Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. febr. 1950 MORGUNBLAÐIB ð VEÐURFARIÐ FUR iMÓTAÐ ÞJÓBIIMA FYRIR nokkru síðan kóm dr. Helgi Tómasson úr Englands- ferð sinni eftir að hann hafði verið í burru hálfsmánaðar- tíma. En hann fór til London eins og áður hefir verið frá skýrt til þess að halda fvrir- lestra við rannsóknastofnunina ,,Institute of Neurology“. Er það aðalrannskónarstöð Breta á taugasjúkdómum Forstöðumaður stofnunarinn- ar hafði ftirið þess á leit við dr. Helga að hann flytti þar tvo fyrirlestra ur áhrif veðráttunn ar á taugakerii maniia, en hann hefir á undanförnum árum haft með höndum athuganii á því. Eftir að hann kom herm kom jeg að máli við dr. Helga og spurði hann hvort hann vildi ekki segja mjer eitthvað um þessa hluti. og tók hann því vel. En sagði sem var að ef skýra setti nákvæmlega frá þeim yrði það lengra mál en svo að það s yrði hæfilegt að lengd til birt- ingar í dagblaði. Rannsókn á hringhuga- sýkinni Hann komst síðan að orði á þessa leið: Aðdragandinn að þessum veð urfarsrannsóknum mínum og áhrifum þess á taugakerfið, er alllangur Frá fyrstu læknisárum mín- um hefir aðal áhugamál mitt í geðsjúkdómafræðinni verið hin svonefnda . maniodepressiva" geðveiki c-ða hringhugsýki eins óg sjúkdómurinn hefir verið nefndur á íslensku. í doktorsritgerð minni þóttist jeg hafa fært sönnur á að geð- sjúkdómut þessi hefði i för með sjer að næmleiki í ósjálfráða taufakeifinu væri minkaður. Áleit jeg að ástæða væri til að reyna hvort ekki væri hægt efnafræðilega eða með meðul- um að lagfæra þær breytingar á vessum Hkamans sem kæmu fram við sjúkdóminn, og sem helst virðast standa í sambandi við næmleika taugakerfisins og sjá hvort ekki væri hægt með þessu móti að flýta fyrir bata| sjúklingsins. Auðveldara er að greina þá :mynd þessa geðsjúkdóms sem birtist sem s\ onefnt oflæti held ur en hina sjúkdómsmyndina, þunglyndið. Því hefi jeg lagt meíri áherslu á að rannsaka oflæti. En mikið færri tilfelli koma fyiir hJer af þeirri sjúk- dómsmynd en hinni, ekki riema 5—10 á ári á móti 80—90. Það kom brátt í ljós að sjúk- lingar þeii, sem farið var með samkvæmt þtssum sjónarmið- um læknaðust hjer á landi ó- venjulega fljótt, venjulega á %—2 mánuðnm. En í öðrum löndum taka þessi köst 6—11 mánuði Jeg hefi haldið áfram rann- sóknum mínum á þessum sjúk- dómi í 28 ár. Hve tíður er sjúk- slómurinn hjer? Um 1930 tók jeg að svipast eftir því hvaða ástæður kynnu að vera til þess að sjúkdómur þéssi læknaðist svo fljótt hjer á landi og sjerstaklega hvaða aðrar aðstæður gætu valdið því, en með'erðin sem notuð Dr. Helgi Tómasson segir fró 28 óro rannsóknum sínum var. Gerði jeg allvíðtækar rann- sóknir á sjú.kdómnum, reyndi að komast að því, hve tíður hann er hjer á landi, og hvort hann væri urfgengur, fylgdi vissum ættum Hvergi annarsstaðar höfðu þá verið gerðar >'annsóknir á tíð- leika þessa sjúkdóms. Rann- sóknir, sem gerðar höfðu verið í öðrum löndum ovggðust á tölu sjúklinga á geðveikraspítölum, en þær gefa rangar hugmynd- ir um hversu útbreiddur sjúk- dómurinn er, því bær byggjast á því, hve mikið pláss er fyrir hendi á geðveikraspítölum o. fl. Er hörgull á sjúkrarúmum almennur-meðal annarra þjóða? Langur vegur er frá því, að tala sjúkrarúma sje íullnægj- andi hjá noknurri þjóð. I Dan- mörku t. d. er talið að vanti nú pláss fyrii um það bil 6000 sjúklinga á geðveikrahælum, en í Svíþjóð vantar um 10 þús. pláss, svo að nefnd sjeu dæmi frá tveimur þeirra þjóða, sem einna best eru á vegi staddar. Hinar sjerstöku aðstæður hjer á landi gerðu það kleift að kom ast að fastri niðurstöðu um það, hve sjúkdómvirínn er tiður hjer. Það er að segia, hve margir fá hann á svo háu stigi að leitað sje til sjerfræðings. Persónulega hefi jeg haft tækifæri til oð athuga og skrá setja 7—8 hverr. núlifandi ís- lending. Og með því að hafa fengið upplý.úngar til uppbót- ar um 25—30 þús. aðra lands- menn, þá hefir verið unt að gera sjer grein fyrir því, hve margir hafa fengið sjúkdóminn, á hvaða aldri og svo framvegis. Niðurstaðan er. að hjer veikj- ast af þessum sjúkdórni um 100 manns á ári, r.vo mikið að leit- að er aðstoðar sjerfræðings, en um 14% af þessum 100 veikjast það mikið, að þeir þurfa á spítalavist að halda. Rannsókn- ir, er seinna hafa verið gerðar, hafa leitt í ljós, að á Borgund- arhólmi hafa líka 14% sjúkling- anna þurft spítalavist. Fkki ættgengur Með því að halda rannsókn- unum áfram í yfir 20 ár, hefi jeg getað geri mjer grein fyrir því hve útbrrídd er sjvikdóms- „spíran“ meðal landsmanna. Samkvæmt því mur.u 7% lands manna á aldrinum 15—70 ára fá eða hafa fengið hringhuga- sýkina einhvern tíma á æfinni. Niðurstaðan er sú sama um tíðleika sjúkdómsins, hvort at- húgaðar eru ættir sjúklinga. sem leitað hafa spítalavistar, eða hvort teknar eru ættir jafn- margra manr.a, sem ekki hafa veikst, sem sje að sjúkdómur- inn þarf ekki að vera meiri í einni ætt en annarri, og virð- ist ekki arfgengur hjer á ís- landi. Annarsstaðar hefur hann verið talinn það. Á alþjóðafundi erfðaíræðinga í Edinborg, sem haldinn var árið 1939, komu fram níu mis- munandi skoðanit á því, Dr. Helgi Tómasson. hvernig sjúkc'ómur þessi myndi ganga að erfðum. Jeg bætti við þeirri tíundr.. sem sje þeirri, að sjúkdómurinn væri alls ekki arfgengur, a. m. k. ekki á Is- landi og fjellust fundarmenn á '1 Ykc, rafsegulmagns ástand jarð þá skoðun. |ar> loftþrýsring. heildaráhrif En'hvcrja" eru þá orsakir loftbákna. 9 I einkum á síðustu árum, hefir mikill áhugi vaknað fyrir lífs- skilyrðunum í kaldari löndum. En þær rannsókr.ir, sem gerðar hafa verið aí áhrifum kalda loftslagsins á mennina, hafa flestar verið gerðar í rannsókn- arstofum stórborga en færri út í lífinu sjálfu þar sem það er eins og það gengur og gerist. Vegna þes^ að einn helsti maður Breta á þessu sviði, dr. Critchley, kom hingað til lands snemma á stríðsárunum og fjekk þá að vita að jeg hefði haft með höndum rannsóknir á áhrifum veðurfars á taugakerfi manna, fór hann fram á það við mig í haust, að jeg hjeldi tvö erindi um þessi mál við Institute of Neurology í London. Viðvíkjandi ’oftslaginu þarf að athuga þetta: Sólargeislana, hita, raka, loftstrauma. samsetning loftsins, rafeindariölda þess, hans? Jeg hefi revnt að graíast fyr- ir rætur sjúkdómsins hjá 800 börnum og fylgst með sumum þeirra, kjörum þeirra og líðan í allt að 19 ár. Hjá engu þessara barna, sem voru það taugaveikluð að for- eldrarnir leituðu læknis, hefir þessi sjúkdómur ennþá komið í ljós. Svo litlar líkur eru til, að taugaveikiuðum börnum sje hættara við sjúkdómum þess- um en öðrum, eða hann eigi rót sína að rekja til æskuár- anna. Víðtæk áhrif veðurfarsins En hvar eru þá orsakirnar? í eftirgrenslan minni eftir þfeim, hafa rannsóknirnar orð- ið æ yfirgripsmeiri. Til greina kemur að athuga áhrif ytri lífs- skilyrða fólks fæði. klæðnað, húsnæði, heimilislífið, lífsaf- komuna yfirloitt. Virðist mjer að sum þessara atriða gefi á- kveðnar bendingar um hvar orsakanna oft geti verið að leita, t. d. í fæði og lífsafkomu. Loftslaeið gerir út um það, hvaða plöntur og dýr geta þrif- ist á hverjum stað Til þess að rannsaka áhrif loftslagsins, barf maður að gera sjer grein fyrir því i hverju það er fólgið, taka síðan hvert atriði fyrir sig til athugunar og'síðan samspil beirra allra á menn og aðrar lífverur. Áhrif loftsiagsins á mánnlíf- ið hefir verið mikið rannsakað í hitabeltinu og heitt-tempruðu beltum jarðarinnar. Aftur á móti hafa mjög fáar læknis- fræðilegar athuganir farið fram á áhrifum loftslags á mannlíf- ið í kald-tempruðu og kulda- beltum jarðar. Stafar þetta auð vitað af því, hve mikið færri búa á þessum slóðum, og hve þessi hjeruð r.afa yfirleitt haft minni þýðingu fyrir mannkyn- ið en hin, sem heitari eru. Lífsþróttur manna breytist eftir árstíðum Hvert einstakt af þessum at- riðum getur verið með mismun- andi móti, og haft mismunandi verkanir á lífverarnar,' eftir því hvernig ásigkomulag þeirra er, svo og hvernig veðurfar, eða ársfíðir hafa verið undanfarið tímabil. Talið er fullsannað að lífs- þróttur manna njóti sín best, þegar meðalhiti árstíðarinnar er á milli 4—22 gráður á celsíus. Hjer á landi er meðalhiti að minnsta kost: sex mánuði árs- ins fyrir neðan lágmark þessa kjörhita. Aftur á móti fer meðal hitinn hjer aldrei upp yfir há- mark kjörhitans, Athuganir hafa sýnt að dán- artölur hjer á landi eftir mán- uðum, eiu yfirleitt hæstar í maí og júní, en lægstar í sept- ember. Hæstar eftir veturinn, en lægstar, þegar menn hafa notið sumarsins. Á hinn bóginn leiða athuganir í ljós, að til- tölulega fæst börn koma undir í maí en langflest í september— október. Þetia sýnir hvernig lífsþróttur lar.dsmanna breytist eftir árstíðun',. Samt sem áður höfum við t. d. þann óheillarið að pína börn okkar og unglinga sem verið hafa við nám allan veturinn til mestu afkasta og prófrauna á vorin, þegar augljóst er að Hfs- þróttur þc-irra hlýtur að vera minnstur. Engum heilvita manni dettur þó í hug að leggja mest erfiði á góðhestinn sinn á vorin, svo nefnt sje dæmi af handahófi til samanburðar. Rakinn og vindarnir geta komið að gagni En þó vetrarveðráttan okkar yfirleitt tæri lífsþrótt manna, verður að geta þess, að rakinn og vindarnir, óstöðugleiki veðr- En eftir síðustu styrjöld og áttunnar bæta uð ýmsu leyti upp slæm ahrif veðurfarsins á heilsu manna. Lofthitinn hefir áhrif á út- gufun og hitatap líkamans og vatnsmagn í öllum vefjum hans. Vindarnir verka þannig á líkamann, að þeir þrengja og draga saman æðakerfið í húð- inni og örfa vissa hluta hins ósjálfráða taugakerfis, sem ger ir menn betur vakandi og yfir- leitt hressari og styrkari, svo framarlega, sem þeir eru ekki alt of hvassir og menn eru ekki sjerstaklega illa fyrir kallaðir. Sjeu menn veikir fyrir, geta stormar aftur á móti haft ill áhrif. Breytingar á loftþrýstingi, sem stafa af því, þegar lægðir fara.yfir, eru taldar hafa tals- verð áhrif á mannslíkamann. Þegar loftþrýsingur lækkar, bindur Hkaminn meira vatn í sjer. En hækki loftþrýstingur þá skilar líkaminn vatninu betur frá sjer. Alkunnugt er, marg sýnt og sannað, hvernig margt fólk finnur á sjer veður, sem er i aðsigi. Eingöngu fullorðið fólk er veðurnæmt, sem kallað er, og næmleikinn fer eftir því, hvernig ástand taugakerfisins er í það og það skiptið. Vitað er, að margir sjúkdóm ar byrja, eða brjótast út, þegar ákveðin veðurátt, oftast kulda- átt, er í aðsigi. Þegar um er að ræða gigtverki, bólgur, heilablóðfall, flog o. fl_ o. fl. er í mörgum tilfellum hægt að rekja sambandið á milli las- leikans og veðurfarsins. Hörð veðrátta styður náttúrlegt úrval kynstofnsins Loftslagið er meðaltal veðr- áttunnar eða veðurfarsins um lengri tíma. Meðaltal hinna einstöku veðurfarsatriða eru sjerkenni loftslagsins á hverj- um stað og segja til um, hvaða skilyrði íbúarnir verða að vera viðbúnir að geta þolað. Skýr takmörk eru þó ekki fyrir því, hve slæm loftslags- skiiyrði menn geta búið við, því nokkur aðlögun getur átt sjer stað, einkum meðan menn eru ungir og í fullu fjöri En aðlögunin verður minni og tak markaðri með aldrinum. Þar, sem loftslagsskilyrði eru sjer- staklega slæm, geta þau orðið til þess, að einstaklingar, sem fæddir eru með veilum, eða sem á barnsaldri fá mjög alvar legan ög langvinnan sjúkdóm, geta ekki náð fullum þroska, geta ekki þrifist, og ef til vill devja út af. Þannig stuðla hörð loftslags- skilyrði að náttúrlegu úrvali kynstofnsins. Verða til þess, að aðeins sjerstaklega valdir stofn ar lifa gegnum þrengingar ald- anna. Þetta hefir vafalaust átt sjer stað hjer á landi. Skorturinn á birtu og sólarljósi mikinn hluta ársins, kuldinn og ýms önnur veðurfarsskilyrði hafa stuðlað að úrvali hinna hæíustu til þess að lifa í landinu. Því ekki verð ur því neitað, að hjer á landi Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.