Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 8
8 MOHGlJNftLAÐIÐ Þriðjudagui: 21. íebr. 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarai.í MðBiSiaM Frjettaritstjóri: ívar Guðmunusson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. . Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Auðlindir íslands ALLT FRÁ því að íslendingar eygðu dagsbrún hins nýja tíma, endurreisn sína úr efnalegu og pólitísku volæði og ósjálfstæði, hafa framsýnustu menn þeirra lagt á það meg- ináherslu að reynt yrði að skapa sem fullkomust skilyrði fyrir hagnýtingu þeirra auðlinda, sem þjóðin á í landi sínu. Um þetta hefur barátta íslensku þjóðarinnar snúist að veru- legu leyti s. 1. hundrað ár. Árangurinn eru örhraðari fram- farir og breyting lífskjaranna en gerst hafa með flestum öðrum þjóðum á þessu tímabili. En þó mikið hafi áunnist má þó öllum vera Ijóst að því fer víðsfjarri að auðlindir íslands sjeu fullnýttar og að þjóð- in hafi skapað sjer það afkomuöryggi, sem hún hlýtur að stefna að. Við höfum að vísu öðlast möguleika til þess að hagnýta þann auð, sem felst í hinum auðugu fiskimiðum umhverfis landið. Á þeim hvílir afkoma þjóðarinnar að langsamlega mestu leyti. En þessi fiskimið eru ekki aðeins sótt af íslendingum sjálfum. Mikill fjöldi erlendra veiði- skipa sækir þangað og landsmenn verða að horfa upp á stórkostlega rányrkju þeirra svo að segja upp í landstein- um. Sú staðreynd er ein hin uggvænlegasta, sem við okk- ur blasir í dag. Við þetta bætist svo það að hin einhæfa útflutningsfram- leiðsla okkar skapar mikið öryggisleysi í afkomu fólksins. Afli bregst og þrengingar og vandræði steðja að. ★ Af öllum þessum ástæðum sætir það engri furðu þótt landsmenn litist um eftir nýjum möguleikum til þess að treysta afkomu sína og gera hana óháðari aflabrögðum ein- stakra vertíða. Stjórn fjelags íslenskra iðnrekenda hefur fyrir skömmu snúið sjer til Viðskiptamálaráðuneytisins og brotið upp á þeim möguleika að einhverjum hluta þess fjár, sem kemur í hlut íslands frá efnahagssamvinnustofnuninni verði var- ið til rannsókna á ónotuðum auðlindum íslands nieð tilliti til þess að íslendingar komi á fót útflutningsiðnaði er byggi á innlendum hráefnum. Bendir stjórnin í því sambandi á að leitað verði aðstoðar erlendra sjerfræðinga, sem vinni að því, í samvinnu við íslenska vísindamenn og verkfræð- inga, að gera gagngerar tilraunir til þess að sanna það eða afsanna, hvort hægt sje að ráaðst í stóriðnað á íslandi, er skapað geti nýjan grundvöll fyrir atvinnulífi iandsmanna. ★ Þessi tillaga er fyllilega þess verð að henni sje gaum- ur gefinn. Að sjálfsögðu vakir ekki annað fyrir íslensk- um iðnrekendum, sem að henni standa, en að stuðla að því að auðlindir landsins verði hagnýttar til hins ítrasta til hagsbóta landsmönnum sjálfum. Hvorki þeim nje nokkr- um öðrum, sem bera hag þjóðarinnar fyrst og fremst fyrir brjósti, kemur til hugar að veita útlendingum neinskonar ítök, sem skertu yfirráða og afnotarjett þjóðarinnar sjálfrar. Kjarni þess máls, sem iðnrekendur hafa vakið athygli á. er að leitað verði aðstoðar færustu sjerfræðinga erlendra og innlendra til þess að fá úr því skorið, ef unnt er, hvort möguleikar sjeu hjer fyrir hendi til þess að stofna til stór- iðnaðar, sem framleiði útflutningsafurðir. ★ í sambandi við efnahagssamvinnustofnunina og Mars- halllögin ér þess að geta að það hefur alltaf verið ætlunin að nota verulegan hluta þess fjár, sem í okkar hlut kemur, til framkvæmda, sem leggi grundvöll að auknum iðnaði í iandinu. Þannig hefur verið rætt um að ýmsar vatnsafls- virkjanir, svo sem hin nýja Sogsvirkjun, viðbót við Laxár- virkjunina o. fl. yrðu byggðar að nokkru leyti fyrir Mars- hallfje. ★ íslendíngar skilja áreiðanlega nauðsyn þess að gera at- vinnulíf sitt fjölbreyttara og draga þar með úr öryggis- leysinu, sem einhæfni þess býr þjóðinni nú og hefur Jafn- an gert, Þessvegna er ástæða til þess að taka vel öllum skynsamlegum tillögum er miða í þá átt. XÁ'íut - óbriflar: ÚR DAGLEGA LÍFINU íslenskar veitingar JEG hef verið beðinn um að vekja'máls á því, hvort hjer sje enginn maður, sem telji það ómaksins vert að opna veitinga stofu, þar sem eingöngu fyrsta flokks íslenskur matur sje á boðstólum. Þessi veitingastofa, sagði tillögumaður minn, yrði að vera í góðum húsakynnum, og forðast skyldi forstöðumað- ur hennar að bjóða upp á ís- lenska matinn með einhverj- um afsökunarsvip. Hann ætti að auglýsa veit- ingastaðinn sinn vel og ræki- lega og ekki vera með neina hálfvelgju. Hann ætti að láta berast út, að hann seldi ein- göngu innlend matvæli, og auð vitað af bestu tegundinni. • Að „borða íslenskt“ MAÐUR sá, sem ræddi þetta við mig, sagðist ekki efast um það andartak, að „alíslensk“ veitingastofa gæti borið sig vel. Hann sagðist þráfaldlega verða fyrir því, að útlendingar kvörtuðu yfir því við‘ sig, að þeim gengi illa að „borða ís- lenskt“. Þess má geta, að maður þessi hefur, vinnu sinnar vegna, talsverð viðskipti við útlend- inga Ráðþrota útlendingar JEG get raunar bætt því við, að enskur maður talaði um það við mig fyrir aðeins örskömmu síðan, að hann og vinir hans vissu ekki, hvernig þeir gætu náð í góðan íslenskan mat. — Þeir kynnu ekki að matreiða hann, og ekki einu sinni að kaupa hann. En hann var bú- inn að bragða íslenska sílci og skyr, og hvorttveggja fannst honum alveg herramanns mat- ur. — • Aukarjettur og aðalrjettur HANN varð raunar fyrir því óhappi, þegar hann borðaði síldina, að hann varaði sig ekki á því, að hún var bara „auka- rjettur“ — nokkurskonar und- irbúningshátíð undir aðalhátíð- ina, sem hófst með kjötrjetti og grænum baunum og lauk með rjómaís og kaffi. En hann vissi þetta ekki, sá enski, þegar hann tók til við síldina; hjelt, sem von var, að hún væri aðalrjetturinn. Svo hann fjekk sjer þrisvar eða fjórum sinnum á diskinn sinn, og borðaði með mikið af brauði, og drakk ákavíti og pilsner — og var svo orðinn pakksaddur, þegar kjötið kom. En hann sá ekkert eftir þessu, sagði hann, þvi sjaldan hefði hann bragðað betri mat en síldina. • Táknræn saga FLESTIR hafa vafalaust heyrt söguna af skyrinu, sem her- mennirnir keyptu hjer og suðu á stríðsárunum. En hún er tals vert táknræn: hvernig í ósköp unum gátu þessir erlendu menn vitað það, að hvorki vatn, eldur nje rafmagn þurfti að koma nálægt skyrinu, svo að óhætt yrði að borða það? Sama máli gegnir um útlend ingana, sem nú sækja okkur heim nær daglega. Þeir vilja margir hverjir fá góðan, ís- lenskan mat, en eru í stökustu vandræðum með að afla sjer hans. Þess vegna er tillagan um al- íslenska veitingahúsið hreint ekki sem verst. Og svo þarf enginn að efast um að þeir yrðu líka margir íslendingarnir, sem kynnu að meta þetta og litu slíkt veitingahús vinaraugum. Kvikmyndir og hljómlist FERÐASKRIFSTOFAN fór ný- lega suður á Keflavíkurflugvöll og sýndi þar ísl. kvikmynd- ir ,auk þess sem hún gaf er- lenda starfsfólkinu svolítið tækifæri til að kynnast ís- lenskri hjómlist. Mjer er sagt, að hvorttveggja hafi vakið hrifningu útlending anna, og nú vilji þeir fá meira af Svo góðu. Mjer er ennfremur tjáð, að til mála geti komið, að Heklu- kvikmynd Árna Stefánssonar og Steinþórs Sigurðssonar verði sýnd á Keflavíkurflug- velli. • Glímusýning ÞAÐ mun einnig hafa verið fyrir milligöngu Ferðaskrifstof unnar, að glímuflokkur úr Ár- manni fór síðastliðinn mið- vikudag á flugvöllinn og sýndi þar. Glíma Ármenninganna vakti fádæma hrifningu. Bandaríkja mennirnir virtust vel kunna að meta þessa íþrótt, og að glímu- sýningunni lokinni, spurðu þeir þátttakendurna í heimsóknínni spjörunum úr. • Eru appelsínur komnar? ERU nýkomnar appelsínur til Grænmetisverslunarinnar og hverjir fá þær appelsínur? spurði maður, sem leit inn á ristjórnarskrifstofu Morgun- blaðsins fyrir helgina. — Hann kvaðst hafa það fvrir satt, að Grænmetisverslunin væri ný- búin að fá appelsínusendingu, þótt hún hefði raunar ekki vilj að viðurkenna það, er hann hringdi þangað. Nú vildi hann fá að vita, hvernig á þessu stæði, og enn- fermur, hvaða reglum væri fylgt við úthlutun þessa á- vaxtar. Og hvernig kemst mað ur í hóp þeirra útvöldu? spurði maðurinn að lokum. • Vantar vin ÞRJÁTÍU og eins árs gömul sænsk frú hefur beðið Daglega lífið að útve?a sier pennavin, helst í Revkíavík, en annars skifti það ekki svo miklu máli. Hún seeist hafa áhuga á „öllu undir sólinni”. Hún heitir Gunvnr Gunnar- son. Os heimilicfan®ið er; Box 15. Sundsvall, Svíþjóð ■imniiiinmiiiiiin nmiiiiiiiiiimiiiuiiMnai MEDAL ANNARA ORÐA . . . . ■iiiiiiiiiiniini raiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiimiiiiiiiiiiMMiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiin Þolraun Kanadaflupanna. Eftir Charles B. Lynch, frjettamann Reuters. OTTAWA. — Kanadastjórn hefir nýlega gefið út matreiðslu bók, sem segir fyrir um tilbún- ing hinna furðulegustu rjetta. Þar á meðal eru soðnar mýs, mosi, þang, snákar og fleira þess háttar, svo að eitthvað sje nefnt. Þessi bók er einn þáttur þess að kenna mönnum úr flughernum að bjarga sjer, í heimskautalöndunum. Sjerstak ur skóli í Nelson-virkinu í Bresku-Kolumbíu hefir þessa þjálfun með hendi. • • ERFIÐ NÁMSKEIÐ NÚ þegar hafa yfir 200 flug- menn gengið á þessi 11 daga námskeið, sem ætluð eru þeim flugmönnum er fljúga yfir norðurhjarann. Hlutverk náms ins er að gera menn hæfa til að bjarga sjer, ef þeir verða að nauðlenda í köldustu löndum norðurslóðanna. Námskeiðið er afar erfitt — einn, sem hafði gengið á það, sagði á eftir: „Ef menn hjara enn eftir þessa 11 daga, þá hafa þeir áreiðanlega staðist prófið. Sumir „nemendanna“ hafa Ijest um 16 pund þessa 11 daga, sem námskeiðið stendur yfir. • • MARGVÍSLEGAR LEIÐBEININGAR TIL meðferðar er tekin landa- fræði, hvernig eigi að verjast ýmsum flugum, almenn með- ferð líkama manna á norður- hjaranum, gerð bráðabirgða- skýla, fræðsla um veiðar, ferða lög, fæðingjana, meðferð skot- vopna, matvæla, klæðnaðar í kuldabeltinu og hvernig eigi að lifa á náttúrunni. Um þetta seinasta atriði fjall ar tjeð matreiðslubók, sem tel- ur upp 30 ætijurtir heimskauta landanna, ásamt leiðbeining- um um, hvernig eigi að þekkja þær og matbúa_ Yfir 50 dýra- tegundir eru líka taldar þarna, allt frá hvölum til læmingja. Bókin varar menn við því, að ýmsar fæðutegundir, sem úr sjónum fáist, sjeu óhollar suma tíma árs. Svo segir: „All- ir sjávarfiskav nema hákarlinn eru ætir hráir. Hins vegar eru sníklar á mörgum vatnafisk- um, sem verða mönnum skað- samlegir nema soðnir sjeu“. • • HAFA HALDGÓÐA REYNSLU TVEIR eru aðalmenn umræddr ar þjálfunar, S. E. Alexander og R. J. Goodsy. Goodsy hefir 15 ár að reynslu í ferðalögum í Yukon og heimskautalöndun- um. Hann talar nokkrar skræl- ingiamállýskur. Mönnum hefir jafnan staðið nokkur ógn af heimskautalönd unum, en eitt aðalmark þessara námskeiða er að losa menn við skelkinn, alveg eins og vatns- hræðslan er vanin af þeim, er ætla að læra að synda. S. C. Alexander segir: „Það er eins og að nema hnefaleik. Mönnum verður að lærast, hvernig þeir fái haft not þeirra aðstæðna, sem heimskautalönd in skapa þeim. Þeim verður engin stoð af allri einbeitni og hugrekki veraldarinar nema þeir kunni að laga sig að um- hverfinu“. Frh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.