Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 1
16 síður 37. árgangur 56. tbl. — Miðvikudagur '8. mars 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsins Róstur í Ruhr - hjeraði vegna niðurrifs her- gagnaverksmiðja Breskt ber!:S stillir til friðar. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BONN, 7. mars: — Breskir hermenn og sjö breskir skriðdrekar voru grýttir af þý.skum múg í bænum Watenstedt í Ruhr-hjeraði á breska hernámssvæðinu, en herlið þetta hafði komið til bæj- arins til að veita vernd vinnuflokkum, sem vinna að niðurrifi Hermann Göring stálverksmiðjanna í bænum. Óttast atvinnuieysi Geysimikill fjöldi þýskra verkamanna hafði safnast sam an umhverfis verksmiðjurnar. Hrópuðu þeir kröfur um að nið urrifi þýskra verksmiðja yrði hætt. Ottast verkamenn, að ekki muni takast að vinna bug á atvinnuleysi í landinu, ef haldið verði áfram að rífa nið- ur verksmiðjur frá síðasta stríði. Hergagnaverksmiðja Múgurinn hafði meðal ann- ars fellt niður vinnupalla og hindruðu vinnuflokkana í að gera verk sitt. í síðustu heims styrjöld framleiddu verksmiðj- ur þessar stál í hergögn og kaf- báta Þjóðverja og hefir það ver ið stefna Vesturveldanna í Þýskalandsmálunum að rífa niður allar hergagnaverksmiðj- ur. Hópnum drcift í dag voru herflokkar fluttir til borgarinnar. Tók fólkið á móti þeim með grjótkasti, en eftir að skriðdrekar komu til sögunnar tókst þó fljótlega að dreifa hópnum. í sambandi við þessar róstur hefir Bonnstjórn- in enn einu sinni borið fram hörð mótmæli við hernáms- stjóra Vesturveldanna og kraf- ist þess að niðurrifi þýskra verksmiðja verði hætt. Copion-n]osnamáS£ny að Ijúka NEW YORK, 7. mars. Nú er hinu svonefnda Coplon njósna- máli í Bandaríkjunum að ljúka. Það snýst um skrifstofustúlku eina við opinbera stofnun. -—- Hún reyndi að framselja Rússa að nafni Gubichev ýmis þýð- ingarmikil skjöl. Kviðdómur- inn í máli hennar lýsti því yf- ir í dag, að ungfrú Coplon teldist sek um tilraun til að njósna. Frestað var að ákveða refsingu, en hámarksrefsing við brotinu er 15 ára fangelsi. — Reuter. Ahrlf geniislækkunarimiar á frðmfærslukosfnaðinn í ÁLITSGERÐ hagfræðinganna Benjamíns Eiríks- sonar og Ólafs Björnssonar, er komist að þeirri niðurstöðu að framfærslukostnaður í landinu muni þegar frá líður hælf^ka um 11—13% af völdum geng- islækkunar, sem frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Hinsvegar gerir frumvarpið ráð fyrir að launþegum verði bætt þessi hækkun. Til viðbótar kemur svo það að með gengisbreytingunni kemst framleiðsa þjóðarinnar á reksturshæfan grundvöll en með því skapast launþegum og framleiðendum, sem nú horfa fram á atvinnuleysi og öngþveiti, aukið ðryggi um afkomu sína. Framleiðslutækin verða rekin og jafnvægi skapast í efnahagslífi þjóðarinnar. Ber í því sambandi ekki hvað síst að minnast þess að eftir því, sem verslunarjöfnuðurinn og greiðslu- jöfnuðurinn við útlönd batna, eftir því verður hægar að bæta úr vöruskortinum og ættu biðraðir og aðrir erfiðleikar í sambandi við vöruútvegun að hverfa Ennfremur hefur lækkun verðtollsins verðlækkandi áhrif, þótt þau áhrif komi lítið sem ekkert fram, í vísitölunni. Sá hluii áliísgerðar hagfræðinganna, sem fjallar um þessi efni birtist á 2. bls. blaðsins í dag. Samningur Rússa og Kínveria Iljer sjest, er Andrej Vishinsky, utanríkisráðherra Sovjetríkjanna, undirritar rússnesk-kín- verska bandalagssamninginn, sem gilda á til 30 ára. Að baki honum standa (frá vinstri) Chou En Lai, utanríkisráðherra kínversku kommúnistastjórnarinnar, Molotov, Stalin, Mao Tse-tung og B. F. Podtscrob, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. — í sambandi við bandalagssamn- Ing þennan má minna á, að skammt er liðið frá því Rússar gerðu samskonar samning við Júgóslava. En þeir riftu honum, eftir að hin a.kunna deila kom upp, og leppríkiu, sem gert höfðu álíka samninga við Titóstjórnina, fóru að dæmi Moskvumanna. hurchill ii hættu Israelsmenn vilja kaupa kalíverksmiðju JERÚSALEM, 7. mars. — Fjár málanefnd ísraelsþings hefir snúist gegn tillögum, sem fram hafa komið um að ísfael skuli þjóðnýta hinar bresku kalí- verksmiðjur við Dauða-hafið. Hinsvegar er nefndin því fylgj andi, að eigendur verksmiðj- anna verði innlendir. Verk- smiðjurnar eru taldar minnsta kosti miljón sterlingspunda virði. — Reuter. skifur é stjóruinu við þjóðnýtingu !>Meirlh!u!l kjéiendi m end- vípr þjéinýfingarbrölfl Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDÓN 7. mars: -—■ Winston Churchill skoraði í dag á verka- mannaflokksstjórnina að fresta þjóðnýtingu á járn og stálverk- smiðjum Bretlands. Hann sagði, að nýafstaðnar kosuingar hafi sýnt, að meir en helmingur breskra kjósenda væri á móti þjóð- nýtingu og því hefði verkamannaflokkurinn engar- siðferðis- legan rjett til að þvinga upp á Breta aukinni þjóðuýtingu. Þá vjek Churchill einnig að öðru máli, það er kosningafyrirkomu- laginu á Bretlandi, og gagnrýndi það harðlega. Auriol Frakklandsforseti heimsækir Bretland Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter LONDON, #7. mars: — Auriol Frakklandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Breta- konungs. Ferðaðist hann á- samt frú sinni yfir Ermarsund á franska Ermarsundsfarinu Arromanches. Hann steig á land við Dover og hjelt þaðan með járnbraut áleiðis til London. Sæmdur Bathorðunni A Victoria járnbrautarstöð- inni tóku forsætisráðherra og utanríkisráðherra Bretlands á móti honum. Var forsetanum síðan ekið til Buckingham hall arinnar, þar sem konungur tók á móti honum og sæmdi hann Bath-orðunni, einu eísla heið- ursmerki Breta. Styrkir vináttubönd Forsetinn ætlar að dveljast á Bretlandi í þrjá daga. Mun hann sitja veislur hjá Breta- konungi og ræða við helstu ráðamenn Breta. Talið er að heimsókn þessi sje mjög þýð- ingarmikil og verði til þess að styrkja vináttubönd, þessarra nágrannaríkja, sem þurfa að vinna náið saman til að sigrast á þeim örðugleika, sem að steðja. Lítið rjettlæti í kjördæmaskipun Churchill sagði, að verka- mannaflokkurinn heiði staðið fyrir því, að kjördæmum hefði verið breytt. Samt væri rjett- lætið í kjördæmaskipun lands- ins ekki meira en það, að frjáls lyndi flokkurinn, sem hefði fengið nær 3 milljónir atkvæða hefði ekki fengið nema 9 menn kjörna á þing.'Auk þess benti hann á það, að 183 þingmenn hafa ekki hreinan meirihluta í kjördæmum sínum. Vildi hann skipa þj,ngnefnd tii að athuga og gera tillögur til úibóta á þess um málum. Á að halda þjóðnýlingu áfram Þá sagði Churchill, að hann hefði vonast eftir að heyra £ hásætisræðu konungs, að verka Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.