Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1950, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. febr. 1950 MORGUISBLAÐIÐ íf Þorgerður dóttir Hróbjarts- EIN AF öndvegiskonum Vestur- Eyjafjalla, Þorgerður Hróbjarts- dóttir á Mið-Grund, varð 70 ára 27. janúar s. 1. Hún er fædd á Rauðafelli i Austur Eyjafjallahreppi 27. jan 1880, dóttir hjónanna Sólveigai Pálsdóttur og Hróbjartar Pjeturs- sonar er bjuggu þar. Þaðan fei hún sem. vinnustúlka að Eystri Skógum undir Eyjafjöllum, þá 17 ára, því eins og algengt .vai um fátæka unglinga í alþýðu- stjett varð hún fljótt að fara tii vandalausra til þess að vinna fyr- ir sjer. Árið 1901 flytst hún að Drangs- hlið með Eystri-Skóga fólkinu þegar það hefur bújarðaskifti. Er þar vinnukona í 7 ár eða til árs- ins 1908, er hún giftist fyrri manni sínum, Bjarna Eiríkssyni, miklum dugnaðar og ágætis- manni. — Þau byrjuðu búskap á parti úr jörðinni Berjanesi í Austur Eyjafjallahreppi, búa þar í eitt ár, en flytja þaðan að Ey- vindarhólum í sömu sveit, eru þar í húsmennsku í 1 ár, höfðu von um fasta ábúð á þeirri jörð að því liðnu, sem brást þó. — Þá flytur hún með manni sín- um að Ásólfs-Skála í Vestur- Eyjafjallahreppi, þar sem þau höfðu fengið ábúð á þeirri jörð. Þar taka þau til óspiltra mála að taka til handargagns, með hug ann fullan af björtum framtíðar- vonum, samtaka í ráðum og dáð um að gera þetta nýja býli sitt sem best. Þar var strax ráðist að þúfunum með einbeittum tökum hugar og handar, enda var ekki á annað að treysta fyrir fátæka frumbýlinga í þá daga. Á Skála búa þau í farsælli og ánægju- l’íkri sambúð í tvö ár, eiga orðið snoturt og afurðagott bú og það sem dýrmætast er, lítinn elsku- legan dreng, trú á framtíðina og traust og velvild allra sveitung- anna. Það var bjart og þægilegt í litlu súðarbaðstofunni á Skála í þá daga, þar sem hin ungu hjón sáu soninn sinn dafna og vaxa, gerðu sínar áætlanir i fullu trausti á lífið og framtíðina, fundu lífskraftinn og framfara- þrána ólga í æðum sínum og andrúmsloftið þrungið af góðvild ©g djörfum áformum. Þá var það algengt að bændur undir Eyjafjöllum færu á vet- urna til sjóróðra til Vestmanna- eyja, og var Bjarni enginn eftir- bátur stjettarbræðra sinna um framtak og áræði til sjálfsbjarg- ar, enda mun hann jafnvel mörg- um fremur hafa getað farið í „verið“ eins og það var kallað, öruggur um hag og gengi heim- ilisins (fjenaðargæslu og þess- háttar) vitandi það að konan var tápmikil, úrræðagóð og hagsýn. Á þriðja búskaparári þeirra á Skála er Bjarni háseti á bát frá Vestmannaeyjum, en á útmánuð- um þá um veturinn týnist bát- ur þessi með allri áhöfn. Stend- ur Þorgerður þá uppi með elsku litla drenginn sinn sem ekkja, beygð af sorg og söknuði og brosnar allar hennar glæstu framtíðarvonir, myndi margri konu í hennar sporum ekki hafa getið komið til hugar að halda áfram búskap. En sökum ætt- gengs dugnaðar og frábærrar sjálfsbjargar og áræðis, tekur hún það ráð að halda áfram bú- skap með aðstoð mágs síns, sem þá var aðeins óharðnaður ungl- ingur og býr rheð honum í 2 ár. Skömmu síðar ræðst hún bú- stýra að Mið-Grund í sömu sveit. Þar giftist hún núlifandi manni sínum, Jóni Eyjólfssyni, harð- duglegum sómamanni og búhöld Mdsson miklum. Hafa þau sameiginlega gert garðinn frægan með sinni alkunnu rausn og myndarskap. j Þau eignuðust þrjú mannvænleg og góð börn, tvær dætur og einn son. Dæturnar eru Sigríður, gift og búsett í Reykjavík og Jóhanna, gift og búsett í Vestmannaeyjum, en sonur þeirra Hróbjartur ljest af slysförum 1947. Var hann einn í barnanna, sem þá var orðinn heimilisfastur hjá þeim, og eðli- j lega vonirnar mestar bundnar við, en dauðinn spyr ekki um óskir nje vonir okkar dauðlegra manna, og svo fór þar. Sú hol- skefla, sem þá reið yfir Grundar- heimilið, er öllum Eyfellingum í íersku minni. Sonur Þorgerðar frá fyrra hjónabandi er Jón Guðmann, um mannkosta og prúðmannlegr- giftur og búsettur í Reykjavík, sem nýtur almanna trausts, sök- ar framkomu. En þótt endurtekinn og svip- legur ástvinamissir, ásamt lúa og vinnuþreytu, hafi sótt Þorgerði heim, stundar hún bú sitt enn, sem hvorki setur saman að um- setningu nje rausn. Og þótt þessi 70 ára lífsreynda kona, sem lífið hefur tekið svo hrjúfum hönd- j um, eigi í minningum sínum: slíka atburði sem að framan eru skráðir, hefur hún enn trú á líf- ið og tilgang þess. Veldur því hennar sterka og ættgengna skaphöfn, og traustið og trúin á . þann, sem hefur vald til að gefa og taka. Þegar Þorgerður lítur yfir far- inn veg veit jeg að þrátt fyrir I allt, telur hún sig gæfumann-1 eskju, hún hefur brotist áfram í lífinu sem sönn hetja, unnið sig upp úr umkomuleysi efna- legrar fátæktar og allsleysis, í röð þeirra, sem standa fjárhags- lega föstum fótum. Verið sönn umhyggjusöm og góð móðir, ást- rík, blíðlynd og góður förunaut- ur eiginmönnum sínum og hefur, hlotnast að vera umkomulitlum gamalmennum og munaðarleys- ingjum brjóstvörn. Það er altaf bjart þar sem Þor- gerður fer, hún er hispurslaus í framkomu, svipurinn hreinn og hýr, en þó einbeittur, og vísar til viljafestu og manndóms, enda munu allir sem til þekkja, vera sammála um að þá eiginleika á hún i ríkum mæli. — Hún hefur verið sómi sinnar stjettar, og við vinir hennar fjær og nær óskum að þrátt fyrir þennan aldur meig um við vænta þess að hún skipi sæti sitt í lífi og starfi enn um skeið. — Jeg veit að á þessum j afmælisdegi hennar hafa hugir! margra ættingja og vina Þorgerð- Ur flogið heim að Grund, sem persónulega gátu ekki vegna fjarlægðar komið því við að þrýsta h-endi afmælisbarnsins sjötuga, og þeir hugir hafa ver- Frh. á bls. 12. Ukun horfin harmafregn. ÞAÐ var noKKru ettir næst nöin áramót að mjer var sagt andlát æskuvinkonu minnar frú Olgu Olausen, því það var hún jafnan KÖlluð í hópi vina sinna. Það er ekki sársaukalaust fyrir nánustu vini hennar að ryfja upp minn- tngarnar um alla glöðu barna- ieikina er hún var með okkur í og hvernig hún hreif okkur öll með sjer með sinni dásamlegu nugkvæmni og forustu hæfileik- um. Það var grátklökkvi í rödd vinar míns, þegar hann færði mjer andlátsfregnina, og hinstu Kveðju vinkonu minnar sem þá pegar lá fölnaður nár í hinsta nvílurúmi sínu. Það er ekki ætlun mín sem skrifa þessar línur, að hlaða skáld legu lofi á þessa góðu konu. Held ur minnast hennar eins og hún ! var í raun og veru í erli dagsins fyrst og síðast meðan hún hafði j ferlivist. Jeg hafði ekki mikil ! kynni af heimili hennar nú hin síðustu ár, en þó nóg til þess að jeg sá að hún hafði sama heil- steypta lundarfarið og þegar hún i var barn að aldri. í því sem öðru 1 hafði hún ekkert breyst í hinni hörðu og vonlausu baráttu við lítt læknandi sjúkdóm, er hún átti við að striða hin síðustu æfi- ár sín. Olga Clausen var heil og ein- læg í hverju orði og athöfn. Það var almanna rómur að hverj- um sem hún lagði sig eftir að kynnast, að hjá þeim sama vann hún á samri stundu traust og vináttu. Hún var þó síður en svo myrk í máli við hvern sem var, það var öllum ljóst sem áttu sam- skifti við hana, að henni varð aldrei á munni annað en bláköld og þrautyfirveguð skoðun henn- | ar. En þrátt fyrir þessa stað-1 reynd var mjer vel kunnugt um að hún átti blíða og viðkvæmna lund, sem fór vel saman við hrein skiftni hennar. Skaphöfn hennar var þó stór og óbifanleg er hún hafði myndað sjer skoðun á ein- hverju málefni, hverju sem það var í þann eða hinn svipinn. Og það sem mestu varðaði var það að sama var hvort hún átti orð- ræðu við mann eða konu úr æðri eða lægri stjett. Frú Olga Clausen var kunnur fjelagsmeðlimur ýmsra fjelaga samtaka hjer í bænum og alls staðar á fremsta bekk að metorð- um og virðingu. En kunnust mun hún hafa verið fyrir sleitulaust starf sitt í þágu Góðtemplara- reglunnar. Þar vann hún þrot-, lausri baráttu fyrir hinum fallna! og yfirgefna samborgara sínum. Því starfi unni hún af alhug og markvissum sigurfögnuði um tug ára skeið. Frú Olga var mörgum góðum og traustum hæfileikum búin, meðal annars hafði hún mikla og vel þjálfaða söngrödd. Ennfrem- , ur var hún búin fjölþættum leik-! hæfileikum. Og síðast en ekki síst og það sem jeg persónulega hefði viljað þakka henni best, það var leikni hennar og djúpur skiln- ingur á eðli og formi ferskeytl- unnar, og sjálf var hún góður hagyrðingur, þótt hún færi mjög , dult með það og reyndi að dylja | það eins og hún mögulega gat. Þó duldist það engum vina henn- ar þegar talið barst að hinum i djúpstæðu hugðarefnum hennar. Frú Olga Clausen var fædd á Hellissandi, 2. september 1913. Dóttir hins kunna athgfnamanns og verslunarstjóra Axels ClaUsen og konu hans Svanfríðar. Frú •Olga giftist ung eftiflifandi manni sínum Skúla Guðmunds- jsyni kennara og varð þeim fjög- Framh. á bls. 12 GUÐMUNDUR Guðmundsson var fæddur að Róðhól í Skaga- firði. Foreldrar hans voru Guðm. Guðlaugsson og Sæunn Jónsdótt- ir. — . Guðmundur Guðlaugsson bjó þá á Hamri í Hegranesi og var þá giftur Guðrúnu Símonariótt- ur og mun Sæunn því hafa verið vinnukona hjá þeim hjónum á Hamri. En vorið áður en Guðm. Guðmundsson fæddist, fluttist móðir hans út í Sljettuhlíð og þar fæddist Guðmundur. En móð ir hans mun hafa orðið skamm- líf eftir það og tók þá faðirinn drenginn til sín. Þegar Guðm. bættist í hópinn, voru systkinin alls orðin 7. Eru þau öll talin í eftirfarndi vísu: „Jón Ólafur, Ingunn, Steinunn og Guðmundur, Sigurlaug og Siurbjörgu, svo eru upptalin börnin mörgu“. Ekki eru þó systkinin talin í rjettri aldursröð, því Guðmund- ur er yngstur eins og áður er sagt. Árið 1860 flutti Guðm. Guð- laugsson búferlum að Æsustöð- um Laugadal í Húnavatnssýslu og þar lifði Guðm. yngri sín fyrstu bernsku- og æskuár. Fyrstu bernskuminningar Guðmundar voru því bundnar við Æsustaði og stóra systkinahópinn og glað- værðina þar. Þegar Guðmundur hafði aldur til fór hann að vinna fyrir sjer hjá vandalausum eins og þá var títt. T. d. var hann um tveggja ára skeið vinnumaður hjá Er- lendi bónda í Tungunesi, sem þektur var á sinni tíð fyrir dugn- að og stjórnsemi. Eftir tvitugsaldur fluttist Guð- mundur til Reykjavíkur og nam trjesmíði og þá iðn stundaði hann ávalt síðan meðan heilsa og kraft entust. Þau hús munu vera ófá hjer í bæ, sem Guðmundur Guð- mundsson hefur reist eða hjálpað til að reisa. Þeirra á meðal má nefna Fríkirkjuna. Allt sem Guð- mundur tók að sjer að vinna var unnið af samviskusemi og dugn- aði þess manns, sem ekki má vamm sitt vita í neinu. Guðm. mun hafa verið einn af stofnend- um fríkirkjunnar í Reykjavík og góður stuðningsmaður hennar alla tíð. Bindindismaður var hann alla tíð og virkur þátttakandi i bind- indishreyfingunni frá byrjun. Ýmislegt fleira ljet Guðm. til sín taka, t. d. verkalýðsmál og mun hann hafa verið einlægur verkalýðssinni frá byrjun sam- takanna. Árið 1886 giftist Guðmundur fyrri konu sinnir Sigríði Guð- mundsdóttur, með henni eignað- ist hann 5 syni, sem allir lifa og eru búsettir í Reykjavík. Þeir eru allir iðnaðarmenn og meist- arar, hver í sinni iðngrein. Þeir heita Guðm. Ragnar, Gunnlaug- ur, Sigurður, Magnús og Sófús. Eftir 11 ára samúð missti Guð- mundur konu sína frá 5 drengj- um. Þá tók við ráðskonustörfum hjá honum Sigurlaug Þórðardótt- ir og hafa þau búið saman síð- an eða um hálfrar aldar skeið og hefir sambúð þeirra alltaf ver- ið hið besta. Sigurlaug reyndist Guðmundi hinn ágætasti lífsförunautur og því betur sem meira hefir áreynt, ög kom það skýrast i ljós eftir að hann missti sjónina, og svc> síðustu mánuðina sem hann lifði, en þá lá hann rúmfastur og lei<5 oft miklar þjáningar. Þau Guðmundur og Sigurlaug’ eignuðust 9 börn, 3 dóu ung en eina stúlku misstu þau upp komna. Þau sem lifa eru: Þórður, Guð- rún, Ingunn, Steindór og Frið- ur. Þau eru öll gift og búsett i Reykjavík. Sonarson sinn, Jó- hann Sófússon, ólu þau upp og er hann nú fullorðinn. Guðm. Guðmundsson var mað- ur fríður sýnum á unga aldri, lág- ur vexti, kvikur á fæti og snar í hreyfingum. Efnahagur hans mun oft hafa verið þröngur framan af æfi, meðan börnin voru í ómegð, en þó ávalt komist af hjálparlaust, og jafnvel verið fremur veitandi en þurfandi. Eitt var það í fari Guðmund- ar sem ekki má liggja í þagnar- gildi, en það er hve frábærilega ættrækinn hann var. Systkini hans voru búsett ut- an Reykjavíkur og hafði hann alt af samband við þau og vissi hvað þeim leið. Þegar systkinabörnin fóru að fara til höfuðstaðarins, þá var alltaf sjálfsagt að leita heim á Bjargarstíg 14 og var aldrei svo þröngt að ekki væri hægt að bæta við einum eða tveimur til eins eða jafnvel fleiri mánaða dvalar. Um endurgjald var ekki talað því allt voru þetta börnin hans. Af því sem að framan er skráð, má sjá að Guðm. Guðmundssón var mörgum ágætum kostum bú- inn. Hann var höfðingi í lund, ættrækinn, gjafmildur og gaman- samur, samvinnuþýður og lagði Iwerju góðu málefni lið meðan honum entist heilsa og kraftur til að fylgja fram áhugamálum sínum. Hann eignaðist tvær konur, sem voru honum samrýmdar og með þeim mörg og efnileg börn, sem öll elskuðu hann og báru virðingu fyrir honum. Honum auðnaðist að sjá barna- börnin vaxa upp og verða að nýtum mönnum. Guðm. Guðmundsson var þvx hvorttveggja í senn: góður mað- ur og gæfumaður. Hann andaðist þann 25. janú- ar en var jarðsettur 6. janúar að viðstöddu fjölmenni. Hann varð rúrhlega níræður. R. T. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. Þeim Alexander og Goodsj eru nokkrir Indíánar • til að- stoðar. Þeir halda því fram, a( sú kunnátta og tækni, sen mönnum er nú tiltæk, mund hafa bjargað leiðongrum norðurslóðum áður fyrh ^Nefn; þar til John Franklin og leið- angur hans, sem um miðja 19 öld varð til aðallega yegna þekl ingarskorts á þeim bjargráðun sem hefði mátt koma honun að haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.