Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 5
f Miðvikudagur 8. mars 1950. MORGUNBLAÐIÐ 5 Tónleikar Ulfirpskérsins i Dómkirkiunni 26. febrúar Fjelagi ! SVONA lýsti blaðateiknari fyrir skömmu fundi rússneskra og kínverskra kommúnista í Moskvu. Teikningin skýrir betur en flest annað „sdmvinnu" Hússanna og kommúnistadeildarinnar í Kína. En eins og kunnugt er, hafa Moskvumenn nú þegar slegið eign sinni á stórar sneiðar af Kína, „yfirráðasvæði“ Mao Tse-tung, — fjelagans, sem „samdi“ við Rússa. Pólskur biskup tekinn höndum Fyrirmyndin tjekknesk VARSJÁ. — í því skyni að draga úr áhrifavaldi pólsku klerka- stjettarinnar hefur pólska kommúnistastjórnin nú hneppt Kazi- mierz Kowalski biskup í Chelmno í stofufangelsi. Hafa verðir tekið sjer stöðu umhverfis heimili hans, meðan saksóknarinn j Danzig undirbýr málshöfðun á hendur honum. Skógrækfarsjóður SuSurnesja sfofnaður SÍÐASTLIÐINN sunnudag var stofnað í Keflavík Skógrækt- arfjelag Suðurnesja, eins og skýrt hefir verið frá hjer í Mbl. í lok fundarins tók til máls Eg- III Hallgrímsson kennari, fyrsti íormaður Fjelags Suðurnesja- Inanna í Reykjavík. — Lýsti hann ánægju sinni yfir því, að hugmynd hans um skógrækt á Suðurnesjum og stofnun Skóg- ræktarfjel. Suðurnesja, sem oll bvggðarlögin á Suðurnesj- um eiga aðild að, og það hafi uðgang að skógræktarlandinu að Hálahjalla, væru báðar orðn ar. að veruleika. Sagði hann að trú væru liðin um 10 ár frá því er hann fyrst hreyfði þessu tnáli við Hákon Bjarnason fckógræktarstjóra. Þakkaði Eg- 111 Hakoni og öllum þeim sem ljeð hefðu málum þessum lið. Afhenti Egill síðan hinu ný- istofnaða Skógræktarfjel. Suð- urnesja 1000 kr., sem stofnfje að Skógræktarsjóði Suðurnesja og skuli sjóðurinn-vera í vörslu í'jelagsins. Skipulagsskrá sjóðs- ins verður samin síðar. Núverandi formaður Fjel. Suðurnesjamanna í Reykjavík, Friðrik Magnússon stórkaupm., gat þess í ræðu sinni, er hann flutti, að nefnd sú, er hefði haft íorgöngu um stofnun Skógrækt arfjelagsins, hafi verið kosin eftir tillögu Egils Hallgríms- eonar, sem einnig hafði bent á skógræktarsvæðið að Háa- hjalla, sem hentugastan stað á Suðurnesjum til skógræktar. Vinslii fíokkar tapa s gríáism kosningum AÞENA, 7. mars. — Talning atkvæða í grísku þingkosning- unum heldur áfram en ekiri verða úrslit kunn fyrr en seiat i þessari viku. Nú standa at- kvæðatclur þannig: Konungssinnar .263 þus. Þjóðlegi flokkur 250 -- Frjálslýndir 240 — Bósíaldemókratar 154 — Er það greinilegt í kosning- Um þessum, að vinstri flokk- arnir, einkum sósialdemókrat- ar, hafa tapað miklu atkvæða- ínagni. — Reuter. Júgéslavar drepa ílakkan Mimann CIIOGGIA, Ítalíu. — 7. mars. Þegar ítalski fiskibáturinn San Mareo, kom til hafnar í dag í Choggia skammt frá Feneyjum, akýrðu skipsmenn frá því, að júgóslavneskur^ sjóliðsforingi hgfði skotið einn hinna ítöisku íiskimanna til bana. Júgóslav- Júgoslavíu og fyrirskipaði fiski akipið um 40 km. undan strönd Júgóslavíu og fyi irskipuðu fiski inönnunum að sigla til júgó- íslavneskrar hafnar. Fiskimenn- írjidr neituðu þvi Dró þá einn Öúgóslavneski sjóliðsforinginn akambyssu upp og hlej^pti af. Fór kúlan gegnum höfuðkúpu cins ítalska fiskimannsins. Eft- £r að þetta verk hafði verið drýgt. sigldu Júgóslavarnir burt íaið bráðasta. — Reuter. Lewis foringi námu manna sýkn WASHINGTON, 3. mars. - Sambandsríkjadómurinn í Was hington kvað í dag upp dóms- úrskurð yfir bandaríska námu- mannaforingjanum John L. Lewis. Hann var fyrir rjetti á- kærður um að hafa brotið á- kvæði Taft Hartley laganna, þar sem verkamennirnir í námumannasambandi hans hefðu ekki snúið aftur til vinnu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Lewis væri ekki sekur. Niðurstaða þessi fjekkst, vegna þess að ekki tókst að sanna, að Lewis hefði á nokkurn hátt hvatt til á- framhaldandi verkfalls. — Reuter. Góð hvab/eiði í Sisður- höfum SANDEFJORD, Noregi, 7. mars. Skeyti hafa borist frá norska hvalveiðileiðangrinum í Suður höfum. Er sagt frá því, að veið in nemi 750 þús. fötum af hval- lýsi, það er um 110 þús. meiri afli en á sama tíma í fyrra. — NTB. Mun biskupinn verða sóttur til saka fyrir að hafa beitt „alls konar ógnunum" við „þjóð- holla“ klerka, sem á undanförn -um vikum hafa veitt stjórn- inni að málum. Hafa fyrirmynd Þetta mun vera í fyrsta skipti eftir styrjöldina, sem biskup er handtekinn í Póllandi. Stjórn- arerindrekar Vesturlanda segia. að hjer sje á ferðinni lúaleg stæling þess, sem átt hefur sjer stað í Tjekkóslóvakíu að undan- förnu. Þar flökrar kommúnist- um ekki við að svipta kenni- menn frelsi. Hver er sökin? Þessum pólska biskupi hefur verið borið á brýn, að hafa rek -ið prest nokkurn frá kallinu og skipað öðrum prestum að draga sig í hlje og kalla aftur yfirlýsingar, sem þeir höfðu gef -ið í blöðu-m stjórnarinnar. IIIMIIIIIIIIHIIIIIIIIIIimilllllllllllllllllillMliillliiiiniiiiiv EINAR ÁSMUNDSSON hœstar jettarlögmáSur Skrifstofa : Tjarnargötu 10. — Sími 5407 iiiiiHiimmmiimHiitiiii ii 11111111111111111111111111111111111* HÖRÐUR ÓLAFSSON hdl. Laugaveg 10. — Sími 80332. Málflutningur — Fasteignasala liiiimiiiimmiiiiiiimiiiimiiimimimmmmmiiiiiHii ÞAÐ VAR ríkisútvarpið, sem beitti sjer fyrir tónleikum þess- um, þar sem flutt var kirkju- leg tónlist með ýmsum þeim bestu kröftum, sem hjer er völ á, undir stjórn Roberts Abra- ham. Tónleikarnir hófust með 2 sálmalögum úr messusöngbók Guðbrandar biskups Þorláks- sonar (1594), annað raddsett eftir Resinarius, en hitt mun vera raddsett eftir söngstjór- ann sjálfan. Virtist mjer að þessi 2 lög nytu sín að ýmsu best og mynduðu þau hátíðleg- an og einfaldan inngang að tón- leikunum. Þá kom lofsöngur eftir Haydn og „Ave verum corpus“ eftir Mozart, hvorutveggja undur- fagrar tónperlur. Þó hygg jeg að síðara lagið hefði notið sín betur í sinni upprunalegu mynd og tónhæð. Þessu næst var brugðið á ann að leiti og flutt hið fagra Offer- torium úr Requiem Verdis, sung -ið af þeim Þuríði Pálsdóttur, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Magn -úsi Jónssyni og Jóni Kjartans -syni. Þetta verk stakk mjög í stúf við bæði það, sem á undan fór t og hitt, sem á eftir kom og fannst mjer það því heldur skaða heildaráhrifin. Einsöngv- ararnir gerðu hinsvegar þessum hlutverkum sínum, sem varla eru á færi annara en úrvals ó- perusöngvara, all góð skil og var sjerstaklega söngur frú Þuríðar Pálsdóttur ágætur. Að lokum var svo veiga- mesta tónverkið: Kantatan „Vor Guð er borg á bjargi traust“ eftir Bach. Einsöngvar- ar voru: Guðrún Tómasdóttir, Kristín Einarsdóttir, Magnús Jónsson, Brynjólfur Ingvarsson og Egill Bjarnason. Yfir kantötunni hvíldi nokk- ur taugaóstyrkur, enda óheppi- legt fyrirkomulag að söngfólk- ið skyldi þurfa að hlaupa fram og aftur um kirkjuna til að leysa af hendi sönghlutverk sín. Slik aðstaða er mjög erfið og hlýtur að hafa truflandi á- hrif á söngfólkið sjálft og á- heyrendurna Flutningur verks þessa má þó teljast hinn merki- legasti og sætir það undrun að þetta glæsilega verk skuli vera orðið 220 ára gamalt. Hjer leysti hljómsveitin erfitt hlut- verk vel af hendi, ekki síst lúðr- arnir, en einsöngvararnir voru misjafnlega heppnir og óheppn- ir. — Kórar, sem eru innan við 20 manns, ættu að mínu áliti ekki að syngja með hljómsveitar- undirleik nema í hljóðnema. Það eru til perlur fyrir kóra án undirleiks (a capella) t. d. Mót- etttur Bachs, Palestrina og margt fleira, og svo mætti ;kannski finna eitthvað íslenskt, sem á eftir að kynna okkur og væri það starfssvið kórs, sem er skipaður svo ágætum röddum sem Útvarpskórinn áreiðanlega er. Við orgelið var dr. Páll ís- ólfsson og þarf varla að lýsa þætti hans, svo kunnur er hann alþjóð sem okkar færasti tón- Sfjórnandi: Roberf Ábraham listármaður. Auk þess að^toð- uðu með einleik þeir Björij Ólafsson, dr. Edelstein, EgilJ Jónsson, Pampicchler og Lanr zky-Otto. Þór. Guðm. Áðalfundur FramreiÓslu- deifdar Samb. mafreiSslti og framreióslumanna FRAMREIÐSLUDEILD Sam- bands matreiðslu- og fram- reiðslumanna hjelt aðalfund sinn að Tjarnarcafe s. 1. mánu- dagskvöld kl. 12 á miðnætti. ' Ingimar Sigurðsson formað- ur bráðabirgðastjórnar deildaú innar, gaf skýrslu yfir starf- semi hennar frá stofnun. Urðu miklar umræður um störf deilfL arinnar og ríkti mikill áhugi fyrir framtíðarstörfum hinna nýskipulögðu samtaka stjettar- innar. Fundinum lauk kl. rúm- lega 4 eftir miðnætti. í stjórn deildarinnar vorú kosnir: Ingimar Sigurðsson,. formaður og meðstjórnendur Janus Halldórsson og Kristján. Sigurðsson. — Varastjórn Guð- mundur Halldórsson ' Jónsson. og Haraldur Tómasson. — Enú urskoðendur Eggert Guðnason. og Edmund Eiríksen, til vara Ólafur Jóhannesson. — Trún- aðarmannaráð auk stjórnar; Sigurður B. Gröndal, Guð- mundur H. Jónsson, Kristmund ur Guðmundsson og Garðar Jónsson. í bráðabirgðastjórn deildar- innar áttu sæti Ingimar Sigurðf; son, Kristján Sigurðsson oe: Kristmundur Guðmundsson. Frá Skákþinglnu ÚRSLITAUMFERÐIN á Skák- þingi er nú hafin og taka 1G' menn þátt í henni í meistara- flokki. — Tvær umferðir hafa verið tefldar og urðu báðar heldur tíðindalitlar. í fyrstu umferð fóru leikar svo að Benóny Benediktssorx vann Guðmund Ágústsson og þeir Eggert Gilfer og Árni Snævarr gerðu jafntefli. — Hjá öðrum urðu biðskákir. í ann- ari umferð vann Guðmundur S. Guðmundsson Gilfer, er;i aðrar skákir allar urðu bið- skákir. — Verða skákir úr báð- um tefldar á fimmtudagskvöldt að Þórsgötu 1. í fyrsta flokki eru fjórar um- ferðir eftir. Þar eru efstir Ól- afur Einarsson og Anton Sig- urðsson með 7 V2 vinning hvor* og í þriðja sæti er Freysteirm Þorbergsson. í öðrum flokki er Arinbjörrs. Guðmundsson hæstur með 914 vinning af 10 mögulegum. — I öðru sæti er Bragi Ásgeirsson. með 8 vinninga og Tómas Ein- arsson þriðji með 714 vinn-* ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.