem kommúnistar lánuðu Framsókn!! Greiðinn á sem sagtxað vera gagnkvæmur. Þetta er það, sem gerst hefur. Uppgjafabóndinn og „sálma- skáldið“ úr fjörðum vestan býður Reykvíkingum nýja for- sjá. sína forsjá. Reykjavík tók vel á móti honum þegar hann ílutti úr sveitinni. Hann unir ráði sínu þar vel. Nú vill hann gera Reykjavík þann greiða að gefa henni „nýtt andlit“, siti andlit. Hann gafst að vísu upp í sveitinni, en nú skal Reykjavík gefast þess kostur, sem Önundarfjörður missti við brottför hans. Getur verið að fólkið í Reykjavík kunni ekki að meta þetta tilboð nm nýja forsjá,-forsjá Framsóknarflokksins, odda- aðstöðu hans í bróðurlegri samvinríu við kommúnista? Já, það gétur vel verið að Reykvíkingar þékkist ekki þetta tilböð. Það er meira að segja alveg yíst að þeir taki því ekki. Þa getur uppgjafabóndinn með sjerþekkinguna á vandamál- um höfuðborgarinnar læst blíðskapinn aftur niður í kistu og geymt hann þangað til aftur verður kosið í bæjarstjórn!! *ar: \Jilwerji ihrija ÚR DAGLEGA LlFINU Gæti eins verið í Gesti ber að garði í Keflavík KVOLD eitt núna i vikunni var ieg staddur í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli er þrjár millilandaflugvjelar komu þar við. Á annað hundrað farþegar voru með þessum flugvjelum, en hver þeirra stóð við um eina klukkustund á meðan sett var bensín á vielarnar og farið var yfir þær af öryggisástæðum. Farþegarnir voru fólk á öll- um aldri. í einni vjelinni voru hermenn. konur þeirra og börn á leið til Bandaríkjanna frá Þýskalandi, önnur var kanadisk og sú þriðja var frá AOA. • 1 ‘M.. ^ Attaviltir náungar KYNDUGT var að heyra á tal farþeganna sumra. er þeir komu inn í flugstöðina. Einn sagði t.d.: „Jæia, þá erum við komnir til Gander“. — ..Jeg veit að við erum í Nvfundna- landi“, svaraði fielagi hans, „en ieg er ekki svo viss um að þetta sje Gander“. • Varla láandi — FÁVITAR hafa þetta ver- ið, gæti einhver hugsað. — En sannleikurinn er sá, að það var varla að búast við því, að menn irnir vissu betur. Inni í fiug- stöðinni er ekkert, sem gefur til kynna, að hún sie í Keflavík. Að vísu er kort af íslandi á ein- um veggnum, en ekki er víst að allir sjeu svo vel að sjer í landa fræði, að þeir þekki íslands- kort, þótt nokkuð stórt sje og gagnjaust er fyrir útlendinga að rýna í kortið, sem er á ís- lensku og engar skýringar með bví á erlendu máli. . Timbuktu LJÓSMYNDIR frá íslandi eru líka á veggjum farþegasalarins, en það þarf þaulkunnuga menn til að gera sler lióst. hvaðan þær eru. Eitthvað drasl er 5 horni Fer^askrifstofunnar. sem minnir á ísland, en ekki er víst, að allir levoi leið sína i það horn salarins. Nei, sannteikurinn er sá að þetta pæti alveq Pins v°rió f]u« st.öð í Timbuktu. þessvenna. að fátt er þar, sem bendi’’ á að staðurinn sje Keflavík á íslandi • Okkar oiefin snk VTO við pRrííiri afS a?t um betta nema okVur sjálfa. Löngu áður en flugstöðin var fullbvegð. var farið að ráðfrera að setia uod á veeri satai-ins fai legar ljósmyndir. Var talað mik ið um þetta og þótti sjálfsagt mál. En það komst ekki lengra en að set.t voru upp nokkrar I jós- myndir, sem eru að vísu all- góðar fvrir kunnuva. en ern lítilsvirði fvrir bláókunnugf fólk, enda mun það vera nærri undantekning ,að nokkur er- lendur gestur nenni að stað- næmast til að horfa á mynd- irnar. Yrði enda jafnnær, þar sem engar skýringar eru með beim fáum myndum, sem þarna hanga. • Góðar viðtökur HITT ER skvlt að segja um leið, að erlendir gestir, sem til Keflavíkur koma, hafa ekki yf- ir neinu gð kvarta. Þeir fá góð- an mat, flugstöðin er hrein og afgreiðslufólkið kurteist og al- úðlegt. Menn, sem mikið hafa ferðast og komið í márgar flug- stöðvar, fullyrða að Keflavík, sje ein skemtilegasta flugstöðin, sem komið er í á allri Norður- Atlantshafsleiðinni. Nei, það eru tækifærin til landkynningar, sem ekki eru notuð, sem ástæða er tifc að kvarta yfir. • Priiðar frammistöðu stúlkur GESTUM, sem koma i flugvall- arveitingasalina hlýtur að verða starsýnt á frammistöðustúlk- urnar þar. Þær munu flestar, ef ekki allar vera íslenskar. — Þær eru svo einstaklega prúð- ar o_g koma vel fvrir. Gætu starfssystur þeirra í veitinffa- húsum annarsstaðar á landinu lært mikið af hpim og tekið sjer til fyrirmyndar. Það þarf enrinn að skamm- ast sín fyrir þær. • Sondihorrann, sent vildi staðnæmast MFÐATi farbega í AOA-flug- vielinni betta kvöld var Avra M. Warren, pendíherra Banda- ríkjanna í Helsinki og kona hans. „Jeg hefi fanð hjer um áð- ur“, saffði sendíherrann. ,,en aldrei áður komið í heiðskýru. Nú vildi jeg, að ieg gæti staðið hjer við lencmr na skoðað mig um. Ætli hað v»ri ekki hægt að panta vielarinlun hjá AOA, sem tæki að minnsta kosti dag að gera við?“ bætti hann við í gamni. En í bví var kallað, að flugvjelin væri á förum og sendiherrann dreif sig um borð. ’tiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiitviiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniitvniiii iimiiniiiMiiiim MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . IIMMMMMIIMIIII■■ll■ll■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMMMMMIMIMIMMMMMMIIIII■lllll•IIMMM•MIIMIIMIMIIMMMMIIMMIMMMIla Hvar er Mussolini Jarðsetfur! Eftir Alex Valentine frjettaritara Reuters RÓMABORG: — Segja má að sama spurningin sje nú á vör- um 40 milljóna ítala: hvar er Mussolini jarðsettur? Sá er munurinn á endalokum Hitlers- og Mussolini, að það er vitað með vissu, að ítalski einræðis- herrann ljet lífið. Skæruliðar tóku hann af lífi við Como-vatn í apríl 1945, og síðar var lík hans hengt upp til sýnis á einu torginu í Milano, ásamt líki Clara Petacci, hjákcnu hans. • • LÍKINU RÆNT NOKKRU eftir að þetta skeði, var Mussolini jarðsettur í kirkjugarði í MiJano. Þar hvíldi líkið til vorsins 1946, er hópur fasista stal því úr gröfinni. Nokkrum mánuðum siðarriann lögreglan líkið í fatakistu í múnkaklaustri í Pavia. Þegar hjer var komið, ákváðu stjórnarvöldin að tími væri til þess kominn að slá botninn í söguna um „líkið. sem alltaf var að hverfa.“ Þau ljetu jarð- setja það á laun og ákváðu, að fjölskyldu Mussolmis skyldi skýrt frá hvar gröfin væri, ár- ið 1956. Ef til vill gerðu stjórnarvöld in sjer vooir um. að hinar jarð- nesku leifar einræðisherrans mundu gleymast. • • EDDA CIANO" EN ÞAR skjátlast þeim. For- vitni manna var vakin og nú velta allir því fyrii sjer, hvar líkið af Mussolini sje niður kom ið. Edda Ciano, dóttir Mussolini og ekkja Ciano greifa, utanrikis ráðherra hans, skýrði nýverið frá því, að hún hefði þrívegis farið fram á það við stjórriar- völdin, að þau skiluðu „þegar í stað“ líki föður hennar í öll skiftin fjekk hún ákveðna neit- un. Edda segir, að Mussolini hafi verið búinn að láta þá ósk í ljós, að hann yrði jarðsettur við hlið Bruno sonar síns, sem fórst í flugslysi í Ítalíu, meðan á stríðinu stóð við Abbysíníu. • • FLUGUFREGNIR FRÁSÖGN Eddu Ciano hafði það meðal annars í för með sjer að flugufregnir komust á kreik um það, að líkið, sem yfirvöld- in ljetu jarðsetja hefði ekki ver ið lík Mussolini. Fasistarnir, sem stálu því, hefðu leikið á stjórnina, með því að skifta um lík. En stjórnin neitaði þessu eindregið, og kallaði meira að segja til vitnis lækni þann, sem skoðað hafði Mussolini eftir að hann var ííflátinn, og var við- staddur, ei hann vai jarðsettur á laun. • • Á NORÐUR ÍTAI.ÍU AF ÞVÍ.’sem talsmenn stjórnar- innar hafa fengist til að segja um legstað. einræðisherrans, má ráða með talsverðrj vjssu, að hann sje einhversstaðar á Norður Italíu, að líkindum í námunda við Milano eða Turin. Margt bendir til þess, að stjórn in hafi talið hentugast að flytja líkið aðeins tiltölulega skamma leið frá klaustrinu, sem það fannst í. Það styður meðal ann ars þessa skoðun, að með því að ráðast í að flytja líkið langa leið, hefði ekki verið komist hjá því, að blanda fleiri mönnum í málið en æskilegt hefði verið. Og þar við situr. Aðeins ör- fáir menn á Ítalíu vita, hvar Mussolini er nú niður kominn; hinir verða enn um skeið að halda áfram að velta fyrir sjer gátunni um líkið, „sem alltaf var að hverfa“. Bráðum finnasf ghmteinamir PARÍS, 20 jan. — Franska lög- reglan tilkynnti í dc.g, að tekn- ir hefðu verið höndum 5 manns vegna þjófnaðar gimsteina Aga Kahns. Aga Kahn var rændur öllum gimsteinum sínum í ágúst í sumar. Er lögreglan nú komin á sporið og hefir fyrirskipað leit að 3 mönnum í viðbót, sém hún býst við, að geti gefið upp- jlýsirígar um gimsteinana, en þeir eru 200,000 sterlingspunda virði. Þegar leitin stóð sém hæst í sumar, voru gimstein- arnir faldir í garðinum hjá ein- um stigamannanna, áem var ríá- granni eigandans sjálfs. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.