Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1950, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 8. mars 1950. OTTIR Ægir setti eitt íslandsmet ó sund- mótinu í gærkveldi EITT íslandsmet var sett á sameiginlegu suridmóti ÍR og KR í gærkveldi. Það var sveit Ægis í 3x100 m. þrísundi, sem það gerði, eftir harða keppni við: sveit ÍR, sem átti fyrra metið. Hörður Jóhannesson synti fyrsta sprettinn, baksundið, fyrir Ægi, en Guðm. Ingólfs- son fyrir ÍR. Hörður skilaði allgóðu forskoti, en Atli Stein- arsson, bringusundsmaður ÍR- sveitarinnar, sneri því við og gáf ÍR svipað forskot. Skúli Rúnar, skriðsundsmaður IR, átti við ofurefli að etja, þar sem Ari Guðmundsson var, en hann synti samt mjög vel, mun betur en í 100 m. skriðsundinu fyrr um kvöldið. Ari náði hon- um ekki fyrr en eftir 75 m. — Bringusundið fyrir Ægi synti Georg Franklínsson. ,,Tríóið“ í bringusundi 200 m. bringusundið vakti annars mesta athygli í gær- kveldi. Sigurður Þingeyin,gur komst að vísu aldrei í hættu, en Sigurðu’’ KR-ingur og Atli Steinarsson fylgdu honum vel eftir og háou harða baráttu um annað sætið. Atli var vel á und an, er 25 m voru eftir, en Sig- urður náði honum á endasprett inum og varm á sjónarmun. Ari G uðnundsson vann 100 m. bringurund karla á 60,5 sek., sem er mjög góður tími. Anna Ólafsdóttir vann „Flugfreyjubikarinn“ Anna Ólafsdóttir vann hinn Sig. Þingeyingur Sig. KR-ingur Atli. „Tríóið“ í bringusundi. fagra „Flugfreyjubikar“ í 100 m. skriðsundi kvenna, en einn- ig var keppt um bikara í 200 m. bringusundi kvenna, sem Þórdís Árnadóttir vann og 100 m. baksundi karla, sem Hörður Jóhannesson vann. Hann synti þar á mettímanum. Þá var og keppt um bikar í þrísundinu, sem Ægir vann. Helstu úrslit: 100 m. skriðsund karla: — 1. Ari Guðmundsson, Æ, 60,5 sek., 2. Ólafur Diðriksson, Á, 64,6 sek. 3. Theódór Diðriksson, Á, 66,0 sek. og 4. Skúli Rúnar, ÍR, 67,6 sek. — Mikið starf frjáls- sþrófttadeildar Í.R. 200 m. bringusund kvenna: — 1. Þórdís Árnsdóttir, Á, 3.13,3 mín., 2. Anna Ólafsdóttir, Á, 3.17,8 mín., 3. Guðrún Jónmunds dóttir, KR, 3.38,6 mín. og 4. Ás- gerður Haraldsdóttir, KR, 3.49,9 mín. 200 m. bringusund karla: — 1. Sigurður Jónsson, HSÞ, 2.50,9 mín., 2. Sigurður Jónsson, KR, 2.52.2 mín., 3. Atli Steinarsson, ÍR, 2.52,3 mín. og 4. Hafsteinn Sölvason, Á, 3.06,2 mín. 100 m. baksund karla: — 1. Hörður Jóhannesson, Æ, 1.15,7 mín. (sama og ísl. metið). — 2. Rúnar Hjartarsson, Á, 1.19,4 mín. og 3. Guðjón Þórarinsson, Á, 1.19,7 mín. 100 m. skriðsund kvenna: — 1. Anna Ólafsdóttir, Á, 1.24,4 mín., 2. Þórdís Árnadóttir, Á, 1.29,3 mín., 3. Málfríður Guðsteinsdótt- ir, ÍR, 1.34,3 mín. og 4. Gerða Ei- ríksdóttir, KR, 1.42,1 mín. 3x100 m. boðsund: — 1. Ægir 3.42,0 mín. (nýtt ísl. met), 2. ÍR 3.43.2 mín., 3. Ármann 3.49,8 mín. og 4. KR 3.55,1 mín. 50 m. skriðsund telpna: — 1. Sesselja Friðriksdóttir, Á, 38,2 sek., 2. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Á, 40,0 sek. og 3. Svanhvít Sig- urlinnadóttir, KR, 45,9 sek. 100 m. skriðsund drengja: — 1 Pjetur Kristjánsson, Á, 66,9 sek. (nýtt drengjamet), 2. Magnús Guðmundsson, Æ, 73,6 sek. og 3. Magnús Thoroddsen, KR, 76,0 sek. 50 m. bringusund telpna: — 1. Sesselja Friðriksdóttir, Á, 43,5 sek., 2. Jónína Ólafsdóttir, Á, 47,9 sek. og 3. Helga Hróbjarts- dóttir, Á, 51,0 sek. 100 m. bringusund drengja: — 1. Elías Guðrnundsson, Æ, 1.26,8 mín., 2. Gunnar Jónsson, Á 1.28,1 mín. og 3. Helgi Björgvins- son, Á, 1.33,2 mín. — Þ. Frá sSalfundi defldarinnar AÐALFUNDUR frjálsíþrótta- deildar ÍR var haldinn nýlega. Formaður deildarinnar Ingólf- ur Steinsson. gaf skýrslu um störf hennar á s.l. ári, sem var allumfangsmikil, en IR hefur, sem kunnugt er, átt á að skipa mörgum af bestu íþróttamönn- um landsins á síðustu árum. Flokkur frá deildinni fór s. 1. sumar í keppnisferð til ír- lands og Skotlands, en einnig voru þrír meðlimir deildarinn- ar, Finnbjörn Þorvaldsson og Clausen-bræður, þátttakendur í keppni Norðurlandanna við Bandaríkin í Osló og sömu menn tóku þátt í Norðurlanda- mótinu í Stokkhólmi. — Hlutu þeir allir 1. verðlaun þar, Finn- björn í 100 og 200 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi, Haukur í 4x100 m boðhlaupi og Örn varð fyrsti Norr'úriandameistarinn í tugþraut Þá ferðuðust rr.eðlimir deild- arinnar nokkuð innanlands og fór t. d 23 manna flokkur til Akureyrar Kepptu þar „dreng ir“ frá ÍR við fjelaga sína á Akureyri. Námskeið var haldið fyrir ,,drengi“ á árinu og voru þátt- takendur 90 Spretthlauparmn Mac Don- ald Bailey dvaldist hér um tíma á vegum deildarinnar og æfði með IR-ingum. Nú hefur deild- in ráðið til sín sem kennara Eistlendinginn Evald Mikson. Deildin sá að sjálfsögðu um allmörg mól á ármu, þar á með- al Meistaramót islands og ÍR- ingar kepptu á öllum frjáls- íþróttamótum hjer. Frjáls- íþróttamenn IR settu 13 Islands met á s.l. ári og jöfnuðu tvö. Fjárhagurinn Gjaldkeri deildarinnar, Magn úr Baldvinsson, ’as upp reikn- inga hennar. Sýndu þeir glögg- lega hinn mikla kostnað, sem í íþróttastarfið er lagt, og erfið- leikana á að afla tekna. Samt sýndu :-eikningarnir nokkurn hagnað. Ingólfur Steinsson var end- urkosinn formaðar deildarinn- ar. Með honum í stjórn voru kosnir: Örn Eiðsson og Sig- urður Sigurðsson Skíðamóti Þingey- inga lauk s.l. sunnudag SKÍÐAMÓT Þingeyinga fór fram á Húsavík s.l. laugardag og sunnudag, og voru keppendur alls 30. Veður var ekki sem best, stormur, en bjart. Úrslit urðu þessi: 20 km. ganga, fyrstur Matthías Krist- jánsson, 1 klst. 41,01 mín., ann- ar Jón Kristjánsson, 1 klst. 41,37 mín. og þriðji ívar Stefánsson, 1 klst. 44,36 mín. Allir frá UMF Mývetningur. 12 km. ganga, fyrstur Ár- mann Guðmundsson, UMF Efl- ing, Reykjadal, 1 klst. 2,10 mín., annar Eysteinn Sigurðsson, Mý- vetningur, 1 kist. 3,53 mín. og þriðji Stefán Þórisson, Efling, 1 klst. 4,25 sek. Svig, fyrstur: Gísli Vigfússon, 69,2 sek., annar Karl H. Hann- esson, 69,7 sek. og þriðji Helgi Vigfússon, 72,8 sek. Allir frá Völsungi á Húsavík. Stórsvig. Karl H. Hannesson, Völsungi, 60,2 sek., annar Gísli Virfússon. Völsungi, 64,7 sek. og þriðji Pjetur Axelsson, Efling, 70 sek. Stökk, eldri flokkur: Gísli Framh. á bls. 12. íþróttaæskunni feiýn þörl ó nýju íþróttahúsi Gísli Halldónson endurkosinn formaður l B. R. : ERAMHALDSAÐALFUNDUR íþróttabandalags Reykjavíkur var haldinn í fjelagsheimili VR s. 1. mánudagskvöld. Var þar rætt um ýms mál er varða bandalagið og íþróttastarfsem- ina í bænum og gerðar álykt- anir í þeim. Eftirfarandi tillögur voru m. a. samþykktar: Nýtt íþróttahús í stað „Hálogalands“. „Ársþing ÍBR 1950 felur stjórn bandalagsins að hefjast nú þegar handa um undirbún- ing að byggingu fullkomins í- þróttahúss í stað þess bráða- birgðahúsnæðis, sem bandalags -fjelögin hafa orðið að búa við á undanförnum árum. Ef heppi- legt þykir að hafa þessa bygg- ingu hluta af Æskulýðshöll, þá verði lögð áhersla á, að þessi hluti verði byggður fyrst“. Sundlaug í Vesturbænum. „Ársþing ÍBR 1950, bemir þeim tilmælum til bæjarstjórn- ar Reykjavíkur, að hún beiti sjer nú þegar fyrir því, að byggð verði sundlaug í Vestur- bænum, svo fljótt sem auðið er Jafnframt telur ársþingið, að æskilegt sje, að bæjarstjórnin leiti til samstarfs við Háskóla íslands og aðrar stofnanir, svo og íþróttafjelög um framkværcd þessa máls“. Námskeið fyrir ófjelagsbundna. „Ársþing ÍBR 1950, felur stjórn bandalagsins að leita samstarfs við sjerráð og íþrótta- fjelög innan Reykjavíkur um það að koma á námsskeiðum í sem flestum íþróttagreinum á komandi sumri fyrir ófjelags- bundið æskufólk. Skal sjerstaklega leggja á- herslu á, að námskeiðum verði komið fyrir þar sem lengst er til þátttöku í íþróttafjelögum". íþróttavöllurinn á Melunum. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar varðandi íþrótta- völlinn á Melunum: „Ársþing ÍBR 1950, beinir þeirri áskorun til Vallarstjórn- ar, að rekstur íþróttavallaiins verði gerður hagkvæmari, þannig að hann dragi sem minnst fje frá íþróttastarfsem- inni í bænum“. „Ársþing ÍBR 1C50 skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur og viðkomandi skipulagsyfirvöld, að sjá svo um, að íþróttavöl'- urinn á Melunum verði aldrei lagður niður, heldur felldur inn í framtíðarskipulag Melahverf- isins. Felur ársþingið fram- kvæmdastjórninni að senda álit og greinargerð með málinu til þeirra aðila, sem þessum múl- um ráða“. „Ársþing ÍBR 1950 skorar á ; Vallarstjórn Reykjavíkur að : hún hlutist til um, að íþrótta- > völlurinn í Reykjavík verði að : jafnaði opnaður eigi síðar en 1. apríl ár hvert og við loken hans sje jafnan tekið tillit iil óska íþróttamanna“. Framlag til íþróttasvæða. „Ársþing ÍBR 1950 skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að hækka tillag til íþróttasvæða upp í kr. 250.000.00 vegna hinna miklu framkvæmda, sem sumpart eru hafnar eða eru að hefjast“. Stjórn. Gísli Halldórsson var endur- kosinn formaður ÍBR í einu hljóði, en með honum í stjóin voru kosnir fulltrúar frá hin- um einstöku fjelögum: Baldur Möller, Á, Björn Pjetursson, Golfkl. R., Ragnheiður Jóns- dóttir, ÍK, Þorbjörn Guðmunds- son, ÍR, Jón Þórðarson, Fram, Björn Björgvinsson, KR, Jón Eiríksson, Val, Þorlákur Þóré- arson, Víking, Sigurður Dani- valsson, Skautafjel. R., Stefán Björnsson, Skíðafjel. R., Egill Halldórsson, Skyimingafjel. R., Eiríkur Magnússon, Ægi, Steíún Ól. Jónsson, UMFR og Guðjón Einarsson, TBR. í húsnefnd voru kosnlr: Ólaf -ur Halldórsson og Jóhann Jó- hannesson. í hjeraðsdómstól . voru kosnir: Jón Bjarnason. Baldvin Jónsson og Jóhannes Bergsteinsson. Endurskoðendur: Haraldur Ágústsson og Kristján Gestsson, - Úrslil handknatt- leiksmélsins néloasf IR og Frani keppa í kvöld ÚRSLITIN verða nú æ óvissari í meistaraflokki á meistaramóti íslands í handknattleik, en nálgast samt óðum. Þrjú fjelög 1 hafa enn nokkuð jafna mögu- leika á að hreppa titilinn, Val- ur, ÍR og Fram. — Staðan er þannig: L st. Mörk 1. Valur 6 10 89:44 2. Fram 5 8 96:53 . 3. ÍR '5 8 79:48 4. Afturelding 6 6 98:111 5. Ármann 6 5 94:87 : 6. KR 6 3 79:105 ■ 7. Vík. 5 2 53:85 8. F. H. 5 2 59:114 . Mótið heldur áfram í kvöld : kk 8 e. h. að Hálogalandi. Keppa : þá Fram og ÍR og Víkingur og FH. — Blaðinu hefir borist nokkur . gagnrýni á suma leiki mótsins, . þar sem talið er, að harkan og > baráttan um sigur hafi orðið íþróttinni yfirsterkari. Er illt til þess að vita, ef svo er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.